Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 3
Vaxtalœkkun Ekki tímabær umræða Alþýðuflokkurinn hefur sett það sem skilyrði fyrir niður- færsluleiðinni að vextir og verð- lag færist niður með kaupinu. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra telur ekki tímabært að ræða smáatriði í efna- hagsmáiunum á þessari stundu. En ljóst sé að ef niðurfærsla verð- lags og launa náist, breytist allar forsendur vaxtaákvarðana Jón hefur verið talsmaður frelsis í vaxtamálum. Þess vegna Iék Þjóðviljanum forvitni á að vita hvort vextirnir yrðu færðir niður með lagaboði ef niður- færsluleiðin verður farin hjá rík- isstjórninni. „Ég sé ekki neina á- stæðu til að ætla að þess þurfi. En auðvitað eru til í gildandi lögum ákvæði sem gefa Seðlabankanum og ríkisstjórninni vald yfir vaxta- og verðákvörðunum við ákveðn- ar aðstæður," sagði Jón. Jón sagði ekki hægt að taka af- stöðu til niðurfærslunnar út frá orðinu einu saman, þegar hann var spurður hvort hann héldi hana framkvæmanlega. Það væri að vísu rétt að í upphafi var orðið, en síðan hefði fylgt mjög margt á eftir. Þingflokkar stjórnarflokk- anna færu nú út í nánari útfærslu á niðurfærslunni. -hmp A Iþýðuflokkurinn Atvinnu- leysi verst KarlSteinar: Stöndum frammifyrir tveimur slœmum kostum. Verjum heimilin „Við tryggjum hag Iaunafólks með því að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Þetta er ekki spurn- ing um að gera eitthvað eitt eða ekkert. Við stöndum frammi fyrir tveimur slæmum kostum," segir Karl Steinar Guðnason for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafelags Keflavíkur og þing- maður Alþýðuflokksins. Karl Steinar segir Alþýðu- flokkinn leggja áherslu á að vænt- anlegar efnahagsaðgerðir komi sem best út fyrir heimilin í landinu. Niðurfærsluleiðin miði að því að koma í veg fyrir atvinnuleysi sem sé það versta sem geti komið fyrir vinnandi fólk. -hmp FRETTIR ForstjóranefndinlRíkisstjórnin Tillögur um stórfellt kaupran Lágmarkslaun skorin niður um 5000 kr. á mánuði. 100þús. kr. fjölskyldulaun lækkuð um 9000þús. kr. ámánuði. Stórhœkkun húsnœðisvaxtatilviðbótarkjaraskerðingunni. Fyrirheit um3% verðlagslœkkunísárabætur N ái tillögur forstjóranefndar- innar um svokallaða „niður- færsluleið" fram að ganga munu þau þýða stórfellda kjarskerð- ingu fyrir allt launafólk í landinu. Forstjórarnir vilja að lauu verði þegar lækkuð um 9% og að auki verði raunvextir á húsnæðislán- um hækkaðir úr 3,5% í 6%. Meðallaun verkafólks eftir um 5 ára starf eru nú tæpar 45 þús. krónur á mánuði. Verði þessi laun skorin niður um 9% jafngildir það launalækkun uppá rúmar 4 þúsund krónur á mán- uði. Mánaðarlaunin yrðu þá 40.950 kr. Þar til viðbótar eru uppi ráðagerðir meðal stjórnar- innar um að koma í veg fyrir um- samdar launahækkanir um næstu mánaðamót uppá 2,5% með bráðabirgðalögum. Nái þær ráðagerðir fram að ganga verða meðallaun verkafólks ekki 46.125 kr. þann 1. september n.k. heldur 40.950. Kaupránið á heilu ári hljóðar uppá 62.100 kr. Sé miðað við 60 þús., kr. mán- aðarlaun þýðir „niðurfærslu- leiðin" kaupíækkun uppá 5.400 kr. á mánuði og sé september- hækkunin reiknuð með lækka launin úr 61.500 í 54.600 kr. Kaupránið á heilu ári hljóðar uppá 82.800 kr. Ef fjölskylda hefur samtals 100 þús. krónur í launatekjur á mánuði þá vilja forstjórarnir lækka þau laun um heilar 9 þús. kr. á mánuði. í stað þess að heildarlaun þessarar fjöl- skyldu hækki 1. september í 102.500 kr. þá lækka þau í 91 þús. kr., nái tillögur forstjóranna fram að ganga. Kaupránið á heilu ári hljóðar uppá 138 þús. krónur