Þjóðviljinn - 27.08.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 27.08.1988, Side 9
VIÐHORF Niðurfærsla launa og lífskjara, kjaraskerðingu gefið nýtt nafn Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður skrifar Óstjórn í efnahagsmálum Sú stjórnarstefna, frjálshyggj- an, sem íhaldsöflin í landinu (nánar tiltekið Framsóknarflokk- ur, Sjálfstæðisflokkur og nú einn- ig Alþýðuflokkur) hafa fylgt sl. 5 ár er þessar vikurnar endanlega að bíða skipbrot. Mitt í góðær- inu, þegar verðmætasköpun þjóðarinnar er meiri en nokkru sinni fyrr, eru hjól atvinnulífsins að stöðvast og fjárhagur þúsunda heimila að bresta. Svo grátt hefur frjálshyggjan, með sínum okurvöxtum, verð- bólgu og sukki gróðaaflanna leikið íslenskan þjóðarbúskap að sjálfir höfundarnir tala nú eftir áralangt góðæri um kreppuá- stand. Vandi íslensks þjóðarbúskapar um þessar mundir stafar ekki af óhagstæðum ytri skilyrðum. Þvert á móti eru þau með hag- stæðasta móti og yfirstandandi ár verður að öllum líkindum hið annað besta í sögunni hvað verð- mætasköpun snertir, svipað eða litlu lakara en metárið 1987. í nýjasta hefti Þjóðhagsstofnunar, af ágripi úr þjóðarbúskapnum er birt endurskoðuð þjóðhagsspá fyrir árið 1988 sem gerir ráð fyrir lítilsháttar aukningu landsfram- leiðslu eða um 0,2% í stað 1% samdráttar í fyrri spám. Þarerþví einnig spáð að þjóðartekjur standi því sem næst í stað. Með þessar staðreyndir í huga er það þeim mun furðulegra að umræða um efnahagsmál hefur sl. vikur gengið út frá því að hér væri skollin á meiri háttar kreppa. Hefur þetta jafnvel gengið svo langt að aðstæður nú séu bornar saman við mestu á- fallaár íslensks þjóðarbúskapar. Þetta er alrangt, jafnvel þó sjávarútvegurinn sé skoðaður einn sér samanber meðfylgjandi mynd. Hér er ljótur leikur á ferð og er þar hlutur íslenskra fjölmiðla ekki bestur: að éta það hrátt upp eftir áhugamönnum um kjara- skerðingu að við íslendingar höf- um orðið fyrir stórfelldum ytri áföllum. Það er rangt, það er lygi til þess uppi höfð að breiða yfir skipbrot stjórnarstefnunnar og undirbúa jarðveginn fyrir kjara- skerðingu. Hin margnefnda verðlækkun á hluta sjávarafurð- anna er að mestu leyti bætt með mikilli verðhækkun á loðnuaf- urðum, áli og kísiljárni, lágu olíu- verði o. s. frv. Eða með öðrum orðum viðskiptakjör þjóðarinnar í heild eru hagstæð og verðmæta- sköpun þjóðarinnar í hámarki. Vandi okkar nú stafar af rangri stjórnarstefnu ríkisstjórna Stein- gríms Hermannssonar og Þor- steins Pálssonar. Þetta er óstjórn- arvandi samfara ranglátri tekj- uskiptingu og misgengi sem hygl- að hefur fjármagnseigendum og gróðaöflum á kostnað launafólks og útflutningsatvinnuvega. Láglaunafólkið borgi brúsann Og nú er nýtt töfraorð upp fundið, niðurfærsla. Niðurfærsla skal það heita og væntanlega sjá allir fljótt í hendi sér að það er nú eitthvað annað að láta ræna 10% af kaupinu sínu ef það bara heitir niðurfærsla en ekki kjaraskerð- ing, nema hvað? Aðstæður í dag einkennast af þenslu í ákveðnum greinum at- vinnulífsins og á heilum lands- væðum, yfirborgunum og óheftri álagningu og yfirleitt verðlagn- ingu á öllum sköpuðum hlutum. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að niðurfærslan muni aðeins halda gagnvart þeim hópum sem lakasta hafa samningsstöðuna á vinnumarkaðnum og eru verst settir fyrir. Kaupmenn eru þegar farnir að hækka verð í búðum, „Vandi íslensks þjóðarbúskapar um þessar mundir stafar ekki af óhagstœðumytri skilyrðum. Þvertá móti eru þau með hagstœðasta móti og yfirstandandi ár verður að öllum líkindum hið annað besta ísögunni hvað verðmœtasköpun snertir, svipað eða litlu lakara en metárið 1987“ __ Af laver&Mrtl MYM3 1. AFLI OG OTFLLríNINGSFRAMLEIÐSLA — - Framlelðela SJÁVARAFURÐA 1980 - 1988 8pð sbr. fréttir, til þess að geta sett upp góðmennskusvip og tekið þátt í niðurfærslunni og lækkað verðið aftur síðar. Síðan er víst ætlunin að bíða með vextina, sjá til hvort þeir lækki ekki í kjölfar- ið. Vel að merkja, ekki endilega raunvextir heldur nafnvextir. Nei, niðurfærslan yrði f.o.b. skjótvirk og beitt kjaraskerðing- araðferð gagnvart þeim þriðjungi launafólks eða svo sem lakast er sett fyrir, eins og fiskvinnslufólk, ákveðnar stéttir opinberra starfs- mannao. s. frv. Meðöðrumorð- um það á að láta lakast setta þriðjung þjóðarinnar borga fyrir óráðsíu hinna. Frjálshyggjuhirðin á að moka sinn eigin flór Það