Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 12
PÓST- OG StMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða tæknifulltrúa I til staría við loran- stöðina Gufuskálum. Frítt húsnæði á staðnum ásamt rafmagni, hita og húsbúnaði. Námsdvöl í Bandaríkjunum nauðsynleg. Áskilin er rafeindavirkjun (símvirkjun/útvarps- virkjun). Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjórinn Gufu- skálum og starfsmannadeild Reykjavík. KVIKMYNDIR Ilusiiæ<Vissfoínuii rikisins TÆKNIDEILD Sími 696900 Utboö Stjórn verkamannabústaða á Blönduósi, óskar eftir tilboðum í byggingu fjögurra íbúða í tveimur einnar hæðar parhúsum byggðum úr steinsteypu, verk nr. U.20.05 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál hvors húss 194 m2. Brúttórúmmáí hvors húss 695 m3. Húsin verða byggð við götumar Mýrarbraut 14- 16, og Skúlabraut 18-20, á Blönduósi og skal skila fullfrágengnum, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi, og hjá tækni- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá þriðjudeg- inum 30. ágúst 1988 gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 13. sept. 1988 kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. ^Hiisnæðisstofnun ríkisins L LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í að steypa upp og fullgera aðveitustöðvarhús sem reisa á við 220 kV háspennulínu Landsvirkjunar til álversins í Straumsvík, móts við Hamranes sunnan Hafnarfjarðar. Verkinu tilheyra einnig ýmsir aðrir verkþættir svo sem gerð undirstaða fyrir stálmöstur og spenna. Utboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeg- inum 30. þ.m. á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- Ieitisbraut68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3000,- Helstu kennitölur í verkinu eru: Flatarmál húss: 614 m2 Rúmmál húss: 3160 m3 Steypa: 1015 m3 Mótafletir:4170m2 Steypustyrktarjárn: 92 tn. Miðað er við að verkið geti hafist 23. september nk. og að verklok verði sem hér segir: Húsið fokhelt 31. desember 1988 Steypt mannvirki utanhúss 15. apríl 1989. Heildarverklok 15. maí 1989. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar 9. september 1988 fyrir kl. 10.30, en tilboðin verða opnuð þar sama dag kl. 11.00 að viðstöddum bjóðendum. Reykjavík 28. ágúst 1988 Mynd sem gengur upp Foxtrot ísland 1988 Leikstjórí Jón Tryggvason Kvikmymlataka Karl Óskarsson Handrít Sveinbjörn I. Baldvinsson Framkvæmdastjóri Hlynur Óskars- son Leikarar Valdimar Örn Flygenring, Steinar Ólafsson, María Ellingsen o.fl. Framleiðandi Frostfilm Það sem manni finnst fyrst um nýju myndina Foxtrott er að hér er komin mynd sem gengur upp. Það er ekkert stórvægilegt að, tækni og handbragð í góðu lagi, stundum stórgóðu, sagan spenn- andi og hnökralaus, persónu- sköpun tiltölulega trúverðug. Þar á eftir saknar maður svo einhvers sem helst er hægt að kalla karakter, og sá illa út- skýranlegi skortur veldur því sennilega að blaðamaður í hátíð- legum stellingum gagnrýnandans getur ekki hafið Foxtrott upp til skýjanna. Myndin heldur manni, en hrífur mann ekki. Að minnsta kosti ekki nóg. Hiklaus kostur við Foxtrott er smásaga Sveinbjörns I. Baldvins- sonar og vel unnið handrit úr henni. Söguþráðurinn stenst hvar sem reynt er á hann, og þeir Sveinbjörn varast að moka of miklum efniviði inná filmuna eða gerast til baga háfleygir. Aðalatriði þeirrar sögu sem hér er sögð kemst prýðilega til skila. Það má til dæmis segja hana svona: Lítill strákur sem heldur að lífið sé foxtrott finnur sér stað í fótboltanum og nær ekki að verða fullorðinn, þessari sígildu karl-sögu fylgir töffara- skapur, ofbeldisdýrkun og kven- hræðsla, - hálfbróðirinn sér síðan innundir skelina í einu ferðalagi um Suðurlandsundirlendið og gengst um leið undir eigin ferm- ingu inní fullorðinslíf, - trúnað- urinn við bróðurinn flysjast burt og svikin í lokin eru sjálfsögð hol- lusta við samfélagsreglur - og nýjan kvenlegan áhrifavald. Petta er „þriller" með byssum, sálfræði og slagsmálum, en spennuþráðurinn verður ekki útúr kú á íslenskum söndum framanvið íslensk fjöll (einsog menn óttast alltaf síðan í Bagley- myndinni þegar dautt fólk lá eins- og hráviði útum öll hraun og stór- veldanjósnarar laumuðust fram- anvið pulsubari á Austurstræti með fingur á gikk). Enda á hér- lendur samtími nægt efni í slíka spennuþræði þegar að er gáð: slysahættu, björgunarsveitir, ör- yggisgæslu, hinar