Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 8
Alþýðubandalagið Dágóð vmnutöm Fjárfestingaskattur á þenslusvæðum. Stóraukin hlutdeild íslensks iðnvamings „Ég tel að það hafi verið ein- staklega góð hugmynd að þing- flokkkurinn kæmi saman á vinn- ufund og fundarstaðurinn hér fyrir austan var vel til fundinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. „Þingflokk- urinn og stjórn flokksins hefur verið hér á Hallormsstað á þriggja daga fundi og menn hafa borið saman bækur sínar með til- liti til þeirra atburða sem nú eiga sér stað í þjóðfélaginu.“ „Reyndar hófst þessi vinna með ráðstefnu sem kjördæmis- ráðin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi efndu til hér á Hall- ormsstað um síðustu helgi undir kjörorðinu „ísland, herstöð eða friðarsetur“. Ráðstefnuna sóttu milli 70 og 80 manns og tókst hún í alla staði mjög vel.“ Ávarp ráðstefnunnar hefur verið birt í Þjóðviljanum. „Auðvitað hefur mestur tími hjá okkur farið í fundarsetur því að auk okkar vinnufunda höfum við staðið fyrir pólitískum fund- um víða hér austanlands. En við höfum líka getað farið í heim- sóknir eins og til Skógræktar ríkisins hér á Hallormsstað og kynnst þeirri starfsemi, sem þar fer fram, undir leiðsögn skógar- varðarins Jóns Loftssonar. Þing- flokkurinn mun á komandi vetri fjalla sérstaklega um málefni skógræktar og landgræðslu í framhaldi af heimsókninni á Hallormsstað.“ „Þingflokkurinn hefur mótað hér tillögu um sérstaka tekju- öflun til að standa straum af kostnaði við jarðgangagerð. Við viljum að tilteknum verkefnum á því sviði verði lokið innan 15 ára. Það þarf fastákveðna áætlun á þessu sviði.“ Kjaraskerðing hjá almenningi er óþörf. Pjóðarbúið ekki orðiðfyrir verulegumytri áföllum. Flytjafjármunifrá þeim sem mest hafa grœtt. Endurskipulagning atvinnulífsins. Skattar á vaxtatekjur umfram verðtryggingu. Nýtt hátekju- þrep í tekjuskatti Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur mótað tillögur um aðgerðir í efna- hagsmálum. Lagt er til að farin sé allt önnur leið en er til umræðu hjá ríkis- stjórnarflokkunum þar sem allt snýst um launalækkun og kjaraskerðingu. Þingflokkurinn vill að færðar séu til 2.500 til 3.000 miljónir króna. Þær verði sóttar til þeirra best stæðu og þeirra sem rakað hafa saman gróða í góðæri undan- farinna ára. Þetta fé skal notað til endur- skipulagningar atvinnulífsins, til að aftra því að halli á ríkissjóði valdi þenslu, til að auka framlög til félagslegra verkefna og til að lækka eða fella niður söluskatt af lífsnauðsynjum. Þingflokkurinn telur nauðsynlegt að afnumin verði bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar þannig að verkalýðshreyfingin eridurheimti samningsréttinn og að stað- ið verði við gerða kjarasamninga. Tillögur þingflokksins Lœkkun kostnaðar Aðrir kostnaðarliðir heimila og atvinnuvega lœkki einnig með markvissum ráðstöfunum og aðhaldsaðgerðum Dcenri: - Orkukostnaður nemur nú 2.5-3% í útgjöldum frystihús- anna og hann er einnig tilfinnanlegur í rekstri annarra greina svo sem iðnaðarins. Niðurfelling söluskatts af rafmagni bætir því stuðu þessara atvinnugreina. - Einokunaraðstaða Eimskipafélagsins á flutningum til og frá landinu hefur hækkað farmgjöld óeðlilega. Lækkun farmgjalda kemur því bæði atvinnuvegunum og heimilunum sérstaklega til góða. - Lækkun farmgjalda mun einnig draga úr verðbólgu. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefur fjallað um ástandið í efnahags- og atvinnumálum á fundi sínum á Hallormsstað síð- ustu daga. Þingflokkurinn bendir á að þjóðarbúið hefur ekki orðið fyrir verulegum ytri áföllum. Gert er ráð fyrir aukinni land- sframleiðslu á árinu 1988 þannig að árið verði besta eða næstbesta árið í íslensku efnahagslífi. Vand- inn felst því í rangri stjórnar- stefnu og misskiptingu afraksturs góðæris undanfarin ár þar sem launamenn og landsbyggð sitja við skarðan hlut en fjármagnseig- endur hafa makað krókinn með skattfrjálsum vaxtagróða. Tillögur