Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 10
Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlímánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ. m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. september. Fjármálaráðuneytið HÖlBRWrfRStólllH BREIÐHOUl Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Laust er starf ritara á skrifstofu Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Upplýsingar veittar á skrifstofu skólans í síma 75600. Skrifstofustjóri WÖLBRAUTASKÓUHM BREIÐHOUI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiöholti Stundakennara vantar strax við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti í íslensku, líffræði og hand- menntum (handavinnukennari eða fatahönnuð- ur). Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600. Skóiameistari PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða kerfisfræðing hjá reiknistofu Pósts og síma. Krafist er háskólamenntunar í verkfræði, við- skiptafræði eða tölvunarfræði. Reynsla á sviði kerfissetningar og forritunar æskileg. Upplýsingar í síma 91-26000. Athugasemd Skjávinna og fréttamennska í Þjóðviljanum birtust í sl. viku tvær greinar þar sem fjallaö var um skjávinnu, enda er hér um málaflokk að ræða, sem snertir stöðugt fleira fólk og því full ástæða til að fylgjast vel með öllum rannsóknum á þessu sviði og koma upplýsingum um þær á framfæri, ekki síst m. t. t. mögu- legra endurbóta. Það er hins veg- ar ekki síður mikilvægt, að efn- ismeðferð sé vönduð og ekki í æs- ifregnastfl, sem geti valdið á- stæðulausum ótta, eða vakið spurningar sem ekki fást svör við. Greinina „Tölvuskjáir á saka- bekk", sem birtist í blaðinu mið- vikudaginn 10. ágúst ætla ég ekki að ræða hér,-þótt vissulega sé ým- islegt þar sem mjög orkar tvímæl- is. Hins vegar eru nokkur atriði í greininni „Skjávinnufólk kvartar yfir miklum óþægindum" frá laugardeginum 13. ágúst, sem ég get ekki látið óátalin, því málið er mér afskaplega skylt, þar sem ég framkvæmdi könnunina, sem liggur til grundvallar greininni. Efnistök fréttarinnar, sem byggð er á grein í síðasta tölu- blaði Prentarans, eru þannig, að bæði er um hreinar rangfærslur að ræða, auk þess sem skýrt er þannig frá nokkrum atriðum, að samhengið verður mjög óljóst. Það má vera, að einhverjum finnist hér um sparðatíning að ræða, en eftir að hafa unnið mikið við þennan málaflokk hef- ur mér orðið æ ljósara mikilvægi þess, að það sem sett er á prent, og einkum allur „uppsláttur" sé samviskusamlega og heiðarlega unninn. Það atriði sem fyrst og fremst vakti grunsemdir mínar um að blaðamaður hefði lesið greinina í Prentaranum á ská var eftirfar- andi setning í inngangi: Þar kem- ur fram að aðeins 18 manns af þeim 123 sem þátt tóku í könnun- inni töldu sig ekki verða fyrir neinum lfkamlegum óþægindum af vinnunni við skjáinn." Þetta er 1 w ":). ¦<¦ 5" 1 lll m. ,**> I m m 1 m 1 Í^"I*Í M *** einfaldlega rangt. Hið rétta er, að 18 einstaklingar nefndu engin líkamleg óþægindi, sem þeir settu í samband við vinnu sína, og eins og fram kemur í grein minni er þá átt við starfið í heild, ekki einung- is skjávinnu. Hins vegar taldi 51 einstaklingur sig haf a orðið varan við heilsufarsbreytingar eftir að skjávinna hófst. í greininni er sérstaklega skýrt frá mismunin- um á þessum atriðum, bæði hvað varðar líkamleg óþægindi annars vegar og heilsufarsbreytingar hins vegar, og sömuleiðis skjá- vinnuna sérstaklega og vinnuna almennt, en verkefni geta verið mjög blönduð, eins og innan- hússfólki í prentsmiðjum ætti að vera kunnugt um. í framhaldi af inngangi fréttar- innar, þar sem ofangreindir heilsufarsþættir eru teknir fyrir, er talað um helstu óþægindi sem fólk taldi upp í könnuninni, flökt, titring, o. s. frv. Rétt er að fram komi, að hér var verið að fjalla um bein óþægindi af skjánum sjálfum og einungis nítján manns, sem