Þjóðviljinn - 24.08.1988, Side 11

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Side 11
IÞROTTIR Ísland-Spánn ........21-23(6-12) Mörk fslands: Alfreð Gíslason 7/6, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Kristján Arason 3, Atli Hilmarsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Guð- mundur Guðmundsson 2, Sigurður Sveinsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 2, Guð- mundur Hrafnkelsson 7. Utan vallar: Bjarki Sigurðsson 2 mínútur. Mörk Spánar: Munoz 6/2, Puig 5, Serrano 4, Marin 3, Ruiz 2, Cabanas 1, Fernandez 1, De la Puente 1. Varin skot: Rico 15/2. Utan vallar: Puig 2 mínútur. Flugleiðamótið, 23. ágúst 1988 Bjarki Sigurðsson átti ágætan leik í gærkvöld og skoraði tvö mörk, en varð að fara útaf vegna meiðsla seint í leiknum. Hér svífur hann inn úr horninu og þá er ekki að sökum að spyrja. Mynd: E. Ol. FlugleÍðcWlÓtÍð íslendingum sökkt fyrir hlé Ágœtur síðari hálfleikur dugði ekki gegn eldheitum Spánverjum sem sigruðu 21 -23 Það var hreint alveg hræðilegt að horfa á fyrri hálfleik landsleiks íslands og Spánar í Höllinni í gærkvöld. Trítilóðir og baráttuglaðir Spanjólar höfðu leikinn algerlega í sinni hendi og munurinn á liðunum var lengi vel 5-6 mörk. Spánverjar léku geysilega góða vörn og mark- varslan þar fyrir aftan var í sérflokki. Þá kom á óvart hversu fljótir þeir voru í hraðaupphlaupum en íslendingar misstu knöttinn einmitt stöku sinnum illilcga frá sér í sókninni. Ágætur síðari hálfleikur dugði því engan veginn því Spánverjar misstu aldrei móðinn og sigruðu með 23 mörkum gegn 21. íslendingar byrjuðu leikinn af krafti og fyrsta sókn Spánverja tók 3 mínútur. Þá skoruðu þeir og við það brotnaði ísinn. Spánverj- ar komust í 1-4 og síðan 2-7 en Þorgils Óttar Mathiesen minnk- aði muninn í 3-7 þegar 18 mínútur voru eftir af hálfleiknum. Það er athyglisvert að fleiri mörk gerðu íslendingar ekki í hálfleiknum nema úr vítaköstum, en íslend- ingum gekk mjög illa að komast í gegnum spænsku vörnina, enda sóttu þeir allt of mikið inn á miðj- una en þar voru stærstu menn vallarins einmitt staðsettir. Hornamenn íslands fengu úr litlu sem engu að moða en það hefði eflaust gert gæfumuninn. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Flugleiðamótið Ennsigra Rússar Sovétmenn eru enn ósigraðir á Flugleiðamótinu og í gær urðu Tékkar fórnarlömb þeirra. Leiknum lauk með sigri Rúss- anna 20-16 og höfðu þeir yfir í hálfieik 12-8. Þá sigruðu Svisslendingar B- landslið íslendinga með aðeins einu marki, 19-18, en staðan í leikhléi var jöfn, 11-11. -þóm Spánverjar höfðu sex marka forystu, 6-12, í leikhléi og var því á brattann að sækja fyrir landann. Þegar staðan var 7-14 kom ágætur kafli hjá íslending- um þar sem þeir skoruðu þrjú mörk í röð en Spánverjar náðu aftur sjö marka forystu 11-18. Þá virtist sem íslendingar væru að missa leikinn endanlega frá sér en annað kom á daginn. Þáttur Sigga Sveins Sigurður Sveinsson kom inná þegar um 11 mínútur voru til leiksloka og hefði Bogdan gjarnan mátt reyna Sigurð fyrr í leiknum. í sinni fyrstu sókn gefur hann fallega sendingu á Þorgils Óttar sem skorar af línunni. Næst gefur hann aftur á Óttar en brotið er á honum og úr vítakastinu skorar Alfreð Gíslason. Síðan er röðin komin að honum sjálfum að skora sem hann og gerir og staðan því 17-20 og 9 mínutur til leiksloka. Það var því ekki svo fjarlægur draumur að ná Spán- verjunum en þeir gáfu sig ekki og héldu forystunni til leiksloka. íslenska liðið lék vel í síðari hálfleik og hefði jafnvel með smá heppni getað jafnað leikinn. Spánverjarnir þurftu virkilega að taka á öllu sínu til að missa ekki unninn leik niður í tap. En að leika aðeins annan hálfleikinn vel er ekki nóg til að sigra. Fyrri hálf- leikur var sem áður sagði hreinasta martröð og það vita all- ir að til að standa upp í hárinu á Rússum verður að nást 100% leikur allan tímann. Það er erfitt, en ekki óhugsandi. -þóm EF EKKl... ÞÁ GETURÐU MISST AF SPORTBÍL OG SPÍTTBÁT

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.