Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 6
Sextugur Séra Sigurjón Einarsson Kirkjubæjarklaustri Sunnudaginn 28. ágúst verður bekkjarbróðir minn og sam- deildarmaður úr Háskóla ís- lands, sr. Sigurjón Einarsson á Kirkjubæjarklaustri, sextugur. Leiðir okkar lágu saman þegar í Menntaskólanum á Akureyri, en einkum þó í guðfræðideild Há- skólans. Við bjuggum vetrum saman hið næsta hvor öðrum á Nýja Garði og eigi það einasta, heldur á sumrum á efsta lofti í einu og sama inninu. Sóttum tíma árla morguns út í skóla að fregna nýjungar af Assurbanipal og Ramses heitnum III., svo og fleirum merkismönnum þótt eigi séu hér nefndir. Eru margar minningar mínar frá þessum árum tengdar samver- ustundum okkar, sem vissulega voru margar, einir sér, eða með öðrum, þótt nú undanfarin þrjá- tíu ár hafi verið vík milli vina. Aldrei slitnaði hin gamla taug er okkur tengdi, bréf annað slag, símtal, kort á jólum... En eigi skal gleymt að minnast á heimsóknir þínar vestur hingað á firðina, með viðkomu í Djúp- inu, eftir að þú hafðir vitjað Ket- ildala í Arnarfirði, þaðan sem þú komst á haustum að vitja menntagyðjunnar, sólbitinn af skini guðsaugans og speglun þess í bárum Arnarfjarðar, steigst inn í anddyri Garðsins, - bjartur dag- ur með lága sól -, vatzt þér að næsta manni með spurn: Er Bald- ur kominn? - Hvflíkir dagar og hvflík haust. Og í þessum orðum rituðum verð ég að þakka þér og hinni ágætu konu þinni fyrir mót- tökur allar, þá sjaldan leið mín liggur um hlöð á Klaustri, enda vegalengd talsvert fram yfir venjulega bæjarleið. Sem sóknarprestur á Klaustri hefur sr. Sigurjón staðið í ýmsum málum þeim er til heilla horfa fyrir hérað og sveit. Heyrði ég Skaftfelling eitt sinn bera hið mesta lof á hinn unga prest fyrir störf hans að skólamálum, bæði kennslu hans og snúninga ýmsa er óhjákvæmilega fylgja því að halda uppi slíkum stofnunum sem skóla. Veit ég að slíkt hefur honum verið Ijúft svo mikinn áhuga er hann hefur jafnan haft á mennt og menningu. Þannig gisti hann Kaupmannahöfn mánuðum saman að kanna hvað skrifa lægi þar Marteini Einarssyni biskupi viðvíkjandi, er Skálholt hélt í öndverðri lúthersku hérlendis. Dró hann saman mikinn fróðleik um öndvegishöld þann, er lagði af sér kórkápu 1556 í mótmæla- skyni við yfirgang og frekju dan- skra, er nú ásældust góss Skál- holtsstóls. Fleira má til tína um störf og sýslan sr. Sigurjóns austur þar, en ekki vil ég að sinni hafa uppi reg- istur þar um, en þess er þó skylt að geta að drjúgur er hans þáttur í byggingu kapellunnar á Klaustri til minningar um síra Jón Steingrímsson. Kunna aðrir betri skil á því en ég svo og starfí hans sem oddvita, en því gegndi hann um hríð. Bókmenntir, bundið sem óbundið, áttu jafnan hug hans á þessum árum og ber hann gott skyn á ritað mál, fékkst enda sjálfur við ritsmíðar og liggja eftir hann snotur verk nokkur er bera skáldhneigð hans og tökum hans á efninu fagurt og trútt vitni. Austmannsdalur við Arnar- fjörð er nú í eyði genginn svo og Fífustaðadalur og eigi í tíð næstu kynslóðar býst þaðan að heiman unglingur inn á Bíldudal, með föggur sínar og stígur um borð í strandferðaskip ríkisins og hefur för á vit glaðværrar æsku norðan heiða, eða stúdent er skroppið hefur vestur í jólaleyfi og stefnir suður í Faxaós; kannski kastað éli í sjó er siglt var út fjörðinn, dynur úr fjalli. Þannig hvarfstu eins og hundruð annarra námsmanna burt úr heimahögum og átt eigi afturkvæmt utan í minningunni og á stopulum ferðum. Ég minn- ist einnar slfkrar reisu er við gengum fram Fífustaðadal allt að Oskubrekku, en hús þín hin gömlu stóðu þá enn uppi, - ásamt fornum og nýjum vini Einari Lax- ness, er þá gekk við staf. Dalur- inn baðaður sól. Lækurinn hjal- aði enn lagið sitt gamla er þú mundir frá forðum tíð, sóley á bakka og