Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 7
SJÁVARÚTVEGURINN Skortur á þróun og framsýni Fjölmennur ogfróðlegurfundur Alþýðubandalagsins um sjávarútvegsmál íHafnarfirði. Svanfríður' Jónasdóttir: Viljum vel rekin fyrirtœki sem geta gert vel við sittfólk - Við lifum í vellystingum án þess að huga að uppsprettunni. Það er vanvirðing gangvart því fólki sem vinnur í þessum undir- stöðuatvinnuvegi. Efnahags- kreppan er sögð sjávarútveginum að kenna en ekki ofbruðlið með fjármagnið sem streymir frá þess- ari uppsprettu. Við viljum vel rekin fyrirtæki sem geta gert vel við sitt fólk og geta staðið undir því velferðarkerfi sem við eigum rétt á, sagði Svanfríður Jónas- dóttir varaformaður Alþýðu- bandalagsins á íjölmennum fundi um sjávarútvegsmál sem Alþýðu- bandalagið boðaði til í Hafnar- firði í fyrrakvöld. Líflegar og fróðlegar umræður voru á fundinum en auk Svan- fríðar tóku þar þátt í pallborðsumræðum, Árni Bene- diktsson frá Sjávarafurðadeild Sambandsins, Logi Þormóösson fiskverkandi og útflytjandi í Kefl- avík, Óskar Vigfússon forseti Sjómannasambandsins og Sól- veig Aðalsteinsdóttir fiskverka- kona frá Ólafsvík. Tillögur um aðgerðir 1 framsöguræðu sinni rakti Svanfríður hvernig komið er fyrir rekstri fiskvinnslunnar í landinu og til hvaða úrræða ætti að grípa. Lækka yrði vexti þegar í stað, op- inberir bankar og sjóðir breyti hluta skulda fiskvinnslufyrirtækj- anna í hlutafé og styrki þannig eiginfjárstöðu fyrirtækjanna. Fé- lög starfsmanna á hverjum stað færu með þetta nýja hlutafé. Þá yrði að verja fjármunum til að hjálpa einstaka fyrirtækjum að hætta rekstri til að koma á víð- tækri endurskipulagningu í fisk- vinnslunni. - Engum væri greiði gerður með að halda öllum ryð- kláfum atvinnulífsins á floti, eins Svanfríður komst að orði. Ekki væri síður nauðsynlegt að endur- skipuleggja sölusamtök sjávarút- vegsins og færa þróunar-, markaðs- og sölustarf til fyrir- tækjanna sjálfra. Menntun í sjá- varútvegsgreinum þyrfti að stór- auka og bankar og sjóðir yrðu að auka þjónustu og lán varðandi þróun og nýbreytni í sjávarútvegi og taka yrði upp gerbreytta fjár- festingarstefnu í greinninni þar sem tekið væri tillit fyrst og fremst til raunverulegra rekstrar- möguleika. Stöðnun í vinnslunni Logi Þormóðsson fiskverkandi og útflytjandi var ómyrkur í máli varðandi markaðsmálin og sagði að heimssýn frystihúsanna væri afar takmörkuð og lítið sem ekk- ert hefði breyst í úrvinnslunni síð- asta aldarfjórðung. Tímabært væri að athuga hvort ekki væri rétt að selja stautaverksmiðjur stóru sölusamtakanna í Banda- ríkjunum og taka upp beina sölu inn á markaðinn í staðinn. - Það er spurning hvort þetta fyrirkomulag með stóru verks- miðjurnar í Bandaríkjunum hef- ur ekki staðið í vegi fyrir allri framþróun í fiskframleiðslu og útflutningi hér heima, sagði Logi. Árni Benediktsson sagði að stóru sölusamtökin SÍS og SH væru sökuð um að vera föst í sama farinu, en gífurlegar breytingar væru nú að eiga sér stað og á næstunni í úrvinnslu og útflutningi sjávarafurða. Ný flutningatæki færðu okkur nær aðalmörkuðunum og neytendur krefðust í æ ríkari mæli nýrrar og ferskrar vöru. Vinnslan verður að vera undir þetta búin, því að ferskfiskmarkarnir þola ekki að taka við öllum þeim afla sem hér kemur að landi. Árni sagðist ekki sammála þeim fullyrðingum að versmiðjurnar í Bandaríkjunum væru orðnar tímaskekkja. - Við seljum hugsanlega þessar verk- smiðjur þegar við höfum ekki þörf fyrir þær lengur og leysum upp sölusamtökin þegar við þurf- um ekki á þeim að halda. Sumir trúa ekki á samtökin en aðrir og miklu fleiri gera það ennþá. Hann ítrekaði að miklar breyt- ingar væru nú að eiga sér stað í markaðsmálum og benti á að árið 1986 voru 56% af sjávarafurðum landsmanna fluttar til Bandaríkj- anna en það sem af er þessu ári hefur aðeins fjórðungur fram- leiðslunnar farið á Bandaríkja- markað. Nú væri mest flutt til Bretlands, Bandaríkin næðu ekki nema þriðja sæti en næsmest væri flutt út til Austurlanda fiær. Hvert fór hagnaðurinn? Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins lagði í máli sínu áherslu á þýðingu fisk- markaðanna bæði fyrir hag sjó- manna og ekki síður vinnslunnar sjálfrar með virkari stýringu á vinnslu og sérhæfingu í einstök- um tegundum og pakkningum. Fróðlegt væri að bera saman þróunina í undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar og almennri þjónustu í landi. Bankastarfs- mönnum hefði fjölgað um helm- ing á áratug. Sjómenn væru nú um 5000 talsins og ynnu trúlega um 7000 ársverk. Island væri nú 14. stærsta fiskveiðiþjóð í heiminum og í 10. sæti yfir verð- mæti sjávarafla. Þar værum við komnir fram úr norskum sjó- mönnum sem teldu 34 þúsund manns. Þrátt fyrir þessa stað- reynd væru meðaltekjur norskra sjómanna í krónum talið hærri en þeirra íslensku. - Hvernig má þetta vera, hvert hafa þessir pen- ingar farið? Hvað hefur orðið um öll þessi verðmælti sem við höf- um borið að landi, spurði Óskar. Halftomir vlnnusalir í máli Sólveigar Aðal- steinsdóttur kom fram að ástand- ið í frystihúsunum væri afar bág- borið. Ekki aðeins launakjörin og vinnuokið heldur ekki síður hvernig staðið væri að úrvinnslu okkar þjóðarauðs. - Þar sem ég starfa hafa í sumar ekki verið nema 3-4 vanar konur í vinnu. Reksturinn er bor- inn uppi af unglingum, 14, 15 og 16 ára gömlum og svo eru menn að velta því fyrir sér hvers vegna óhagkvæmnin sé svona mikil og dæmið gangi ekki upp. Aðspurður um framtíðarsýn í íslenskri fiskvinnsu árið 2000, sagðist Árni Benediktsson hafa trú á því að þá yrði flutt út mun meira af fiski beint til neytenda en nú er gert. Þar lægi vaxta- broddurinn í markaðsmálum. Einnig yrði vinnutími orðinn sveigjanlegri í vinnslunni og meiri fjölbreytni í framleiðslu en nú þekkist. Sólveig sagðist ekki sjá hvernig Ámi ætlaði að manna frystihúsin árið 2000 allan sólarhringinn með Fóstrur athugið Forstööu vantar við leikskólann Bergheima, Þor- lákshöfn. Þarf aö geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 98-33800. Þátttakendur í pallborðsumræðunum, frá hægri; Logi Þormóðsson fiskverkandi og útflytjandi, Árni Benediktsson frá Sambandinu, Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins og Sólveig Aðal- steinsdóttir fiskverkunarkona. Mynd-Ari. sveigjanlegum vinnutima. Það fengist ekki fólk til að halda þess- um rekstri gangandi í dag fyrir 40 þús. kr. á mánuði og óþarfi væri að velta fyrir sér ástandinu um aldamótin. - Það verður ekkert landsbyggðarfólk til um alda- mótin. Allir verða fluttir til Reykjavíkur í velmegunina. Ekkert oselt út úr landinu Logi Þormóðsson lagði ríka áherslu á að betri tenging vinnslu við markaði og uppbygging fisk- markaða um allt land væri lykil- atriðið að bættri afkomu í sjávar- útveginum. - Við eigum mikla möguleika með útflutning á ferskfiski víða um heim, en við verðum að gæta okkar á því að senda ekkert frá okkur óseit. Þeir verða að kalla en ekki við að senda. Þetta er mjög viðkvæmur markaður sem'getur gefið okkur mikið í aðra hönd ef rétt er að staðið. Staðreyndin er hins vegar sú að við íslendingar höfum ekk- ert vit á ferskfiski. Við höfum vit á fiski sem á fara í úrvinnslu og Svanfríður Jónasdóttir varafor- maður Alþýðubandalagsins; Framtíð sjávarútvegsins kemur okkur öllum við. frystingu en alls ekkert vit á ferskfiski, sagði Logi Þormóðs- Menntaskólinn við Hamrahlíð Öldungadeild Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð er fyrsta öldungadeild við framhaldsskóla hérlendis, stofnuð 1972. Frá upphafi hafa þúsundir manna og kvenna stundað þar nám og nokkur hundruð lokið stúdentsprófi. Nútímaþjóðfélag gerir kröfur um menntun. Auk þess hefur menntun gildi í sjálfri sér. Langar þig til að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám? öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð býður framhaldsskólanám á 6 brautum: eðlisfræðibraut, náttúrufræðibraut, nýmálabraut, fornmálabraut, félagsfræðibraut (hún skiptist í fjölmiðlalínu, sálfræðilínu og félagsfræðalínu) og tónlistarbraut. Vel menntað og þjálfað kennaralið tryggir gæði kennslunnar. Hægt er að stunda nám í mörgum eða fáum námsgreinum. Á haustönn 1988 býður skólinn eftirtaldar greinar: Tungumál: Danska Enska Franska ftalska Spænska Þýska Raungreinar: Stærðfræði Eðlisfræði Efnafræði Jarðfræði Líffræði Samfélagsgreinar: Félagsfræði Þjóðhagfræði Bókfærsla Listasaga Lögfræði Stjórnmálafræði Heimspeki Saga Auk þessa er boðið upp á nám í tölvufræðum, bæði grunnnám og forritun. Notaðar eru tölvur af PC og BBC-gerðum. Boðið er fjölbreytt nám í íslensku, bæði ritþjálfun, bókmenntir og málfræði. Einnig eru myndlist og leiklist kenndar við öldungadeildina. Innritun í öldungadeild MH fer fram á skrifstofu skólans frá 9.00-16.00, dagana 29. ágúst til 2. sept. Skólagjald er aðeins 7.400 krónur óháð fjölda námsgreina sem þið leggið stund á.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.