Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Burma Verði þinn vilji, þjóö! Maung Maung afléttir herlögum og boðar allsherjaratkvœðagreiðslu umframtíðarstjórnskipan Leiðtogar Burma féllust í gær á kröfu þjóðarinnar um aðefna til allsherjaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan mála í landinu, hvort koma ætti fjölflokka lýð- ræðiskerfi á laggirnar eða halda áfram á braut þess „sósíalisma" og eins flokks kerfis sem verið hefur við lýði síðastliðin 26 ár. Sem kunnugt er tók nýr for- maður við embætti í hinum ein- ráða „Sósíalíska framkvæmda- flokki" á föstudag í fyrri viku. Nafn hans er Maung Maung. Hann kvaðst í gær hafa í hyggju að kveðja félaga flokksins til fundar þann 12. næsta mánaðar. Aðeins eitt mál yrði á dagskrá hans: Hvort efna ætti til þjóðarat- kvæðagreiðslu um stjórnskipan landsins eður ei. f útvarpsávarpi sagðist for- maðurinn leggja embætti sitt að veði, ef svo færi að þingfulltrúar höfnuðu málaleitan sinni myndu hann og félagar hans í flokksfor- ystunni segja'af sér án tafar. í fyrra mánuði lögðu þáverandi forystumenn, Ne Win og sveinar hans, fram snoðlíkar tillögur á þingi valdaflokksins. Þeim var snimmhendis hafnað enda fylgdi hugur augljóslega ekki máli hjá Win. í kjölfarið sigldu síðan gífurlegar mótmælaaðgerðir vítt og breitt um Burma. Herlögreglu var skipað að brjóta uppreisnina á bak aftur og allt að 3.000 manns létu lífið. Árla í gærmorgun tilkynntu stjórnvöld að þau hefðu aflétt herlögum í landinu. Skömmu síð- ar flykktust menn tugþúsundum saman út á stræti og torg og hróp- uðu: „lýðræði, lýðræði!" Mótmælendur í Burma hafa frá öndverðu sett þá kröfu á oddinn að bundinn verði endi á alræði „Sósíalíska framkvæmdaflokks- ins". Er félögum hans fundið flest til foráttu af alþýðu manna, þeir hafi lagt efnahag landsins í rúst og barið allt andóf niður af skefja- lausri hörku. í ávarpi sínu í gær tók Maung Maung það skýrt fram að hann væri mjög áfram um að af þjóðar- atkvæðagreiðslunni yrði og að niðurstaða hennar yrði sú að stjórnmálaflokkar fengju að starfa í lýðræðisskipulagi. Hann sagði að engir núverandi broddar í stjórnsýslu, ríkisstjórn eða dómskerfi myndu gefa kost á sér í almennum kosningum ef hugmyndir sínar næðu fram að ganga. Reuter/-ks .og sér hún er voldug og sterk." Þjóðin fékk sínu framgengt. 6 sovéskir blaðamenn Draga lærdóm af Tékkó '68 Voru allirfréttaritarar sovéskrafjölmiðla í Pragfyrir réttum tuttugu árum „...því aðeins örfáum dögum áður höfðu Brésjnév og Dubcek faðmast í Bratislava." Póllandl Ungverjaland Verkamenn ganga til vinnu Pótt Lech Walesa ogfélagar í Gdanskséu hvergi afbaki dottnir eru verkföll írénun Vinnuólguna lægði nokkuð í Póllandi í gær þótt þúsundir verkamanna séu enn í verkfalli og Lech Walesa standi fastur á því að það sé eina leiðin til þess að knýja ráðamenn til umbóta. í gær gerðist það ennfremur að ungver- skir verkamenn lögðu niður vinnu um tíma. Slíkt og þvíumlíkt hefur ekki gerst í háa herrans tíð þarlendis, eða frá því fyrir upp- reisnina árið 1956. Enn sitja um 2.000 hafnar- verkamenn og starfsmenn skipa- smiðja í Gdansk með hendur í skauti enda hefur fyrirliði þeirra, Lech Walesa, ekki í hyggju að halda til vinnu í bráð og hvetur hann vinnufélagana óspart til þess að fylgja sínu fordæmi. Walesa ávarpaði félagana í gær og sagði þá meðal annars þetta: „Við verðum að knésetja þöngul- hausana sem leggja stein í götu okkar og hafa gert þjóðina að betlaralýð." En félagi hans úr Samstöðu, Adama Misjnik, var fjarri því jafn herskár. Þegar fréttir tóku að berast af því að námann í fjór- um kolanámum í Kadowice og starfsmenn almenningsvagna í Szczecin hefðu haldið til vinnu á ný viðurkenndi hann að svo virt- ist sem verkfallsbylgjan væri að renna út í sandinn. „Verkföllunum virðist vera að ljúka." Verkföllin hófust fyrir níu dögum og kröfðust verkamenn þess að Samstaða fengi löghei- mild til starfa á ný. Frétta- mönnum og sendiráðsmönnum að