Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 8
Alþýðubandalagið Kerfisbreyting og millifærsla Greinargerð efnahagsnefndarAlþýðubandalagsins umaðgerðirí efnahagsmálum Efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins hefur undanfarið unnið að tillögugerð í efnahags- og at- vinnumálum og munu tillögur nefndarinnar verða ræddar á fundum þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins næstu daga. Undirbúningur efnahags- nefndar Alþýðubandalagsins að þessari tillögugerð hefur falist í ítarlegum viðræðum við sérfræð- inga og fulltrúa atvinnulífs og fjöldasamtaka. Nefndin hefur einnig rætt við kunnáttumenn á sviðum fjármálastarfsemi og við- skiptalífs og einnig starfsfólk stofnana og samtaka sem kjörku- nnugt er afleiðingum ríkjandi stjórnarstefnu fyrir launafóík og allan almenning, einkum hvað varðar húsnæðismál og beinan framfærslukostnað. Meginforsendur tillögugerðar- innar eru byggðar á þeirri ótví- ræðu niðurstöðu að það eru ekki óviðráðanleg áföll eða óhagstæð ytri skilyrði sem hafa skapað þann efnahagasvanda sem nú er til meðferðar. Þvert á móti búum við íslendingar nú við óvenjulega góðar aðstæður á öllum sviðum. Aflaverðmæti og útflutnings- framleiðsla á árinu 1988 verða um 15% meiri að raungildi en á árinu 1987. Rýrnun viðskipta- kjara nemur aðeins 1% og efna- hagsþróun í helstu viðskipta- löndum okkar er hagstæð. í>ar ríkir uppsveifla og hagvöxtur. Yfirstandandi ár verður að öllum líkindum hið annað besta í sögu íslendinga hvað verðmæta- sköpun snertir. Það væri því engin raunveruleg kreppa í efnahagslífi íslendinga. Vandinn stafar eingöngu afrangri hagstjórn í tíð ríkisstjórna Stein- gríms Hermannssonar og Þor- steins Pálssonar. Orsakir erfið- leikanna eru ekki í minnkandi þjóðartekjum eða ytri áföllum. Pœr felast í mistökum, misskipt- ingu og misgengi. Þess vegna væri það bæði sið- laust og efnislega rangt að fram- kvæma stórfellda kjaraskerðingu hjá launafólki í stað þess að taka upp nýja hagstjórn. Það þarf nýja stefnu - ekki enn eina aðförina að launafólki. Höfuðatriðið í þeim tillögum sem efnahagsnefndin mun leggja fyrir þingflokk og framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins næstu daga er að hafnað er algerlega þeim leiðum niðurfærslu sem einkum hafa verið til umræðu á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Niðurfærsluleiðin felur fyrst og fremst í sér verulega skerðingu á kjörum launafólks og stórfelld gengislækkun er lykilatriði í upp- færsluleiðinni. Sú gengislækkun mun hafa í för með sér kjara- skerðingu og vaxandi verðbólgu. Leiðir sem ríkisstjórnin er nú með til athugunar eru fyrst og fremst kjaraskerðingarleiðir þar sem launafólk er látið borga herkostnaðinn af rangri stjórnar- stefnu undanfarinna ára og fórnir almennings í þágu tilraunar frjálshyggjuaflanna með íslenskt þjóðfélag verða sífellt meiri. Efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins leggur hins vegar til nýja leið - leið kerfisbreytinga og milli- fœrslu. í þessari leið er gert ráð fyrír stððugu gengi krónunnar, óskertum kaupmætti launa og fullri atvinnu. Markmiðinu um minnkandi verðbólgu og jafnvægi í efnahagslífinu yrði náð með uppstokkun á rekstrarkerfi út- flutningsatvinnuveganna, lög- bundinni lækkun raunvaxta og fjármagnskostnaðar og ýmissa annarra kostnaðarliða og tilflutn- ingi á fjármagni í gegnum skatta- kerfíð. Efnahagsnefndarmenn að loknum blaðamannafundi í gær: Ólafur Ragnar, Steingrímur, Svanfríður, Svavar. (Mynd: Ari) Leið kerfisbreytingar og milli- færslu felur í sér: - að knýja atvinnulífið til varan- legrar endurskipulagningar á rekstrinum - að láta fjármagnseigendur sem á undanförnum árum hafa fengið í sinn hlut stórfelldan skattfrjálsan hagnað bera meg- inkostnaðinn af millifærslunni - að taka upp markvissa stýringu á vöxtum og peningamarkaði og beita lögum til að færa raun- vexti strax niður í 3% og minnka vaxtamuninn niður í sama hlutfall og í nágranna- löndum - að genginu sé haldið stöðugu, ríkissjóður verði í jafnvægi, er- lendri skuldasöfnun sé hætt og verðbólgan fari niður í sama stig og í nágrannalöndunum. Munurinn á þeirri leið sem efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins leggur til - leið kerfis- breytinga og millifærslu - og þeim leiðum sem ríkisstjórnar- flokkarnir eru nú að móta felst þó fyrst og fremst í því að í niður- fœrslu eða gengisfellingarleið ríkisstjórnarinnar er kerfinu sjálfu haldið óbreyttu en launa- fólkið í landinu er látið borga brúsann ígegnum verulega kjara- skerðingu. I leið Alþýðubanda- lagsins er það fyrst og fremst hin nýríka og skattfrjálsa stétt fjár- magnseigenda sem yrði látin greiða herkostnaðinn og kerfið sjálft yrði stokkað upp. Grundvallarspurningin í yænt- anlegum aðgerðum er: Á að skerða tekjur fjármagnseigenda sem hafa verið skattfrjálsar á undanförnum árum eða á að skerða tekjur launafólks? Þegar öll kurl eru komin til grafar snýst afstaðan til mismun- andi leiða í efnahagsmálum um ólfka hagsmuni. A að vernda hagsmuni launafólks eða hags- muni fjármagnseigenda? Svar Alþýðubandalagsins er skýrt: Það á að vernda hagsmuni launafólks. Þess vegna á nú að fara leið kerfisbreytingar og millifærslu en hafna leiðum niðurfærslu og gengisfellingar, kjaraskerðingarleiðunum. Á þessu stigi þykir efna- hagsnefndinni rétt að gera grein fyrir nokkrum meginatriðum og upplýsingum sem hafa á afger- andi hátt myndað bakgrunn til- lögugerðarinnar. Nánara verður svo fjallað um þau atriði og út- færslu kerfisbreytingar- og milli- færsluleiðirnar á fundum þing- flokks og framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins næstu daga. Af leiðingar vaxtastef n- unnar- Fjármagns- kostnaðurinn að sliga atvinnulífið og hús- byggjendur Það er samdóma álit nær allra þeirra sem efnahagsnefndin ræddi við að meginorsök núver- andi erfiðleika í efnahagsmálum felist í afleiðingum þess stjórn- leysis í vaxta- og peningamálum sem innleitt var í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og fylgt hefur verið síðan. í fjöl- mörgum fyrirtækjum er vaxta- kostnaðurinn orðinn jafnmikill eða meiri en launakostnaðurinn. Lækkun raunvaxta úr 9-14% eins og þeir eru nú niður í 3% myndi víða duga til að skapa skilyrði fyrir traustum rekstrargrundvelli sjávarútvegsfyrirtœkja án þess að gengið værifellt. Hækkun raun- vaxta á lánum til húsbyggjenda úr 3% í rúm 9% felur í sér tvöföldun á greiðslubyrðinni og hækkun í 5-6% raunvexti á þessum lánum myndi hafa í för með sér, að æ fleiri fjölskyldur myndu missa húsnæði sitt, sérstaklega ungt fólk. Ný vaxtastefna er því lykil- atríði í árangursríkum efnahags- aðgerðum. Höfuðatriði nýrrar vaxtastefnu Tillögur Alþýðubandalagsins í vaxta- og peningamálum felast í eftirfarandi meginatriðum: 1. Lögbundið hámark verði sett á raunvexti og miðist það í fyrsta áfanga við 3% raunvexti. 2. Vaxtamunur sem nú er 3-4 siniiiiin meiri í íslenska banka- kerfinu en í viðskiptalöndum verði með lögum færður niður í sambærilegt stig og ríkir í helstu viðskiptalöndum. 3. Núgildandi lánskjaravísitala verði afnumin og samræmd lækk- un framkvæmd á vöxtum lífeyris- sjóðanna. 4. ÓheimUt verði að breyta vöxtum á lánum til lengri tíma og því beri slík lán fasta vexti. 