Þjóðviljinn - 27.08.1988, Page 13

Þjóðviljinn - 27.08.1988, Page 13
ERLENDAR FRETTIR íranskir stíðsfangar í írak. Brátt mun de Cuellar kynna áætlun sína um útfærslu ályktunar 598 en þar verða ákvæði um fangaskipti. Gctlf Friðartillögur írana Velajatí leggurfram „gildarforsendur“ viðrœðna, ályktun598, áœtlun de Cuellars umframkvæmd ályktunar598 og Alsírsamninginn frá 1975 Iranska sendinefndin í Genf, með Ali Akbar Velajatí utan- ríkisráðherra í fylkingarbrjósti, lagði í gær fram drög að einskon- ar ramma um friðarsamning fjandríkjanna. Kveða tillögurnar á um að sáttmálinn skuli reistur á tveimur meginstoðum, annars- vegar samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 598 og hinsvegar samkomulagi sem Irakar og Iranar gerðu með sér fyrir 13 árum. Það var um bit- beinið eilífa, landamæri ríkj- anna, en írakar lýstu það síðan dautt og ómerkt örfáum dögum áður en þeir hófu nýlokinn hild- arleik. Velajatí gerði grein fyrir til- lögunum á fundi með frétta- mönnum í gær, á öðrum degi við- ræðnanna í Genf. „Það er vor einlæg ósk að við náum traustum og réttlátum samningum og að heiður beggja verði virtur. Sé viljinn fyrir hendi þá mun okkur takast þetta, á því er ekki nokkur vafi.“ Velajatí kvaðst þvínæst, fyrir hönd stjórnar sinnar, leggja fram það sem hann nefndi „gildar for- sendur“ friðarsamninganna en þær væru: - Samþykkt Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna númer 598, en viðræðurnar sem nú stæðu yfir í Genf ættu rót að rekja til hennar. - Áætlun Javiers Perezar de Cuellars, aðalritara S.Þ., um að hrinda ályktun 598 í framkvæmd. - Alsírsamningur íraka og írana frá því árið 1975. Ályktun 598 kveður sem kunn- ugt á um að styrjaldaraðilar þaggi tafarlaust niður í byssukjöftum sínum, dragi eigin heri innfyrir landamæri ríkja sinna, hefji stríðsfangaskipti og úkljái öll helstu ágreiningsefni með samn- ingum. I ályktuninni segir enn- fremur að nefnd verði skipuð til þess að grafast fyrir um það hvor eigi meiri sök á upptökum stríðs- ins. Áætlun de Cuellars hefur ekki enn verið gerð heyrinkunn en kunnugir segja að hún sé útfærsla ályktunar 598 og hafi dagsetning- ar og staðanöfn að geyma, hvar og hvenær vert sé að hrinda hin- um ýmsu ákvæðum ályktunarinn- ar í framkvæmd. Árið 1975 undirrituðu fulltrúar Iraka og írana samning í Alsír um landamæri ríkja sinna. Þá fóru aðrir menn með völd í þessum löndum en þeir sem stofnuðu til ófriðar árið 1980. í Bagdað réð hörkutól nokkurt úr röð hers- höfðingja, Hasan al Bakr að nafni, en íTeheran sat Muhamm- ad Reza Pahlavi í hásæti keisar- ans. Alsírsamningurinn veitti ír- önum rétt til þess að sigla fleyjum sínum óhindrað um Shatt al- Arab. En viku áður en styrjöldin skall á þann 22. september 1980 riftu írakar samningnum á þeirri forsendu að þeir hefðu sætt afar- kostum við gerð hans og hefði hann því verið bölvaður nauðungarsamningur. Tillögurnar sem Velajatí og fé- lagar lögðu fram í gær eru hinar fyrstu sem hlutlægar geta talist og grundvöllur viðræðna. Ekki bár- ust fréttir af viðbrögðum írasks kollega Velajatís í gær. Sá heitir Tareq Aziz. Þó tókst einum fréttamanna að draga eftirfar- andi uppúr einum undirsáta hans í gærkveldi: „Viðræðurnar fara fram í fúlustu alvöru, mestu al- vöru.