Þjóðviljinn - 31.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.08.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Jökull Hornafirði Spurt um líf ekki dauða Björn Grétar Sveinsson: Ekki spurning um að vera hengdur eða skotinn heldur spurning um að lifa. Fordæmir vinnubrögð Guðmund- ar J. Guðmundssonar Formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Hornafirði, Björn Grétar Sveinsson segist vera ó- sammála Guðmundi J Guðm- undssyni formanni Verkamanna- sambandsins þegar hann segi verkalýðshreyfínguna hafa um það að velja að vera hengd eða skotin. Spurningin snúist um að lifa. Það séu furðuleg vinnubrögð hjá Guðmundi að segja Verka- mannasambandið líta jákvætt til niðurfærslunnar þegar fram- kvæmdastjórn þess hafí ekki ver- ið kölluð saman vegna málsins. Björn Grétar sagði Þjóðviljan- um að hann hefði farið fram á fund framkvæmdastjómar Verkamannasambandsins og byggist við að því yrði vel tekið. Yfirlýsingar Guðmundar væru eins manns tal. „Afnám 2,5% launahækkunar kemur manni ákaflega spánskt fyrir sjónir og enn einu sinni heggur ríkisstjórn- in þar sem síst skyldi," sagði Björn. Akureyrarsamningarnir og samningar með hækkunum 1. september væru nú sviknir en þeir sem gerðu sína samninga um og eftir bráðabirgðalögin í vor sömdu um að fá þessa hækkun við undirskrift. Enn og aftur yrðu þeir lægst settu undir. „Verkafólki hér á Hornafirði þykir helvíti hart að samningar sem forsætisráðherra kallaði hóg- væra og tók 8 mánuði að ná, skuli nú skertir með lögum," sagði Björn. Það væri hlutverk verka- lýðshreyfingarinnar að koma í veg fyrir allar skerðingar á launum, ekki að setjast til við- ræðna við ríkisstjórnina um þær. „Forsætisráðherra hefur sagt efnahagsaðgerðirnar fela í sér kjaraskerðingu og við eigum ekki að taka þátt í slíku,“ sagði Björn. Björn spurði hvort fisk- vinnslan vildi gefa upp hvað launakostnaðurinn væri miðað við heildarútflutningsverðmæti. „Ég held að hann hafi ekki hækk- að eins og menn hafa verið að segja. í blönduðum fyrirtækjum eins og hér hjá okkur er hann um 16%,“ sagði Björn. Menn ættu að líta sér nær og skoða fjár- magnskostnaðinn og birta tölur um hann. Björn telur ekkert einfalt mál að fjalla um einstaka liði í kjara- samningum. ASÍ hefði ekki tekið þátt í samningagerðinni og Verkamannasambandið hefði dregið sig út. Þetta yrði örugg- lega tekið fyrir hjá Alþýðusam- bandi Austurlands mjög bráð- lega. —hmp ASÍ Formenn landssambanda í viðræður Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ segist búast við því að á næstu dögum verði teknar á- kvarðanir um viðræður við ríkis- stjórnina og það form sem verði á þeim. Ákveðið hafi verið að for- menn landssambanda Alþýðu- sambandsins tækju þátt í viðræð- unum fyrir hönd ASI. Aðspurður hvort ekki hefði komið til greina að hjá miðstjórn að boða til formannafundar, svaraði Ásmundur að miðstjórn hefði rætt þann möguleika á fundum sínum í síðustu viku. Það hefði hins vegar orðið niðurstað- an að bíða eftir því að ætlanir ríkisstjómarinnar skýrðust, áður en til slíks fundar yrði boðað. Ásmundur sagði að það hefði átt að tryggja að verðstöðvun sú sem ríkisstjórnin hefur fyrir- skipað, næði aftur til verðlags sem var í fyrrihluta ág- ústmánaðar. Það væri ekki nógu vel að verðstöðvuninni staðið. Fyrirfram væri ekkert hægt að segja til um árangur hennar en ASÍ vildi gera sitt til að efla verð- lagseftirlit. -hmp VerAlagslöggan Starfsmenn Verðlagsstofnunar mega hafa sig alla við í verðlagseftirlitinu næstu vikur, en um 25 manns starfa nú að því. í gær skráði Baldur Þórðarson verð í Hagkaupum og naut hann aðstoðar Guðrúnar Guðnadóttur. Mynd: Ari. Alþýðubandalagið BSRB Boðar for- mannafund Stjórn BSRB hefur ákveðið að boða formenn aðildarfélaga BSRB til sérstaks fundar þann 12. september til að fjalla um efnahags- og kjaramál. Eins og áður hefur komið fram hefur stjóm BSRB varað stjórnvöld við að samþykkja þær hugmyndir um niðurfærslu launa, sem settar eru fram í skýrslu ráðgjafanefndar ríkis- stjórnarinnar og í daglegu tali er kölluð forstjóranefndin. BSRB hefur ekki verið boðið til viðræðna við ríkisstjórnina og hefur stjórn BSRB hafnað því að taka þátt í viðræðum um kjara- skerðingar. -hmp Nærværiað lækkaraunvexti Steingrímur J. Sigfússon: Tafarlausa lækkun raunvaxta. Blekkingar- tal að skerða