Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 14
4 t * 4 » f 4 > Lægra verður ekki komist Eitt af fjölmörgu sem komið var inná á kvennaþinginu í Osló var kynferðisleg misnotkun og er ein af ógeðslegri hliðum hennar ásókn vestrænna karlmanna á kynlífsmarkaði í Austurlöndum. Þangað sækja þeir hópum sam- an með fulla vasa fjár og nota sér fátækt og neyð margra íbúanna, til að fullnægja hinum afbrigðileg- ustu kynórum sínum. Filipseyjarog Tæland eru efst á óskalista þessara manna og virðast engin takmörk vera fyrir því hvað menn geta lagst lágt. Eftirspurnin stjórnarframboðinu og að því er blöð herma er nú einna mest ásókn í unga drengi til að gammna sér við á Filips- eyjum. Upp hefur komist um kyn- ferðislega misnotkun á allt niður í 18 mánaða börnum, - bara að nefna hvers herrann óskar og sýna seðlana og þá verður það útvegað, af melludólgum og öðru fólki með „fjármálavit" og sið- ferðiskennd á sama plani og við- skiptavinurinn. Aferðum Bangkok fyrir nokkr- um árum fór ég í eitt af alræmdari kynlífshverfum borgarinnarog öll þau viðbjóðslegu tilboð, sem samferðamenn mínirfengu, er tæplega hægt að hafa eftir. Þó er sannleikurinn um ástandið kann- ski það eina sem ýtir við fólki. Hægt var að horfa á samfarir fólks á öllum aldri, lit og kynþætti, báðum kynjum og einnig fólk og dýr. Bara að velja samsetningu og fjölda þátttakenda. Hver eru svo fórnarlömbin? Jú, það eru aðallega börn bláfátæks sveitafólks, sem leigir eitthvert barnanna í 1-2 ár til dólga sem ráða öllum þeirra gerðum á leigutímanum. Með því að fórna einu barni til að svala fýsnum misbrenglaðra karlmanna frá hinu „siðmenntaða" vestræna iðnaðarsamfélagi, tekst kannski að tryggja restinni af hópnum einhverjamagafylli. mj ídag er 24. ágúst, miðvikudagur í átj- ándu viku sumars, annardagur tvímánaðar, 237. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 5.46 en sest kl. 21.11. Tungl vax- andiáöðru kvartili. Viðburðir Barthólómeusmessa. Sæ- símasamband við útlönd opnað 1906. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Italiræsaámóti Frökkum. Signor Gayda sakar þá um sí- felldan yfirgang og móðgun við ítali. Hitaveitan er mál allra Reykvíkinga. Menn mega ekki láta atkvæðaveiðar Sjálfstæðisfl. villasérsýn. kvöld verður áfram hægt að fylgjast með fremur skrykkjóttu einkalífi hjúkrunarfólksins á sjúkrahúsinu í Svartaskógi. Hver ætli haldi framhjá hverjum í kvöld ? Hvaða kjaftasögur komast á kreik um náungann? Kemur eiginkonan aftur til yfirsjarmörsins, eða snýr hann sér alfarið að vinkonunni ? Leyndardómar mannslíkamans Mannslíkaminn er flókið fyrir- bæri og enn er margt á huldu um starfsemi hans. í kvöld eru tveir. þættir á dagskrá Stöðvar 2, sem fjalla um líkamsstarfsemina. Klukkan 21:20 verður haldið áfram að segja frá myndun nýs lífs í móðurkviði, í þáttaröðinni Mannslíkaminn. í þessum þætti verður fylgst með þeim miklu breytingum sem eiga sér stað í líkama móðurinnar, vexti fóst- ursins og fæðingu. í þáttaröðinni Leyndardómar og ráðgátur, sem sýndur verður kl. 22:35, beinir Craig Haffner kastljósinu að hugarorkunni. Þar verður m.a. tekið fyrir hvernig virkja megi hinn mikla mátt sem mannshugurinn býr yfir og marg- ir nýta ekki nema að takmörkuðu leyti. Hand- bolti á Rás 2 og Bylgjunni Lokaumferð Flugleiðamótsins í handknattleik er í dag og fá lýs- ingar af leikjum gott rými í fjöl- miðlum í kvöld. Þeir sem ekki komast í Laugardalshöllina geta fengið lýsingar af leik Sovét- manna og íslendinga beint í eyra, bæði á Rás 2 og Bylgjunni. Arnar Björnsson og Jón Óskar Sólnes hafa umsjón með íþrótta- rásinni á Rás 2 og auk lýsingar á leiknum við Sovétmenn verður fylgst með leik B-liðs íslendinga og Spánverja, og Ieik Tékka og Svisslendinga. A Bylgjunni er það Hemmi Gunn sem situr við hljóðnemann í Laugardagshöll- inni og hefst lýsing hans klukkan 20:15. í Ríkissjónvarpinu hefst íþróttaþáttur kl. 20:30 og stýrir Bjarni Felixson honum. Ekki var búið að negla niður hvaða efni íþróttaáhugafólki býðst þar, en hver veit nema sýndar verði ein- hverjar glefsur af Flugleiðamót- inu. GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mióvikudagur 24. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.