Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Valdbeiting með bráðabirgðalögum í vor gekk mikið á hjá svokölluðum aðilum vinnumarkað- arins en það er kurteislegt samheiti á verkalýðsfélögum annars vegar og atvinnurekendum hins vegar. Menn sátu við að gera kjarasamninga og bárust ýmis tíðindi af þeim vettvangi. Samningar fjölmargra verkalýðsfélaga höfðu ver- ið lausir svo mánuðum skipti meðan verðbólgan geystist áfram og stöðugt minnkaði kaupmáttur taxtakaupsins. Um hríð barst leikurinn frá Reykjavík og norður á Akureyri. Svo fór þó að lokum að saman gekk og undirritaðir voru nýir kjarasamningar. Mörgum fannst nýju samningamir heldur klénir, einkum fyrir þá sem verða að reikna með því að fá ekkert í sinn hlut nema taxtakaupið. Þótt margir launamenn séu yfirborgaðir og stór hluti þeirra sé í raun hættur að fyigjast með um- sömdum launum stéttarfélags síns, þá er drjúgur hluti launþega á strípuðum töxtum og þiggur engar álags- greiðslur. Einfaldur útreikningur sýndi að þetta fólk var sam- kvæmt nýju samningunum á skammarlega lágum launum. Það vakti athygli að ráðherramir töldu að í þessum kjara- samningum gætti einstaklega mikillar hófsemi. En þrátt fyrir þá skoðun leið ekki langur tími þar til ríkisstjómin eyðilagði allar forsendur þessara hófsömu samninga með því að fella gengi krónunnar. Hið háleita markmið fastgengisstefnunnar varð sem sagt að víkja um hríð svo að takast mætti að breyta raungildi hófsamra samninga. Það er Ijóst að þeir Þorsteinn, Steingrímur og Jón Baldvin hefðu helst kosið að unnt væri með gengisfellingunni í vor að hafa áhrif á raungildi allra kauptaxta í landinu. En svo vildi til að mörg stéttarfélög áttu eftir að semja þegar ríkisstjórnin gat ekki lengur hamið gengi krónunnar. Ljóst var að þeir samningar gátu orðið nokkuð á annan veg en samningar sem miðast höfðu við annað og hærra gildi krónunnar. Því setti ríkisstjórnin bráðabirgðalög sem bönnuðu meiri launa- hækkanir en kveðið var á um í samningunum frá Akureyri. í reynd var samningsréttur verkalýðsfélga afnuminn með þessum lögum. Slíkar aðgerðir þykja helst einkenna þær ríkisstjómir sem þekktar eru fyrir að hirða ekki hót um lýðrétt- indi. Þorsteinn, Steingrímurog Jón Baldvin lentu þvííheldur ófélegum hópi ákærðra þegar lögbann við kjarasamningum var kært til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf. En með bráðabirgðalögunum 20. maí voru ráðherrarnir að segja að ákvæði kjarasamninganna væru að þeirra dómi ásættanleg, þ.e. eftir að búið var að klípa af krónunni með gengisfellingu. Þetta átti að sjálfsögðu einnig við um það ákvæði samninganna að laun skyldu hækka um 2,5% þann 1. september. Sú hækkun er síður en svo byltingarkennd; maður með 50 þúsund króna tekjur á mánuði hækkar um 1.250 krónur. Það er allt og sumt. Nú eru liðnir þrír mánuðir frá því ríkisstjórnin ákvað að hæfilegt væri að allir fengju 2,5% launahækkun þann 1. september. En á þessum þremur mánuðum hafa ráðherr- arnir komist að raun um að sú hófsemi í launhækkun, sem þeir gerðu að almennri reglu með bráðabirgðalögum í vor, var í raun óskaplegt bruðl og óráðsía. Hækkun launa um 2,5 % um miðja næstu viku er nú að þeirra dómi tóm vitleysa. Þettaeru mennirnir, sem stjórnalandinu, og þeirgetabeitt því valdi sínu að setja bráðabirgðalög. í þetta skiptið ætla þeir þó ekki að vera of smátækir. Lögbann við umsaminni 2,5% launahækkun nú er hugsuð sem tilhlaup í beina launa- lækkun. Það er verið að tala um að taka 4.500 krónur af 50 þúsund króna manninum. ÓP HALLGRIMUR Palíó. Palíó. Palíó. Fátt annað hefur runnið um huga Síeninga undanfarna daga, huga sem sjálf- sagt eru jafnþröngir strætum borgar þeirra, um þau komast ekki nema í hæsta lagi nokkrir hestar. Og hestar eru það sem Palíóið gengur út á, það er árleg reiðkeppni á milli borgarhverfa sem fram fer að sólu lokinni á aðaltorginu, Piazza del Campo, Vallartorgi, og hefur nú verið haldin með hefðbundnum hætti í ein þetta 500 ár. En árin á milli 14 og 1500 voru einmitt blómatími þessarar borgar, þaðan eru öll hennar listaverk, standa allar hennar byggingar og hefðbund- nir allir siðir og venjur. Nútímaí- búar geta lítið annað gert en að halda öllu þessu í nokkurn veginn sama horfi, varðveita búningana, læra lagatextana og æfa fánafim- ina, hér rúmast ekkert persónu- legt eða nýstárlegt framlag enda hefur að viti mínu lausu ekkert frá þessari bæjarþúst komið sem heiminum