“! Reuter/-ks. FIDE Forsetinn er sár Forseti Alþjóða skáksambands- ins, FIDE, heitir sem kunnugt er Florencio Campomanes. Hann kom að máli við fréttamenn í gær og sagði sínar farir ekki sléttar úr skiptum við heimsmeistara karla í skák, Azerann Garrí Kasparov. Hann gerði grein fyrir bréfi sem hann ritaði sovéskum skák- yfirvöldum þann 11. þessa mán- aðar. Þar krefst hann þess að heimsmeistarinn biðjist velvirð- ingar á ýmsum miður ljúfum orð- um í sinn garð og sambands síns. Bréfið hefst á því að Campom- anes óskar Kasparov til hamingju með vörn titils síns í einvígi við fjanda og landa, Anatólí Karpov. Þvínæst kemur þetta: „Hinsvegar hefur margt orðið til þess að varpa skugga á þann atburð og vega þar þyngst ýms ósæmileg ummæli sem sögð hafa verið á opinberum vettvangi, um- mæli sem sá fræjum sundurlyndis og lítilsvirða og ógna samband- inu, FIDE, sem gerir það kleift að menn keppi um heiðurstitilinn „heimsmeistari í skák.““ Á meðal þess sem forsetinn ber Kasparov á brýn að hafa sagt er þetta: „Að titillinn sé í mínum höndum verður banabiti þessa sambands.“ Ennfremur: „Þeir (forystumenn FIDE) eru engu betri en guðfeður Mafíunnar.“ Einnig: „Það er óskapleg spilling í FIDE.“ Og: „(Sambandið er svo gerspillt að) ný forysta fær ekki borgið því.“ að varð uppi fótur og fit hér á Þjóðviljanum í gær. Þannig er mál með vexti að hinn ástsæli leiðtogi Norður-Kóreu, Kim II Sung, hefur ætíð verið í alveg sérstöku dálæti á okkar blaði.Ef marka má bókakost Þjóðviljans því þriðjung þess skipar fimmföld heildarútgáfa á ritsafni meistar- ans. En svo þegar einn ötulasti kim- isti blaðsins mætti til starfa í gær- morgun lá á borði hans rauðleitur bæklingur í litlu broti: „Æviágrip Kims Jong II, hins nýja leiðtoga Lokaorð kvörtunarbréfs Campomanesar eru þessi: „Fyrir hönd FIDE vísum vér öllu þessu masi um sambandið á bug sem og öðru því sem hann (Kasparov) hefur látið um það falla í eyru heimspressunnar...ég krefst þess að heimsmeistarinn biðji mig af- sökunar." Reuter/-ks. Lýðræðislegs alþýðulýðveldis Kóreu.“ Oneitanlega rann of- annefndum blaðamanni kalt vatn milli skinns og hörunds. Uns hann blaðaði örlítið í pésanum og í ljós kom að nýi Kim er sonur gamla Kims. Sem sagt: Gamalt eðalvín á nýjum belg. Það jók enn sálarró blaðamanns að fletta uppá síðu 3 en þar gat að líta ljós- mynd af þeim feðgum yfir svo- hljóðandi myndatexta: „Hinn ástsæli leiðtogi Félagi Kim Jong II í kompaníi við hinn stórbrotna leiðtoga Félaga Kim II Sung.“ Af mikilmennum Þar ríkja Kimást og Kimstór Laugardagur 27. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 SJAÐU! Við fækkum um eina sætaröð í öllum innanlandsvélunum og aukum bilið til þess að betur fari um þig.* Fljúgðu innanlands og finndu muninn *Breytingunum verður lokið á öllum Fokkerflugvélunum 1. september. FLUGLEIÐIR AUK/SlA k110d20-172

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.