Þjóðviljinn - 24.08.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Qupperneq 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Eymd tæknikratanna Eitt versta mein í íslenskum stjórnmálum er skipting vinstri- manna í marga flokka og fylkingar. Þessi klofningur sundrar kröftunum og kemur þeim sem ættu að vinna hönd í hönd til að eyða tíma og afli í að herja hverjir á aðra í stað þess að gefa þau svör sem gætu dugað gegn forræði spilltrar auðvaldsstéttar í landinu. Þetta er mjög bagalegt, ekki síst vegna þess að stjórnmálaöfl sem einkum bera hag þeirrar stéttar fyrir brjósti hafa löngum kunnað að notfæra sér þessa margskiptingu til vinstri. Það hefur einkum komið fram í Alþýðuflokknum, sem áratugum saman hefur leiðst til að reyna að bæta sér það með samvinnu við íhaldið að hafa ekki komist í námunda við fylgislegt eða hug- myndalegt forræði á vinstrivængnum. Ýmsir ráðamenn í Alþýðu- flokki hafa þannig fyrr og síðar reynt að vera enn hernámssinnaðri en versta hermangsíhaldið, og ekki er langt að minnast nær tólf ára samstjórnar flokkanna tveggja í svokallaðri viðreisn, - stjórn- armunstur sem forystumenn flokkanna horfa til með eftirsjá og gott ef ekki tári í augnkrókum. Á síðustu tveimur áratugum hafa orðið mikil umskipti í íslensk- um stjórnmálum, bæði vinstramegin og hægramegin, og Alþýðu- flokkurinn hefur ekki staðið utan þeirrar sögu. í lok áttunda áratug- arins fóru þannig ferskir vindar um flokkinn, - meðan Alþýðu- bandalagið var að sigla inn í erfiðleikatímabil. Þetta umbrotaskeið kringum Alþýðuflokkinn er einkum tengt nafni Vilmundar Gylfa- sonar sem að lokum sá sér þann kost vænstan að berjast gegn kerfiskörlum, spillingu og samtryggingu utan Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn naut þó í nokkrum mæli Vilmundar og annarra nýsköpunarmanna, ekki síst í áliti almennings, og vel má sjá áhrif þeirrar „uppreisnar frá miðju“ í meðbyr Alþýðuflokksins á síðasta kjörtímabili. Þeirri uppstokkun í forystu sem Alþýðuflokkurinn gekkst undir með Jóni Baldvini hefur hinsvegar ekki fylgt uppstokkun í stefnu- málum eða starfsaðferðum. Stjórnmálasamtök félagshyggjufólks, vinstriflokkar og alþýðu- hreyfingar standa frammifyrir svipuðum vanda um öll Vesturlönd. Ýmsir vitna til þess að það velferðarkerfi sem tókst að byggja upp eftir stríð með ákveðinni samvinnu andstæðra stétta sé í hættu vegna bullandi gróðahyggju, félagshyggjuöfl hafi þess- vegna fest sig í ófrjórri varnarstöðu sem oftar en ekki beri keim skriffinnsku og miðstýringar. í þessu er auðvitað til nokkuð, en það er þó nær lagi að sjálft stéttasamvinnuformið sé komið í sjálfheldu. Þær forsendur sem á sínum tíma sköpuðust fyrir samstarfi - vissulega skrykkjóttu - borgarastéttar og launafólks eru komnar á skakk og skjön og þarmeð þeir ávinningar sem þetta samstarf hafði í för með sér. I örskömmu máli má telja ástæðurnar einkum tvennskonar og þó samtengdar, annarsvegar að þegar efnahagsundri eftirstríðstí- mans laukrifti auðstéttin þessari alþjóðlegu „þjóðarsátt", hinsveg- ar höfðu helstu samtök alþýðu fengið á sig stofnunarblæ, svöruðu ekki nýjum kröfum og gátu ekki haldið í við framsókn gróðaafla, sem skýrust er í frjálshyggjunni. í þessari stöðu hefur forysta Alþýðuflokksins valið sér stefnu. Hún gengur útá að taka þátt í stjórnun samfélagsins með fulltrúum borgara og auðstéttar, höfða til sæmilega stæðra millistéttarhópa með tæknikratisma og frjálshyggjutónum og koma fram einsog líknarfélag hefðarkvenna á nítjándu öld gagnvart aumingjans smælingjunum í samfélaginu. Gjaldþrot þessarar stefnu Alþýðuflokksins - eymd tæknikrat- anna - er þessa dagana hvað augljósast. Nú standa foringjarnir, Jón Baldvin Hannibalsson hagfræðingur og Jón Sigurðsson þjóð- hagfræðingur