Þjóðviljinn - 25.08.1988, Síða 14

Þjóðviljinn - 25.08.1988, Síða 14
*<*,**«««*«#. ******** ______í dagJL. Fulltrúi verkafólks Ég segi það satt að ég átti ekki auðvelt með að sofna í fyrra- kvöld, eftir að hafa horft á alveg „ótrúlegan" þátt um efna- hagsmál og kjaraskerðingu í Ríkissjónvarpinu. Þarna voru mættir tveir for- stjóranna úrforstjóranefnd ríkis- stjórnarinnar, Víglundurog Einar Oddur, verðbréfaspekúlantinn Sigurður B. Stefánsson og fulltrúi verkalýðsins, Guðmundur Jaki. Þetta voru ótrúlegar umræður. Maður fékk helst á tilfinninguna að réttast væri að senda stjórnvöldum í landinu eða for- manni félags forstjóra á íslandi bréf, þar sem beðist væri afsök- unar á því hve hátt kaupið er og ávísun uppá endurgreiðslu á illa fengnu óþarfa umframgreiddu kaupi síðustu árog áratugi. Or- sök efnahagsvandans var heiðskýr, kaupið varof hátt, alltof hátt. Það var lítið um andsvör við þessum forstjórakór f rá „fulltrúa" verkalýðsins. Guðmundi fannst að vísu út í hött að ætla að lækka kaupið hjá fólkinu á strípuðu töxt- unum, verkafólkinu með stóru vaffi. - Hvernig ætlið þið að lækka kaupið hjá öllum hinum, tæknifræðingum, tannlæknum og þeim stéttum sem sitja að yf ir- borgunum? spurði Jakinn. Hvert var verið að fara? Jú, kauprán á verkafólki einu sér var óviðunandi. Annað hvort verður kaupið lækkaö hjá öllum eða engum, eða hvað? Hvernig átti maður að skilja ummæli leiðtog- ansöðruvísi? Þegar steypustöðvarforstjór- inn fékk síðar í þættinum án nokkurra athugasemda frá for- manni Dagsbrúnarað halda langa ræðu um það aö tillögur forseta Alþýðusambandsins um aðgerðir í efnahagsmálum gengju út á það að setja nær öll fyrirtæki í landinu á hausinn og koma ástórfelldu atvinnuleysi, var mér nóg boðið sem sjálfsagt fleirum. Er ekki hægt að gera kröfu til þess að þegar Ríkissjónvarpið er með umræðuþátt í þessum dúr, þá sé tryggt a.m.k. einn fulltrúi verkafólks fái að koma sjónar- miðum verkalýðshreyfingarinnar áframfæri? -ig- ídag er 25. ágúst, fimmtudagur í nítj- ándu viku sumars, þriðji dagur tvímánaðar, 238. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 5.49 en sest kl. 21.08. Tungl vax- andi á öðru kvartili. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Uruguay. Prentmyndasmiðafélag íslands stofnað 1947. Sinovjev og Kam- enjev líflátnir í Moskvu eftir sýnd- arréttarhöld 1936. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Dagsbrún semur við Meistara- sambandið um kjörog kaup- greiðslurverkamanna. Vinnu- laun verða greidd á skrifstofu Dagsbrúnar. Samningurvið sveina og meistara um verka- skiptingu íbyggingaiðnaðinum. Slakar Daladier á kröfum sín- um um 48 stunda vinnuviku? Franski verkalýðurinn er ákveð- inn í að vernda fengin réttindi sín. Er nýtt kuldatímabil í vændum? Vatnajökull hefir fært út ríki sitt í sumar eftir að hafa minkað í 50 ár. Viðtal við Sigurð Þórarinsson jarðfræðing. UM UTVARP & SJONVARP 7 Tónleikar Söru Walker mezzosópran, frá Listahátíð 1988 eru í Sjón- varpinu kl. 21. Söngur Söru Walker Breska söngkonan Sarah Walker sótti okkur heim á Lista- hátíð í júní og eru tónleikar henn- ar í íslensku Óperunni á dagskrá Sjónvarpsins klukkan 21 í kvöld. Á tónleikunum söng hún lög eftir Schubert, Mendelssohn, Schön- berg, Britten og Gershwin. Með Söru er píanóleikarinn Roger Vignoles, en saman hafa þau heimsótt allar helstu borgir og listahátíðir í Evrópu, Banda- ríkjunum, Ástralíu og Nýja Sjá- landi. . Sarah Walker hóf tónlistarferil sinn sem fiðluleikari í The Royal College of Music, en fór síðan í söngnám hjá þekktum ungversk- um kennara, Veru Rozsa. Með henni byggði hún upp umfangs- mikla söngdagskrá, sem nær allt frá kórverkum Bachs til nútíma- tónlistar. Úrgangur frá neyslusamfélagi nútímans hrúgast stöðugt upp. í þætt- inum „Við og umhverfið" á Rótinni í kvöld er fjallað um endurvinnslu- átak Landverndar. Við og umhverfið Undanfarin fimmtudagskvöld klukkan 22:30, hefur hópur áhugafólks um umhverfismál verið með vandaða þætti um þann málaflokk á Útvarpi Rót. Meðal athyglisverðra mála sem tekin hafa verið fyrir í þættinum „Við og umhverfið" má nefna: beitarþol og gróðureyðingu, um- hverfisvandamál stórborga, nátt- úruskoðun og gönguferðir og einnig hefur verið farið í saumana á hugmyndafræði neysluhyggju nútímans. í þættinum í kvöld verður hald- ið áfram að fjalla um endur- vinnsluátak Landverndar og verður sá þáttur endurtekinn næsta þriðjudag klukkan 13:30. Spár Nostradamusar Svo spáði Nostradamus heitir mynd, sem Stöð 2 sýnir síðdegis í dag. Segir hún af franska lista- manninum, lækninum og spá- manninum Nostradamus og spá- dómsgáfu hans. Nostradamus var uppi á 15. öld og spáði hann um gang mála í heiminum allt fram á 21. öldina. Samkvæmt spánum eru ekki glæsilegir tímar framundan. Um næstu aldamót verða þrenging- artímar og ófriður í heiminum, en eftir þær hörmunar taka við bjartari tímar hjá mannkyninu. GARPURINN KALLI OG KOBBI 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 25. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.