hefur kært orðið frá því þeir voru og hétu þeir Lorenz- etti og Martini, borgarlistamenn. ítalir lifa hér eins og víða annars staðar vanir þeirri tilfinningu að litlu sé viðbætandi, það er búið að gera allt sem þarf. Miðbæirnir eru löngu skipulagðir, málverkin máluð og kvæðin ort. Söfnin eru löngu full úr dyrum af sniildar- innar verkum og safnverðirnir skrifa langar greinar í blöðin að hvetja listamenn til að láta af þessu bauki sínu. „Við getum bara ekki tekið við meiru." En Palíó skyldi hér um fjallað verið og skal nú gerð grein fyrir umfangi og stangi þessarar ein- földu kappreiðar. Siena skiptist í 17 borgarhverfi og hefur hvert þeirra sitt merki sem flaggað er á húsum og borið um götur vikurn- ar og dagana fyrir keppnina. Fljótt á litið virðast aðalpersónur þessara merkja, sem allar eru dýrakyhs, vera valdar í einskonar paródíu á sjálft hestamótið því þar hvfla fagurskreytt í merkis- miðju nokkur af illskreiðustu skepnum dýraríkisins. Geitin, Uglan, Gíraffinn, Fíllinn, Skjald- bakan, Broddgöiturinn, Snigill- inn, Grasmaðkurinn og seinust allra sjálf Hörpuskelin. Undir þessum merkjum ganga síðan skrúðgöngur hverfanna á hverj- um sunnudegi fram eftir sumri og loks á hverjum degi svo aldrei verður út sofið fyrir trumbuslætti og meyjarsöng. Strákarnir ganga á undan í Palíóbúningunum, sem líkjast helst prinsaklæðum úr barnaleikritum, með merkisfán- ana og trommurnar, en stelpurn- ar fylkjast á eftir undir sífelldu lagi sem alltaf er það sama en textinn mismunandi eftir hverf- um. Þetta er ein allsherjar upp- peppun og einfaldast að þýða hana með „Áfram Fram". Einnig tilheyra þessum undirbúningi gríðarmiklir kvöldverðir sem síf- ellt lengjast í tíma og borði eftir því sem nær deginum mikla dreg-. ur. Er það ekki ámátleg sjón að sjá eftir aðalgötunum dúkuð veisluborð með vínflöskum eins langt og augað eygir og við þau ítalir í heilum fjölskyldustærðum masandi um eiginlega ekki neitt. Á Vallartorginu, sem er skeifulaga á viðeigandi hátt og á stærð við einn Austurvöll, er síð- an byrjað að reisa áhorfendapalla og girða brautina sem liggur í þremur hringjum umhverfis torg- ið, og bera á hana einhvern mold- arbróður til þess að hrossin slasi sig ekki á harðskeyttum hellun- IL PALIO um. Að þessu loknu eru síðan æfingar hafnar og á þeirri síðustu dregið um hestana, hvaða hverfi fái hvern gæðing, og kemur það manni einkennilega fyrir sjónir eins og svo margt annað hér um slóðir. Þetta er sem sagt meiri happadráttur en keppni. En hvað um það, knaparnir fá sinn hest og hafa þrjá daga til að komast í per- sónulegt samband við hann, sem nauðsyn er, því þetta er ein sú hættulegasta hestakeppni sem háð er í öllum heimi. Frá síðasta Palíói liggja enn tveir slasaðir knapar á sjúkrahúsi og einn þeirra meðvitundarlaus. Það er einkum fyrsta vinkilbeygjan sem verður mönnum að fótafjötri og endar margur knapinn á húsveggnum gegnt henni, sem að vísu hefur verið fóðruð með mjúklendum dýnum. Reyndar var það einmitt sigurvegarinn í síðustu keppni sem fór einna verst út úr þessari beygju, því knapalaus hljóp hesturinn fyrstur í mark. Sjálfur Palíó-dagurinn rennur síðan upp hinn 16. ágúst. (Reyndar er einnig annað háð þann 2. júlí, ef áhugamenn eiga hér ferð um þann tíma) með þús- undföldum lúðrablæstri og enda- lausum prósessíum um bæinn þveranogendilangan. Strákarnir hafa sett upp parrukin sín svörtu og eru komnir í hina fagurlitu flauelsbúninga og einn þeirra fullbrynjaður í.miðju. Fánarnir eru skrautlegri en nokkru sinni og manni líður eins og í miðri töku á Prins Valiant, þrjú. Forv- itnin segir manni að allt þeta púss sé ekta og alla leið frá miðöldum og hingað við háldið. Maður kemst fljlott í Palíó-stuð og skundar með sinni og nesti niður á Piazza del Campo. Klukkan fjögur er þar þegar fullt af fólki, Þjóðverjarnir bíta mann frá sér, voru mættir í bestu stæðin uppúr eitt og svitinn sprettur í hland- formi niður af bökum þeirra. Maður holar sér niður á milli ró- lyndra Spánverja og hávaxins Pólverja sem gæti staðið hér og beðið fram á næsta dag að því er manni sýnist, greinilega öllu vondu vanur úr brennivínsbiðr- öðunum heima í Poznan. En um sinn gerist hér ekkert og aðeins hitinn stígur upp eftir klettaveg- gjum húsanna umhverfis torgið sem flíka fagurlitum borðum níð- ur úr hverjum glugga. Brátt er maður þó í skugga sem skríður hægt yfir torgið og er hálfnaður þegar inn koma fyrstu