eða vel rúmlega heil mánaðarlaun. Á móti þessu stórfellda kaup- ráni gefa forstjórarnir óljós fyrir- heit um almenna 3% lækkun á verðlagi í landinu. Þar til viðbótar vilja forstjór- arnir hækka vexti húsnæðis- stjórnarlána um nærri helming eða í minnst 6%. Sú ákvörðun þýðir stóraukna greiðslubyrði vaxta. Þannig hækka vextir af miljón kr. láni úr 35 þús. kr. á ári í 60 þús. eða um rúmar 2 þús. kr. á mánuði. Sé miðað við hæstu Ián húsnæðisstjórnar sem eru uppá 3,5 miljónir, hækkar greiðslu- byrðin á einu ári úr 122 þús. kr. í 210 þús. kr. Aukavaxtareikning- ur fyrir hvern mánuð hljóðar uppá tæpar 7.300 kr. -»g- Niðurfœrslan Komin á teikniborð þingflokka Jón Baldvin Hannibalsson: Kemur tilgreina að hindra launahækkun og búvöruverðshækkun 1. september. Niðurfœrslanfœr með hörðum viðurlögumvið ofháumlaunum Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði að lokn- um ríkisstjórnarfundi í gær, að staðgreiðslukerfi skatta gerði stjórnvöldum kleift að fylgja launalækkunum betur eftir en áður og með ströngum viður- lögum mætti koma í veg fyrir að einhverjir kæmu sér undan lögum um launalækkun. Fors- tjóranefndin skilaði tillögum sín- um til ríkisst jórnarinnar í gær og sagði Jón öruggt að stjórnin yrði ekki tilbúin með aðgerðir fyrir 1. september. Þeim bar saman um það Steingrími Hermannssyni utan- ríkisráðherra og Jóni, að nú tæki við útfærsla á niðurfærsluleiðinni innan þingflokka stjórnarflokk- anna. Búvöruverð og laun eiga að hækka þann 1. september og sagði Jón skynsamlegt frá öllum bæjardyrum séð að skjóta báðum þessum hækkunum á frest og úti- lokaði ekki lagasetningu í þeim tilgangi. Þjóðviljinn spurði Jón hvort Alþýðuflokkurinn gæti samþykkt niðurfærslu launa án tryggingar fyrir því að verðlag lækkaði að sama skapi. „Nei, verðlagið þarf að fara niður sömuleiðis og árangurinn þarf að vera tryggð- ur," sagði Jón. Niðurfærsluleiðin snerist um það að koma í veg fyrir að verðbólga yrði 80-90% í des- ember, eins og hún yrði ef geng- iskollsteypuleiðin yrði farin, nið- ur í 7-8%. „Niðurfærslan á að koma í veg fyrir risavaxna hækk- un lánskjaravísitölu, á greiðslu- byrði skuldugra fyrirtækja og ein- staklinga og koma efnahagslífinu hér á þann grundvöll að hægt sé að stjórna af einhver ju viti og það verði hægt að búa hér í sátt og samlyndi," sagði Jón. Þrátt fyrir það að verðlag er meira og minna frjálst telur Jón mögulegt að ná verulegum ár- angri í verðlækkunum með lagas- etningu og ströngum viður- lögum. Hann sagði hægt að koma í veg fyrir að launalækkanir bitn- uðu eingöngu á ríkisstarfs- mönnum og þeim sem vinna á strípuðum töxtum. „Ef menn hafa til þess einbeittan vilja og skirrast ekki við að beita ströng- um viðurlögum, er hægt að tryggja það að menn fái ekki neinn sjálftökurétt í að komast hjá slíkum lögum," sagði Jón. Hann teldi út af fyrir sig ekki hægt að koma í veg fyrir launa- skrið en menn væru að tala um snöggt átak í 3-4 mánuði. Besta leiðin væri þó að draga úr fjár- festingum og koma jafnvægi á Ef menn skirrast ekki við að beita ströngum viðurlögum er hægt aö koma í veg fyrir að menn komi sér undan lagaboði um lækkun launa, sagði Jón Baldvin að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Niðuriærslan er nú komin á teikniborð stjórnarflokkanna. Mynd: Ari vinnumarkaðinn. Aðalatriðið væri að draga úr útgjöldum ríkis- ins og fjárfestingum, aðrar að- gerðir væru hliðarráðstafanir. Ekkert væri hægt að segja um það Riðufé Ekki skoríð hjá Pálma á Akri Sauðfjárveikivarnir: 20-25þúsundfjárskorið niður íhaust vegna riðuveiki. 