Þjóðviljinn - 31.08.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.08.1988, Blaðsíða 16
Sigríður Dagbjartsdóttir skrifstofumaður: Ég giska á að leikurinn fari 3-0 fyrir Sovétmenn, en annars er ég afskaplega illa að mór í fótboltan- um. Ari Schröder afgreiðslumaður: 2-1 fyrir (sland. Við eigum að geta unnið þá á góðum degi. Inga Þorvarðardóttir skrifstofustúlka: Núll núll, svona til að segja eitthvað: ég er ekkert inni í þess- um fótbolta. Óliver Þórisson afgreiðslumaður: Fótbolti er nokkuð sem ég fylgist afar lítið með, en ætli ég segi ekki að Sovétmenn vinni leikinn 3-1. Rut Hallgrímsdóttir Ijósmyndari: Sovétmenn vinna með eins marks mun eða svo. Þ; Það er alltaf verið að halda svona styrktartónleika og ég vildi prófa líka Til sölu Fyrsta frjálsa húsið Ugg setur að D-dags- hermönnum Á Normandy þykir Gondree kaffihúsið yfirlætislaus bygging og fæstum kæmi til hugar sögu- legt mikilvægi þess ef ekki væri við hliðina á því Safn til sögu heimsstyrjaldarinnar síðari . Gondree var fyrsta byggingin sem innrásarherir bandamanna (Bretar) frelsuðu úr höndum Þjóðverja í Frakklandi. Þetta gerðist þann 5. júní á því herrans ári 1944. Og nú hyggjast eigend- urnir selja það, þýskum og bresk- um eftirlaunadátum til mikillar ógleði. Þeir hafa gert sér það til gamans, sumir hverjir, að fara í pflagrímsferðir á þessar gömlu vígaslóðir. Reyna þeir nú með ráðum og dáð að koma í veg fyrir sölu kaffi- húss og safns. Er sör Nigel Poett, fyrrum hershöfðingi í landgöngu- liði hans hátignar, í fylkingar- brjósti öldungahers fyrrum erki- fjenda, Þjóðverja og Breta. reuter nSPURNINGIN— Hvernig fer fótbolta- landsleikurinn gegn Sovétmönnum? þJÓOVIUINN Mlðvikudagur 31. ógúst 1988 193. tölublað 53. órgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Skrúðhúsið við Hofsvallagötuna. Minnir á glæsileik fyrsta Thorsarans. (Mynd: Ari) Stórhugur og framkvæmdagleði Herluf Clausen byggir skrúðhús Þótt víða sé barinn lómur í samfélaginu þessa daga verð- ur enn vart fornrar víkingslundar hjá athafnaskáldum samtímans, og má enn sjá ýmis dæmi um stór- hug og framkvæmdagleði á göt- um höfuðstaðarins. Það hefur til dæmis vakið at- hygli vegfarenda að allmiklar framkvæmdir hafa staðið í allt sumar við íbúðarlóð á horni Hofsvallagötu og Túngötu. Eigandi hússins, Herluf Clausen heildsali og fjármögnunarmaður sagði við Þjóðviljann að vinnu- flokkur hefði verið að laga hjá sér bflastæði og göngustíga, en Reykjavíkurborg skipt um gangs- téttarhellur við götuna í sama bili. Herluf hefur nú ráðist í frekari stórvirki og byggt skrúðhús í garði sínum yfir heita laug sem þar vellur úr potti, en í héraði ganga munnmæli um að fyrsti ábúandinn á lóðinni, fjárafla- maðurinn Vilhjálmur Þór hafi vígt, og heiti Olíulaugar. Herluf keypti hús og lóð af at- hafnaskáldinu og fjármálasnill- ingnum Björgólfi Guðmundssyni í apríl í vor, og er Þjóðviljanum ekki kunnugt um kaupverð, en í fasteignamati er nefnd talan 28 miljónir. Skrúðhúsið þykir að sköpulagi minna á svipað hús í Hallargarð- inum, og mun Herluf ekki viija vera eftirbátur sjálfs Thors Jens- ens í húsakosti. hmp/-m íbúðarhúsið á horni Hofsvallagötu og T úngötu. Vilhjálmur Þór lét reisa. HerlufClausenkeyptihúsiðíaprílaf Björgólfi Guðmundssyni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.