Þjóðviljinn - 31.08.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.08.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 31. ágúst 1988 193. tölublað 53. órgangur Kjaramálin Þriðja leiðin: að lifa AndstaÖa ^við kjararán magnast. Hlífarmenn:Neitið viðrœðum við stjórnina. Björn Grétar Sveinsson: Rangt að valið standi milli gálgans og byssunnar, - það er líka hœgt að lifa Andstaða magnast innan sam- taka launafólks gegn samráði við ríkisstjórnina um kjaraskerðing- arleiðir. Sigurður T. Sigurðsson for- maður Hlífar í Hafnarfirði sagði við Þjóðviljann í gær að mið- stjórn ASI væri klofin eftir flokkspólitískum línum, og ætlar hann að beita sér fyrir því að boð- að verði til formannafundar í Al- þýðusambandinu. Björn Grétar Sveinsson for- maður Jökuls á Höfn hefur farið fram á framkvæmdastjórnarfund í VMSÍ og segir furðuleg ummæli formanns sambandsins um kost- ina nú. Verkalýðshreyfingin hafi um fleira að velja en að vera hengd eða skotin, það sé líka hægt að lifa. Asmundur Stefánsson forseti ASÍ hittir í dag forsætisráðherra til að athuga um framhald við- ræðnanna sem miðstjórn ASÍ á- kvað að eiga við ríkisstjórnina. Ákveðið er að formenn lands- sambanda taki þátt í þeim. Sjá síðu 2 og leiðara Leikhús Pikk Nikk Pikk og Nikk eru í bænum, hirðulaus og skrafhreifin ruglu- kolla ásamt þöglum, smámuna- sömum reglumanni. Þau gera stuttan stans í Norræna húsinu og segja þar alvarlega hluti með húmor. Þetta er finnska ferðaleikhúsið Totem með látbragðsleik, sem þau Margret von Mathens og Timo Sokuras segja varla handa unglingunum, hinsvegar bæði fyrir börn og fullorðna. Sjá síðu 9 Staðan19-0 Kvótaskipulag hefur bœttstöðu kvenna á Norðurlöndunum, af hverju ekki hér? í stjórn Vinnueftirlits ríkisins eru 9 karlar, engin kona. í um- ferðarráði eru 19 karlar, engin kona. Stefánía Traustadóttir bendir á þetta í viðhorfsgrein í blaðinu í dag, þar sem hún bendir á kvót- ann sem eina af leiðunum til jafnréttis. Sá síðu 7 Grandi hf Kratar samþykktu Atkvœðagreiðslu um Grandasölufrestað Borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins Bjarni P. Magnússon lét bóka samþykki sitt með Grandasöl- unni á fundi borgarráðs í gær. Fulltrúar Alþýðubandalags, Kvennalista og Framsóknar bókuðu allir mótmæli. Atkæðagreiðslu um samning- inn var frestað til næsta borgar- ráðsfundar. Ólafsfjörður Enn hætta á skriöuföllum Hœttuástandi ekki verið aflýst. Hellirigning var ígœr með hléum. Tjónið mun meira en menn héldu ífyrstu. Atvinnulífið að mestu lamað ogþjónusta ílágmarki. Leiftursmenn bjartsýnir á að geta leikiðá malarvellinum gegn KR um nœstu helgi Ljóst er tjónið sem orðið hefur á Ólafsfirði af völdum aurskriða og vatns er mun meira en menn ætluðu í fyrstunni og er það nær hundruðum milljóna fremur en tugum milljóna króna. Hættu- ástandi hefur ekki verið aflýst enda hellirigndi þar í gærmorgun og aftur þegar leið á kvöldið og telja menn hættu á enn frekari skriðuföllum. Að sögn Björns Vals Gísla- sonar á Ölafsfirði er enn mikill vatnselgur á götum bæjarins og dæmi um að vatnshæð í kjallara- íbúð hafi mælst allt að 45 cm. Flugvöllurinn er enn lokaður enda umflotinn vatni og eru sam- göngur við bæinn svo til eingöngu á sjó. Seinnipartinn í gær létti þok- unni aðeins sem fylgt hefur úr- komunni og þá notuðu menn tækifærið til að athuga hvernig umhorfs væri í Tindaöxlinni, en talið er að 11 skriður hafi komið úr fjallinu um helgina og þar af 9 sem fóru niður fyrir ofan bæinn. Björn sagði að það stórsæi á fjall- inu og túnin þar fyrir neðan litu út eins og síki. í gær unnu menn við að birgja glugga á þeim húsum sem liggja efst í bænum og dæla úr þeim íbúðum sem fyllst hafa af vatni. Hátt í 200 íbúar þeirra 70 húsa sem voru yfirgefin halda enn kyrru fyrir meðai vina og kunn- ingja niðri í bæ og nokkrar fjöl- skyldur hafast við í Gagnfræða- skólanum. Þá er umferð tak- mörkuð á hættusvæðinu. Atvinnulíf bæjarins hefur meira og minna verið lamað og aðeins haldið uppi lágmarksþjón- ustu. Allir sem vettlingi geta valdið hafa unnið við að reyna bjarga verðmætum frá skemmd- um. Þá er búist við að allur eldis- fiskur hjá Óslaxi sé dauður enda er allt þar fullt að leðju og drullu. Þorsteinn Þorvaldsson for- maður Leifturs sagði aðspurður að menn héldu enn í vonina um að hægt yrði að leika á móti KR í 15. umferð SL-deildarinnar á malarvellinum en hluti'af honum er enn undir vatni. -grh Sovétmenn í Laugardal Ísland-Sovét í Laugardal klukkan sex, væntanlega stapp- fullur völlur og góð stemmning, Belanov (myndin), Dasajov og félagar í góðu formi eftir Evróp- usilfrið - en íslenska liðið er einn- ig sterkt og stárar af jafntefli í síðasta leik við björninn í Laugar- dal. Sjá síðu 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.