20þúsundskorið niðurífyrrahaust. Kjartan Blöndal: SérstakttilfelliáAkri. Fallist á undanþágubeiðni ráðherrans fyrrverandi hvort farin yrði leið gengisfell- ingar og frystingar launa fyrr en þingflokkar hefðu lagt mat á niðurfærsluleiðina. Jón sagðist ekki hafa fullnægj- andi svör við því hvort Sjálfstæð- ismenn samþykktu skatt á fjárm- agnstekjur, það yrði að spyrja Sjálfstæðismenn að því. -hmp Vegna riðuveiki í fé verður skorið niður á Norður- og Aushn landi í haust allt að 20-25 þúsund fjár, en í fyrrahaust var skorið niður um 28 þúsund fjár af sömu ástæðu. Það vekur hins veg- ar athygli að ekki er áformað að skera niður fé Pálma Jónssonar á Akri, þó svo að riðuveiki hafi greinst i fé hjá honum. Fyrst 1975 og aftur 1984. Frá þessu er greint í síðasta tölublaði Bændablaðs- ins. Að sögn Torfa Jónssonar á Torfalæk og oddvita Torfalækj- arhrepps sótti Pálmi á Akri um undanþágu frá niðurskurði í haust og féllst hreppsnefndin á þá beiðni. Ástæðan var sú að í fé Pálma hafði ekki fundist riða í langan tíma sem og í hreppnum. Aftur á móti hefur fé á nærli- ggjandi bæjum verið skorið niður miskunnarlaust. Kjartan Blöndal hjá Sauðfjár- veikivörnum sagði að menn gætu aldrei verið öruggir um að riðu hefði verið útrýmt þó svo að allt fé hefði verið skorið niður, vegna þess hve sjúkdómurinn væri lúmskur og meðganga hans löng. Aðspurður um ástæður þess að Sauðfjárveikivarnir hefðu sam- þykkt að ekki skyldi skorið niður hjá Pálma á Akri, sagði Kjartan að á Akri væri alveg sérstakt til- felli sem ástæða hefði verið að taka tillit til og það væri að ekki hefði greinst riða í fé Pálma í fjögur ár. Kjartan sagðist ekki vera hræddur um að riða gæti breiðst út frá sýktri kind sem Pálmi ætti, enda væri hann með gott sauðfjárbókhald og héldi fé al- mennt vel svo til fyrirmyndar væri. Aftur á móti sagði Kjartan að mikið væri um að bændur væru hræddir um sýkingu fjár frá öðr- um bæjum og væru ósparir á að hvetja Sauðfjárveikivarnir til að munda hnífinn í því skyni að sporna við frekari útbreiðslu riðuveikinnar. I Sauðfjárveikivörnum varð ekki samkomulag um það á sín- um tíma hversu langur tími ætti að líða frá því riða fyndist í fé og þar til ákveðið væri að skera nið- ur. Þess vegna er stuðst við þá þumalfingursreglu að ef ekki greinist riða í fé næstu fimm árin frá því riða finnst þar fyrst, skuli viðkomandi bóndi halda sínu fé. Þessi regla er uppistaðan í mál- flutningi Sauðfjárveikivarna og hreppsnefhdar Torfalækjar- hrepps fyrir því að ekki sé skorið niður hjá fyrrverandi landbúnað- arráðherra og alþingismanni Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra. Þó læðist að sá grunur að ekki sé sama hvort um er að ræða Jón eða séra Jón í þessu tilfelli. -grh Miðvlkudaguc 24. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 3 Skákin Margeir efstur á Skákþinginu Þeir Margeir Pétursson, Jón L., Karl Þorsteins og Davíð unnu skákir sinar í áttundu umferð Skákþingsins í Hafnarfirði sem tefld var í gærkvöldi. Skák beirra Róberts og Þráins var enn ólokið þegar blaðið fór f prentun, og vUdu menn engu spá um úrsiit. Staða efstu manna á mótinu er sú að Margeir er í fyrsta sætinu með sjö vinninga, Jón L. er í öðru sæti með sex og hálfan, þriðji er Hannes Hlífar með sex vinninga og Karl Þorsteins fjórði með fimm og hálfan vinning. Tvær skákir voru tefldar á Al- þjóðaskákmótinu við Djúp, og voru úrslit þau að Popovych vann Helga Ólafsson eldri, og Helgi Ólafsson stórmeistari bar sigur- orð af Guðmundi Gíslasyni. __________________ LG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.