túni, fuglar... Og skyndilega varð mér ljóst hve sterk ítök æskustöðvar eiga í okk- ur öllum og tregablandin þrá kall- ar okkur, kallar okkur... I þessari ferð sýndir þú okkur ljón og hallir listamannsins góða við sjóinn í Selárdal, sem gáfuð vestfirzk skáldkona orkti svo fagurlega um: „... og í dalnum græna/ fæddust ljón/ bogadregnar bygg- ingar með kúptum turnum/ hall- ir, blóm, álftir og musteri." Ein- mitt á þessar slóðir leiddir þú forvitni þína, slóðir „character bestiæ", - síra Páls og galdursins, en óvíða skynjar maður eilífð og dul betur en í þessum afskekktu dölum, og engin furða þótt þú skildir vel hin dularfullu lögmál allrar guðfræði, hið fyrra að vatn- ið leitar undan hallanum og hið síðara, að ljósið kemur að ofan. Farsæl skapgerð þfn og næmi á blæbrigði mannlegs lífs, - efld við lestur sígildra verka, ásamt kynn- um þínum við mikla listamenn, - hefur gert þig að höfðingja í ríki andans og ljóssins, manni sem hægt er að treysta til allra góðra verka, sönnum vini og dreng- skaparmanni, vönduðum til orðs og æðis. Hvað meir? - Þakka þér ára- tuga vináttu er aldrei bar skugga á, og þá má ekki gleyma þinni ágætu konu frú Jónu Þor- steinsdóttur, prests í Sauðlauks- dal Kristjánssonar, er verið hefur þér mikill og góður félagi síðan leiðir ykkar lágu saman á stúd- entsárum. Og meðan ég man: Sú bók, II. bindi Kirkjusögu biskups Jóns, er legið hefur hér í Vatnsfirði á lv. tug ára, en er þín eign, hefur nú í leitir komið og verður þér send að Klaustri. Varð eftir í mínu farteski er við skildum á Garði endur fyrir löngu. Lifðu heill alla tíð og þitt hús. Sjáumst með hausti og ég veit að þú verður við þessa sömu óbrigð- ulu heilsu og vant er, - ekki ósvipaður þeim nýprentaða þús- undkalli er kemur úr vélum meistaranna, albúinn að velkjast í þessum heima. Fornvinir þínir óska þér góðra daga á Klaustrinu og senda þér hugheilar óskir til London og annarra heimsborg- ara er þú kannt að gista þessi dægrin. Vatnsfirði á degi kóngs Hlöðvis 1988. Síra Baldur Vílhelmsson, settur prófastur ísafjarðarprófastsdæmis MINNING Jón Damelsson bóndi, Hvallátrum Fæddur 25. 5. 1904 - Dáinn 20. 8. 1988 Svo er um ævi öldungmanna sem um sumar — sólfram runna. Hníga þeir á haustkvöldi hérvistardags hóglega og blíðlega fyrir hafsbrún dauða. Jónas Hallgrímsson: Við jarðarför Jóns Sighvatssonar) Morgunninn heilsar ekki fram- ar Jóni Daníelssyni - þess vegna kveð ég hann nú í hinsta sinn. Ég heilsaði honum fyrst fyrir fimmtán árum, þá unglingsstúlka úr Reykjavfk, sem kom til sumar- dvalar vestur í Hvallátur. Þau sumur urðu fleiri en mig grunaði í byrjun og því réði engin tilviljun. Eyjalífið var heillandi og þarna opnaðist nýr heimur unglingnum úr Reykjavík. „Gömlu hjónin", þau Jón Daníelsson og Jóhanna Friðriksdóttir, tóku mér opnum örmum og urðu uppalendur mfn- ir um skeið ásamt Maríu dóttur þeirra og ég tengdist þessu fólki sterkum böndum. Ég minnist Jóns sem einstak- lega geðprúðs og þýðlynds manns og það fór aldrei á milli mála hvað hún Jóhanna var vel gift. Allt hans fas bar merki látleysis og hógværðar og mér fannst alltaf að hann byggi yfir leyndri visku öldungsins. Augnaráðið var ein- staklega hlýtt og kímnin skein úr augunum þegar hann brosti. Feg- urri maður var vandfundinn enda þótt hann væri hvorki hár í loftinu né kraftalega vaxinn. Hvítar hær- urnar og samlitt alskeggið mót- uðu fallega umgjörð utan um andlitið. Augum voru djúpstæð og blá og þeim skýldu há kinn- beinin. Nefið var teinrétt og í fullkomnu samræmi við aðra andlitsdrætti. Munnurinn var hu- linn skeggi en sterkur munnssvip- urinn leyndi sér þó ekki og þegar hann brosti skein í stráheilar tennur. En fegurð hans risti líka djúpt, það kom í ljós við nánari kynni. Ég bar strax mikla virðingu fyrir þessum „húsbónda" mínum og sú