ber að hafna með öllu fyrirhuguðum kjaraskerðingar- leiðum ríkisstjórnarinnar. En ljóst er að ríkisstjórnin og ríkis- stjórnarflokkarnir sjá þau ráð ein að láta almenning greiða fyrir óráðsíu frjálshyggjunnar með stórskertum lífskjörum á næst- unni. Niðurfærsluleið stjórnar- innar er niðurfærsla launa og Iífskjara. Um þetta eitt virðist hin ráðþrota ríkisstjórn með forstjór- ahirð sinni geta orðið sammála. Á venjulegu máli almennings í landinu heitir það „KJARASK- ERÐING“. Það á að fara aðra leið, leið sem felur í sér tafarlausa vaxta- lækkun og lækkun annars til- kostnaðar heimilishalds og at- vinnurekstrar og tekjuöflun með skattlagningu fjármagnsgróða, hátekna og stóreigna til að jafna lífskjör og bæta stöðu útflutn- ingsstarfsemi og undirstöðuat- vinnuvega. Það má ekki gerast að her- kostnaður óráðsíunnar verði enn einu sinni sóttur í vasa lægst- launaða fólksins. Frjálshyggju- hirðin á að gjalda eigin óráðsíu og moka sinn eigin flór. Framsókn- armenn eiga að halda neðst um rekuskaptið. Steingrímur J. Sigfússon, alþm. LESENDABRÉF Menningan/ioburour í Það var mikið um dýrðir í henni Viðey gömlu í tvö- hundruðogtveggja ára afmæli Reykj avíkurborgar þann 18. ág- úst eins og við sveitamenn og landsbýsidjótar fengum að sjá í sjónvarpinu okkar um kvöldið: guðsblessun, þar sem Doddson las pistilinn um fariseann og toll- heimtumanninn upp úr gamalli Viðeyjarbiblíu, og tókst sæmi- lega, síðan hátíðarsamkoma úti á hlaði þar sem liðsoddar Sjálf- stæðisflokksins stigu hver af öðr- um pontuna að halda ræður fyrir þjóðina: Hermannsson, Bís- leifur, Doddson. Að sjálfsögðu var Hermanns- son bestur, einsog við mátti bú- ast, og endurvakti orðasamband- ið „með Sundurn" og umskírði einn menntaskólann suður þar af því tilefni með einfaldri tilskipun eins og um væri að ræða hverja aðra vaxtahækkun. Hvers vegna gerði hann þetta ekki meðan hann var sjálfur menntamálaráð- herra? Komu fræðimenn ekki þessari flugu í munn honum fýrr en hann var orðinn bankastjóri? Ég legg til, að hér eftir skrifum við landsbyggðarmenn jafnan með Sundum þegar við þurfum að bréfa til stofnana eða fyrir- manna í Reykjavík, á Seltjarnar- nesi, í Kópavogi, Garðabæ og á Álftanesi: Landsbankinn með^ Sundum, Alþingi með Sundum, Stjórnarráð íslands með Sund- um, Ráðhúsið með sundfitum við Tjörnina með Sundum, Herra bankastjóri Sverrir Hermanns- son, Einimel 9, 107 með Sund- um. Doddson skreytti ræðu sína með ljóði eftir Tómas, en er ekki mjög góður ljóðalesari þótt hann léki Bubba kóng með miklum bravúr á sínum tíma, að því er sagnir herma. Því miður man ég ekkert af því sem Bísleifur sagði og er illt til þess að vita, því hann hlýtur að hafa flutt bjarglega ræðu, sjálfur menntamálaráð- herrann. Dálítið var talað þarna um Skúla sáluga fógeta og þá Stefán- unga sem sátu eyju þessa við mikla rausn á sínum tíma, og einn afkomenda þeirra fékk niéira að segja lyklavöld að byggingunum. En sem betur fór var ekki farið nákvæmlega út í samskipti Stef- ánunganna og Skúla gamla í Við- ey í hans aldurdómi. Á hinn bóg- inn sagði Doddson okkur, að kostnaðurinn við byggingu Við- eyjarstofu hefði farið 250 prósent fram úr áætlun hjá Skúla og mega þær upplýsingar verða Jóni Bald- vin til mikillar huggunar, ef ekki hreinlega sáluhjálpar, á þessum síðustu og verstu tímum. Ekki má gleyma því að Herdís leikkona flutti þarna ákaflega rómantískt ljóð í rauðu, hvítu og dálítið bláu eftir Morgunblaðs- matthías. Herdís er góður leikari Viðey en því miður les hún ljóð litlu betur en Doddson, eins og við fengum illilega að reyna í sjón- varpinu okkar í vetur þegar hún flutti þar Vögguþulu Lorca. áiðan var myndavélunum beint að öðrum hátíðargestum: forseta vorum, Jóni Baldvin og Jóni Sig., en þeir tveir síðast nefndu fengu að vera þama með íhaldinu af skiljanFegum ástæð- um, og margsinnis að Hafnar- fjarðarmatthíasi, háleltum og sperrtum með helgisvip eins og hann væri að skima efir heilögum anda. Að lokum fengu menn kaffi og með því og allir voru glaðir eins og vera bar. Eftir að hafa horft á þennan þátt setti að mér óumræðilegan fögnuð yfir því, að forystumenn íhaldsins skuli vera orðnir jafn menningarlega sinnaðir og raun ber vitni. Vona ég af heilum hug, að framhald verði á þeirri þróun. SÓP Laugardagur 27. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - S.tJA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.