Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Island-Sovétríkin 23-21 (13-10) Mörk íslands: Alfreð Gíslason 6/2, Bjarki Sigurðsson 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Kristjan Arason 3, Sigurður Sveinsson 3/2, Sigurður Gunnarsson 2, Atli Hilmars- son 1, Geir Sveinsson 1, Páll Ólafsson 1. Varin skot: Einar varði 10/1. Utan vallar: 12 minútur. Mörk Sovétríkjanna: Atawin 8/3, Tuchkin 4, Swiridenko 2, Scharowarow 2, Tjum- entsev 2, Karchakevich 1, Gopin 1, Ne- sterov 1. Varln skot: Lawrov varði 4/1, og Tschum- ar2. Utan vallar: 6 mlnútur. „Sirkus Geira Sveins" mætti kalla þetta svif Geirs Sveinssonar þegar hann skoraði níunda mark íslendinga í gær. Mynd: E. Ól. ,-,, , .>, ,,.* Flugleiðamotið Besti leikur íslands í tíð Bogdans FLOAMARKAÐURINN inn og íslendingar höfðu undir- tökin til leiksloka. Sovétmenn töpuðu sínumfyrsta leik á árinu gegnfrábœru íslensku landsliði Ótrúlegt, æðislegt, rosalegt, meiriháttar, besti handboltaleikur sem sést hefur, og fleiri lýsingarorð fuku í Laugardalshöllinni í gær þegar íslendingar sigruðu Sovétmenn í síðasta leik Flugleiðamótsins. Islend- ingum hefur tekist hið ómögulega, - að vinna Rússana, - og eru fyrsta þjóðin sem tekst það á þessu ári, en þessar fréttir hafa varla farið framhjá nokkrum lifandi manni á landinu í dag. Enda hefur stemmningin og spennan í Höllinni sjaldan eða aldrei verið betri en í gær, og köllum við þó ekki allt ömmu okkar í þeim efnum. Leikurinn bauö upp á nánast allt sem góður handbolti hefur upp á að bjóða; hraða, spennu, gullfalleg mörk, glæsilega mark- vörslu og stórkostlega vel leikna vörn og sókn á báða bóga. Nú var einbeitingin í lagi hjá Islending- um, mistökin fá en umfram allt var það sérlega góð markvarsla Einars Þorvarðarsonar sem batt liðið saman í órjúfanlega heild. Rússarnir byrjuðu með bolt- ann og skoruðu í fyrstu sókn. Þeir voru síðan yfir 2-4 og hafði Al- freð Gíslason þá skorað bæði mörk landans. Þá small allt sam- an hjá íslenska liðinu og næstu fimm mörkin voru þeirra, 7-4 fyrir ísland og „allt að verða vit- laust". íslendingar héldu síðan 3- 4 marka forystu það sem eftir var hálfleiksins, en staðan í leikhléi var 13-10. Bjarki Sigurðsson skoraði 12. og 13. markið, bæði með glæsilegum uppstökkum fyrir utan hina hávöxnu vörn Rússanna. Sovétmenn komu dýrvitlausir til síðari hálfleiks, náðu að jafna 14-14 og áhorfendum var ekki farið að lítast á blikuna. En það var enginn uppgjafartónn í liðinu og því síður áhorfendum sem hvöttu sína menn óspart. Rús- sarnir komust að vísu yfir 15-16 en þeir voru strax kveðnir í kút- Bogdan Kowalzcyk Þetta er besti leikur landsliðs- ins undir minni stjórn. Allt small saman, einbeitingin 100% og leikmenn ekki eins taugaveiklað- ir og í undanförnum leikjum. Strákarnir eru í mjög góðu líkam- legu formi og geta greinilega gert hluti eins og við sáum hér í kvöld. Jóhann Ingi Gunnarsson Leikurinn var mjög skemmti- legur á að horfa og með þessum sigri hafa strákarnir sannað fyrir sér að Sovétmenn eru ekki ósigr- andi. Þeir virðast vinna réttu leikina um þessar mundir því um daginn unnu þeir Svía og þetta hefur góð sálræn áhrif á liðið. Einar og Alfreð áttu stórleik í kvöld og Siggi Sveins og Palli komu skemmtilega inn í liðið í lokin. Einar Þorvarðarson Það er virkilega gaman að vera fyrsta liðið til að leggja Sovét- menn að velli í heilt ár og greini- legt að það býr mikið í liðinu. Við höfum verið of óstabílir í langan tíma og þessi sigur