5. Ný bankastjórn verði sett i Seðlabankann tU að tryggja framkvæmd hinnar nýju stefnu í peningamálum. Eftirlit og aðhald á fjár- magnsfyrirtækin á „Gráa markaðinum" Efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins hefur þegar gert opinber- lega grein fyrir því ástandi sem kann að skapast á hinum svo- nefnda gráa fjármagnsmarkaði þar sem fjölmörg ný fjármálafyr- irtæki hafa vaxið upp eftir að vöx- tunum var sleppt lausum og án þess að bankaeftirlitið eða aðrir opinberir aðilar hafi getað tryggt öryggi þessarar starfsemi með viðhlítandi eftirlits- og rannsóknarstarfi. Efnahags- nefndin sendi fyrr í þessari viku ítarlegt erindi til viðskipta- ráðherra og ríkisstjórnarinnar með tillögum um aðgerðir í þessu efni. Þar er að finna kröfur um að bankaeftirlitið framkvæmi nú þegar fjármálalega heilbrigðis- skoðun á þessum fyrirtækjum og fái til þess nauðsynlegar heimildir með bráðabirgðalögum. Einnig verði skipuð samstarfsnefnd þingflokka til að undirbúa ný lög og komið á fót ráðgjafarþjónustu fyrir þá sem orðið hafa fyrir barð- inu á okurlánastarfseminni. Fjármagnseigendur borgi sömu skatta og launafólk Það er ekki aðeins að vaxta- stefnan hafi skapað fjár- magnseigendum stórfelldan gróða á undanförnum árum held- ur hafa fjármagnseigendur einnig verið algerlega skattfrjálsir. Enga skatta hefur þurft að greiða af fjármagnstekjum á sama tíma og skattbyrðin af launatekjum hefur verið þyngd allverulega. Efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins er þeirrar skoðunar að beinasta leiðin til að sækja fjár- magn til að standa straum af millifærsluaðgerðum sé að breyta skattalögunum á þann veg að fjármagnseigendur greiði sams konar skatta af hreinum fjárm- agnstekjum og launafólk greiðir af launatekjum. Á þennan hátt fengist verulegt fjármagn til að hrinda í framkvæmd nauðsyn- legum kerfisbreytingum í at- vinnulífinu og meira jafnrétti myndi skapast í skattamálum. Mikill húsnæðiskostn- aðurogháirmatar- reikningareru helsta fjárhagsbyrði heimilanna í viðræðum efnahagsnefndar- innar við fulltrúa launafólks, fél- agsstofnana og samtaka á vett- vangi húsnæðismála kom skýrt fram að hinn mikli húsnæðisk- ostnaður - dýr húsnæðislán og há húsaleiga - eru ásamt óhóflegri hækkun á verði algengra matvæla meginorsök að fjárhagsvanda heimilanna í landinu. Þess vegna er það eindregin skoðun efna- hagsnefndarinnar að hækkun raunvaxta á lánum til húsnæðis- kaupa væri hrein aðför að launa- fólki, sérstaklega ungu fjölskyld- ufólki, einstæðum foreldrum og láglaunafólki. Þvert á móti þarf að lækka vextina á lánum til húsnæðiskaupa, m.a. frá lífeyris- sjóðunum. Stöðvun erlendrar skuldasöfnunar Samkvæmt lánsfjáráætlun rík- isstjórnarinnar átti aukning er- lendra skulda á árinu 1988 að nema 2-3 milljörðum. Erlend skuldaaukning hefur á undan- förnum árum verið ein helsta or- sök þenslunnar í efnahagslífinu og vaxandi verðbólgu. Nú er ljóst að á þessu ári ætlar ríkisstjórninni enn að mistakast að hemja er- lenda skuldasöfnun. Nú þegar er búið að taka ákvarðanir sem auka erlendar skuldir um 5-6 miljarða á þessu ári og horfur eru á að 3-4 miljarðar bætist við þá upphæð vegna fyrirsjáanlegs við- skiptahalla. Aukning eríendra skulda mun því verða þrisvar til fjórum sinnum meiri en áformað var í lánsfjárlögum og stefnuyfir- lýsingum ríkisstjórnarinnar. Án harðra aðgerða gegn þessari skuldaaukningu þjóðarbúsins er lítils árangurs að vænta af öðrum aðgerðum. Á þessu sviði hefur ríkisstjórnin gersamlega brugðist og þess vegna m.a. er vandinn nú erfiður viðfangs. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 25. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.