Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Vilja Þingeyingar herf lugvöll? Á morgunvakt Rásar 2 þann 12. ágúst síðastliðinn átti Leifur Hauksson merkilegt samtal við Pétur Einarsson flugmálastjóra um varaflugvallarmál. Frétta- mennirnir Atli Rúnar Halldórs- son og Gissur Sigurðsson gerðu málflutningi Péturs og varaflug- vallarumræðunni síðan góð skil í kvöldfréttum ríkisútvarpsins þennan sama dag. Að öðru leyti hafa yfirlýsingar flugmálastjóra vakið ótrúlega litla athygli. í máli Péturs kom fram að flug- vellirnir á Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum myndu sam- kvæmt áætlunum íslenskra flug- yfirvalda fljótlega geta fullnægt öllum þörfum íslensks millilanda- flugs sem varaflugvellir. Um það þyrfti ekki einu sinni að ræða. Skýrsla svokallaðrar varaflug- vallarnefndar hafi hins vegar ver- ið fyrsta stig í viðræðum við Atl- antshafsbandalagið um gerð var- aflugvallar sem uppfyllti skilyrði hernaðarbandalagsins. Pétur sagði: „Nató býður fram fé til að byggja hér fullkominn varamilli- landaflugvöll og það er íslenskra stjórnvalda að svara: Eigum við að gera þetta eða eigum við það ekki?" Flugmálastjóri velkist sjálfur ekki í vafa um hvað gera skuli. Honum er ómögulegt að skilja hvers vegna ekki megi nota eitthvað af þeim peningum sem Nató hefur milli handa í friðsam- legum tilgangi: „Peningarnir eru til. Það er ekki verið að tala um herstöð, það er verið að tala um flugvöll sem þjónar öllu borgara- legu flugi yfir Atlantshafið og mér finnst bara sjálfsagt að ræða það til enda." Rugla saman Banda- ríkjunum og Nató Þegar Pétur Einarsson talar um Natópeninga á hann væntan- lega við að Nató hafi samþykkt að kosta byggingu varaflugvallar fyrir Keflavíkurvöll að verulegu leyti með fé úr mannvirkjasjóði bandalagsins. Ef þetta er rétt þá er óhætt að fullyrða: (1) Varaflugvallar- nefndin hefur aldrei átt í samn- ingaviðræðum við Nató heldur fulltrúa Bandaríkjahers. (2) Hér er ekki um að ræða borgaralegan millilandaflugvöll sem lslending- ar byggja og stjórna (á friðartím- um); hér er um að ræða banda- rískan herflugvöll. Á friðartím- um yrði þessi völlur undir yfir- stjórn Bandaríkjanna, en ef styrj- öld skellur á verður hann settur undir sameiginlega herstjórn Atl- antshafsbandalagsins. Öll umræða um stöðu íslands gagnvart Bandaríkjaher og Nató hefur einkennst af mikilli f áfræði. Jafnvel æðstu embættismenn okkar og ráðamenn rugla í sífellu saman Bandaríkjunum og Nató og þeir tala gjarnan um mannvirkjasjóðinn sem eins kon- ar „vetrarhjálp" sem fá megi pen- inga úr til alls konar fram- kvæmda, jafnvel til að gera vatns- ból! Enginn greinarmunur er gerður á því hvað Bandaríkin greiða sjálf og hvað kostað er af mannvirkjasjóðnum þegar hern- aðarframkvæmdir eru annars vegar. Hernaðarmannvirki hér á landi lúta öll bandarískri stjórn á friðartímum. Eini heraflinn sem Atlantshafsstjórn Nató, SAC- LANT, hefur yfir að ráða á frið- artímum er hinn svokallaði fasta- floti Nató sem samanstendur af 5 til 9 herskipum frá ýmsum að- ildarríkjum bandalagsins. Komi hins vegar til ófriðar verður mest- allur vígbúnaður Natóríkja við Atlantshaf sameinaður undir stjórn SACLANT, þ.