Þjóðviljinn - 25.08.1988, Page 9

Þjóðviljinn - 25.08.1988, Page 9
_________________KVENNARÁÐSTEFNAN í ÓSLÓ_ Ungu konumar flýja burf Sameiginlegur vandi í norrœnum sjávarútvegi Vilborg Harðardóttir skrifar um norrænu kvennaráðstefn- una í Ósló - 1. grein. „Skorturinn á gjafvaxta ungum konum í sjávarþorpunum mun skipta meiru um framtíö sjávarút- vegsins en aflamagnið, fram- leiðni, veiðikvótar, markaðir o.s.frv. Það á eftir að koma í Ijós að það verður miklu erfiðara að fá nógu margar ungar konur til starfa á þessum stöðum en að byggja fiskistofnana upp að nýju“. I ofanrituð orðrétt ummæli for- stjóra fiskrannsóknaráðsins, R. Waage, vitnaði Kari Riddervold útgerðarfræðingur frá Tromsö í erindi sínu á fundi um aðstæður kvenna við sjávarsíðuna eða kannski mætti allt eins kalla við- fangsefnið „sjávarútveginn frá sjónarhóli kvenna“. Fundurinn var haldinn að frumkvæði nor- skra kvenna sem starfa á ýmsum sviðum útgerðar og fiskiðnaðar í þeim tilgangi að skiptast á upp- lýsingum og mynda tengsl milli kvenna sem vinna við fisk og búa við sjávarsíðuna á Norðurlönd- unum. Til gamans má geta þess að Kari fékk hugmyndina að þessu framtaki þegar hún frétti af fyrirhugaða Norræna kvenna- þinginu í heimsókn á íslandi si. vetur en hafði þá aldrei heyrt þess getið í Noregi. Myndin Nær fimmtíu konur sóttu fund- inn og þótt frummælendur væru allir norskir lögðu konur frá Grænlandi og íslandi sitt af mörkum til að fylla upp í mynd- ina í pallborðsumræðum að fram- söguerindum loknum. Myndin sú skýrir kvennaskortinn eða stúlknaflóttann úr sjávarþorpun- um til staða sem bjóða upp á önnur störf en í fiski: Illa launað, einhæft og slítandi starf, sagði Torill Hansen frá Sognefjord, virk í samtökum verkafólks í matvælaframleiðslu. Lítil og miðlungsstór fyrirtæki eru dæmigerð fyrir norskan sjáv- arútveg og með þeim stendur og fellur byggðin úti um landið. Fiskvinnslan er eini atvinnu- möguleiki kvenna á þessum stöð- um og til að reyna að lyfta laununum freistast ungu konurn- ar til að fara í bónusinn og spara þá sannarlega ekki kraftana. Af- leiðingarnar eru allskyns at- vinnusjúkdómar og þótt nú sé farið að ræða lækkun eftirlauna- aldursins er sannleikurinn sá, að fjölmargar kvennanna neyðast til að hætta vinnu á miðjum starfs- aldri vegna þess að þær eru hrein- lega orðnar útslitnar. Fjárhagsleg afkoma í fiski- þorpunum er ótrygg og við þetta bætist erfitt álag á heimilunum, oft eru konurnar giftar sjó- mönnum og því einar ábyrgar fyrir börnum og búi langtímum saman, eins og fram kom hjá Bo- dil Skorstad, ritara Noregs Fisk- erkvinnelag. Það eru samtök kvenna í fiskibæjum upphaflega eiginkvenna sjómanna, stofnuð sem nokkurskonar styrktar- samtök hver við aðra með hjálparsjóði og þh. en vinna nú ötullega að því að reyna að breyta möguleikum og aðstæðum kvenna í sjávarþorpum. Ótrúlegur hryllingur Því sem fram kom við pall- borðið hjá íslensku konunum og þeim grænlensku bar í flestum at- riðum saman við norsku lýsing- una, nema vera enn verra ef nokkuð var. Þannig reyndust grænlensku konurnar td. ekki einu sinni vinna á sömu töxtum og karlmenn við sömu störfin og 10 - 12 tíma vinnudagurinn á ís- landi þótti ótrúlegur hryllingur, vægast sagt. Fyrir hönd íslenskra fiskvinnslukvenna sátu fyrir svörum þær Anna María Sveinsdóttir frá Stöðvarfirði og Dagbjört Sigurðardóttir frá Stok- kseyri, voru harðar og deildu bæði á ríkiskerfi og