Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 16
r-SPURNINGIN-n
Á borgin að selja sinn
hlut í Granda?
Hermann Kristinsson,
járnsmiður:
Hið opinbera á að losa sig við
sem flest fyrirtæki, það gengur
yfirleitt betur með fyrirtæki í
einkaeign.
Svandís Skúladóttir, vinnur í
menntamálaráðuneytinu:
Ég held að borgin eigi ekki að
selja sinn hlut. Annars gengur nú
fólki erfiðlega að mynda sér
skoðun í þessu máli enda sjálfir
borgarfulltrúarnir tvístígandi.
Arthúr Sveinsson
skrifstofumaður:
Reykjavíkurborg á að halda sín-
um hlut. Það tryggir nauðsynlegt
aðhald.
Þorsteinn Mattíasson
sjómaður:
Nei, borgin á að halda sínum hlut,
öðruvísi getur fyrirtækið ekki
gengið.
Margrét Guðmundsdóttir
húsmóðir:
Já, mér líst mjög vel á þá hug-
mynd. Borgin hefur næg verkefni
önnur en að reka þetta fyrirtæki.
þJÓÐVIUINN
Flmmtudagur 25. ágúst 1988 189. tölublað 53. árgangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
Á LAUGARDÖGUM
681663
Helgi Ólafsson frá Hólmavík leikur hér sinn fyrsta leik í skák þeirra nafna á Alþjóðaskákmótinu á ísafirðí. Sá yngri vann að endingu eftir
jafna og spennandi skák. Mynd: SJS. „ ir . „ ~ . ,
Telft við Djup
Helgi Ól gegn Helga Ól
Helgi Ólafsson og Helgi Ólafsson eiga sameiginlegt nafnið,
skákáhugann, meistaratitil-og Þjóðviljann!
Pað var dálítið erfitt að tefla
hálfpartinn við sjálfan sig,
sagði Helgi Ólafsson stórmeistari
um sína fyrstu viðureign við
Helga Olafsson, Skákmeistara Is-
lands árið 1964. Þeir taka nú báð-
ir þátt í Alþjóðaskákmótinu við
Djúp og í fréttum af mótinu eru
alnafnarnir yfirleitt aðgreindir
sem Helgi yngri og Helgi eldri en á
þeim er 13 ára aldursmunur.
- Þetta var hörkuskák. Hann
hefur mikinn skilning á skák og
góða þekkingu á ýmsum þáttum
hennar, þótt það segi kannski til
sín að hann hefur ekki stundað
þetta í aldarf jórðung. Það er bara
synd að hann skuli hafa hætt að
tefla, sagði Helgi Ólafsson yngri
um nafna sinn.
Helgi Ólafsson eldri sagðist
haf a haft gaman af því að tefla við
Helga, á mánudaginn var.
- Skákin var skemmtileg og
eiginlega sú besta sem ég hef teflt
á mótinu. Hún var nokkuð jöfn,
þótt ég tapaði nú reyndar fyrir
rest. Yngri Helginn lýsti gangi
skákarinnar mjög svipað: - Hann
var alveg kominn með jafntefli,
þegar mér tókst að snúa á hann í
lokin.
Helga eldri, sem býr á Hólma-
vík, fannst sér hafa gengið svipað
og búast mátti við. - Þetta er farið
að vera of erfitt þegar á líður. Hér
er teflt í 6 klukkutíma og maður
er orðinn lokaður á 5. og 6. tím-
anum. Það þarf meiri þjálfun í
svona mót en ég hef.
Helgarnir hafa báðir komið við
sögu Þjóðviljans. Helgi yngri sem
skákskýrandi og blaðamaður, en
Helgi eldri lærði prentverk á
blaðinu á þeim tíma er mest bar á
honum í skákinni, árin 1963-65.
Með hann í fararbroddi sigruðu
starfsmenn Þjóðviljans meðal
annars Stofnanaskákmót Skáks-
ambands íslands árið 1965, og
hangir skrautritað skjal um þann
sigur enn á kaffistofu blaðsins.
Hólmavfkur-Helgi sagðist ekki
sjá eftir að hafa hætt í skákinni.
- Ég hef eignast önnur áhug-
amál núna, þótt ég hafi látið plata
mig á þetta mót.
mj
Skákþing íslands
Margeir heitur
En Jón Lofturfylgir honum einsog skugginn
r
Ieærkveldi var tefld njunda uni-
íerðin á Skákþingi Islands en
þeir sem þar heyja keppni sækjast
allir eftir heiðurstitlinum Skák-
meistari íslands.
Helstu úrslit urðu þau að
Margeir Pétursson vann Róbert
Harðarson, Jón L. Árnason lagði
Ágúst Karlsson og Karl Þorsteins
kom Hannesi Hlífari Stefánssyni
á kné, en einsog margoft hefur
komið fram í fjölmiðlum er sá
síðastnefndi bæði ungur og
bráðefnilegur.
Því má vera ljóst að Margeir
stendur næsta nærri ofannefndri
tign, heldur forystu sinni þegar
tveim umferðum er ólokið. Á
hæla hans kemur annar valink-
unnur stórmeistari, Jón Loftur,
en Hannes Hlífar virðist hafa
helst úr lestinni eftir tvær byltur í
röð. Eftir innbyrðis viðureign
hafa þeir Karl Þorsteins haft
sætaskipti. '
Annars er staða efstu manna
nú þessi:
1. Margeir Pétursson:
2. Jón L. Árnason:
3. Karl Þorsteins:
4. Hannes Hlífar:
8v.
7,5v.
6,5v.
6v.
-ks.
Þessar einnota vélar, \
alveg ómögulegar. Svipað I
og þessar efnahagsaðgerðir)