á m. her- stöðvar Bandaríkjanna hér á landi. Vigfús Geirdal skrifar Awacs-vél Bandaríkjahers á Kefla- víkurvelli. -Það er rangt að varaflug- völlur sem greiddur yrði af Nató lyti stjórn Islendinga, segir Vigfús, mannvirkjasjóður Nató fjármagnar eingöngu framkvæmdir sem eru al- gerlega hernaöarlegs eðlis. Mannvirkja- sjóður Nató Bandaríkin greiða hernaðar- framkvæmdir hér á landi að mestu leyti úr eigin sjóðum. Þau geta hins vegar farið fram á að mannvirki sem falla undir sam- eiginlega stefnu og öryggis- hagsmuni Nató verði kostuð að hluta með framlögum úr mann- virkjasjóði Nató. Undir slíkum kringumstæðum skiptist kostnað- urinn við mannvirkjagerðina venjulega í þrennt: Mannvirkjasjóðurinn greiðir ein- göngu það sem samkvæmt regl- um hans og stöðlum verður skil- greint sem lágmarkshernaðar- þarfir, þ.e. þjálfunar- og rek- straraðstaða á friðartímum og að- staða til stríðsaðgerða á ófriðar- tímum. „Viðtökuríkið" (host nation) leggur til land undir mannvirkið og borgar jafnframt vegagerð að því, raf-, hita- og skólplagnir og aðrar slíkar nauðsynjar (venjulega talið u.þ.b. 13% af heildarkostnaði). „Notkunarríkið" (user nation) greiðir úr eigin vasa svefnskála eða íbúðir hermanna, mötuneyti og alla félagslega aðstöðu svo sem skóla, félagsheimili, kirkjur o.fl. Það kemur í hlut „viðtöku- Bandaríkin kostnaðinn fyrst sjálf og rukka síðan mannvirkjasjóð- inn eftir á). íslensk stjórnvöld eiga þess síðan kost á grundvelli tvíhliða herstöðvasamnings ís- lands og Bandaríkjanna að játa eða hafna beiðni um land undir bandaríska herstöð eða hernað- armannvirki. Ef það er rétt hjá Pétri Ein- arssyni að varaflugvöllur á ís- landi sé kominn inn á 5 ára fjár- hagsáætlun mannvirkjasjóðsins (Slice Group 36-41) þá er íjóst að undirbúningur þessa máls er vel á veg kominn innan Bandaríkja- hers áður en farið er að ræða það við íslendinga. Herstöð jafnt á friðar- sem stríðstímum Það er að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu að íslendingar geti haft not af varaflugvelli Banda- ríkjahers og Nató með sömu skilmálum og þeir nota Keflavík- urflugvöll. Það er hins vegar rangt sem íslenskir ráðamenn og Pétur Einarsson flugmálastjóri halda fram að hér verði um að ræða flugvöll sem lúti alfarið stjórn íslendinga að öðru leyti en því að Nató hafi aðgang að hon- hún verður ekki notuð á friðar- tímum til herþjálfunar og vegna þess að hún er ekki reist eingöngu í hernaðarlegum tilgangi. Samkvæmt þessu er ljóst að flugvöllur sem kostaður er með fé úr mannvirkjasjóði Nató er ekki lagður til að þjóna borgaralegu millilandaflugi yfir Atlantshafið heldur er hann herflugvöllur. Hann verður undir daglegri stjórn Bandaríkjahers og her- menn munu dvelja þar að stað- aldri. Flugbrautin verður 3000 metra löng, nægileg til að taka á móti stærstu herflutningavélum og sprengiþotum. Byggð verður olíubirgðastöð við flugvöllinn til að þjóna herflugvélum og einnig verður komið upp fjarskiptastöð sem verður í stöðugu sambandi við fjarskiptakerfi Nató og Bandaríkjahers. Flugvöllurinn verður opinn herflugvélum allan sólarhringinn. Þetta er varaflug- völlurinn sem