Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 6
ÞlOÐVILJINN Máigagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Minnkum gróöa vaxtakónganna Enn á að fara að krukka í kaupið. Gildandi kjarasamning- um var breytt með bráðabirgðalögum þann 20. maí. Nú, þremur mánuðum síðar, eru ráðherrarnir enn sestir við að undirbúa enn frekari breytingar á samningunum. Um- samdar 2,5% launahækkanir, sem ganga eiga í gildi um miðja næstu viku, eru nú taldar eitt versta mein íslensks samfélags og því þurfi með öllum ráðum að koma í veg fyrir þær. Ekki er talið ólíklegt að ríkisstjómin byrji efnahagsað- gerðir sínar nú með banni við kauphækkunum og telji sig með því hafa unnið tíma til að undirbúa enn frekari aðgerðir á þessu sviði. Það þarf ekki miklar reikningskúnstir til að sýna fram á að hækkun launa um 2,5% dugar ekki til að halda í við stöðugt hækkandi verðlag. Telji menn slíka launahækkun of mikla núna, hljóta þeir þegar í vor að hafa álitið það ófært að fara eftir þeim kjarasamningum sem þá var verið að gera. Getur hugsast að jafnvel áður en samningarnir voru undirritaðir hafi verið ákveðið að hafa þá að engu? Menn óttast að með setningu bráðabirgðalaga um að brotin skuli ákvæði kjarasamninga frá í vor um 2,5% launa- hækkun, telji ríkisstjórnin sig bara vera að vinna tíma. For- stjóranefndin er búin að skila af sér og nú dugar ráðherrum ekki lengur að sóla sig í útlöndum eða glíma við laxveiðiár. Á borði ríkisstjórnarinnar liggja tillögur um 9% lækkun á launum. Stjómvaldsaðgerðir ráðherra eru að stórum hlutafólgnar í því að ganga á gerða kjarasamninga. Þeim virðist ekki hugkvæmast að eitthvað hljóti að vera að efnahagskerfinu, að það þurfi að stokka upp kerfið. Þótt undarlegt megi heita, virðist það nægja þeim að baða sig í embættisljóma sem kannski skín því skærar í Kóreu þeim mun meir sem hann dvín hér á landi. Á nokkurra mánaða fresti taka þeir svo á sig rögg og krukka í kjarasamninga. Auðvitað er eitthvað að í íslenska hagkerfinu. Hver, sem sjá vill, sér að leiga á peningum er allt of há og vextir sliga allan rekstur. Hvaða atvinnutæki eru það sem skila svo miklum arði að unnt er að greiða 10% eða enn hærri vexti af stofnkostnaði? Og hver, sem sjá vill, sér að ævintýraleg óráðsía og óarðbær flottheit þeirra, sem best mega sín, eru að steypa þjóðinni í skuldafen. Umsjónarmenn almannafjár keppast við að láta reisa þriggja miljarða flugstöð eða veitingahús sem snúast skal settlega með hæstvirta mat- argesti. Stór hluti launamanna hefur fá tækifæri til að taka þátt í þessum tryllingsdansi um gullkálfinn. í þeim hópi þykjast menn stórtækir ef þeir standa í baksi við að eignast blokkar- íbúð og japanskan bíl. Engu að síður stendur nú til að láta einmitt þetta fólk bera þyngstu byrðarnar til að unnt sé að viðhalda hér snarvitlausu hagkerfi. Með launalækkun á að halda lífi í kerfinu. En auðvitað eru einhverjir sem hagnast á að viðhalda ríkjandi kerfi. Það eru þeir sem lána út fé á háum vöxtum. Hér er ekki átt við þann roskna fjármagnseiganda sem safna vill til elliáranna og óttast það eitt að verðbólgan eyði fé hans. Hér er átt við þá nýríku spekúlanta sem velta miljónum og draga til sín óheyrilegar tekjur sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru skattfrjálsar. Sá, sem lánar útfé á 