Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Þeir eiga sér engar málsbætur Svavar Gestsson alþingismaður skrifar grein um vaxtaokrið og rekur tillögur Al- þýðubandalagsins á undanföm- um árum. Nú er það að koma á daginn sem við höfum haldið fram í ótal greinum og ræðum: Vaxtaokrið er meginástæða þess efnahags- vanda sem þjóðin á við að glíma í dag. Vandinn er ekki sá að þióð- artekjur hafi dregist saman. Árið 1988 er eitt besta ár sögunnar. Vandinn er algerlega heimatilbú- inn og er fólginn í því að fjárm- agnið hefur fengið að ráða. Fólk- ið hefur gleymst. Hámarksvextir Strax haustið 1984 fluttum við þingmenn Alþýðubandalagsins í neðri deild frumvarp tillaga um verndun kaupmáttar og viðnám gegn verðbólgu. Þar var fjallað um vextina sérstaklega á þennan hátt: „Til þess að lækka fjármagns- byrði húsbyggjenda og atvinnu- vega verði vextir lækkaðir sem hér segir: 1. Útlán til skemmri tíma en 10 ára er óheimilt að vísitölu- tryggja. Seðlabankinn ákveð- ur vexti þessara lána að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar. 2. Lán til lengri tíma en 10 ára mega þó vera vísitölutryggð en vextir aldrei hærri en 3% um- fram verðbólgustig. 3. Dráttarvextir verði að há- marki sem samsvarar 10% yfir | verðbólgustigi eins og það er áætlað á ári af Seðlabankan- um. Vextir umfram það sem hér er greint skulu teljast okurvextir skv. 1. nr. 58/1960." Tafarlaus lœkkun vaxta og stöðvun nauðungaruppboða Sama vetur fluttum við öll þingmenn Alþýðubandalagsins tillögu til þingsályktunar um taf- arlausa lækkun vaxta og stöðvun nauðungaruppboða. Þar var meðal annars gert ráð fyrir þess- um efnisatriðum: 1. Að fram færi tafarlaus rann- sókn á efnahagslegum áhrifum lánskjaravísitölunnar, sérstak- lega áhrifum hennar á fjár- hagsafkomu húsnæðiskaup- enda og húsbyggjenda eftir að vísitölubætur á laun voru bannaðar með lögum 1. júní 1983. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA Ármúla 10 - 12, 105 R. Sími 84022. Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Nemendur eiga að koma í skólann mánudaginn 5. september klukkan 10.00. Þá verður skólinn settur og bókalisti, nýr námsvísir og stundatöflur afhentar gegn greiðslu 3000.00 króna nemend- agjalds. Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 6. september. Kynning fyrir nýnema verður í skólanum mánu- daginn 5. september klukkan 11.00. Eldri nemendur eru beðnir að hafa með sér bækur í bóksöluna, en hún verður opnuð mánu- daginn 5. september klukkan 9.00. Almennur kennarafundur verður fimmtudaginn 1. september klukkan 10.00. Skólameistari rfSl Fjórðungssjúkrahúsið 15523 á Akureyri Hjúkrunarfræðingar - Ijósmæður Lausar eru til umsóknar stöður hjúkrunarfræð- inga og / eða Ijósmæðra á kvensjúkdómagangi Fæðinga- og kvensjúkdómadeildar F.S.A. Ýmsir möguleikar í vaktafyrirkomulagi koma til greina s.s. V2 morgunvaktir og fastar morgun- og kvöldvaktir. Upplýsingar veitir Svava Aradóttir, hjúkrunarf- ramkvstj. í síma 96-22100-274 alla virka daga kl. 13-14. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1984 (107. löggjafarþing) — 175. mál. Nd- 187. Frumvarp til laga ™ vemdun kaupmáttar og viönám gegn verðbólgu. m 1 F1^':STar Gestsson' Geir Gunnarsson, Guðmundur J. Guömundsson Guðrún Helgadötfr, Hjörle.fur Guttormsson, Margrét Frímannsdótrir, SteingSuTí'sfgÍúZ. 1984-85 (107. löggjafarþing) — 359. mál. Sþ. 572. Tillaga til þingsályktunar um tafarlausa laekkun vaxta og stöðvun nauðungaruppboða. Flm.: Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds, Steingrímur J. Sigfússon, Helgi Seljan, Garðar Sigurðsson, Guðrún Helgadóttir, Geir Gunnarsson, Hjörleifur Guttormsson, Skúli Alexandersson, Guðmundur J. Guðmundsson. 1985. - 1055 ár frá stofnun Alþingis. 108. löggjafarþing. - 152. mál. 166. Frumvarp til laga Na. um stöðvun okurlánastarfsenú. Sýnishorn: Þrjú þingmál gegn vaxtaokri 2. Að misgengi launa og lána valdi ekki þyngri greiðslubyrði húsnæðislána. 3. Að ákvörðun um vexti verði tekin af Seðlabanka og lána- stofnunum. 