Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Ríkisstjórnin Léttir löðmngar Þorsteinn Pálsson: Kauphœkkunum 1. septemberfrestað. Markaðurinn á að sjá um að lœkka raunvexti ef niðurfœrsla verðlags tekst. Jón Baldvin Hannibalsson: Þjóðin sér um verðlagseftirlit Eftir fund þríeykisins Þorsteins Pálssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Steingríms Hermannssonar með miðstjórn ASI í gær, tilkynnti Þorsteinn aðj samningsbundnum kauphækk- unum l.september yrði frestað, verðlag fryst og vextir lækkaðir.i Sagðist forsætisráðherra ánægð-1 ur með niðurstöðu fundarins og viðræðum yrði haldið áfram. Ljóst er að ríkisstjórnin ætlar að láta markaðinn sjá um að færa niður raunvexti. Engin svör voru gefín um nánari útfærslu á niður- færslunni. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra var mjög ánægður með afstöðu ASÍ og sagði hana málefnalega og afar jákvæða. Hann gerði ekki ráð fyrir því að verkalýðshreyfingin samþykkti niðurfærsluna en hann héldi að hægt væri að ná breiðum skilningi um leiðina. Steingrímur sagði ennþá standa til að færa launin niður um 9%. Það var greinilegt á máli Stein- gríms og Jóns Baldvins að mark- aðurinn á að sjá um lækkun raun- vaxta þó nafnvextir verði lækkað- ir. Steingrímur sagði nauðsynlegt að koma vöxtum á svipað stig og í nágrannalöndunum. „Ef við náum tökum á þenslunni og verð- bólgunni óttast ég ekki að vext- irnir komi ekki niður,“ sagði Steingrímur. Jón Baldvin sagðist vona að lækkun launa, verðlags og lánskjaravísitölu „verði til þess að skapa það andrúmsloft sem leiði að lokum til lækkunar raunvaxta.“ Þegar Þjóðviljinn spurði Þor- stein hvort tekist hefði að sannfæra ASÍ um að hægt væri að færa verðlag niður, sagði hann menn vera að ræða hlutina að fullri alvöru. En Jón Baldvin virðist hafa fundið svarið sem ASÍ var að leitast eftir: „Við þurfum á því að halda að öll þjóð- in, neytendur, leggi okkur lið, veiti þetta aðhald, komi upplýs- ingum á framfæri; það er fram- kvæmdin,“ sagði Jón. Viðskipta- ráðherra myndi fela Seðlabank- anum að lækka nafnvexti. Að sögn Steingríms var milli- færsluleiðin aðeins lítillega rædd í ríkisstjórninni. Enda þyrfti hún að vera svo gífurleg eins og stað- an væri í dag að ríkissjóður stæði ekki undir henni. Þjóðviljinn spurði hvort ríkisstjórnina skorti kjark til að taka fjármagn þar sem það væri til í þjóðfélaginu. Það hélt Steingrímur ekki en það hefði oft mistekist að ná í það. Unnið væri að því að ná þessu í gegnum skattakerfið. Steingrímur sagði að fallið hefði verið frá því að hækka vexti á húsnæðismálalánum. -hmp ASl Alþyðusambandið tvístígandi Asmundur Stefánsson Forseti ASÍ segir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um afnám 2,5% launahækkunar 1. september vera ranga. Nær hefði verið að lýsa yfír verðstöðvun og láta reyna á það hvort hún væri fram- kvæmanleg. Ekki hefðu fengist skýr svör frá ríkisstjórninni til hvaða aðgerða hún ætlaði að grípa í heild og viðræðum yrði haldið áfram þangað til þau svör bærust. Þeir herlúðrar sem verkalýðs- foringjar hefðu hótað að blása í haust væru hvorki gleymdir eða týndir. Greinilegt er að miðstjórn ASÍ gengur ekki sameinuð fram í af- stöðu sinni til væntanlegra efna- hagsaðgerða. Asmundur sagði eftir fund með formönnum stjórnarflokkanna í gær, að mið- stjórnin væri einhuga í að ganga á eftir útfærslu