10% vöxtum vísitölutryggt, hefur að rúmum 7 árum liðnum tvöfaldað eigur sínar. Er ekki kominn tími til að klipið verði af fjármagnsgróðan- um til að kosta þær lagfæringar sem gera þarf á efnahags- kerfinu? ÓP KLIPPT OG SKORIÐ 0 þetta er indælt stríð í íslenskum hvunndegi gildir það lögmál hinna hæfustu að til að komast sæmilega af þarf um- fram allt sterkan skammt af kæruleysi í bland við heimspeki- legt umburðarlyndi í þeirra garð sem hafa bökin breiðust og mynda það högg sem aðrir eiga að sækja undir. Þannig ber okkur að skoða til- lögur forstjóranefndarinnar frægu með kristilegu hugarfari og opnum huga. Tillögur þeirra eru einsog menn vita um kjaraskerð- ingu, sirka típrósent, um að segja svona þúsund stykkjum upp vinnu hjá hinu opinbera, hækka vexti á húsnæðislánum um slatta, lækka eitthvað verðlag, skera töluvert niður framkvæmdir hjá sveitarfélögum og hætta þessum eilífa fjáraustri hjá ríkinu. Nákvæmni og nágrenni Fjármálaráðherrann, - sem aldrei var mjög hrifinn af nefnd- arskipun Þorsteins Pálssonar þótt hann skipaði í hana fulltrúa sinn -, kallaði plagg forstjóranna „atr- iðisorðaskrá", og sú nafngift á að því leytinu við að í plagginu er lítið reynt að útfæra eða segja til, og hefði þessvegna verið hægt að biðja næsta Heimdelling í við- skiptafræðinni að hripa þetta nið- ur. Á einstaka stöðum í „skýrslu ráðgefandi nefndar um efna- hagsmál" verður þess þó áþreif- anlega vart að forstjórarnir sex hafa þurft að liggja yfir textanum og helst þegar þeir komast í ná- grenni við sjálfa sig. Þetta gerist til dæmis í kaflan- um um hlutafé, þar sem í staðinn fyrir magnorðin talsvert, slatti, nokkuð, soldið, sirka og hérumb- il eru komnar nákvæmar tölur, útfærsla frá bankareikningi til bankareiknings, tilteknar prós- entur, skattareglur, tímaákvæði. Þar eru forstjórarnir loksins á heimavelli, -og út af fyrir sig má vel skilja, - og hafa samúð með - gremju þeirra yfir að sjá pening- ana streyma inn og útum glugga ávöxtunarfjárfestingarsjóðanna í stað þess að setjast að í atvinnu- lífinu. Það er hinsvegar vant að sjá að breyttar reglur um hlutabréfa- brask breyti hér miklu. Sýkin er fyrst og fremst í kerfinu sem stjórnmálafiokkar forstjóranna hafa komið á, að svo miklu leyti sem hún grasserar ekki í forstjór- unum sjálfum. SDR-gengi Á einum stað í skýrslunni verð- ur svo augljóst að mikið hefur verið hugsað, vegið, metið, ráð- slagað og athugað af festu og á- kveðni. Það er ekki í kaflanum um sam- drátt í verkamannabústaðakerf- inu. Þarsegireinfaldlega: „Fram- lag úr ríkissjóði til Byggingar- sjóðs verkamannalækki." Punkt- ur. Og ekki heldur í kaflanum um verðlag. Þar segir að meta þurfi meðal annars lækkun á opinberri þjónustu, búvöru, húsaleigu, farmgjöldum og svo framvegis. Hér er nóg að slumpa. Það er hinsvegar ekki nóg að slumpa þegar kemur að liðnum um fórnir hátekjumannanna. Hann er hvorki meira né minna en svona nákvæmur: Skyldusparnaður á hátekjur: 10% skyldusparnaður verði lagður á þær tekjur einstaklinga sem eru umfram 200 þúsund krónur á mánuði frá og með 1. okt. 1988 til 1. okt. 1990. Spar- andi fái fimm ára SDR- ríkisskuldabréf óframseljanleg í 18 mánuði. Bréfin skulu vera vaxtalaus." Kiknunarhætta Þetta er samið af aðgæslu og natni, enda mikilvægt að sjálf breiðu bökin kikni ekki undan