töldu slíkt til. í undirfyrirsögn fréttar Þjóð- yiljans stendur, að beint sam- band sé á milli skjáviðveru og sjúkdómseinkenna og fjórðung- ur skjávinnufólks verði var við hræðslu í vinnunni. Pessi fram- setning er e. t. v. blaðamönnum eðlislæg, en seinna í fréttinni kemur nokkuð réttilega fram, að veruleg aukning sjúkdómsein- kenna hafi komið fram með aukinni skjáviðveru, hver sem ástæðan kynni að vera. Eins og fram kemur í grein minni hefur ekki verið farið út í að skýra þessa aukningu nánar, enda skapa þær upplýsingar, sem við höfum undir höndum ekki þann grund- völl, sem til þess þarf. Það er t.d. mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að líkamleg óþægindi og sjúkdómseinkenni, sem viðmæl- endur okkar nefndu geta stafað af einhæfri vinnu eða röngum vinnustellingum, svo eitthvað sé nefnt, og því varasamt að spyrða þessi atriði fyrirvaralaust við skjávinnuna, þótt úrtak okkar hafi verið skjávinnufólk innan prentiðnaðarins, enda væri æski- legasti kosturinn að fá viðmiðun- arhóp. Hvað hræðslu við skjávinnu varðar er orðalag mitt í greininni á þann veg, að. þ. b. fjórðungur þeirra er við ræddum við, hafi tal- ið sig verða varan við hræðslu í einhverri mynd, hjá sjálfum sér eða öðrum. Ég hef ekki farið út í að gera hér grein fyrir könnuninni, sem slíkri, þótt freistandi hefði verið að kynna hana betur og skýra, en gert var í fréttinni í Þjóðviljan- um, en benda má þeim sem áhuga hafa á greinina í Prentar- aiium. sem einnig er væntanleg í Hinni svörtu list. Að lokum er rétt að koma því á framfæri, að þótt könnunin hafi verið unnin á vegum Öryggisnefndar prentiðn- aðarins og í náinni samvinnu við hana, þá eru hugleiðingar, álykt- anir og ábendingar, sem fram koma í skrifum þessum fyrst og fremst á ábyrgð höfundar. Sigríður Stefánsdóttir réttarfélagsfræðingur Island - herstöð eða friðarsetur Ráðstefna á Hallormsstað 27. - 28. ágúst Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi og Norðurlandi eystra gangast í sameiningu fyrir opinni ráðstefnu helgina 27. - 28. ágúst um baráttuna gegn erlendum herstöðvum og hluldeild Islands í baráttu fyrir frioi og afvopnun. Ráðstefnan verður haldin í Hótel Eddu á Hallormsstað þar sem þátttakendur geta fengið gistingu og fæði á sérkjörum. Sólarhringurinn með fæði og gistingu í eins manns herbergi kostar kr. 3.500,- en kr.3.100,- á mann, ef gist er í 2ja manna herbergi. Einnig er svefnpokapláss til reiðu. Væntanieglr þátttakendur í ráðstefnunni eru beðnlr að skrá sig hjá Hótel Eddu Hallormsstað, síml 11705, fyrlr 22. ágúst. Dagskrá ráðstefnunnar Laugardagur 27. ágúst: Kl. 13-18,30 Setning: Hjörleifur Guttormsson. Ólafur Ragnar Grímsson: Afvopnunarmál og erlendar herstöðvar. Albert Jónsson, starfsmaður öryggismálanefndar: Island og hernaðarstaðan á Norður-Atlantshafi. Svavar Gestsson: Alþjóð- amál - ný viðhorf. Tómas Jóhannesson, eðlisfræðingur: Geislavirkni í höfunum og kjarnorkuvetur. Fyrirspurnir milli erinda. Kynnt drög að ávarpi ráðstefnunnar. Almennar umræður. Kl. 20.30 Skógarganga og kvöldvaka. Sunnudagur 28. ágúst: Kl. 09-12. Gegn herstöðvum og hernaðarbandalögum: Steingrímur J. Sigfússon: Staðan á Alþingi og í þjóðfélaginu. Sólveig Þórðardóttir, Ijósmóðir: Nábýli við herstöð. Ingibjörg Haraldsdóttir: Barátta herstöðvaandstæðinga. Ávörp fulltrúa frá Norðurlandi eystra og Austurlandi. Kl. 13-15 Framhald baráttunnar, næstu skref. Umræður og niðurstöður. Ráðstefnustjórar: Sigríður Stefánsdóttir og Magnús Stefánsson. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki. Fjölmennum í Hallormsstað. Kjördæmisráð Alþýöubandalagsins Norðurlandi eystra og Austurlandi Ath. Fluglelðir velta 20% afslátt á flugfargjöldum gegn skrlflegri staðfestingu frá skrlfstofu Alþýðubandalags- Ins Hverflsgötu 105 Reykjavik. S. 17500 og 28655.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.