ríkisstjórnarinnar á efnahagsaðgerðum. Það væri hins vegar rétt að uppi væru mis- munandi áherslur og sjónarmið um það hvernig ætti að taka á einstökum þáttum mála. Það gæti þó ekki verið um það að ræða að setjast niður með ríkisstjórninni eða neinum öðrum, með það fýrir augum að skerða kjörin. í vor hótuðu verkalýðsforingj- ar víða um land að blása í her- lúðra ef ríkisstjórnin hygðist með einhverjum hætti skerða launin. Þjóðviljinn spurði Ásmund hvar þessir lúðrar væru og hvort menn treystu sér ekki út í baráttu. Hann sagði kjarabaráttu snúast um það að ná árangri. „Það er í sjálfti sér ekki meginmálið fyrir okkur að skapa sem mestan óróa, heldur að ná eins miklum árangri og við getum.“ Þess vegna teldi ASÍ rétt að meta viðbrögð sín þegar vitað væri hvað ríkisstjórn- in ætlaði að gera. „Þannig að þeir herlúðrar eru ekki týndir, þeir eru ekki gleymdir," sagði Ás- mundur. Ásmundur sagði ljóst að ef ráðist yrði í gengisfellingu væri hún ekki síður kjaraskerðing, það hefði reynslan sýnt. Hvorki niðurfærsla eða gengisfelling leystu vanda atvinnulífsins. -hmp Fimmta herdeildin hlýðir r Igærmorgun kvöddu ráðherrar í ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar miðstjórn Alþýðusam- bands íslands á sinn fund. Ráð- herrarnir vildu vita hvernig verkalýðsforingjar tækju hug- myndum um svokallaða niður- færslu en miðstjórnin taldi rétt að heyra hvaða áform ríkisstjórnin hefði á prjónunum um aðgerðir í efnahagsmálum. Vitað var að ráðherrar voru að skoða hugmyndir forstjóra- nefndarinnar um 9% launalækk- un en ljóst var að hugmyndir þeirra um nákvæma útfærslu á niðurfærslunni voru ekki fyllilega mótaðar. Þá lá og í loftinu að ráð- herrar voru reiðubúnir að beita bráðabirgðalöggjafarvaldi sínu til að banna umsamdar 2,5% launahækkanir 1. september. Það vakti athygli að miðstjórn ASÍ sendi ekki viðræðunefnd á fundinn heldur fór þangað öll. Og miðstjórnin hafði ekki í far- teski sínu neinar formlegar álykt- anir né mótmæli við þeim hug- myndum um launalækkun sem settar höfðu verið fram í greinar- gerð forstjóranefndarinnar. Hið sama á við um lögbann við um- sömdum launahækkunum 1. september. Þetta hefur verið túlkað á þá leið að innan miðst- jórnarinnar séu deildar meining- ar um niðurfærsluna. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra túlkar umræður á fundin- um í gærmorgun á þann veg að óhætt sé að hefja undirbúning að niðurfærslunni með því að banna með bráðabirgðalögum um- samdar 2,5% kauphækkanir um næstu mánaðamót. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ hefur mótmælt harðlega þeirri frétt Ríkisútvarpsins að á fundinum hafi miðstjórnin samþykkt slíkar aðgerðir. Þvert á móti sé það af- staða hennar að slík bráðabirgða- lög væru mjög heimskulegt upp- haf á efnahagsaðgerðum. Þótt miðstjórnin sé reiðubúin að hlusta á ráðherra til að fá vitn- eskju um hvað sé á döfinni þá sé ekki þar með sagt að ASÍ leggi blessun sína yfir allar hugmyndir þeirra. Kjaraskerðing komi ekki til greina. Þessi andstaða gegn áformum ríkisstjórnarinnar er í samræmi við hvöss ummæli forseta ASÍ síðustu dagana en hann hefur harðlega fordæmt niðurstöður forstjóranefndarinnar og talið þær bæði rangar og óréttlátar. Aftur á móti er ljóst að margir fulltrúar í miðstjórn ASÍ eru til- búnir að ganga mjög langt í sam- vinnu við ríkisstjórnina, þótt henni fylgi umtalsverð