nú er talið heppi- legast að verði lagður norður í Aðaldal. Öll Natóríkin geta notfœrt sér aðstöðuna Það er fleira sem vert er að hafa í huga varðandi þátt mannvirkja- „Hér er ekki um að rœða borgaralegan milli- landaflugvöll sem Islendingar byggja og stjórna; hér er um að rœða bandarískan her- flugvöll. Afriðartímumyrðiþessi völlur undir yfirstjórn Bandaríkjanna, en efstyrjöld skellur á verður hann settur undir sameigin- lega herstjórn Atlantshafsbandalagsins." ríkisins" að bera ábyrgð á bygg- ingaframkvæmdum allt þar til þeim lýkur. Undir öllum venjulegum kringumstæðum ættum við ís- lendingar sem fullvalda aðildar- ríki Atlantshafsbandalagsins að vera í hlutverki „viðtökuríkis" þegar samið er um aðild mannvirkjasjóðs Nató að hern- aðarframkvæmdum hér á landi og bera þá einnig okkar hluta af kostnaði við „sameiginlegar varnir vinaþjóða okkar". Þannig er það hins vegar ekki í reynd. Bandaríkin fara bæði með um- boð „viðtökuríkis" og „notkun- arríkis" þegar um er að ræða her- stöðvar á íslandi og þau bera líka kostnaðinn af því. Bandaríkin fara fram á það við yfirmann Atl- antshafsherstjórnar Nató (sem venjulega býr í sömu persónu og yfirmaður Atlantshafsflota Bandaríkjanna, USCINCL- ANT) að hann mæli með því við Natórráðið eða hernaðaráætlun- arnefnd bandalagsins að mann- virkjasjóðurinn taki þátt í kostn- aði við byggingu tiltekins mannvirkis (yfirleitt greiða um í neyðartilvikum og yfirtaki hann á stríðstímum, ekki ósvipað því sem gildir um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins fjár- magnar eingöngu framkvæmdir sem eru algerlega hernaðarlegs eðlis. í yfirheyrslum hermálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir fjárlagaárið 1981 var tals- maður 'bandaríska sjóhersins m.a. spurður hvort ekki hefði komið til greina að mannvirkja- sjóður Nató tæki þátt í kostnaði við byggingu flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Svarið var eftirfarandi: „As for funding through NATO common infra- structure, SACLANT has taken the position that it is not eligible on the basis of no peacetime usage for training for war, and because it is not built for a purely military purpose." Þetta útleggst: Að því er varðar fjármögnun af hálfu mannvirkjasjóðs Nató hef- ur yfirmaður Atlantshafsher- stjórnar bandalagsins tekið þá af- stöðu að flugstöðin uppfylli ekki nauðsynleg skilyrði til þess þar eð sjóðsins í hugsanlegri varaflu- gvallargerð hér á landi. í fyrsta lagi felur það í sér viðurkenningu á því að um er að ræða sameigin- legt mannvirki aðildarríkja Nató. Þau hefðu því öll rétt til að nota þennan flugvöll hvenær sem þeim þóknast, rétt eins og þau mega nú notfæra sér aðstöðuna á Kefla- víkurflugvelli. í öðru lagi er „við- tökuríkinu", þ.e. Bandaríkjun- um í okkar tilviki, skylt að bjóða verkið út í öllum þeim ríkjum sem aðild eiga að mannvirkjasjóðnum (öllum Nat- óríkjunum nema íslandi og Spáni). Fyrirtæki í þessum löndum sem njóta formlegrar viðurkenningar sinna eigin ríkis- stjórna sem hernaðarverktakar geta gert tilboð í framkvæmdina. Samkvæmt reglum mann- virkjasjóðsins ættu íslensk fyrir- tæki því ekki að geta gert tilboð