4. Að skammtímaveðlánum og lausaskuldum húsbyggjenda yrði breytt í lengri lán. 5. Að nauðungaruppboðum yrði frestað þar til rannsókn á áhrif- um lánskjaravísitölunnar yrði lokið. Stöðvun okur- lánastarfsemi Veturinn eftir fluttum við öll þingmenn Alþýðubandalagsins í neðri deild frumvarp til laga um stöðvun okurlánastarfsemi. Þar segir meðal annars: 1. Öll skuldabréf verði skráð á nafn. 2. Bankaeftirlitið hafi heimild til að rannsaka fjárhag og rekstur þeirra aðila sem leyfi hafa til verðbréfamiðlunar. Settar verði reglur um hámarksvexti. Skattlagning vaxtagróða Öll þing síðasta kjörtímabils var bent á hættuna af háum vöxt- um af okkur þingmönnum Al- þýðubandalagsins. Við fluttum ótal tillögur frumvörp og fyrir- spurnir. Við lögðum til aðvaxta- gróðinn yrði skattlagður. En það kom fyrir ekki. Frjálshyggjan átti sér stuðningsmenn alls staðar og aðrir flokkar á þinginu hreyfðu hvorki legg né lið út af vaxtaokr- inu. Ekki auðvitað Sjálfstæðis- flokkurinn, ekki Framsóknar- flokkurinn, ekki Alþýðuflokkur- inn sem þó var í stjórnarand- stöðu, ekki Bandalag jafnaðar- manna - og ekki Kvennalistinn. Enginn þessara flokka taldi ást- æðu til að flytja eina einustu til- lögu um að hamla gegn svoköll- uðu vaxtafrelsi sem í raun er vax- taokur eins og það hefur verið framkvæmt. Nú er það að koma á daginn að aðvaranir okkar höfðu við rök að styðjast. Að vísu hafa launamenn húsbyggjendur og atvinnurek- .. endur margir gert sér þetta Ijóst allan timann. En nú er þessi staðreynd viðurkennd af öllum - líka til dæmis efnahagsráðgjöfum ríkisstjórnarinnar, forstjóra- nefndinni sem telur vaxtaokrið meginvandamál samfélagsins um þessar mundir. Þeir ráðherrar sem innleiddu vaxtaokrið ættu nú að segja af sér ef stjórnmálamenn hér á landi bæru ábyrgð á verkum sínum. Það er óhjákvæmileg lýðræðisleg nauðsyn að draga þá til ábyrgðar í þessu efni Þorstein Pálsson og Steingrím Hermannsson. Sá síðarnefndi þykist nú vera and- vígur vaxtafrelsinu, en ber í raun- inni. meginábyrgð á því og fram- kvæmd þess. Það er sá kjarni þessa máls sem öllu skiptir. Allir eiga leiðréttingu orða sinna og verka en það er lýðræðisleg nauð- syn að þessir menn víki og það fyrr en seinna. Ég hef tekið eftir því á undan- förnum árum að það hefur oft ekki verið talið fínt að vera á móti vaxtaokrinu. í okurbúlunum væru menn hins nýja tíma með stjörnur í augunum að fram- kvæma byltingu frjálshyggjunn- ar. Þeir hafa nú fengið að spreyta sig. Það kostaði ómældar þján- ingar og fórnir fyrir launamenn og landsbyggð. Tilraunstöð frjálshyggjunnar er að springa í loft upp og þrátt fyrir alla vit- leysuna sem sögð er í efnahags- umræðu síðustu daga er eitt ljóst: Allir - líka frjálshyggjuliðið - viðurkenna að nú þarf að stjórna. Markaðshyggjan hentar ekki ís- lendingum. Við höfum ekki efni á því að reka hér á landi tilrauna- stöð fyrir gróðaöflin. Reynslan hefur sannað ábendingar okkar. Því miður liggur mér við að segja því það hefur kostað of miklar fórnir, en ei veldur sá er varar. Þeir sem hafa leitt gróðann til vegs á fslandi eiga sér því enga afsökun. Ekki heldur þá að þeir hafi verið plataðir. flugmálastjórn Útboð Flugmálastjórn óskar eftir tilboðum í 3. áfanga að nýrri flugbraut við Egilsstaði. Helstu magntölur: Gröftur 115.000 rúmmetrar Fylling 190.000 rúmmetrar Útboðsgögn verða afhent hjá Ingólfi Arnarsyni, umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á Egilsstaða- flugvelli og hjá Almennu verkfræðistofunni h.f., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík frá og með föstu- deginum 26. ágúst 1988 gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á Almennu verkf ræðistofunni h.f., Fellsmúla 26, Reykjavík, mánudaginn 12. september n.k. kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að táka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Flugmálastjórn ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5 Lögmannsstofa Hef opnað lögmannsstofu að Borgartúni 28, 4. hæð, sími 624061. Tek að mér öll venjuleg lögmannsstörf. Kjartan Ragnars hæstaréttarlögmaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.