Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 4
Lögtaksú rskurðu r Að beiðni Gjaldheimtunnar í Mosfellsbæ geta farið fram lögtök fyrir ógreiddum eftirtöldum álögðum gjöldum 1988: Tekjuskatti, eignarskatti, lífeyristryggingagjöldum atvinnurekenda, slysa- tryggingagjöldum atvinnurekenda, kirkjugarðs- gjöldum, vinnueftirlitsgjöldum, útsvörum, að- stöðugjöldum, atvinnuleysistryggingagjöldum, iðnlánasjóðsgjöldum, iðnaðarmálagjöldum, sér- stökum skatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, slysatryggingagjöldum vegna heimilis og eignaskattsauka. Einnig fyrir hverskonar gjald- hækkunum og skattsektum til ríkis- eða bæjar- sjóðs Mosfellsbæjar auk dráttarvaxta og kostn- aðar. Lögtök þessi mega fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð Gjaldheimtunnar í Mosfellsbæ, að liðnum átta dögum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar, ef full skil hafa ekki verið gerð. Sýsfumaðurinn í Kjósarsýslu 16. ágúst 1988. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar á ráða símritara/loftskeytamann á ísa- firði. Upplýsingar hjá stöðvarstjóra sími 94-3241. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða flokksstjóra bréfbera í Kópavogi. Upplýsingar hjá stöðvarstjóra í síma 41225. 4LÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Þorlákshöfn Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson heimsækja vinnustaði á Þorlákshöfn á fimmtudag og föstudag. Á fimmtudagskvöld koma þau á fund Alþýðubandalagsins í Kiðaneshúsinu kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið á Akureyri Fundur í bæjarmálaráði Nk. mánudag 5, seþtember verður fundur í baejarmálaráði Alþýðubandalags- ins á Akureyri og hefst hann kl. 20,30 að Eiðsvallagötu 18. / Fundarefni: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 6. september. 2) Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráð ABH er boðað til f undar, fimmtudaginn 1. september kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Fundarefni: Staðan í bæiarmálunum og næstu stórverkefni. Framsaga Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi. Allir nefndarmenn ABH eru hvattir til að mæta. ______________________________________________Formaður FRETTIR Stúdentar Nýir hjónagarðar Einsdœmi að stúdentar byggi sjálfir garða. Litlar undirtektirfrá ríki og sveitarfélögum. Plássfyrir 5% stúdenta á görðum Fyrsti áfanginn í nýju Hjóna- görðunum við Suðurgötu verður tekinn í notkun í þessari viku. í þessum áfanga eru 15 íbúðir, 13 tveggja herbergja og tvær þriggja herbergja íbúðir en alls eru 93 íbúðir í húsinu sem afhentar verða í áföngum fram til haustsins 1989. Það er Félagsstofnun stúdenta sem byggir Hjónagarðana og fær til þess lán frá Húsnæðisstofnun fyrir 85% af byggingarkostnaðin- um en afganginn verða stúdentar að útvega sjálfir. - Þetta verður að teljast tals- vert þrekvirki af stúdentum að byggja sjálfir stúdentagarða en slíkt þekkist varla annars staðar í Evrópu, sagði Eiríkur Ingólfs- son, framkvæmdastjóri Félags- stofnunar stúdenta. Eiríkur sagði að þrátt fyrir til- komu nýju íbúðanna væri langt í land með að hægt væri að leysa úr húsnæðisvanda allra stúdenta. Eftir að þessar fyrstu íbúðir á nýju Hjónagörðunum verða teknar í notkun má gera ráð fyrir að u.