er vissulega gott veganesti fyrir okkur. Ég er ánægður með mína frammistöðu en síðustu tveir leikir hafa verið afleitir hjá mér. -þóm Æðisgengnar lokamínútur Lokamínúturnar voru ógleym- anlegar. Liðin misstu til skiptis leikmenn af velli en útslagið gerði þó Einar markvörður með því að verja vítakast þegar 5 mínútur voru til leiksloka og staðan 21-20. Alfreð skoraði síðan 22. markið en þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum minnkuðu Rússarnir muninn í 22^21, enda einum leik- manni fleiri. íslendingar reyndu síðan að halda boltanum það sem eftir var leiks en Páll Ólafsson lét vaða á markið þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir og inn lak knötturinn og þakið ætl- aði af Höllinni. 23-21 fyrir ísland í skemmtilegasta handboltaleik sem undirritaður hefur séð! Það er óþarfi að tíunda það að allt íslenska landsliðið lék glæsi- lega í þessum leik. Góð mark- varsla á réttum augnablikum og allir áttu góðan dag í vörn og sókn. Þá var ánægjulegt að sjá Sigurð Sveinsson og Pál Ólafsson koma inná í síðari hálfleik og leika stórvel. Alfreð er líka alltaf í toppformi á móti stórköllum eins og Rússunum, sem mega muna sinn fífil fegri. -þóm Húsnæði óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- iaus lijón með 2 börn 8 og 11 ára, óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11640 á daginn, Margrét. Tanzaníukaffi Gerist áskrifendur að Tanzaníu- kaffinu í síma 621309 þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-22. Áskrif- endur geta sótt kaffið á sama tíma. (búð óskast 3 Pólverjar á miðjum aldri óska eftir ca. 3ja herbergja ódýrri íbúð. Uppl. í s. 31519 eftirkl. 17. Tek að mér vélritun Vömduð og góð vinna. Hafið sam- band við Guðbjörgu í síma 32929. Flóamarkaður Opið mánudag, þriðjudag og mið- vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr- val af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17, kjallara. Ferðafólk - hestalelga Klðafell í Kjós Góð og ódýr gisting í íbúð í nágrenni Reykjavíkur. Hestaleiga á staðn- um. Riðið út á góðum hestum f fal- legu umhverfi. Uppl. í s. 666096. Rafmagnsþjónustan og Dyrasímaþjónustan Bjóðum alla almenna raflagna- vinnu, erum sérhæfðir í endurnýjun og breytingum á eldri raflögnum. Veitum ráðgjöf við lýsingu í verslun- um, fyrirtækjum og heimahúsum. Setjum upp og þjónustum dyra- síma. Krístján Sveinbjömsson raf- virkjameistarí, sími 44430. Til sölu Daihatsu Charade árg. '80, í góðu standi, skoðaður '88. Staðgreiðslu- verð kr. 60.000. Upplýsingar eftir kl. 17.00 ísíma 621206. Enn ég slæ með orfi og Ijá ójöfnur og sinuþófa, ólíkt verður á að sjá umhverfið sem stjörnur glóa. Sími 39443. Okkur vantar lesefni Við erum 3 og 5 ára og erum að flytjast langt út í lönd. Viljum gjarnan hafa með okkur mikið af góðum bamabókum, svo við gleymum ekkí íslenskunni. Ef þið eigið bækur sem þið viljið selja fyrir lítið hafið þá samband í síma 10633. Dagmamma nálægt Melaskóla Tek 6 ára börn í gæslu fyrir hádegi í vetur. Hef uppeldismenntun. Upplýsingar í síma 28257. Starfsmann Þjóðviljans vantar 2-3ja herbergja íbúð í 6-10 mánuði (beðið eftir láni). Helst í vesturbæ eða gamla austurbæn- um. Tvö í heimili. Vinnusími 681333, heimasími 17952, Mörður Árnason. Pennavinur í Chicago Ungur Bandaríkjamaður óskar eftir pennavinum á íslandi. Hefur all- skonar áhugamál. Vinsamlegast skrifið til: Roy Varghese, 4821 W.Armitage, Chicago-60639, U.S.A. Til sölu 3 hilluskápar, hæð 112 sm, dýpt 38 sm, breidd 48 sm, 4 hillur í hverjum skáp. 24" litsjónvarp, svefnbekkur með bláu áklæði, með 3 púðum, 2 litlar náttborðskommóður, Trabant árg. '86, í góðu lagi, lítur vel út, ek- inn 23 þús. km. Allar nánari upplýs- ingar í síma 688561. Eldavél til sölu Vel með farin Rafha eldavél til sölu. Verð kr. 7.000. Upplýsingar í síma 36299. Óska eftir að kaupa ódýra innihurð með karmi, 80 x 200 sm. Sími 680236. íbúð óskast Barnlaus hjón óska eftir 2-3 her- bergja íbúð. Vinsamlegast hringið í síma 75041 eftirkl. 