verkalýðsfé- lög. Ragna Bergmann formaður Verkakvennafélagsins Fram- sóknar í Reykjavík sagði í um- ræðunum frá fyrstu skrefum til starfsmenntunar fiskvinnslufólks samkvæmt kjarasamningum, en þær Anna María og Dagbjört töldu þessa menntun ekki koma verkafólkinu að gagni almennt. Annars var það einmitt völ á starfsþjálfun og menntun og þar með margbreytilegri störfum innan sjávarútvegsins sem norsku fundarboðendurnir töldu helst til ráða fyrir konur í sjávar- þorpum, bæði til að bæta stöðu þeirra sjálfra og til að laða konur að þessum atvinnuvegi. Væntan- lega þá líka til að halda fyrrnefnd- um gjafvaxta hópum í heima- byggðunum, þótt reyndar kæmi greinilega fram að í því efni báru þær meira fyrir brjósti byggðasj- ónarmiðin en hagsmuni ein- hverra stjórnarherra í útgerðinni. Fjölbreytt námsframboð Sjávarútvegur er meðal þriggja stærstu útflutningsatvinnugreina Norðmanna, en það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum sem þeir fóru að gera sér ljóst mikilvægi menntunar í þessari undirstöðu- grein. Fyrsti útgerðarháskólinn var stofnaður 1972 og nú er í Nor- egi völ á menntun á sviði fisk- veiða, fiskiðnaðar og fiskeldis á mismunandi framhaldsskólastig- um og á háskólastigi auk starfs- menntunarnámskeiða af ýmsu tagi fyrir ófaglært verkafólk í fisk- vinnslu. Yfirlit yfir námsframboð sem Marit Larsen útgerðarfræð- ingur og verkefnisstjóri við Norg- es Fiskerihögskole sýndi á fund- inum var býsna fróðlegt fyrir áheyrendur af íslandi, þar sem allt er talið byggjast á fiski, en fjárfesting í menntun á þessu sviði er þó í algeru lágmarki og af ýmsum talin jafnvel út í hött. Þrátt fyrir fjölbreytta mögu- leika á menntun í sjávarútvegs- greinum í Noregi hafa konur ver- ið í minnihluta þeirra sem hafa nýtt sér þá. Athuganir á náms- og starfsvali ungs fólks við sjávarsíð- una sýna að mun fleiri stúlkur en áður afla sér nú einhverrar menntunar, en ekki á útgerðar- eða fiskiðnaðarsviðinu. Ef þær menntast virðast þær vilja kom- ast burt úr fiskvinnsluumhverf- inu. En einmitt aukin menntun kvenna á þessu sviði mundi leiða til breyttrar verkaskiptingar kynjanna, fjölbreytilegri starfa fyrir konurnar innan sjávar- útvgegsins og meiri áhrifa kvenna á stjórnun veiða og fiskfram- leiðslu. Hlutfall kvenna í námi í sjávarútvegsfræðum í norskum skólum nú er um 20% á fram- haldsskólaastigi og 9 til 36% eftir fögum á háskólastigi. Hlutfall kvenna í útgerðarfræðinámi hef- ur á tveim árum aukist úr 13 í 25% bæði vegna kynjakvóta í faginu, en líka vegna stóraukins áhuga kvenna .á þessu námi. Sama gildir um fiskeldisnámið, þar sækja konur greinilega fram. Farnir að sjá samhengið Athyglisverð var lýsing Kari Riddervold á verkefnum, sem nú eru í gangi eða eru að fara af stað í Noregi og beinlínis miða að því að auka og bæta hlut kvenna innan sjávarútvegsins sjálfs. Vegna þess að yfirvöld eru nú loks að koma auga á samhengið milli óánægju ungra kvenna með fábreytta starfs- og framtíðar- möguleika og fólksflóttans úr sjávarþorpunum hefur tekist að fá byggðasjóði og aðra ámóta að- ila til að styrkja verkefni af þessu tagi. Verkefnin beinast ýmist að því að hvetja stúlkur til menntunar á sjávarútvegssviðinu, gefa konum kost á eftirmenntun sem veitir aðgang að stöðuhækkunum og stjórnunarstörfum eða aðstoða þær við að stofna fyrirtæki í út- gerð, fiskiðnaði og fiskeldi með námskeiðum og stuðningi. Sem dæmi um smærri verkefni