Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 5
Örn Friðriksson Stjórnin söm við sig Vandifyrirtœkjanna er vextir og verðlag Örn Friðriksson, formaður Máhn- og skipasmiðasambands Islands, minnir á að um mánaða- mótin maí-júní hafi verið sett lög sem bönnuðu launahækkanir umfram ákveðið mark. Þau lög hafi átt að bjarga málunum. Nú séu uppi hugmyndir um enn ein lögin sem eigi að taka af um- samdar launahækkanir. Þessar ráðstafanir byggi á misskilningi á ástandinu. í samtali við Þjóðviljann sagði Orn að nú ætti enn einu sinni að ganga á launin. Vextir og verðlag virtust vera afgangsstærðir, en fyrirtækin virtust vera að kvarta undan vaxtabyrði. Eftir tvenn kjaraskerðingarlög væri enn ekki um það að ræða að binda aðra þætti. „Það mætti ætla eftir þessu, að launin væru vandamálið en það er reginmisskilningur," sagði Örn. Þessi staðreynd hefði verið viðurkennd af fjöída atvinnurek- enda. Örn sagði sína félagsmenn ekki enn hafa komið saman til að ræða þær efnahagsaðgerðir sem væru í bígerð. „Við hljótum að ræða þær þegar þær liggja fyrir," sagði Örn. Verkalýðshreyfingunni hefði ekki verið boðið upp á ann- að en að fylgjast með málum úr fjarlægð í tíð þessarar ríkisstjórn- ar. -hmp FRETTIR Efnahagsnefnd AB Komið að nýríkum fjarmagnseigentíum Efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins hafnar hugmyndum um niðurfærsiu og segir að hún feli ekkert annað í sér en kjara- skerðingu. Ekki muni takast að færa niður verðlag og nú sé tími til kominn að frjálshyggjutil- rauninni verði hætt og fjár- magnseigendur skili til baka þeim hluta af tekjum þjóðarfram- leiðslunnar sem peir hafa haft af launafólki og útflutningsgreinun- um undanfarin ár. Nefndin lagði fram tillögur sínar til úrlausnar efnahagsvand- ans á fundi með blaðamönnum í gær. í þeim segir að engin raun- veruleg efnahagskreppa sé á ís- landi. Vandinn stafi af rangri hagstjórn í tíð þessarar ríkis- stjórnar og stjórnar Steingríms Hermannssonar. Orsakir erfið- leikanna liggi ekki í minnkandi þjóðartekjum eða ytri áföllum heldur í mistökum, misskiptingu og misgengi. Þær leiðir sem ríkis- stjórnin hafi til athugunar nú séu fyrst og fremst kjaraskerðingar- leiðir. í tillögunum er gert ráð fyrir að atvinnulífið sé knúið til varan- legrar endurskipulagningar á rekstrinum og farin verði milli- færsluleið. Fjármagnseigendur sem hafi fengið stórfelldan skatt- frjálsan hagnað beri megin- kostnaðinn af millifærslunni og markviss stýring verði tekin upp á vaxta- og peningamarkaði. Kaupmáttur lágmarkslauna 1980=100 120 tio 100 90 80 70 120 110 100 90 80 70 80 II III IV 81 II IV 83 II III IV 84 II III IV 85 II III IV 86 II IV 87 II III IV Þróun kaupmáttar lágmarkslauna á þessum áratug. Áhrif matarskattsins kom skýrlega í Ijós í ársbyrjun 1988. r, Kaupmattur Ahrif matarskattsins Kjararannsóknanefnd hefur gengið frá fréttabréfí sínu um 1. ársfjórðung 1988. Þar kemur meðal annars fram hver hefur verið þróun kaupmáttar fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við fyrri ár og í sumum tilfellum eru þar gefnar upplýsingar um 2. árs- fjórðung. Kaupmáttur lágmarkslauna er miðaður við kaupmátt 1980 og er hann settur sem 100. Frá því að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar tók við völdum 1983 hefur kaupmáttur lágmarkslauna aðeins einu sinni orðið jafnmikill og 1980. Það var á fyrsta ársfjórð- ungi 1987. A fyrsta ársfjórðungi yfir- standandi árs datt kaupmáttur lágmarkslauna niður í 91,0 stig úr 96,9 stigum miðað við síðasta ársfjórðung 1987. Ljóst er að matarskattur