19.00. Trabant tll Sölu Til sölu mjög góður Trabant, ekinn 12.000 km, árgerð '86. Stað- greiðsluverð 40.000. Sími 75041 eftir kl. 19.00. Óska eftir ræstlngavinnu á kvöldin. Upplýsingar í síma 41450. Birna. Til sölu bækur og fatnaður, þ.á m. brúnn nælonpels, meðalstærð. Allt á gjaf- verði. Upplýsingar í kvöld í síma 611762. Bændur 34 ára gamall maður óskar eftir at- vinnu í vetur. Hefur unnið smávegis við sveitastörf. Upplýsingar í síma 96-31174 á kvöldin, Konráð. Við erum námsfólk með eitt lítið barn og leitum að íbúð sem allra fyrst. Eigum bæði að byrja í skóla í haust og viljum helst ekki þurfa að sofa í bílnum. Vinsam- legast hringið í sima 681331 eða í síma 681310 á daginn. Herbergi eða litil íbúð Ungan mann í ágætri stöðu vantar herbergi eða litla íbúð. Reglusemi heitið. Upplýsingar i síma 622229. Tólf gíra karlmannshjól til sölu, 26", litið notað. Einnig er til sölu BMX hjól. Upplýsingar í síma 32654. Páfagaukur og fuglabúr Óska eftir páfagauki og fuglabúri. Sími 79470. Einstakllngsíbúð Óska eftir að taka litla einstaklings- íbúð á leigu í vetur fyrír kínverskan blakþjálfara. Upplýsingar í síma 15674 eftirkl. 17.00. Góður kommabíll í góðu standi til sölu, á kostakjörum (vegna búferlaflutninga). Fiat Pol- onaiz, 1985, ekinn aðeins 35 þús. km. Rauður stofukommi með nýtt pústkerfi, vélar- og bremsustilltur. Hátt til lofts og vítt til dyra. Upplýs- ingar i síma 84527. Tll sölu borðstofuborð úr furu með 6 stól- um, sófaborð úr furu, Zanussi ís- skápur og karlmannssvigskíði. Upplýsingar í síma 53154. Til sölu gott rúm lengd 2 m, breidd 1.15 m með ný- legri springdýnu. Uppl. í síma 37927. Bækur til sölu - Laxness og Ólafur Jóhann Til sölu allar bækur Laxness á kr. 50.000, kosta nýjar 100.000. Einnig bækur Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar á kr. 15.000. Upplýsingar í síma 79129 eftirkl. 19.00. Dagmömmur Vesturbæ Dagmömmu vantar í Vesturbæ, Högum, fyrir 1 Vz árs gamlan dreng eftir hádegi. Upplýsingar í síma 29545. Danskur háskólakennari óskar eftir 2 herbergja íbúð með húsgögnum, helst í nágrenni há- skólans, frá 15. sept.-15. des. Nán- ari upplýsingar gefur Svavar Sig- mundsson í síma 22570 eða 694406. Til sölu Wartburg skutbíll árg. '80. Fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 44613 á kvöldin. Vefstóll með bekk til sölu Glymákra standard trissustóll, 8 skafta, 10 skammel, vefbreidd 110 sm. Upplýsingar í síma 671042. Sjónvarp óskast Skosk stúlka óskar eftir sjónvarpi, s/h eða lit, ódýru eða gefins, til að læra íslensku. Sími 26128 eftir kl. 19.00. Til sölu Trabant station, árg. '87, ekinn 10.000 km. Verð 70-80.000. Upp- lýsingar í síma 46316 kl. 18-20. Hoover þvottavél hálfsjálfvirk til sölu. Selst Upplýsingar í síma 22974. ódýrt. Kojur óskast Bráðvantar kojur. Helst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 672283. TIL UTLANDA ? SPORTBÍLL 00 SPÍTTBÁTUR Miðvikudagur 24. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.