Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 4
Útboð Setbergsskóli Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í byggingu fyrri áfanga Setbergsskóla. Byggingin er á tveimur hæðum, alls um 2100 m2. Grunnur verður tilbúinn til uppsláttar um miðjan september, en skila á húsinu fullbúnu 15. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, gegn 30.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 15. september kl. 11:00. Bæjarverkfræðingur Blindrabókasafn íslands Starfsmaður óskast í fullt starf í tæknideild. Upp- lýsingar hjá forstöðumanni í síma 686922. Auglýsið í Þjóðviljanum 4LÞYÐUBANDALAGIÐ Opnir fundir á Austurlandi í tengslum viö vinnufund þingflokks Alþýöubandalagsins á Rallormsstaö í ágústlok boöar þingflokkurinn í samvinnu við kjördæmisráö á Austurlandi til fimm opinna stjórnmálafunda þar sem þingmenn ræöa landsmálin og áherslur Alþýöubandalagsins. Fjórir fundir verða samtímis, mánudagskvöldið 29. ágúst kl. 20.30. Egilsstöðum, framsögumenn Steingrímur J. Sigfússon, Guðrún Helga- dóttir og Geir Gunnarsson. Seyðisfirði, framsögumenn Ólafur Ragnar Grímsson og Hjörleifur Gutt- ormsson. Reyðarfirði, framsögumenn Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson. Breiðdal, Staðarborg, framsögumenn Ragnar Arnalds og Margrét Frí- mannsdóttir. Síðdegis miðvikudaginn 31. ágúst heimsækja þingmenn Neskaupstað og um kvöldið kl. 20.30 verður fundur í Egilsbúð þar sem fluttar verða fram- söguræður og þingmenn sitja fyrir svörum. Fundirnir eru öllum opnir. Fjölmennið og kynnist stefnu og úrræðum Alþýðubandalagsins! Þingflokkur Alþýðubandalagsins Kjördæmisráð AB á Austurlandi AB/Vestfjördum Kjördæmisráðstefna AB á Vestfjörðum verður haldin að Holti í Önundarfirði 10.-11. september næstkomandi. Venjuleg aðalfundarstörf. Ráðstefnan hefst klukkan tvö á laugardag og lýkur um klukkan 17 á sunnudag. Svefnpokapláss og fæði á staðnum. Gestir ráðstefnunnar verða: Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins og Steingrímur Sigfusson formaður þingflokks AB og hafa þeir framsögu um Lífskjör, atvinnulíf og byggðaþróun. - Stjórn kjör- dæmisráðs. Bæjarmálaráð ABK Fundur um húsnæðismál Nk. mánudag, 29. ágúst kl. 20.30, verður haldinn fundur í Þinghól í Hamra- borg í Kópavogi. Fundarefni: 1) Húsnæðismál. 2) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. - Stjórnin. ÆSKULÝÐSF YLKIN GIN Úthafsrækja á úrvalsverði Erum að selja úthafsrækju, stóra og girnilega. Frábært verð. Sendum heim. Upplýsingar í síma 17500 á skrifstofutíma. Æskulýðsfylklng Alþýðubandalagsins Viðskiptaráðherra Frumvörp í þingbyrjun Jón Sigurðsson svarar efnahagsnefnd AB: Skortur á ýmsum reglum ogákvœðum umfjármögnunarleigur. Vœntanlegfrumvörp í þingbyrjun Vísað er til bréfs yðar dags. 22. þ.m. varðandi starfsemi nýrra fjármálafyrirtækja o.fl. Það er rétt, sem segir í bréfinu, að vöxtur fjármálafyrirtækja af ýmsu tagi hefur verið mikill á síð- ustu misserum. Það er hins vegar misskilningur að þau hafi „að mestu verið án formlegs eftirlits af hálfu opinberra aðila“. í gildi eru lög sem veita bankaeftirliti Seðlabanka íslands heimildir til þess að framkvæma eftirlit með verðbréfamiðlun og rekstri verðbréfasjóða. Skal í því sam- bandi bent á að í IV kafla laga um Seðlabanka íslands er að finna víðtæk ákvæði um bankaeftirlit og í reglugerð settri samkvæmt þeim, nr. 470/1986. í 34.-36. gr. reglugerðarinnar er m.a. kveðið á um eftirlitsskyldu bankaeftir- litsins með fjárfestingarfélögum, eins og þau eru skilgreind í lögum nr'. 