Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 3
ASI Miöstjorn saman í dag Miðstjórn Alþýðusambandsins hefur verið kölluð saman til fund- ar í dag kl. 16 en fyrr um daginn verður formannafundur verka- lýðsfélaganna innan ASI. Á stjórnarfundi Sambands norrænna verkalýðsfélaga, sem lauk í Færeyjum í gær, var sam- þykkt fordæming á bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar frá í vor þar sem samningsréttur verkalýðsfél- aganna var afnuminn. „Ríkisstjórn íslands hefur með lögum numið úr gildi grundvall- arrétt verkalýðsfélaga. Samband norrænna verkalýðsfélaga (NFS), sem er samtök 7,2 milj- óna launþega á Norðurlöndum, mótmælir harðlega þessari atlögu íslensku ríkisstjómarinnar að grundvallarrétti verkalýðshreyf- ingarinnar og almennum lýðrétt- indum, enda brýtur hún gegn al- þjóðlegum grundvallarreglum um starfsemi frjálsra verka- lýðsfélaga," segir í samþykkt stjórnarinnar. ______-4g. FRETTIR Kaupmenn Hækka fyrir niöurfærslu Jóhannes Gunnarsson, Neytendasamtökunum: Seljendur hœkka vörur til að geta lœkkað þær aftur eftil niðurfœrslu kemur. Eftirlit neytenda eina vörnin. Eggjaframleiðendur kœrðirfyrir ólöglegt samráð Asíðustu dögum hafa Neyt- endasamtökunum borist upp- lýsingar um nokkrar hækkanir á vörum og þjónustu telur formað- ur ástæðu til að óttast að með þessu séu seljendur að búa sig undir hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda þannig að niðurfærs- lan hjá þeim yrði ekki annað en nafnið tómt. Þá hafa kaupmenn lýst því yfir að heildsalar hafi hækkað sumar vörur um allt að 15% síðustu daga. - Ég vil ekki nefna nein ákveð- in nöfn, þótt ég gæti vissulega nafngreint nokkra, því ég hef á- stæðu til að ætla að miklu fleiri aðilar hafi gripið til þessara að- gerða, sagði Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytenda- samtakanna. Jóhannes sagði að með þessu væru seljendur að dauðadæma fyrirfram hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda og komast hjá því að taka sinn þátt í efnahagsaðgerð- um. Þetta eru í sjálfu sér ekki ólöglegar aðgerðir, þar sem verð- lagerfrjálst, en við aðstæður sem þessar er þetta í hæsta máta sið- laust. - Neytendasamtökin leggja mikla áherslu á að neytendur sjálfir fylgist grannt með breytingum á verði vöru og þjón- ustu og komi upplýsingum á framfæri við Neytendasamtökin, auk þess sem nauðsynlegt er að stjómvöld kanni í ívve miklum mæli slíkar hækkanir hafi orðið síðan umræða um niðurfærslu- leiðina hófst og tryggi að einstak- ir aðilar komist ekki upp með slfkt, sagði Jóhannes. Neytendasamtökin hafa nú kært eggjaframleiðendur fyrir ó- löglegt verðsamráð og mótmælt miklum verðhækkunum á eggj- um undanfarið. Nýverið hækk- uðu egg um 14,4% hjá öllum framleiðendum og hafa þá eggin hækkað um 60% á undanförnum 5 mánuðum en á sama tímabili hefur framfærsluvísitalan hækk- að um 11,2%. Eggjaframleiðendur bundust samtökum í nóvember á síðasta ári og höfðu samráð um mikla verðhækkun á eggjum en allt slíkt samráð um verðlagningu er ólög- legt þar sem verðlag er frjálst. Þrátt fyrir það hafa eggjafram- leiðendur ekki séð ástæðu til að láta af því og því hafa Neytenda- samtökin nú gripið til þess ráðs að kæra eggjaframleiðendur til Verðlagsráðs. Smábátar Margir hætt komnir Um 40 smábátaeigendur hafafjármagnað bátakaup sín hjá kaupleigufyrirtœkjum. 