vestan ber saman um að þetta hafi verið mesta ólga á pólskum vinnumarkaði frá því herlög voru sett og verkalýðsleiðtogar hand- teknir um miðbik desember- mánaðar árið 1981. Þær óvæntu fréttir bárust í gær frá Ungverjalandi að námamenn lögðu niður vinnu í mótmæla- skyni við nýja tekjuskatta. Þótti þeim rfkið rýra kaup sitt meira en góðu hófi gegndi með þessum nýju álögum. Ráðamenn í Bú- dapest virðast til muna sáttfúsari en kollegar þeirra í Varsjá því þeir brugðu skjótt við og gengu að kröfum verkfallsmanna. Reuter/-ks. Sovéska vikuritið „Moskvu- fréttir" birti í gær umræður nokkurra sovéskra blaðamanna um innrásina í Tékkóslóvakíu fyrir 20 árum. Voru þeir á einu máli um að slíkur atburður mætti alls ekki gerast á ný og að virða bæri í hvívetna sjálfsákvörðun- arrétt þjóða. Sex blaðamenn tóku þátt í „hringborðsumræðunum" en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið fréttaritarar sovéskra fjölmiðla í Prag vor, sumar og haust árið 1968. Sexmenningarnir sögðust allir hafa dregið merkar ályktanir af atburðunum í Tékkóslóvakíu. „Við megum ekki láta það óátal- ið að menn vaði í villu og svíma um ágæti þess að gera út her til þess að leysa pólitísk vandamál annarra," sagði Míkhaíl Poljak- ov, blaðamaður tímaritsins „Vandi friðar og sósíalisma." „Sagan mun ekki draga fjöður yfir afglöp okkar." Vinnufélagi Poljakovs, Vla- dimir Lukin, tók í sama streng, og staðhæfði að ekkert gæti rétt- lætt það gerræði að valdamenn í einu sósíalísku ríki áskildu sér rétt til þess að grípa fram fyrir hendurnar á kollegum sfnum í öðru sósíalfsku ríki. „Ef við höfum þetta grundvall- aratriði að leiðarljósi þá er næsta víst að atburðirnir frá árinu 1968 munu ekki endurtaka sig enda hafa allir sem hlut áttu að máli lært sína lexíu," sagði Lukin. Alexander Didusenko, blaða- maður dagblaðs verkalýðsfélag- anna, Trud, lýsti ringulreiðinni og örvæntingu Tékka þegar skriðdrekar Varsjárbandalagsins skröltu hver á fætur öðrum inní Prag aðfaranótt 21. ágúst. „Fáklætt fólk streymdi út úr húsum, enginn virtist botna upp né niður í því sem var að gerast því aðeins örfáum dögum áður höfðu Brésjnév og Dubcek faðm- ast í Bratislava." Didusenko skýrði frá því að hann og sovéskir kollegar hans í Prag hefðu fylgst grannt með þró- un mála um vorið og sumarið 1968, séð hvernig „mótsagnirnar uxu jafnt og þétt en við máttum ekki greina frá neinu." Blaðamennirnir sex voru á einu máli um að mistök fyrri vald- hafa hefðu gefið umbótahrey- fingu Dubceks byr undir báða vængi, mistök sem væru af sama toga og þau sem gerð voru í So- vétríkjunum á „stöðnunar- skeiðinu", valdatíma Brésjnévs. Reuter-ks. Amnesty Ofsóknir í Chile Pinochet við sama heygarðshornið Félagar mannréttindasamtak- anna Amnesty International herma að ýms leynifélög á vegum stjórnvalda í Chile ofsæki stjórn- arandstæðinga í stórum stfl. Mörg hundruð menn hafí fengið morðhótanir, öðrum sé rænt og þeir látnir sæta pyntingum. í nýrri skýrslu A.I. um rétt og réttleysi manna í ríki Pinochets segir að ofsóknir á hendur hvers- kyns meintum stjórnarandstæð- ingum hafi aukist mjög undan- farna 18 mánuði. Kveði svo rammt að ofbeldisaðgerðum ráðamanna að helst minni á á- standið um miðbik áttunda ára- tugarins þegar herstjórnin fór hamförum og lét handtaka og myrða a.m.k. 700 manns. Nú séu það ekki lengur opinberir starfs- menn (leynilögreglan) og her- menn sem ofsæki fólk heldur fé- lagar í ýmsum heimullegum klík- um. Grunur leiki þó á að pöru- piltarnir séu hermenn eða lög- reglumenn á frívakt. I skýrslunni stendur: „Öll um- svif þessara hópa, starfsaðferðir þeirra og sú staðreynd að yfirvöld lyfta ekki litla fingri til þess að reyna að hafa hendur í hári þeirra, allt þetta bendir ótvírætt til þess að þeir vinni sín verk með fullu samþykki ríkisvaldsins." Reuter/-ks. Fimmtudagur 25. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 13 HLUSTAÐU!!! SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.