fánaborg- irnar, fulltrúar hverfanna ganga hefðbundnum skrefum eftir moldarbrautinni, einfaldir baka- rar og prentarar hafa látið undan hefðinni og skrýðast hér hinum furðulegustu kostjúmum. Og allt þetta gerist á miðaldahraða, linn- ir ekki fyrr en að tveimur tímum liðnum, klukkan sjö, þegar sólin á ekki nema einn blett í einu horni torgsins. Að vísu baðar hún ennþá háan ráðhústurninn, gyllir Síena- brúnan múr hans á mót síðbláum og skeifulaga himni yfir torginu. Hausarnir á því fylla nú nokkra tugi þúsunda og beinast öll að einum punkti, rásmarkinu, þar sem hestarnir ókyrrast af æsingi og skvetta og ausa í hver annan svo knapar fá þar ekkert við ráðið. Pað tekur tuttugu mínútur að f á þeim stillt í sæmilega röð við ráslínuna, alltaf er einn sem snýr öfugt eða riðlar röðinni með frekju. Loks eru þeir um það bil einhvernveginn í beinni röð, en það eru orð sem maður verður oft að hafa hugföst hér á ítalíu, það er svo margt fleira sem er „um það bil einhvern veginn". í ein- hverskonar röð eru þeir, og þó ekki, þegar kallið gellur og kaðallinn fellur, tíu hestar geysast af stað og mannfjöldinn æpir upp af fögnuði og æsingi. Á hávöxnum hestunum geysast knaparnir með ógnarlegum og marglitum hraða yfir höfðum áhorfenda og að hættubeygjunni þar sem tveir hestanna íceyra utan í vegginn þannig að knapar þeirra falla af baki og síðar upp á snaggaralegar sjúkrabörur, en hestarnir halda hinsvegar áfram af keppniseðli, hendast áfram á geysilegu stökki með hinum keyrandi knöpum sem berbakt berja hesta sína áfram um leið og þeir halda aftur af þeim á þessu þrönga torgi. Pað fer fljótt ekki á milli mála að sá guli, undir merki Arnarins, fer langfyrstur og held- ur þeirri forystu alla hringina þrjá svo um litla keppni verður að ræða. Örninn sigrar Fílinn og Snigilinn næsta létt, og enda skiljanlegt. Að tveimur æsandi mínútum liðnum er allt búið, spennan dettur niður í einfalda mannmergð og troðning, fagnað- arlæti Arnar-manna eru vart telj- andi nema rétt í kringum knap- ann og fjölskyldu hans. Palíóinu er Iokið og það virðist skipta meiru máli en hver varð sigurveg- ari. Seinna um kvöldið fagna þeir þó í sínu hverfi með mikilli götu- veislu og hátíð á meðan hinir mega sitja sárir heima og horfa á keppnismínúturnar aftur og aftur í sjónvarpinu, þeir endursýna þetta 378 sinnum og allan tímann er þulurinn á bandi sigurvegar- ans, enda fæddur undir merki hans. Rödd hans hljómar látlaust á þökum borgarinnar fram eftir nóttu og niðrá götunum eru stuðningsmenn komnir á stjá með hnífa á lofti. Sjálfur er mað- ur sæll yfir lokum Palíósins, laus undan öllu Miðalda-költinu og kitschinu og snýr sér glaður að öðru og innra kappi. í Siena 17. ágúst 1988 - Hallgrímur. Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgsfandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rlt«t|6rar:ÁrniBergmann,MörðurÁrnasori, ÓttarProppó. FréttastjórhLúðvíkGoirsson. Bla&amenn: Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hjörloiíur Sveínbjörnsson.KristóferSvavarsson.MagnfrlðurJúllusdóttir, Magnús H. Gislason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur Gislason, Ragnar Karlsson, Sigurður A. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.),Sævar Guobjðmsson,TómasTómasson,ÞortinnurÖmarsson(lþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elias Mar, Hildur Finnsdðtlir. LJósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldðrsson. Utlltatelknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur O. Pétursson Framkvæmdast|órl: Hallur PállJónsson. SkrlfstofustJórhJóhannaLeópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir. Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: Olga Clausen. Augiýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Sfmavarsla: Sigrlður Kristjánsdóttir. Þorgerður Sigurðardóttir. BllstjórhJónaSigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgrelðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhoimtumonn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBJðrnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavlk, simar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Siðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verft (lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80kr. Áskrlftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - WÓÐVIUINN Laugardagur 27. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.