Jóns Baldvins hefur átt sinn þátt í því að kaupmáttur þeirra, sem lágmarkslaun þiggja, hefur á skömmum tíma rýrnað um meir en 6%. Þeir, sem tóku undir með fjármálaráðherra að kaupmáttur ætti að standa í stað þrátt fyrir matarskattinn, hafa því miður haft rangt fyrir sér. Á öðrum ársfjórðungi yfir- standandi árs hefur kaupmáttur lágmarkslauna heldur risið og náð 92,9 stigum. En hvert stefnir nú? ÓP Stjórnarflokkarnir Biðja núna um samráð Forsœtisráðherra vill viðrœður við ASÍ. Jón Baldvin: Ekki Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu allir í gær umboð til ráðherra að vinna að útfærslu niðurfærslutUlagna forstjóra- nefndarinnar. Sjálfstæðismenn setja þau skilyrði að haft verði samráð við verkalýðshreyfing- úrslitaatriði. Steingrímur: Vil heyra skilyrðin aö höfðu samráði við verkalýðs- hreyfinguna. Slíkt samráð væri óhjákvæmilegt. una og niðurfærslan ekki fram- kvæmd nema víðtæk samstaða náist um þá framkvæmd. Þorsteinn Pálsson sem hefur lýst sig andsnúinn hækkun hús- næðisvaxta og sagði í gær að reyna þyrfti niðurfærsluleiðina Þingflokkur Alþýðuflokksins samþykkti að láta reyna til þrautar á niðurfærsluna og Jón Baldvin Hannibalsson segir ekki Vaxtamunur verði síðan færður í sama horf og í nágrannalöndun- um, genginu haldið stöðugu, rík- issjóður verði í jafnvægi, erlendri skuldasöfnun hætt og verðbólgan færð niður á sama stig og í ná- grannalöndum. Svavar Gestsson sagði nefnd- armenn hafa talað við forráða- menn frystihúsa um allt land sem væru að greiða 10 til 12% raun- vexti. Efnahagsnefndin fullyrti að með því að lækka raunvexti megi taka niður tap frystihúsanna að verulegu leyti. Svavar sagði að það tæki einstakling 20.610 vinnustundir að vinna fyrir þrig- gja miljóna króna láni með 3,5% vöxtum og verðtryggingu, eða rúm 10 ár. Yrðu raunvextir hækkaðir upp í 7% bættust fjög- urra ára vinna þar ofan á og þá tæki 29.220 vinnustundir að vinna fyrir láninu. Miðað við lán til 20 ára feli hækkun raunvaxta úr 2,5% í 10% í sér tvöföldun greiðslubyrði. Ólafur Ragnar Grímsson sagði niðurfærsluna styrkjakerfi þar sem hjúkrunarkonan, kennarinn og fiskverkunarkonan greiddu 10% af launum sínum í styrk til þjónustugeirans. Nú væri ícomið að hinni nýríku stétt fjár- magnseigenda að greiða her- kostnaðinn. Tillögur efnahagsnefndarinnar eru birtar í heild á bls. 8. -hmp ástæðu til að hætta við þótt ein- hverjir skerist úr leik. Fram- sóknarmenn vilja einnig reyna á niðurfærsluna og sagðist Steingrímur Hermannsson í gær vilja fá áð heyra skilyrði verka- lýðshreyfingarinnar. -Ig Ffmmtudagur 25. ágúst 1988 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 5 Guðmundur P. Alveg út í bláinn Kauplœkkun ekki til umrœðu . - Ég skil ekki hvað þessir for- stjórar eru að fara með þessum tillögum sínum. Að láta sér detta í hug að ætla að fara að lækka laun almenns verkafólks sem er með mánaðarlaun á bilinu 39-45 þús. krónur er hreint út í bláinn, segir Guðmundur Þ. Jónsson formað- ur Iðju og Landssambands iðn- vcrkafólks. - Fólk á nóg með að reyna að framfleyta sér og ég tala ekki um ef það þarf að borga af verð- tryggðum lánum með hæstu vöxt- um. Sjálfsagt eru einhverjir í þjóðfélaginu fullsaddir af launum sínum en að ætla að keyra niður laun hins almenna launþega er ekki til umræðu. Guðmundur sagði að ótti væri í fólki vegna þeirra tillagna sem forstjórarnir hefðu lagt fram og ljóst að næðu þær fram að ganga stefndi í almennt uppgjör og gjaldþrot hjá hundruðum ef ekki þúsundum verkafólks. -4g.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.