og geta valið um kjaraskerðingu með niðurfærslu eða kjaraskerðingu með gengisfellingu. Fulltrúi eldri sósíaldem- ókratískra viðhorfa í forystunni, Jóhanna Sigurðardóttir, stendur hjá og veit ekki fram né aftur. Þetta er ekki nýtt, í mesta lagi nýir belgir um heldur görótt gamalt vín. Það sem í þessari stöðu hlýtur að verða höfuðverkefni vinstri- flokka frammá næstu öld er að mæta nýjum tímum með nýrri pólitík, kreddulausri félagshyggju sem er óhrædd við að beita nýjum vopnum gegn spilltri auðstétt og tregðuöflum samtrygging- arinnar. Slík pólitík verður jafnframt að eiga sér grunn í pólitísku bandalagi sem bæði byggir á sígildum stéttaandstæðum og þeim réttindahreyfingum og hugmyndastraumum sem setja mark sitt sísterkar á þann aldamótatíma sem við lifum. Takmark slíkrar hreyfingar hlyti að vera eðlileg pólitísk sam- staða allra félagshyggjuafla, með formlegri sameiningu eða án. Alþýðubandalagið hefur ákveðinn sögulegan styrk til að geta tekist þetta verk á hendur, - og þróttmikil stjórnarandstaða þess uppá síðkastið vekur vonir um að þar innanstokks séu menn að átta sig á nýjum tímum. Og aðrir gætu tekið það frumkvæði sem til þarf. En það verður varla Alþýðuflokkurinn. -m rvL/irr i uvj oivuiuu Stórlaxar í Seoul Þá er Þorsteinn kominn heim og Steingrímur verður að láta af laxveiðum í bili. Einhver var að tala um hálft tonn af laxi. Það hlýtur að vera orðum aukið því að jafnvel ráðherralaun dygðu skammt til að borga rándýr lax- veiðileyfi sem leitt gætu til svo mikillar aflasældar. Það væri þá ekki nema að einhverjir væru alltaf að bjóða honum í veiði, kannski einhver fyrirtæki. Slíkt kemur að sjálfsögðu ekki til greina þar sem um er að ræða einn af æðstu embættismönnum lýðveldisins, mann sem er kjör- inn fulltrúi alþýðunnar. En Þorsteinn verður að hafa hraðan á. Það dugar ekkert hik né fum við að smíða nýjar efna- hagstillögur. Dragist verkið, verður stór hluti ríkisstjórnarinn- ar kominn til Seoul að fylgjast með ólympíuleikum. Nú þegar eru tveir ráðherrar búnir að lýsa því yfir að þeir ætli til Seoul, þeir Birgir ísleifur og Matthías Mathiesen. Tæplega yrði þjóðin hissa þótt utanríkis- ráðherrann þyrfti líka að skreppa til Kóreu. Vandinn á ríkisstjórn- arheimilinu er því verulegur og hann leiðir hugann að síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins. Þar var vitnað til fiskverka- konu sem sagði m.a: Dunmjukir leðursófar „Það þýðir ekki að segja okkur fiskvinnslufólki, sem höfum 225 krónur á tímann, að frystihúsin séu rekin með tapi. Hvers vegna ekki? Vegna þess að það er útilokað að þau séu rekin með tapi úr því að forstjórarnir geta veittsérþann munað sem þeir gera. For- stjórinn ímínufrystihúsi er bú- inn að leggja miljónir í að innrétta skrifstofuna sína upp á nýtt, með fínu skrifborði, dúmjúkum leðursófum og kaupum á dýrum málverkum til þess að þekja veggina. Hann keyrir um í dýrum Mercedes Benz og á amerísk- an jeppa að auki. Á meðan forstjórinn í mínu frystihúsi hefur efni á þessu, er útilokað að frystihúsið sé rekið með tapi og þess vegna þýðir ekki að telja okkur fiskverkafólki trú um það. Þessi útskýring hinnar ungu fiskvinnslukonu á því, hvers vegna útilokað sé að frystihús- in séu rekin með tapi, er ekki flókin. Hún er líka útskýring sem höfðar til heilbrigðrar skynsemi. Ef tap er á frysti- húsi, eða hvaða atvinnufyrir- tæki sem er, verða forystu- menn fyrirtækisins að ganga á undan með góðu fordæmi og draga úr þeim útgjöldum sem að þeim snúa, ef þeir vilja ná samstarfi við starfsmenn sína um niðurskurð útgjalda að öðru leyti. Forsvarsmenn at- vinnufyrirtækjanna geta ekki búist við því að launþegar taki mark á yfirlýsingum þeirra um erfiða stöðu fyrirtækjanna, ef þess sjást engin merki að sú erfiða staða