Þjóðviljinn - 24.08.1988, Side 8

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Side 8
Kristín María og Jóhannes: „Það er svo margt sem gæti verið betra hérna, sérstaklega veðrið." __ Undir pilsfaldinum Endalaust nám Kristín María og Jóhannes: Sýning er í sjálfu sér viss kaflaskil Á laugardaginn kemur kl. 16:00 opna þau Kristín María Ingimarsdóttir og Jóhannes Ey- fjörð myndlistarsýningu Undir pilsfaldinum, nýja sýningar- salnum í kjallara Vesturgötu 3B. Þar verður Kristín María með vatnslitamyndir og olíumálverk unnin á striga og tré, og Jóhannes með skúlptúra úr steinsteypu. Kristín María útskrifaðist frá San Francisco Art Institut fyrir tveimur árum, og hefur síðan ver- ið á flakkinu á milli íslands og Bandaríkjanna, „með annan fót- inn í San Francisco", segir hún. Jóhannes stundar nám við sama skóla, og lýkur þaðan BFA prófi næsta vor. Er það eitthvað ákveðið sem hefur ráðið vali ykkar á listformum? - Ég valdi skúlptúrinn því hann hentar mér best, segir Jó- hannes. - Mér finnst hann vera besta aðferðin til að koma því sem ég vil á framfæri í minni list- sköpun. Hann gefur mér mögu- leika á að tjá mig í mismunandi formum og í allskynns efnum, því þó að þeir skúlptúrar sem ég sýni Undir pilsfaldinum séu eingöngu úr steinsteypu, þá vinn ég til dæmis líka úr járni, tré og gifsi. Ég nota eiginlega öll efni sem mögulegt er að búa til úr skúlpt- úr. - Flest mín verk eru líka þann- ig byggð að þau bjóða upp á á- kveðna snertingu, að fólk skoði þau líka með höndunum og taki þannig þátt í verkinu. Oðlist öðruvísi tengsl við það en mynd- ast þegar þau eru eingöngu barin augum. Þannig skapast kannski líka skemmtileg spenna, eitthvað öðruvísi en er svo oft á sýningum þar sem liggur við að sett séu upp aðvörunarmerki þar sem stend- ur: Vinsamlegast snertið Ekki! Tungumál efnanna - Ég hef reynt mig við önnur listform en málverkið, segir Kristín, - og mér finnst málverk- ið eiga best við mig. Ég hef til dæmis bæði átt við grafík en keramíkskúlptúr, og hafði mjög gaman að því, en hvert form krefst sinnar ákveðnu hugsunar og vinnan við málverkið höfðar mest til mín. - Ég hef reyndar blandað formunum, gert málverkin svo- lítið skúlptúrísk með því að mála á tré, en það hef ég gert í um það bil hálft ár. Þá mála ég á tréplötu í staðinn fyrir striga, og það gefur ýmsa möguleika sem striginn býður ekki upp á. Ég get til að mynda skorið í tréð, eða bætt ein- hverju við það, í sumum verka minna er ég með vax, en það er ævaforn aðferð. Þá set ég vaxið á plötuna, sker það til og mála. Þá aðferð er ekki hægt að nota á strigann án þess að eiga á hættu að það detti af eftir einhverr. tíma. Byrjarðu þá á því að skera í tréð áður en þú málar? - Nei, ef ég sker tréð áður en ég byrja er ég búin að festa mynd- ina í einhverju ákveðnu formi sem ég neyðist svo til að halda mig við. Ég byggi myndina smám saman, og held möguleikanum á að mála yfir og breyta henni opn- um eins lengi og ég get. - Ég hef mjög gaman af því að prófa að vinna með mismunandi efni og sjá hvert þau leiða mig í stað þess að mála kannski sama þemað aftur og aftur með sömu tækni. Hvert efni hefur sitt eigið „tungumál“, ákveðna möguleika sem koma í ljós þegar maður vinnur með það, og mér finnst alltaf jafn spennandi að sjá hvert tilraunir mínar leiða mig. Efnahagsástandið Hvenær eru verkin á sýning- unni unnin? - Ég sýni verk frá síðastliðnum tveimur árum, segir Kristín, eða alveg síðan ég kláraði skólann. Þau eru aðallega unnin í San Fra- ncisco, en sumt er unnið hér á landi í sumar. - Mín verk eru öll frá því í sumar, segir Jóhannes, - unnin undir áhrifum af íslandsdvölinni. Alveg eins og það var menningar- sjokk að koma til San Francisco fyrir þremur árum var menning- arsjokk að koma hingað aftur, og þetta breytta umhverfi, bæði fólkið og allar aðstæður, hefur haft mjög mikið að segja fyrir mína listsköpun. Ég held reyndar að áhrif umhverfisins sé að finna í verkum flestra listamanna, myndlistarmanna og annarra. Við getum tekið dæmi af rithöf- undi sem fer á einhvern ákveðinn stað til að skrifa bók í því and- rúmslofti sem þar er og sem hefur áhrif á verkið. Hvernig er það með nafngiftir á verkum, er það eitthvað sem skiptir máli hjá ykkur? Gefið þið þeim nöfn þegar þið eruð að vinna þau? Til dæmis þessi tvö verk sem þið eruð með myndir af hérna, heita þau eitthvað? - Ég er ekki ennþá búinn að skíra þetta verk, segir Jóhannes. - Stundum vinn ég þannig að ég er tilbúinn með formið áður en ég byrja, veit nákvæmlega hvernig verkið á að líta út, og jafnvel hvað það á að heita. En sum verk mótast á meðan ég er að vinna þau, og þá tekur sinn tíma að draga saman allar þær hugmyndir sem í þeim eru, og finna eitthvert Myndverkur, eftir Jóhannes, „nafngiftin var eiginlega hálfgerður verk- ur hjá mér." 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 24. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.