má nefna að verið er að kenna hópi kvennemenda við einn fiskiðnar- skólann að selja þorsk á Evróp- umarkaði. „Andöy - draumasveitarfélag- ið fyrir konur“ nefnist eitt verk- efnanna sem reyndar einskorðast ekki við sjávarútveginn, en er ætlað að taka til allra þátta, sem hafa áhrif á kjör kvenna á staðn- um. Einskonar átaksverkefni svipað því sem verið er að vinna á Seyðisfirði og Egilsstöðum, nema þarna er gengið útfrá lífs- og starfskjörum kvenna sem lyk- ilatriði í að viðhalda blómlegri byggð. Mynd úr „Fiskaren" af íslenskum konum í pallborðsumræðum um sjávarútveg og strandbyggðir: Dagbjört Sigurðardóttir, Jóhanna Jóns- dóttir og Þorbjörg Samúelsdóttir. * NORDISK FORUM 30/7-7/81988 -- OSLO Á Sömu vandamál Umræðurnar í lokin leiddu í ljós að konur við sjávarsíðuna á Norðurlöndunum öllum eiga við mörg sömu vandamál að stríða. Fjölbreyttara atvinnuframboð fyrir konur væri bráðnauðsyn ef snúa ætti fólksflóttaþróuninni við og komst fundurinn í því efni að svipaðri niðurstöðu og byggðam- álafundur Alþýðubandalagsins á Dalvík í sumar. Var bent á norsk fyrirtækjanámskeið fyrir konur (Etablererskolen) og átak við að byggja upp atvinnu við tölvu- tækni í fiskibæjum í Trönder sem dæmi um góða fjárfestingu fyrir framtíð kvenna á landsbyggð- inni. Aukin menntun kvenna í útgerðar- og fiskveiðigreinum og þar með fleiri stjórnunarstöður í hendur kvenna var aðlaðandi til- hugsun, en málsvarar fisk- vinnslukvenna bentu þó réttilega á að alltaf yrðu einhverjir að vinna á gólfinu. Byrjað væri á vit- lausum enda ef ekki yrði jafn- framt unnið saman að því að bæta kjör fiskvinnslufólksins og mætti þá gjarna byrja á að draga úr álaginu og ómanneskjulega vinn- uhraðanum sem bónusinn veld- ur. Konur á sjóinn? Rætt var um áhrif frystitogara eða verksmiðjutogara til ills og góðs á afkomu kvenna. Víða hef- ur tilkoma þeirra orðið til að draga úr atvinnunni í landi, eins- og við þekkjum hér, jafnvel vald- ið atvinnuleysi. Um leið er að hefjast önnur breyting: Konur ráðast í síauknum mæli til vinnu um borð í togurunum, gerast sjó- arar. Launin eru betri en í fisk- vinnslunni í landi, en bakhliðin er löng útivist frá heimili og e.t.v. börnum. í jafnréttisnafni mætti þá segja að sjókonunu mætti ekki að vera vandara um en karl- mönnum, feðrunum. í nafni barnavelferðar stenst það hins- vegar sjaldnast. Aftur á móti er þetta spennandi tilraun og nýtt tækifæri fyrir þær sem ekki eru bundnar af ungum börnum. Ætti líka að brjóta upp verkaskiptingu í gömlu karlmannavígi, en við nánari fyrirspurnir kom reyndar í ljós, að enn eru þetta fyrst og fremst íshúskvennastörfin gömlu, snyrting og pökkun við borðið, sem hafa flust á nýjan stað. Ýmis fleiri sameiginleg mál voru viðruð og einkenndi umræð- urnar hve þátttakendur þekktu vel til af eigin raun, en voru ekki að tala fræðilega ofanað einsog stundum vill gæta í norrænu sam- hengi. Framhald þessa fundar verður vonandi meiri tengsl, um- ræður og samstarf fiskvinnslu- kvenna og annarra starfskvenna við sjávarútveg á Norðurlöndum. Niðurstaðan í lokin var að vinna að undirbúningi ráðstefnu með framlagi frá öllum löndunum og halda hana helst miðja vegu, þ.e. annaðhvort á íslandi eða í Fær- eyjum. Vandamálin eru þau sömu og því skyldi þá ekki vera hægt að skiptast á reynslu og hur myndum og hjálpast að við að finna lausnir? Fimmtudagur 25. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.