9/1984. Einnig er kveðið á um eftirlitsskyldu bankaeftirlitsins í reglum um starfsemi á verðbréfa- þingi og um verðbréfamiðlun skv. lögum nr. 27/1986. í 15. gr. þeirra laga er kveðið á um eftir- litsskyldu bankaeftirlitsins með starfandi verðbréfafyrirtækjum. Með heimild í framan- greindum lögum og reglugerðum hefur bankaeftirlitið haft eftirlit með starfsemi verðbréfafyrir- tækja, sem fólgið hefur verið í heimsóknum til fyrirtækjanna, í innköllun endurskoðaðra árs- reikninga frá þeim og annarri upplýsingasöfnun. Því er rangt að segja, að þessi fyrirtæki séu „að mestu sjálfala og eftirlitslaus". Hitt er annað mál að skort hefur ýmis ákvæði um rekstur fyrirtækjanna. Má þar nefna skýr ákvæði er girði fyrir hagsmunaárekstra verð- bréfafyrirtækis og verðbréfa- sjóðs, sem það rekur, ákvæði um upplýsingaskyldu gagnvart eigendum hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóði, ákvæði um eigin- fjárstöðu verðbréfafyrirtækis o.fl. Einnig vantar reglur um starfsemi svokallaðra fjármögn- unarleigufyrirtækja. Af þessum ástæðum skipaði ég hinn 16. febrúar sl. nefnd til þess að fjalla um starfsemi á fjár- magnsmarkaði utan banka og sparisjóða. Nefndin hefur kann- að nauðsyn á frekari lagasetningu um þessa starfsemi og ákvað hún að skipta verkefni sínu í þrjá þætti. í fyrsta lagi ákvað hún að fjalla um verðbréfaviðskipti og verð- bréfasjóði og í framhaldi af þeirri umfjöllun samdi hún drög að frumvarpi til nýrra laga um það efni. Nefndin hefur leitað um- sagna um frumvarpsdrögin hjá ýmsum aðilum og mun hún innan skamms ganga frá breytingum á texta frumvarpsdraganna í sam- ræmi við ábendingar frá þeim. Ég mun væntanlega fá endanleg frumvarpsdrög í hendur á næstu dögum og mun ég þá leggja frum- varp fyrir ríkisstjórnina og þing- flokka hennar til ákvörðunar um framlagningu á Alþingi. í öðru lagi fjallaði nefndin um fjármögnunarleigur og samdi hún síðan drög að frumvarpi til laga um eignarleigu. Nefndin sendi nokkrum aðilum drögin til umsagnar og rennur umsagnar- frestur út í lok þessa mánaðar. Síðan verður gengið frá frum- varpi, sem lagt verður fyrir ríkis- stjórnina og þingflokka hennar til ákvörðunar um framlagningu. Að því er ákveðið stefnt, að bæði þessi frumvörp verði lögð fyrir Alþingi í þingbyrjun. Þriðji þátturinn í starfi nefnd- arinnar er rekstur á sviði greiðslumiðlunar, afborgunar- viðskipta o.fl. sem einkum snýr að neytendavernd en það starf er skemmra á veg komið hjá nefnd- inni en varðandi fyrstu tvo þætti- na. Eins og vitnað er til í bréfi yðar, þá hef ég nýlega í blaðaviðtali lýst nauðsyn þess, að tekið verði á tengslunum milli viðskiptavina og fjárfestingarfélaganna, þannig að tryggt sé að félögin og stjórn- endur þeirra séu ekki eigendur að þeim fyrirtækjum, sem félögin kaupa skuldabréf af beint eða óbeint. Að því er nú unnið eins og að framan greinir og stefnt að því að frumvörp um málið fái þinglega meðferð þegar í haust. Alþýðubandalagið mun þá fá tækifæri til þess að vinna að fram- gangi málsins og vil ég nota tæki- færið og lýsa ánægju minni með þann áhuga á því, sem bréf yðar ber vitni. Jón Sigurðsson ísland - herstöð eða friðarsetur Opin ráðstefna á Hallormsstað 27.-28. ágúst. Ráðstefnan verður haldin í Edduhótelinu og hefst á laugardag klukkan 13.00 en lýkur síðdegis á sunnudag. Ráðstefnustjórar: Magnús Stefáns- son og Sigríður Stefánsdóttir. Dagskrá: Laugardagur: 13-18.30 Hjörleifur Guttormsson setur ráðstefnuna Ólafur Ragnar Grímsson: Afvopnunarmál og erlendar herstöðvar Albert Jónsson starfsmaður Öryggismálanefndar: ísland og hernaðar- staðan á Norður-Atlantshafi Svavar Gestsson: Alþjóðamál - ný viðhorf Tómas Jóhannesson eðlisfræðingur: Geislavirkni í höfunum og kjarnork- uvetur Fyrirspurnir milli erinda, rædd drög að ávarpi ráðstefnunnar, almennar umræður. Frá 20.30 Skógarganga og kvöldvaka Sunnudagur: 9-12 Steingrímur J. Sigfússon: Staðan á alþingi og í þjóðfélaginu Sólveig Þórðardóttir Ijósmóðir í Keflavík: Nábýli við herstöð Ingibjörg Haraldsdóttir formaður SHA: Barátta herstöðvaandstæðinga Ávörþ fulltrúa frá Austurlandi og Norðurlandi eystra 13-15 Umræður um framhald baráttunnar og næstu skref, niðurstöður Þátttakendur geta fengið gistingu á Hótel Eddu á sérkjörum. Sólarhringur- inn með fæði og húsnæði kostar 3500 kr. fyrir einsmannsherbergi, 3100 á mann í tveggja herbergi. Einnig er til reiðu svefnpokaþláss. Flugleiðir veita 20% afslátt á flugfargjöldum gegn skriflegri staðfestingu frá skrifstofu Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105 í Reykjavík, s. 17500 og 28655. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi og Norðurlandi eystra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.