Þjóðviljinn - 27.08.1988, Page 16

Þjóðviljinn - 27.08.1988, Page 16
Sigríður H. Pálsdóttir starfsm. á barnaheimili: Nei ég hef nú ekki tekið sérstak- lega eftir því enda fylgist ég ekki svo grannt með verðlaginu. Birna Sigþórsdóttir, nemi: Nei ég hef lítið verið að versla undanfarið en ég gæti vel trúað að einhverjir seljendur hafi not- fært sér ástandið og hækkað vörur sínar. Þorri Hringsson, myndlistarnemi: Já ég hef orðið var við það. Ég hef þurft að kaupa inn til heimilis- ins undanfarnar vikur, mamma er nefnilega í útlöndum. Ég get nefnt sem dæmi að ég keypti majones áðan fyrir 64 krónur en sams konar krukka kostaði 50 krónur fyrir skömmu. Lúðvík Gizurarson, lögfræðingur: Ég hef ekkert fylgst með því. Það hefur nú verið rætt um það síðan, ég man eftir mér að verðlag sé alltaf að hækka og það er eflaust alveg rétt en ég er löngu hættur að fylgjast með því. -SPURNINGIN— Hefur þú oröiö var (vör) við verðhækkanir síö- ustu daga? Anna Hjartardóttir, verslunarmaður: Jú það er nú líkast til. Til dæmis hefur allt sælgæti í versluninni sem ég vinn í hækkað í vikunni. þJÓÐVIUINN Laugardaour 27. ógúst 1988 191. tölublað 53. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Ekki verður betur séð en að Gotti, skemmti sér vel við æfingar í hindrunarbrautinni. Hann á kannski eftir að slá í geng, þegar íslenskir ihundar keppa t fyrsta sinn í hundafimi. Hundasýning Fyrsta keppnin í hundaf imi Sœnskur leiðbeinandi spáir íslenskafjárhundinum góðumframa í þessari nýju hundaíþrótt Metþátttaka verður á hunda- sýningu Hundaræktarfélags íslands í Reiðhöllinni næsta sunnudag, þar sem 2 erlendir dómarar munu dæma 170 hunda af 10 mismunandi hundakynum. A sýningunni verða með í fyrsta sinn hundakynin enskur Springer Spaniel og stríðhærður lang- hundur. í Reiðhöllinni verður einnig haldin fyrsta keppnin í nýrri hundaíþrótt, sem hlotið hefur nafnið hundafimi. Gunnilla Lundbom frá Svíþjóð hefur leiðbeint íslenskum hundum og eigendum þeirra í hundafimi og segir hún mjög mikinn áhuga vera á íþróttinni hér á landi. Hefur hún aðstoðað við að smíða sérstaka hindrunarbraut, sem 12 hundar munu fara í gegn- um í keppninni í hundafimi á sunnudaginn. Þurfa þeir að klifra yfir „trébrekku", ganga á slá, Hundar af öllum stærðum og gerðum geta spreytt sig á hindrununum. Hór fara þær Vala Ósk með Hólu og Ragnheiöur Ásta með Córu í hindrunarstökk og er það Héla sem fer fyrir. skríða í gegnum rör og poka, hoppa í gegnum dekk og feta sig áfram í eins konar svigi milli stanga. Gunnilla sagði við Þjóðvilj- ann, að í slfkum keppnum væri venjan að sá hundur sigraði sem fljótastur væri í gegnum brautina. í fyrstu keppninni hér mun hins vegar sá sigra, sem fer brautina á sem næst 90 sekúndum, því hinu forminu fylgir of mikið stress fyrir lítið þjálfaða hunda. Gunnilla spáði því að íslenskir fjárhundar gætu orðið fremstir í þessari íþrótt hér, líkt og sænskir fjárhundar í hennar heimalandi. - íslensku hundarnir eru snöggir, gott jafnvægi í líkamsbygging- unni og svo eru þeir samstarfsvilj- ugir og fljótir að læra, sagði Gunnilla sem á sjálf 4 hunda, sem þjálfaðir eru í að sýna alls kyns sirkuskúnstir. mi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.