Þjóðviljinn - 31.08.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.08.1988, Blaðsíða 14
Geðklofin þjóðarsál Þaö á að fara að krukka í kaupið eina ferðina enn, og er þetta fangaráð stjórnvalda þegar svokallaðar efnahagsþrengingar steðja að nú orðið æði kunnug- legt. En við hverju er svo sem að búast? Viðbrögð kaupránsþola eru afskaplega máttleysisleg nú sem oftast áður í seinni tíð, svo maður tali nú ekki um forystu- menn í verkalýðshreyfingunni. Þar ríkir ráðleysið eitt, ofar hverri kröfu eins og þar stendur, og verður vonandi langt þar til manni verður boðið upp á að verða vitni að annarri eins niðurlægingu og þegar Jakinn mætti ífrægan um- ræðuþátt um niðurfærsluna í Sjónvarpinu fyrir skemmstu ásamt hluta forstjóranefndarinn- ar og verðbréfasala. En hvað veldurþví aðfólktekur kaupránsfyrirætlununum með svo miklu jafnaðargeöi og raun ber vitni? Og þá ekki bara þaulsætnasti hluti verkalýðsfor- ystunnar. Engu líkara en launa- niðurfærslan sé kokgleypt að bragði, en síðan sé pælt í útfærsl- unni eins og um einhverja gest- aþraut sé að ræða sem sé af- komu heimilanna tiltölulega óvið- komandi. Síðast þegargengið var fellt duglega hér á landi og vænum hluta launanna þar með haldið eftir, þá saf naðist fólk ekki saman til að andæfa þvílíkri ósvinnu, heldur velti upp mögu- leikum á að snapa ennþá meiri aukavinnu. Staðgreiðslukerfi skatta hefur að vísu farið langt með að útrýma akkúrat þessu uppgjafartilbrigð- inu, en eftir virðist hitt standa að samstaðan er afar bágborin þeg- arþrengstafjölskylduhópi hvers og eins sleppir. Dálítið einkenni- legt í Ijósi þess frekjuhunda- þjóðfélags sem hér blómstrar á ýmsum öðrum sviðum; ef granni þinn reisir vegg sem skyggir lítil- lega á bílskúrinn hjá þér er það mál sótt með illvígum skamma- flaumi, kærumfyrirdómstólum og meiðandi blaðaskrifum og hvergi séstfyrir. ÞaðerBjarturí Sumarhúsum sem valerar, en þjóðfélagsleg samstaða sem sit- ur í sínum skammarkrók. HS í dag er 31. ágúst, miðvikudagur í nítj- ándu viku sumars, níundi dagur tvímánaðar, 244. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 6.07 en sest kl. 20.47. T ungl minnkandi á þriðja kvartili. Viðburöir ÞjóðhátíðardagurMalasíu. Þjóð- hátíðardagur Trinidad og To- bago. Dáinn franski málarinn Ge- orge Braque 1963. Dáið enska skáldið John Bunyan 1688. Þjóðviljinn ffyrir 50 árum VerðurTékkoslóvakíu skift? Bretar vilja skifta landinu í yfir 20 fylki þarsem þjóðernislegir meirihlutarráði. Hlíðdal „leggur kapal" á Holta- vörðuheiði. Endurbæturog við- hald símans stöðvast vegna efn- isskorts meðan efni fyrir 250 þús. liggurónotað í Borgarnesi. myndinni Moby Dick lék Gregory Peck skipstjórann Ahab af mikilli snilld. Líklegt er að brot úr þeirri mynd verði sýnt í heimildarmyndinni um ævi og leikferil þessa þekkta Hollywoodleikara. Gregory Peck f kvöld kl. 20:30 sýnir Stöð 2 úr nokkrum mynda hans. Þekkt' Lauren Bacall, Gene Kelly, nýja heimildarmynd um leikar- fólk úr kvikmyndaheiminum Audrey Hepburn, John Huston, ann Gregory Peck, í opinni dag- , kemur einnig fram og lætur orð Tony Curtis, Roger Moore og skrá. í myndinni er sagt frá ævi falla um kynni sín af Gregory. í Frank Sinatra. hans og leikferli og sýndir kaflar þeim hópi eru meðal annarra Huldufolk i bokmenntum Á miðvikudögum kl. 10:30 er þátturinn „Einu sinni var á dagskrá rásar 1 og í dag er 3. þátt- urinn af 7 um þióðtrú í íslenskum bókmenntum. I þetta sinn verður fjallað um trú á huldufólk og lesnar sögur og ljóð er tengjast huldufólki. Verður m.a. lesið úr Göngu-Hrólfssögu, ljóðasöfnum Jóhannesar úr Kötlum og Tómas- ar Guðmundssonar og úr skáld- sögu Vigdísar Grímsdóttur, Eldur og regn. Umsjónarmaður þáttanna er Símon Jón Jóhannsson og ásamt honum les Ragnheiður Stein- dórsdóttir úr verkunum. Þorleifur Friðriksson sagnfræð- ingur ræðir um síðara bindið af riti sínu, Gullnu flugunni, á Útvarpi Rót í dag. Gullna flugan Elds er þörf, heitir þáttur í um- sjón Vinstrisósíalista, sem er á dagskrá Útvarps Rótar klukkan 18. í þættinum verður rætt við Þorleif Friðriksson sagnfræðing um væntanlega útgáfu á síðari hluta rits hans, Gullna flugan. Fyrra bindið kom út fyrir síðustu jól og fjallar hann þar um erlent fjárstreymi til Alþýðuflokksins fýrr á öldinni. UM ÚTVARP & SJONVARP GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.