Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Bráðabirgðalögin og lýðræðið launafólki nú eins og reyndar oft áður veit hvert mannsbarn. Mið- stjórnin er heltekin af stjórnmálaflokkum þjóðarinnar, sendisveinar ríkisstjórnarflokk- anna eru einfaldlega í meirihluta innan miðstjórnar. Ef einhverjir miðstjórnarmenn Kristbjörn Arnason skrifar Það er ljóst að mínu viti að skipta þarf um forystu fyrir ASÍ, þessi forysta hefur brugðist. Undir stjórn þessara manna hef- ur samtakamáttur launafólks ver- ið lagður í rúst, ekkert gert til þess að rækta hann og viðhalda. Afleiðingar: Fjölmörg stéttarfé- Einmitt þessi hrikalegi veik- leiki hreyfingarinnar, gerir það að verkum að engin hægri stjórn í landinu þarf að taka tillit til miðstjórnar ASÍ nema til þess að misnota hana sér til framdráttar. Þá hlýtur það einnig að fara fyrir brjóstið á verkafólki að í mið- „Efeinhverjir miðstjórnarmenn hafa haft aðra skoða á viðbrögðum hreyfingarinnar nú verða þeir hinirsömu að láta það komafram, annars verður litið svo á að allir hafi verið sammála og skollaleiknum skuli haldið áfram“ Nú eru enn ein bráðabirgða- lögin skollin á launafólk í landinu, „fluglögin“ og önnur í burðarliðnum. Það fer ekki hjá því að sem kjósandi og óbreyttur þegn í þessu þjóðfélagi að áhyggjurnar læðist að manni. Það er nefnilega algengasti að- dragandi þess, að svokallað lýð- ræði er lagt niður með þjóðum, að þar ríkir ójafnvægi meðal þegnanna. Ríkjandi er mikill efnahagsvandi, of mikil völd eru í höndum atvinnurekenda og fjármagnshaldara með einum eða öðrum hætti. Veik verkalýðs- forysta sem þó hefur verið að reyna að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna. Lýð- ræðið og frjáls verkalýðshreyfing er smátt og smátt brotin niður með bráðabirgðalögum í þessum löndum. Ríka fólkið verður sí- fellt rikara því ástandið þjónar þeim en almennt launafólk æ fá- tækara. Þegar lýðræðið er hundsað á nær hverri stórstreymsfjöru og ávinningar stéttafélaga eru sífellt eyðilagðir með valdboði fer ekki hjá því að fólkið missi trúna á þessa helstu póla samfélagsins sem ásamt kristindómnum hafa helst ræktað samband með þjóð- inni samkennd. Frjálshyggjan tekur völdin og flestir hætta samkennd með meðbræðrum sínum. Mörg þessi hættumerki hrjá nú vora íslensku þjóð og reyndar mörg fleiri. Frjálshyggjan er á góðri leið með að kljúfa ASÍ í herðar niður. Ekki veit ég hvar mörkin liggja í þessari þróun, en það er trú mín, e.t.v. barnaleg, að það sé þessi fleygur sem er að mola hreyfingu launafólks, sem gerir hana svona veika að hún lætur bjóða sér ólög sem þessi, ár eftir ár. Ef hreyfingin brygðist óhikað við, af fullri festu, myndi slík óár- an ekki vofa yfir launafólki æ ofan í æ. Hversvegna ASÍ brást hafa haft aðra skoðun á við- brögðum hreyfingarinnar nú verða þeir hinir sömu að láta það koma fram, annars verður litið svo á að allir hafi verið sammála og að skollaleiknum skuli haldið áfram. Félagar í ASÍ eiga heimtingu á að vita sannleikann í þessum efnum. Framundan er al- þýðusambandsþing, og þingfull- trúar og einnig þeir sem kjósa þingfulltrúa á þingið verða að vita hverra þjónar miðstjórnar- menn eru og hafa verið í mið- stjórn. lög eru handónýt, kauptaxtar ón- ýtir nema til þess að halda niðri launum ýmissa hópa, öll trygg- ingabótalaun eru í skítnum, á meðan blómstrandi frjálshyggjan og einstaklingshyggjan tröllríður húsum í fjölmörgum greinum at- vinnulífsins. Öll umræða um afkomumál og réttindamál launafólks fer fram á latínu sem fáir útvaldir skilja. Afleiðingar: alvarlegur skortur á hæfileikafólki í verkalýðsbar- áttu, almenn deyfð yfir fundum stéttarfélaga. stjórninni er fólk sem situr í stjórnum atvinnufyrirtækja. Allt er þetta hið vænsta fólk og ég ef- ast ekki um hug þess til launa- fólks, en það hefur verið vitað fyrir ritun Biblíunnar að ekki er hægt að þjóna tveim herrum. Stjórnarmenn í útgerðarfyrir- tækjum, frystihúsafyrirtækjum og jafnvel í kaupfélögum hljóta að komast í vanda þegar gera þarf upp á milli ólíkra hagsmuna, launafólks í verkalýðsfélaginu þar sem hann er e.t.v. formaður eða hagsmuna frystihússins sem á í alvarlegum rekstrarvanda. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand, og það heyrist reyndar oft á mæli þessa fólks að línudansinn er erfiður. Ég er ekki með þessu að segja að það sé óeðlilegt að launamenn eigi fulltrúa í stjórn- um fyrirtækja, heldur hitt að þeir séu einnig í forystusveit launa- fólks í kjarabaráttu. Annar vandi ASÍ er hversu litlar breytingar eru í forystusveit sambandsins frá áratugi til áratugs sem valdið hef- ur gríðarlegri stöðnun. Ég teldi eðlilegast að enginn forseti gæti setið nema 2 kjörtímabil í senn og enginn miðstjórnarmaður lengur en 3 kjörtímabil í einu. Það eru að vísu ýmsir gallar á svona leikreglum, einkum finna ríkj- andi stjórnarmenn slíkum reglum allt til foráttu. Best væri, að um svona vinnubrögð ríkti þegjandi samkomulag en sennilegast að skylt yrði að vera í lögum. Þá þyrfti það einnig að vera í lögum að enginn miðstjórnar- maður mætti sitja í stjórnum fyr- irtækja, nema e.t.v. þeim sem eru í eigu samtakanna eða stétt- arfélaga. Með þessum línum er ég ekki að senda einstökum mið- stjórnarmönnum hnútur, enda allt gott fólk sem hefur oftast launalaust eytt miklu af tíma sín- um í þágu launafólks í landinu. í þessu felst einmitt vandinn, því enginn vill verða til þess að ýta við slíku fólki. Ég er aðeins að velta upp nauðsynlegri umræðu og hún verður að fara fram. Það er knýj- andi nauðsyn að stokka upp í fpr- ystu ASÍ, launafólk þarfnast nú kröftugrar og harðrar forystu, annars er e.t.v. frjáls verkalýðs- hreyfing og þar með lýðræðið á íslandi í hættu. Kristbjörn er formaður Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði. Liður í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar er bann við hækkun vöru og þjónustu út september. Nú reynir á, að neytendur haldi vöku sinni og fylgist grannt með verðlagi. Verðgæsla almennings er öflugasta vopnið. Ef fólk verður vart við, að verð vöru og þjón- ustu hækki í september getur það snúið sér til Verðlagsstofnunar. Vegna VERÐSTÖÐVUNARINNAR hefur Verðlagsstofnun opnað sérstakan verð- gæslusíma: 62 2101 VERÐLAGSSTOFNUN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.