byrðunum. Hverjir yrðu þá eftir til að fórna sér? Pað er beinlínis aðdáunarvert að hátekjumennirnir í forstjóra- nefndinni skuli vera reiðubúnir að lána ríkinu fé. Þeir eiga einsog allir aðrir launþegar að verða fyrir níu eða tíu prósent kauplækkun, og eru auðvitað alltof grandvarir menn til að reyna að bæta sér hana upp. Það er því ekki nema eðlilegt að þess- um lántökum sé stillt í hóf. For- stjórí með 300 þúsund á mánuði þyrfti að lána ríkinu heilar tíu þúsund krónur. Forstjóri með 250 þúsund þyrfti að lána ríkinu fimm þúsund krónur. En fimm þúsund krónur eru einmitt svipuð upphæð og áætlað er að launamaður með milli 50 og 60 þúsund missi við kjaraskerð- inguna sem forstjórarnir leggja til. Sem betur fer á ekkert að geta grandað sparifé hátekjumann- anna. Forstjóranefndin leggur að vísu til að ekki verði borgaðir vextir af þessari fórn, en það á í staðinn að verðtryggja sam- kvæmt hinni tilbúnu og lítt hreyfanlegu SDR-mynt, - geng- istryggja með öðrum orðum svo vel að það þyrfti nokkurnveginn alheimskreppu til að eitthvað gerðist ljótt. Sparnaðarskuldin er svo til fimm ára, en strax eftir eitt og hálft ár er hægt að fara að braska með peningana. Kannski í sérstökum ávöxtunarsjóði? Kannski kaupa þeir hlutabréf hver hjá öðrum? Engan dónaskap! Hafi einhver rennt huganum til þess skyldusparnaðar sem best er þekktur meðal almennings, - þá hafa væntanlega komið uppí koll- inn peningafrímerki í missnyrti- legum röðum stimpluðum í póst- húsinu og borguð út eftir dúk og disk gengisfelld, verðbólgin og lítils virði. En hægan, hægan. Engan dónaskap hér! Samanburður er engan veginn raunhæfur og að auki mjög óréttlátur. Núna erum við alls ekki að tala um klén fjármál Jóns Jónssonar og félaga hans, heldur um hinar göfugu þjóðarhagsfórnir efnahagsráð- gjafans og máttarstólpans Séra- jóns Sérajónssonar. Þjóðviljinn Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 ÚtgafandhÚtgáfufélagÞjóðviljans. Rltst jór ar: Arni Bergmann, Mörður Amason, Ottar Proppé. FrétUttjórl: Lúðvlk Geirsson. Bta&amenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörieifur Sveinbjðrnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júliusdðttir, Magnús H. Gislason, Lilja Gunnarsdðttir, Ölafur Gislason, Ragnar Karlsson, Sigurður A. Friðþjðfsson, Stefán Stefánsson (iþr.),Sævar Guðbjömsson,TómasT6masson,PorfinnurOmarsson((þr.). Handrlta- og prófarkalestur: EllasMar, HildurFinnsdóttir. ýo*myndafar:EinarOlason,SigurðurMarHalldórsson. Útiltstelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdostjóri: Hallur PállJónsson. Skrif stof ustjó ri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. AuglýsingastjðrhOlgaClausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir, Sigurrós Kristinsdðttir. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdðttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdðrsdðttir. Utbreiðslu-og afgrel»slust|6ri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgroiðslo: Halla Pálsdðttir, Hrefna Magnúsdöttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, simar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðflausasölu:70kr. Helgarblöð:80kr. Askriftarverð á mánuðl: 800 kr. 6 SiÐA - ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 25. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.