Þjóðviljinn - 24.08.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Qupperneq 4
veginn! 4LÞÝÐUBANDALAGIÐ Opnir fundir á Austurlandi í tengslum við vinnufund þingflokks Alþýðubandalagsins á Hall- ormsstað í ágústlok boðar þingflokkurinn í samvinnu við kjördæmis- ráð á Austurlandi til fimm opinna stjórnmálafunda þar sem þingmenn ræða landsmálin og áherslur Alþýðubandalagsins. Fjórir fundir verða samtímis, mánudagskvöldið 29. ágúst kl. 20.30. Egilsstöðum, framsögumenn Steingrímur J. Sigfússon, Guðrún Helgadóttir og Geir Gunnarsson. Seyðisfirði, framsögumenn Ólafur Ragnar Grímsson og Hjörleifur Guttormsson. Reyðarfirði, framsögumenn Svavar Gestsson og Skúli Alexanders- son. Breiðdal, Staðarborg, framsögumenn Ragnar Arnalds og Margrét Frímannsdóttir. Síðdegis miðvikudaginn 31. ágúst heimsækja þingmenn Neskaup- stað og um kvöldið kl. 20.30 verður fundur í Egilsbúð þar sem fluttar verða framsöguræður og þingmenn sitja fyrir svörum. Fundirnir eru öllum opnir. Fjölmennið og kynnist stefnu og úrræðum Alþýðubandalagsins! Þingflokkur Alþýðubandalagsins Kjördæmisráð AB á Austurlandi ABR Borgarmálaráðsfundur Fyrsti fundur borgarmálaráðs að loknu sumarleyfi verður í dag miðvikudaginn 24. ágúst kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. Rætt um borgarmálin á komandi hausti og starfið framundan. Borgarmálaráð ABR J Bæjarmálaráð ABK I Fundur um húsnæðismál / Nk. mánudag 29. ágúst kl. 20,30 verður haldinn fundur í Þinghol í Hamraborg í Kópavogi. / Fundarefni: 1) Húsnæðismál. I 2) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN j Úthafsrækja á úrvalsverði 1 Erum að selja úthafsrækju, stóra og girnilega. Frábært verð. Sendum heim. Upplýsingar í síma 17500 á skrifstofutíma. Æskulýðsfylklng Alþýðubandalagsins FRETTIR Rösklega eitt hundrað norræn- ir bankamenn sitja fræðslu- ráðstefnu í Reykjavík dagana 24.- 26. þessa mánaðar. Yfírskrift ráðstefnunnar er Góð starfs- menntun - besta atvinnuöryggið. Fjölmörg erindi verða fíutt um störf bankamanna, menntun þeirra og starfsþjálfun. Sérstakur gestur ráðstetnunn- ar verður Anker Jörgensen, fyrr- verandi forsætisráðherra Dan- merkur, og flytur hann erindi um Norðurlöndin og önnur Evrópu- lönd, Evrópubandalagið, sam- skipti Norðurlanda og annarra Evrópulanda á sviði efnahags- og atvinnumála o.fl. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra flytur erindi við upphaf ráðstefnunnar og fjallar meðal annars um þjóðfélagsleg viðhorf til bankaþjónustu og menntunar bankamanna. Fulltrúar allra Norðurland- anna leggja fram efni til umfjöll- Anker Jörgensen fyrrv. forsætisráðherra Dana flytur erindi á Hótel Sögu á fimmtudagskvöld. unar og að auki talar Thierry No- yelle, aðstoðarframkvæmdastjóri Columbiaháskóla í Bandaríkjun- um. Hann reifar niðurstöður nýrrar skýrslu Efnahags- og þró- unarstofnunarinnar um þróun þjónustu banka og annarra fjármála- og viðskiptastofnana. Norræna bankamannasam- bandið skipuleggur ráðstefnuna með aðstoð Sambands íslenskra bankamanna. Á dagskránni eru m.a. heimsóknir í Bankamanna- skólann, Seðlabanka íslands og fræðslumiðstöð Landsbanka ís- lands í Selvík. y Hraðakstur er orsök margra slysa. Miðum hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand vega, færð og veður. Tökum aldrei áhættu! UUMFERÐAR RÁÐ Norrœnir bankamenn Starfsmenntun og atvinnuöryggi Eitt hundrað norrœnir bankamenn áfrœðsluráðstefnu íReykjavík. Anker Jörgensen flytur erindi um Norðurlöndin og Evrópu Fiskútflutningur Biðröð eftir söluleyfum Vilhjálmur Vilhjálmsson: Ásókn íað selja karfa og ufsa á markað í pýskalandi Því er ekki að neita að það hef- ur viljað brenna við nú að undanförnu að útgerðarmenn skipa og báta hafa staðið i biðröð hérna þegar ég hef mætt í vinnuna árla morguns í von um að geta bókað sölu á ufsa og karfa á markað í Þýskalandi, sagði Vil- hjálmur Vilhjálmsson hjá Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna við Þjóðviljann. Á fundi kvótanefndar viðskipt- adeildar utanríkisráðuneytisins sl. föstudag var úthlutað leyfum fyrir útflutning á 350 tonnum af þorski og ýsu með gámum á Bret- landsmarkað. Þá fengu tveir tog- arar og einn bátur heimild til að selja þar í landi 300 tonn í næstu viku. Þetta eru Sigurey BA, Ottó Wathne NS og Oskar Halldórs- son RE. Þá selja í Þýskalandi í næstu viku Már SH, Haukur GK og Happasæll KE. Búist er við að þýski ferkfiskmarkaðurinn fari að styrkjast þegar líður á haustið. Fiskverð á Bretlandsmarkaði þykir vera all sæmilegt um þessar mundir og í gærmorgun seldi Bergey VE í Hull og Heiðrún ÍS í Grimsby. Að meðaltali fór kílóið á 70-75 krónur. -grh Akranes Hræ í vatnsbóli Rotnandi kind lá í nokkra daga í Berjadalsá Asíðasta miðvikudag fjarlægði bæjarstarfsmaður á Akranesi hræ af kind úr Berjadalsá. Lá út- kroppað hræið rétt fyrir ofan stíflu vatnsveitunnar á Akranesi og hafði kindin verið að rotna þar í nokkra daga. Að sögn Skagablaðsins er þetta ekki í fyrsta sinn sem dauð skepna endar í vatnsbóli Skaga- manna. Þó tilhugsunin um hræið sé eflaust ekki lystaukandi, þá á mengun af þessu tagi ekki að koma að sök fyrir tilstilli hreinsi- tækja vatnsveitunnar. Almenn- ingur er samt góðfúslega beðinn að láta vita um leið og dauðar skepnur finnast í eða við vatns- bólið. mj Heimsókn Ráðheira frá Kína Varautanríkisráðherra Kína hr. Zhou Nan, ásamt fylgdar- liði, dvelur á íslandi 25. til 29. ágúst n.k. í boði Steingríms Her- mannssonar, utanríkisráðherra. Auk viðræðna við utanríkis- ráðherra mun varautanríkisráð- herrann m.a. hitta að máli forsæt- isráðherra og samgönguráð- herra. Jafnframt mun varautanr- íkisráðherrann heimsækja Al- þingi í boði forseta Sameinaðs þings. Varautanríkisráðherrann mun einnig skoða söfn í Reykjavík og heimsækja Vestmannaeyjar og Þingvelli.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.