þurfi laun vegna ytri áfalla Það er alveg sama við hvern við tölum hér. Alls staðar heyrum við það sama og við höfum verið að segja að undanförnu: það þarf tafarlausa lækkun raunvaxta, það er ekki nóg að nafnvextir lækki ef verðbólgan hægir á sér. Hömlulaus fjármagnskostnaður hefur aukið á misskiptingu og ó- réttlæti, ekki síst á landsbyggð- inni, sagði Steingrímur J. Sigfús- son formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins þegar Þjóðviljinn hafði tal af honum í gær. Það hefur vakið athygli að Verkamannafélagið Hlíf Sameinast gegn kaupráninu Sigurður TSigurðsson: Miðstjórn ASIklofin eftirflokkspólitískum línum. Villformannafundstrax. Verkalýðsfélögin sameinist gegn kjararáni Stjórnarfundur Verkamanna- félagsins Hlífar í Hafnarfírði skorar á miðstjórnarmenn ASÍ, hvar í pólitískum flokki sem þeir standa að neita öllum viðræðum við rfldsstjórnina uns kjarasamn- ingarnir frá því í vor eru aftur komnir í gildi. Stjórnin skorar einnig á heildarsamtök launafóiks að snúast sameiginlega gegn kaupráninu og varar við ósam- stöðu. Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar ætlar að beita sér fyrir því að formannafundur verði kallaður saman. Sigurður sagði í samtali við Þjóðviljann að þegar síðustu samningar hefðu verið gerðir hefðu allir verið þess meðvitaðir að þeir voru algerir lágmarks- samningar, ekki hvað síst at- vinnurekendur. „Ég mun per- sónulega beita mér fyrir því að boðað verði til formannafundar því svo virðist sem miðstjórn ASÍ sé klofin eftir flokkspólitískum línum í stjórn og stjórnarand- stöðu,“ sagði Sigurður. Ef mið- stjórnin hefði blásið hraustlega á móti áformum ríkisstjórnarinnar hefði hún fallið. „Við teljum ekkert raunhæft andóf geta átt sér stað nema menn snúi bökum saman,“ sagði Sigurður. Ekkert þýddi að eitt og eitt félag færi af stað. Það hefði verið lymskulegt af ríkisstjórn- inni að kalla einungis ASÍ til við- ræðna við sig en sniðganga BSRB og samtök kennara, þar sem stjórnin var viss um sterka and- stöðu. Hún hefði hins vegar reiknað með stuðningi sinna manna innan miðstjórnar ASÍ. Sigurður sagði að sér fyndist miðstjórnarmenn ASÍ kok- hraustir að fara út í viðræður við ríkisstjórnina þegar vitað væri að lægstu laun yrðu fryst en þeir yfirborguðu slyppu. Taxtafólkið væri látið borga fyrir alla þjóðina. Aðeins einn maður frá Hafnar- firði sæti í miðstjórn og afstaða miðstjórnarinnar væri andsnúin hagsmunum Hlífarmanna. „Staðan er þannig núna að það er áberandi að miðstjórnin er skipt eftir flokkspólitískum lín- um. Það átti strax að boða til for- mannafundar en ekki fara út í viðræður við ríkisstjórnina,“ sagði Sigurður. Stjórn Hlífar segir ríkisstjórn- ina enn einu sinni ætla að seilast í vasa láglaunafólks til að greiða eigin óreiðu- og óráðsíuskuldir. Nær væri að ganga að þenslunni í þjóðfélaginu og þá á kostnað þeirra sem ollu henni og græddu á henni. Lækka ætti vexti og koma einhverri skynsemisglóru á starf- semi fjármagnsmarkaðarins. -hmp samþykktir, sem þingflokkurinn hefur verið að senda frá sér á síð- ustu dögum, hafa komið frá Hall- ormsstað. „Við erum hér á þriggja daga vinnufundi til að undirbúa vetrar- starfið,“ sagði Steingrímur, „og ræðum atvinnu- og byggðamál og að sjálfsögðu síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Við teljum að vegna þeirra ætti strax að kalla saman alþingi. Meðferð ríkis- stjórnarinnar á heimildum til setningar bráðabirðgalaga er á þann veg að ráðherrar virðast álíta að ekkert sé lengur með al- þingi að gera.“ „Þyrfti ríkisstjórnin að gera al- ' þingi grein fyrir athöfnum sínum í stað þess að geta nánast einokað fjölmiðlaumræðuna með ein- hliða yfirlýsingum, þá þyrfti að leggja fram réttar upplýsingar um ástandið og þar með yrði svipt burt þeim blekkingarvef að vegna ytri afalla þurfi nú að skerða kjör launamanna. Það er því lýðræðisleg skylda að kalla saman alþingi hið fyrsta." „Jafnframt því að vera hér á vinnufundi höldum við stjórn- málafundi víða á Austurlandi og förum í vinnustaðaheimsóknir. Alls staðar er sama hljóð í mönnum: það er enginn grund- völlur til launalækkana. Nær væri að lækka raunvexti.“ Vinnufundi þingflokks Al- þýðubandalagsins lýkur í dag. ÓP 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlövlkudagur 31. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.