lækkun launa. Ýmislegt bendir til að harka- legt andóf gegn áformuðum efna- hagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sé lítt að skapi þeim verkalýðsfor- ingjum sem hafa sterk pólitísk tengsl inn í Sjálfstæðis-, Álþýðu- og Framsóknarflokk. Kunnugir telja að þeir hafi verið beittir meiri pólitískum þrýstingi en þekkst hefur í marga áratugi, einkum eigi það við um kratana. Það er í samræmi við ótta krata- forkólfa við að þurfa að standa upp úr ráðherrastólum og fara í kosningar. Til liðs við þann hóp, sem hallur er undir hugmyndir ríkisstjórnarinnar, er talið að gengið hafi þungavigtarmenn á FRÉTT ASK YRIN G 7 BSRB Aukið misrétti Stjórn BSRB: 9% launalœkkun yrði óbœrileg. Engar líkur á að tilœtlaðar verðlækkanir standist Stjórn BSRB varar við hug- myndum um niðurfærslu launa sem fram koma í skýrslu for- stjóranefndarinnar. Stjórnin segir að 9% launalækkun yrði óbærileg fyrir þá sem sem fyrir henni yrðu ef sambærilegar lækk- anir á öllum framfærslukostnaði fylgdi ekki á eftir. Engar líkur séu á því að tilætlaðar verðlækkanir nái fram að ganga þó tilmæli kæmu um það frá stjórnvöldum. Reynslan sýni að verðstöðvanir hafí ekki staðist í framkvæmd. BSRB segir að ef niðurfærslu- leiðin verði farin muni tekjumis- réttið í þjóðfélaginu stóraukast sem varla væri á bætandi. Þess vegna telur stjórn BSRB þessar hugmyndir óframkvæmanlegar og skorar á ríkisstjórnina að hafna hugmyndum forstjóra- nefndarinnar. Kristján Thorlacíus formaður BSRB sagði í samtali við Þjóð- viljann, að afnám 2,5% launa- hækkunar 1. september væri brot á gerðum samningum. „Þessi kaupgj aldshækkun er í raun gerð með hliðsjón af verðhækkunum sem verið hafa. Þess vegna hljót- um við að mótmæla því að samn- ingar séu brotnir enn og aftur,“ sagði Kristján. Þessi ákvörðun hljóti að veikja stjórn þjóðfélags- ins. Því oftar sem þetta sé gert grafi það undan trausti. Kristján sagði BSRB hafa hafnað því að taka þátt í launa- lækkunum. Samtökunum hefði ekki verið boðið til viðræðna við ríkisvaldið. Að hans dómi væri slæmt við niðurfærsluna að hún bjargaði engum málum. Fullyrt væri með útreikningum að öll frystihús væru á kollinum. Það skorti hins vegar úttekt á stöð- unni hjá einstökum frystihúsum. Kristján telur margar leiðir aðrar koma til greina en allsherj- arráðstafanir. Gera mætti sér- stakar ráðstafanir fyrir hvern stað, meðal annars með því að byggja atvinnureksturinn upp þannig að útgerð væri rekin í stærri einingum. Þannig yrði atvinna tryggð og afla mætti færa á milli húsa. -hmp kalli borð við Guðmund J. Guð- mundsson. Margir velta því fyrir sér hvort til þess komi innan tíðar að greidd verði atkvæði um þessi mál í miðstjórninni. Almennt er talið að hefði það gerst í fyrradag hefðu andstæðingar niðurfærsl- unnar, og þar með talinn forseti ASÍ, orðið undir. Hvað gerist ef lögð verður fram tillaga um mót- mæli við lögbanni við umsaminni 2,5% launahækkun nú um mán- aðamótin? Eða verður engin slík tillaga lögð fram? Ekki hefur verið boðaður fundur í miðstjórn ASÍ. Biðji ríkisstjórnin um nýjan viðræðu- fund á næstu dögum, fer mið- stjórnin ekki þangað heldur for- menn landssambanda. Álitið er að í þeim hópi sé hlutfall þeirra, sem eru andvígir hugmyndum ríkisstjórnarinnar, ekki eins óhagstætt og innan miðstjórnar- innar í heild. óp 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.