hafi áhrifá lífskjör eða starfsskilyrði þeirra sjálfra. “ Fagurt fordæmi Klippari sér ekki nokkra á- stæðu til annars en að halda áfram að vitna í Morgunblaðið því að nokkru síðar í fyrrnefndu Reykjavíkurbréfi segir: „Viðhorf fiskvinnslukon- unnar ungu, sem hér var lýst aðframan, á ekkert síður við í rekstri ríkis og sveitarfélaga en í rekstri atvinnufyrirtækja. Al- menningur tekur eftir því, hvort þeir, sem kjörnir hafa verið til hinnar æðstu forystu, ganga á undan með góðu for- dæmi og skera niður útgjöld sem á erfiðleikatímum flokk- ast undir óþarfa, þótt slíkur niðurskurður ráði ekki úrs- litum um lausn efnahagsvand- ans. í ríkiskerfinu hefur þróast sams konar viðhorf og fisk- vinnslukonan lýsti hjá frysti- húsaforstjóranum. Munurinn er að vísu sá að forstjóri frysti- hússins kann að vera að eyða eigin fé en í ríkiskerfinu eru stjórnmálamenn og æðstu embættismenn að eyða fé skattborgaranna. Óhæfileg meðferð almannafjár er al- mennari og víðtækari en flesta grunar. Hinn aðsópsmikli fjármálaráðherra œtti að beina spjótum sínum að þeim út- gjaldaþáttum ríkisins ekki síður en öðrum. “ Hver á hvað? Þetta telur klippari vera nokk- uð góðan Morgunblaðstexta og ætlar að láta það eiga sig að vera með athugasemdir um móralska timburmenn og sleppa allri hót- fyndni um að löngu hafi verið orðið tímabært að sjónarmið verkafólks fengju eitthvert rúm í Morgunblaðinu. Aftur á móti vill hann andmæla því sjónarmiði að forstjóri í frystihúsi hafi einhvern einkaráðstöfunarrétt á fjármun- um fyrirtækisins, jafnvel þótt hann sé skráður eigandi þess. Eignir fyrirtækja eru að sjálf- sögðu eign samfélagsins alls. Þetta á einkum við um stór fyrir- tæki og verður því augljósara sem fyrirtækið er stærri hluti af atvinnulífi viðkomandi staðar. Þótt Einar Guðfinnsson hf. og Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. teljist í einkaeign, þá hafa Guð- finnur Einarsson og Aðalsteinn Jónsson engan siðferðilegan rétt til að eyða eignum þessara fyrir- tækja í einhverja vitleysu. Þeirra siðferðilegi réttur nær jafnlangt og réttur Ragnars Júlíussonar til að eyða fjármunum Granda hf., sem er að miklu leyti í félagslegri eign, í lúxusbíl fyrir sjálfan sig. Fullorðið fólk Það er fólkið í Bolungarvík, Eskifirði og Reykjavík sem hefur byggt upp áðurgreind fyrirtæki. Sú uppbygging gengur í stórum dráttum mjög svipað fyrir sig hvar sem er á landinu og hvernig sem svokölluðu eignarhaldi er háttað. Hér er reyndar á ferðinni gam- alt deilumál og þess var ekki að vænta að Morgunblaðið og Þjóð- viljinn hefðu skipt um skoðun í þeim efnum. í þetta sinn vill klippari að andi Morgunblaðsins svífi yfir vötnum og leyfir því höf- undi Reykjavíkurbréfsins að eiga síðasta orðið og gerir lokaorð hans að sínum: „Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn og fjölmiðlar tali við þjóðina eins ogfullorð- ið fólk? Ummæli fiskvinnslu- konunnar, sem vitnað var til héráðan, benda ekki til annars en að það sé fullt tilefni til. “ ÓP Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritst jórar: Ami Bergmann, Möröur Ámason, Óttar Proppó. Fréttaatjóri: LúövíkGeirsson. Blaöamenn: Guömundur Rúnar Heiöarsson, Hiörleifur Sveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfriður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karisson, Siguröur Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sœvar Guöbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útiitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjórl: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Báröardóttir, ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80kr. Áskriftarverö á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 24. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.