í verk sem kostað er af mannvirkjasjóði Nató en vegna samninga íslands og Bandaríkj- anna um verktakastarfsemi á varnarsvæðum þá hafa íslenskir aðalverktakar og undirverktakar þeirra fengið slík verk, sennilega sem „bandarísk" fyrirtæki sam- kvæmt skilgreiningu sjóðsins. Krafist verði skýrra svara Allur aðdragandi þessa vara- flugvallarmáls hefur verið með eindæmum. Ekkert mat hefur verið lagt á það hvort herflugvöll- ur á Norðurlandi þjóni öryggis- hagsmunum okkar íslendinga. Það verður t.d. að teijast ólíklegt að hann verði til þess að draga úr hernaðarumsvifum Sovétmanna á norðurslóðum. Það er ljóst að þrír flugvellir hér á landi munu í náinni framtíð geta þjónað sem varaflugvellir fyrir íslenskar millilandaflugvélar svo að við þurfum ekki á þessum flugvelli að halda af þeim sökum. Einu rökin fyrir því að íslendingar heimili lagningu varaflugvallar Banda- ríkjahers og Nató hér á landi virðast vera þau að „Nató býður fram fé" ef marka má orð flugm- álastjóra. Ekki ein einasta króna af því fé mun hins vegar fara í að byggja upp aðstöðu fyrir almennt farþegaflug í þágu okkar íslend- inga. Það getur hins vegar vel verið að Bandaríkjaher sé tilbú- inn að byggja með okkur enn eina flugstöðina. Við ættum samt að hugsa okkur vandlega um áður en við leggjum aftur út í slíkt ævintýri. Flugstöð Leifs Eiríks- sonar er víti til varnaðar. Það er löngu tímabært að þetta mál verði rætt opinskátt eins og Pétur Einarsson lagði til í áður- nefndu útvarpsviðtali. íslenskur almenningur á heimtingu á því að fjölmiðlar krefji utanríkisráðu- neyti íslands, Bandaríkjaher og Atlantshafsstjórn Nató, SAC- LANT, um skýr svör við eftirfar- andi spurningum: 1. Hefur Bandaríkjaher farið þess formlega á leit við íslensk stjórnvöld að fá að gera varaher- flugvöll á Norðurlandi? 2. Hefur yfirmaður Atlants- hafsstjórnar Nató mælt með því að mannvirkjasjóður Nató taki þátt í kostnaði við þessa fram- kvæmd? Og ef svo er: 3. Hefur gerð þessa flugvallar verið samþykkt í varnaráætlunar- nefnd Nató og tekin inn í fimm ára fjárhagsáætlun mannvirkja- sjóðsins? Ef það er rétt að Bandaríkin og Nató vilia gera herflugvöll norður í Áðaldal þá eiga íslensk stjórnvöld, áður en þau ákveða að samþykkja slíkt, að hafa ein- urð og kjark til að spyrja Þingey- inga beint út: Viljið þið herflug- völl? Kannski hafa Þingeyingar ekkert á móti því að fá slíkt „friðarsetur" í Aðaldal, sérstak- lega ef hann yrði nú skírður Nátt- faravöllur (Nattfari Naval Air Base) í stíl við bandarískar venjur sem farnar eru að ryðja sér til rúms hér á landi í nafngiftum flugvalla og flugstöðva. Hver veit? (Meðal heimilda: 1. North Atlantic Treaty Organisation Facts and Figures 1984. 2. Skýrsla ríkis- endurskoðanda Bandaríkjanna (Comptroller General) tii Banda- ríkjaþings: US participation In The NATO Infrastructure Program, jan- úar 1983. 3. Infrastructure Guide For Defence Equipment Contract- 'ors, útg. breska varnarmálaráðu- neytið.) Vigfús er sagnfræöingur, starfar við útgáfuþjónustu í Reykjavík og vinnur að rannsóknum á sviði friðar- og öryggismála. Fimmtudagur 25. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.