daglegu náttúruhamfarir, - sem þeir Foxtrottarar hafa nýtt sér ágæt- lega. Myndmálsúrvinnsla í hand- ritinu er til fyrirmyndar, til dæmis vel unnið úr möguleikum ferðal- agsins, sem gefur Foxtrott sold- inn „vegafilmu"-svip, og það er vel leikið með lyklakippuna hennar Lísu, sem veldur straumhvörfum í sakamálinu vegna þess að hún er efnisleg mynd straumhvarfa í tilfinning- um yngri bróðurins og þarmeð í sambandi hans við hinn eldri. Textinn sjálfur er hinsvegar óþarflega klaufalegur, sérstak- lega í samtölum og einkum fram- anaf, hvort sem textahöfundi eða leikurum eðá leikstjóra er um að kenna. Ög á stöku stað lítur út fyrir að hefði þurft að liggja aðeins lengur yfir handriti, til dæmis í setning- unni frá litla stráknum með fót- boltann sem vísar til yngri bróð- urins en á heima hjá þeim eldri í yfirfærðu merkingunni og hittir þessvegna í mesta Iagi í stöng, - upprifjun foxtrott-plötunnar hefði líka mátt hafa meira kjöt á beinum. Kvikmyndataka og klipping eru þannig að lítið verður að fundið. Karl Óskarsson er þegar viðurkenndur einn af bestu töku- mönnum landsins og bregst hér ekki frekar en atvinnuklippari er- lendur sem fenginn var til. Á köflum tekst með samspili vélar og leikmyndar, tilbúinnar og náttúrlegrar, að skapa magnaða eyðistemmingu sem minnir á sumar ástralskar myndir, - en öðrum sinnum dettur botninn allt í einu úr við að takan ryðst frammúr túlkunarhlutverkinu, stundum með aðstoð leikmynda- manna, - skot tekið gegnum vagnhjól, göldruð upp kirkju- garðaþoka á bifreiðaverkstæði. Sagan er um hálfbræður tvo, og aðrar persónur eru aðeins til utanum þá. Það veltur því mikið á Ieikurum í þeim hlutverkum tveimur, og bæði Valdimar Örn Flygenring og Steinar Ólafsson standa sig vel, langleiðina að minnsta kosti. f>að er samt einsog Valdimar Örn nái sér þá fyrst á strik þegar persóna hans fer að færast f aukana, í byrjun myndar er einsog hann nái ekki fullum tökum á sínu. Steinar fyllir vel út í hlutverk yngri bróðurins óörugga og gæti átt framtíð fyrir sér í leik. Þó er einsog vanti reynslu eða þroska til að koma fyllilega til skila því kreppuástandi sem söguþráðurinn lokar hann inn í. Og mann grunar að leikstjórn hafi kannski ekki verið nógu markviss, ekki nógu útpæld, til að fá útúr tiltölulega óreyndum kvikmyndaleikurum þau hundr- að og tíu prósent sem þarf til fullkomnunar. Þessi grunur um veikleika í leikstjórninni verður áleitnari vegna þess að aukapersónur myndarinnar leika afspyrnu- misjafnlega, - og virðist frammi- staðan allsekki fara eftir leikreynslunni. Sigurður Karls- son og Erlingur Gíslason leika sín smáhlutverk af öryggi atvinnu- mannsins, enJón Sigurbjörnsson og Sigurður Skúlason eru hálf- partinn gegnsæir og einsog þeir væru einmitt að leika í kvikmynd. Eina aukahlutverkið sem veru- legu máli skiptir er Lísa Maríu Ellingsen, sem kemst þokkalega frá sínu en nær þó ekki að geisla þannig frá sér á hvíta tjaldinu að aðdráttarafl Lísu á bræðurna tvo skiljist án frekari málalenginga. En til þess þarf helst stjörnu. Við kynninguna á Foxtrott hafa aðstandendurnir lagt áherslu á að þeir standi að allir saman. Myndin er þannig ekki eins höfundar, heldur að minnsta kosti fjögurra, og að því er virðist ber ekki að leggja of mikið uppúr verkaskiptingunni. Þetta fyrir- komulag skýrir kannski þá til- finningu sem getið var hér í upp- hafi, - að það sést alstaðar að menn kunna til verka, en það vantar sem skilur á milli vel unn- innar kvikmyndar og góðrar kvikmyndar, - karakter, heildar- sýn, höfundskapur sem með sjálfum sér getur breitt yfir ýmsa galla. Þeir Foxtrott-menn hafa lagt talsvert undir í þessu ævintýri og unnið af metnaði. Og ætla á er- lendan markað, - sem raunar klemur fram í myndinni með ýmsu smálegu sem spillir fyrir ís- lensku áhorfi. Sá sem hér lemur tölvuborð óskar þeim félögum alls góðs í víkingu, en hefur ekki mikla trú á að það verði slegið í gegn í þetta sinn. Kannski næst eða þarnæst. Hinsvegar kemur mér á óvart ef viðtökurnar hér heima verða eitthvað annað en glimrandi. Og hingaðtil hafa færri unnið þann björn en vildu. Að lokum: Ég finn ekki annað betra orð en „fallegt" um til- einkun myndarinnar í lokin. Hún snertir mann óþægilega og segir okkur einhvernveginn að harm- leikir hvíta tjaldsins eru eftir allt saman aðeins stílfæring á harm- leikjum veruleikans. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.