virðing var ekki blandin ótta. Það var ekki hægt að hræðast Jón Daníelsson, hann var ekki sú manngerð. Góðlátleg glettni hans særði mig aldrei enda þótt ég væri á viðkvæmum aldri unglingsins. aldri sá ég hann skipta skapi þótt eljusemin og vinnuharkan vitnuðu um að þarna fór ekki skaplaus maður. Það leyndi sér líka ekki að leti og slóðaskapur voru lestir sem hann átti erfitt með að umbera. Hann fór gjarnan að tvístíga þegar ungu mennirnir sátu of lengi yfir morg- unkaffinu eða ef matartímarnir drógust á langinn. Ef til vill átti hann lfka bágt með að horfast í augu við að búskapurinn var að skreppa saman og krafðist ekki eins mikillar vinnuhörku og á fyr- ritíð. Oft kom það í minn hlut að hendast eftir húsbóndanum í símann eða ef talstöðin kallaði á Látur. Þá var hann ýmist niðri í dúnhúsi að krafsa dún, bak við skemmu að flá sel eða bak við hlöðu að spýta skinn. Stundum var hann líka niðri í vör að verka MORGUNBLAÐIÐ A MORGUN, SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR grásleppu. Hann var sístarfandi og einstaklega vandvirkur, vakn- aði fyrstur allra á morgnana og fór aldrei í rúmið áður en að hafa hlustað á veðurfregnirnar, enda eyjabóndinn háðari duttlungum veðurfarsins en flestir aðrir. Ég lærði margt af því að dvelj- ast í Hvallátrum hjá þeim Jóni og Jóhönnu, enda voru búskapar- hættir þar lítt breyttir frá því sem verið hafði um aldamótin. Vegna þess að ég var stelpa var ég höfð í inniverkunum og varð því nánari Jóhönnu en Jóni. Hún kenndi mér m.a. að mjólka, og búa til smjör og skyr, reyta lunda, skyggna egg, baka og elda mat. Jón reyndi að kenna mér hvernig ætti að búta sundur og borða hertan þorskhaus, en sú kennsia bar takmarkaðan árangur. Bæði áttu þau auðvelt með að sýna hlýju og þakklæti og þess vegna var gott að vinna undir þeirra handleiðslu. Jón var einstaklega þægilegur í viðmóti en vegna skertrar heyrnar hans gat verið dálítil kúnst að spjalla við hann. Röddin þurfti að vera í réttri tónhæð og framburður skýr til þess að við- kvæmar hlustir hans næmu orðin. Þarna var meðalhófið vandratað og það var það líka þegar kom að því að salta grautinn hans Jóns. Því enda þótt Jón Daníelsson hafi verið sérlega nægjusamur og hafi ekki gert miklar kröfur til mat- argerðarlistar þá mátti saltið í grautinn hans hvorki vera of né van. Ég man að ég beið stundum í ofvæni eftir því að hann styngi upp í sig fyrstu skeiðinni og kvæði upp dóminn sem gat hljóðað svo: „Þetta er brimsalt, þetta get ég ekki étið," eða Nei, nú hefurðu gleymt að salta grautinn". Best var þó ef hann sagði: „Já, nú he- furðu saltað mátulega". Mig minnir að ég hafi verið eitthvað viðkvæm fyrir aðfinnslunum í fyrstu, en þegar ég uppgötvaði kímnina sem skein úr augunum þegar hann setti út á grautinn fór ég að líta á grautargerðina sem skemmtilegan og spennandi leik. Ég dvaldist með þeim Jóni og Jóhönnu síðustu sumrin sem þau bjuggu í Hvallátrum og upplifði því aldrei blómatíma búskapar þeirra. Höfðingsskapur og gest- risni þeirra naut sín þó enn, því gestkvæmt var þá í eyjunni eins og ávallt hafði verið. Á haustin þegar ég kvaddi leystu þau mið alltaf út með rausnarlegum gjöfum og dúnsængin sem þau gáfu mér er engu lík og mun ylja mér ásamt góðum minningum svo lengi sem ég lifi. Jón Daníelsson hefur nú skilað sínu dagsverki. Jóhanna lifir mann sinn en hún hefur verið heilsulaus um árabil. Um leið og ég votta Jóhönnu, Maju, Línu og öðrum aðstandendum samúð mína vil ég vitna í annað erindi úr ofangreindu kvæði Jónasar Hallgrímssonar: Gráti því hér enginn göfugan föður, harmi því hér enginn höfðingja liðinn. Fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. Halla Kjartansdóttir (Jón var jarðsettur að Görðum á Álftanesi í gær, föstudag). 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.