þ.b. 5% af stúdentum við Háskólann geti fengið inni á görðum og ennþá eru meira en 50 manns á biðlista. Áætlaður byggingarkostnaður við nýju Hjónagarðana er um 350 miljónir króna eða um 42 þúsund krónuráhvern fermetra. Ihúsinu verða 60 tveggja herbergja íbúðír og 30 þriggja herbergja. Áætlað er að fúllbúnar kosti minni íbúð- irnar 2,1 miljón en þær stærri 2,5 miljónir króna. Áðspurður hvernig tekist hefði að afla þess fjár sem stúdentar þurftu að útvega sagði Helgi Lár- usson hjá FS að fjársöfnun hefði vægast sagt gengið treglega. - Það hefur verið leitað til ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja en málið hefur ekki mætt skilningi á þessum stöðum enn sem komið er og lítið sem ekkert fé fengist frá þessum aðilum. Hins vegar hefur hluti af innritunargjöldum í Háskólann runnið til byggingar- innar, Félagsstofnun hefurlagt til fé og Háskólinn hefur styrkt þetta starf, sagði Helgi. Fyrsta skóflustungan að nýju hjónagörðunum var tekin í des- ember 1986 eftir að efnt hafði verið til samkeppni um teikningu að húsinu. Teikningin sem valin var er gerð af Guðmundi Gunnlaugssyni arkitekt og Pétri Jónssyni landslagsarkitekt. Félagsstofnun stúdenta leigir nú út 100 einstaklingsherbergi og 69 íbúðir en um 400 umsóknir um garðavist hafa borist fyrir næsta vetur. Leiguverð á nýju görðunum verður 17.700 krónur fyrir tveggja herbergja íbúð og 22.100 kr. fyrir þriggja herbergja íbúð, sem er nokkuð hærri leiga en á gömlu Hjónagörðunum. -íþ Málefni þroskaheftra Frjálsara búsetuform Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp fagna tillögum nefndarsem leggur til niðurlagningu. Halldór K. Júlíusson: Má ekki einblína á eina lausn. Stofnanir hafa sína kosti Stjórnskipuð nefnd á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins um fram- tíð sólarhringsstofnana fyrir þroskahefta hefur lagt til að allar slíkar stofnanir verði lagðar nið- ur á næstu 15 árum og í stað þess lögð áhersla á að byggja upp önnur og frjálsari búsetuform þar sem leitast er við að þroskaheftir geti lifað sem eðlilegustu lífí og búi við svipuð lífskjör og aðrir þegnar samfélagsins. Þær stofnanir sem rætt er um að leggja niður eru Skálatún í Mosfellsbæ, Sólborg á Akureyri og Sólheimar í Grímsnesi. Á aukafundi fulltrúaráðs Ör- yrkjabandalags íslands og Lands- samtakanna Þroskahjálpar á laugardaginn var samþykkt á- lyktun þar sem tillögum nefndar- innar er fagnað og þeim ein- dregnu tilmælum er beint til stjórnvalda að tekið verði mið af niðurstöðum nefndarinnar við endurskipulagningu sólarhrings- stofnana. Þessi ályktun hefur mætt tals- verðri andstöðu meðal þeirra sem vinna að málefnum þroska- heftra og einnig hafa margir að- standendur vistmanna á þessum stofnunum vissar efasemdir um ágæti þessara tiilagna. Halldór K. Júlíusson, for- stöðumaður á Sólheimum, sagði að ekki væri til ein lausn á vanda þroskaheftra og það væri ekki rétt að einskorða sig við smá sam- býli sem einu réttu lausnina fyrir alla um ókomna tíð. - Ég vil ekki leggja stofnanir á borð við Sólheima að jöfnu við þau bákn sem tíðkuðust víða er- lendis á þeim tíma þegar þær kenningar komu fram að slíkir staðir væru mannskemmandi og ég tel að við getum boðið upp á ýmislegt sem ekki er mögulegt í smærri einangruðum einingum. Þroskaheft fólk hefur að mörgu leyti aðrar forsendur en aðrir og ég tel það eðlilega mannréttinda- kröfu að það fái að lifa sínu lífi sem þroskaheftir einstaklingar á eigin forsendum, sagði Halldór. Ásta B. Þorsteinsdóttir for- maður Landssamtakanna Þroskahjálpar sagði að niður- stöður nefndarinnar sem lýst var yfir stuðningi við á laugardaginn væru í fullu samræmi við tilgang Iaga um málefni fatlaðra frá 1983 þar sem mörkuð er sú stefna að samfélaginu beri að veita fötluð- um sömu möguleika og öðrum þegnum sínum að lifa eðlilegu lífi og segir að fjölmennar stofnanir séu úrelt tæki til að tryggja þetta markmið. - Þetta er stefna sem verið hef- ur að ryðja sér til rúms alls staðar á Norðurlöndunum, þar sem lögð er áhersla á að fatlaðir og ófatlað- ir lifi saman í samfélagi hlið við hlið burtséð frá andlegri og líkamlegri getu. Þetta er spurn- ingin um sjálfsákvörðunarrétt fatlaðra og eðlileg mannréttindi þeirra, sagði Ásta. -iþ. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.