16% raunvextir. Landssamband smábátaeigenda: Gœfta- ogaflaleysið hefur gert mörgum erfittfyrir Um 40 smábátaeigendur fengu sér nýja báta méð hjálp kaupleigufyrirtækja á síðasta ári og margir þeirra eiga í erfið- leikum með að standa í skilum vegna afla- og gæftaleysis það sem af er árinu og af þeim sðkum hafa margir leitað aðstoðar hjá Lands- sambandi smábátaeigenda. Raunvextir kaupleigufyrir- tækjanna eru nú 16% og í lang flestum tilvikum hafa kaupleigu- fyrirtækin tryggt sig með veði í fasteign viðkomandi viðskipta- vinar en kaupleigusamningar eru til fimm ára. A þessum fimm árum er bátur, sem keyptur var í fyrra á sex miljónir króna, kom- inn í 8,2 miljónir. Sé miðað við eina afborgun á ári í lok vertíðar, borgar viðskiptavinurinn 1,6 miijón til viðkomandi kaupleigu á árinu. „Fasteignaveðið gerir það að verkum að við erum mun sveigjanlegri í samningum ef erf- iðleikar með afborganir eiga sér stað," sagði Kjartan Gunnarsson aðstoðarframkvæmdastjóri Fé- fangs hf. við Þjóðviljann. Að sögn Arnars Pálssonar framkvæmdastjóra Landssam- bands smábátaeigenda hafa sumir þessara útgerðarmanna reist sér hurðarás um öxl, en hinu er heldur ekki að leyna að gæfta- og aflaleysið í ár hefur Ieitt til mun minni tekna en menn höfðu gert ráð fyrir þegar farið var af stað með nýjar fjárfestingar, áður en kvóti var settur á smá- báta með lögum um fiskveiði- stjórnun um síðustu áramót. Örn sagði að það væri tak- markað hvað Landssambandið gæti aðstoðað þessa aðila í fjár- hagskröggum þeirra, nema þá að beita sér fyrir framlengingu lán- anna í einhverri mynd, sem væri erfitt um þessar mundir. Kjartan Gunnarsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Féfangs hf. sagði við Þjóðviljann að þeir hefðu gert kaupleigusamning við um 20 smábátaeigendur, Lýsing hf. við 10-12 og svipaður fjöldi væri í viðskiptum við Lind hf. Kjartan sagði að það færi ekkert á milli mála að það væri sérstak- lega erfitt um þessar mundir hjá smábátaeigendum vegna afla- brests en þó vissi hann aðeins um 2 smábáta sem Lýsing hf. hefði tekið til baka vegna vanskila en í báðum tilvikum hefði verið um vonlaus tilfelli að ræða. Kjartan sagði að hvorki hjá Féfangi né Lind hf. hefðu viðskipti enn gengið til baka vegna vanskila hjá smábátaeigendum. -grh Kvikmyndir Fmmsýning á Foxbtrt Spennumyndmeð unga leikara í aðalhlutverkum | kvöld verður íslenska kvik- x myndin Foxtrot frumsýnd 1 Bíóhöllinni og Bíóborginni. Myndin er framleidd af Frost Film, sem þeir Jón Tryggvason, Karl Óskarsson og Hlynur Ósk- arsson standa að. í vor var myndin sýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes og fréttist upp á skerið að móttök- urnar hefðu verið góðar. Danska fyrirtækið Nordisk Film keypti þar heimsdreifingarrétt á Foxtrot fyrir einar 30 miljónir íslenskra króna. Framleiðendur hafa lítið viljað segja um efni myndarinnar, en segja hana í flokki spennumynda. Aðalpersónur í Foxtrot eru tveir hálfbræður, sem þeir Valdimar Örn Flygenring og Steinarr Ól- afsson leika. Ahersla er lögð á samskipti þeirra í kjölfar glæps- amlegs verknaðs, þar sem ung stúlka kemur við sögu og er hún leikin af Maríu Ellingsen. Handritið að kvikmyndinni er Foxtrot \Æm 1 '. #¦ <¦ eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, og titillagið samdi Bubbi Mort- hens og flytur hann það einnig. Nánar verður sagt frá Foxtrot í Nýju helgarblaði Þjóðviljans á morgun, föstudag. -mj Fimmtudagur 25. ágúst 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3 Hver er framtíð íslensks sjávarútvegs? Alþýðubandalagiö boöar til umræðufundar í veitingahúsinu A. Hansen í Hafnarfirði í kvöld kl. 20.30. Framsaga: Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins: Kerfisbreyting eða ný kollsteypa Pátttakendur í pallborði: Árni Benediktsson framkvæmdastjóri. Logi Þormóðsson fiskverkandi og stjórnarformaður fiskmarkaðs Suðurnesja. Óskar Vigfússon forseti Sjómannasambands íslands. Sólveig Aðalsteinsdóttir fiskverkakona Ólafsvík. Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.