Alþýðubandalagsins eru í grundvallaratriðum allt aðr- ar en tillögur stjórnarflokkanna og sú stjórnarstefna sem fylgt hefur verið af þessari og síðustu ríkisstjóm. Tillögur Alþýðubandalagsins byggjast á því að ekki komi til kjaraskerðingar. Tillögur stjórnarflokkanna byggist á þeirri forsendu að launin verði lækkuð verulega. Grundvallaratriði tillagna Al- þýðubandalagsins eru að flytja til fjármuni frá þeim sem hafa rakað saman gróða í góðæri undanfa- rinna ára og að knýja fram endur- skipulagningu atvinnulífsins. Tillögur ríkisstjómarinnar ganga út frá óbreyttu kerfi og því að fjármagnseigendurnir haldi sínu: tillögur þeirra byggjast einnig á því að landsbyggðin búi áfram við skarðan hlut. Stefna ríkisstjórnarinnar ógnar tilvem landsbyggðarinnar og engar tillögur um úrbætur í þeim efnum liggja fyrir frá stjórnar- flokkunum. Stefna Alþýðubandalagsins felur í sér róttækar aðgerðir sem koma landsbyggðinni til góða auk sértækra aðgerða til jöfnunar á lífskjörum almennings og af- komu sveitarfélaganna. Alþýðubandalagið vill verja lífskjör launamanna, sjómanna og bænda, aldraðra og öryrkja. Stefna ríkisstjórnarinnar gengur út frá því að þessir hópar verði enn einu sinni látnir bera allar byrðarnar. Tilögur ríkisstjórnarinnar munu koma harðast niður á lág- launahópum einkum konum og þannig munu tillögurnar í fram- kvæmd enn auka á mismunun í kjöram karla og kvenna. Alþýðubandalagið gerir til- lögur um nýja stjórnarstefnu sem leiðir til sanngjarnari skiptingar þjóðarauðsins öruggara atvinnu- lífs og til jafnari lífskjara. - Þeir fjármunir sem hér um ræðir verði ma. notaðir til þess að: a) hvetja til endurskipulagn- ingar fýrirtækja í útflutnings- greinum bæði með almennum og sérstökum aðgerðum. b) til þess að tryggja jafnvægi í ríkisfjármálum en halli á ríkis- sjóði er einn versti þensluvaldur- inn í efnahagslífinu einsog sakir standa. c) til þess að auka þau framlög til félagslegra verkefna sem nú- verandi og fyrrverandi ríkis- stjórnir hafa skorið niður. d) til þess að standa undir lækkun söluskatts í af lífsnauð- synjum og niðurfellingu hans af rafmagni. Hér er gert ráð fyrir millifærslu sem nemur 2.500 - 3000 milj. kr. auk margvíslegra annarra fjár- málaaðgerða. Gegn erlendum skuldum - kaupum íslenskt Til þess að vega á móti við- skiptahallanum sem hefur aukið erlendar skuldir um miljarða á þessu ári er óhjákvæmilegt að gripið verði til sérstakra aðgerða: 1) Gert verði átak til þess að styrkja markaðshlutdeild ís- lensks iðnaðar með því að hvetja fólk með víðtækum áróðri og kynningarstarfsemi til þess að kaupa íslenskar vömr fremur en innfluttar, svo og með kaupum ríkis og sveitarfélaga á íslenskum iðnaðarvörum. 2) Um leið og afborgunarvið- skipti eru endurskoðuð verði óheimilt að nota afborgun nema við kaup á íslenskum vörum. 3) Dregið verði úr heimildum fyrirtækja til þess að taka erlend lán. Allt önnur leið Með þessum aðgerðum er í grundvallaratriðum um að ræða allt aðra stjórnarstefnu en þá sem fylgt er um þessar mundir. Ríkis- stjórnin gerir ráð fyrir því að fyr- irtækin verði rekin með styrkjum úr vösum launamanna og lífeyris- þega. Þessari stefnu hafnar Alþýðu- bandalagið og gerir þess vegna tillögur um allt aðra leið þar sem - launin eru varin en launa- hækkun hafnað - dregið er úr kostnaði at- vinnuveganna með markvissum ráðstöfunum, lækkun kostnaðar og tilflutningi frá fjármagnseig- endum - ríkissjóður er í jafnvægi þrátt fyrir eðlilega félagslega þjónustu - okurvöxtum er létt af lands- byggð og launafólki - verðbólga fer minnkandi því gert er ráð fyrir því að fylgt verði aðhaldsstefnu í verðlagsmálum - lagðir eru skattar á hátekju- mennina stóreignirnar og vaxta- gróðann - viðskiptahallinn fer minnk- andi og þar með dregið úr er- lendum skuldum. Burt með bráða- birgðalögin - frjáls verkalýðshreyfing Jafnframt þessum víðtæku efnahagsaðgerðum telur Alþýðu- bandalagið nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin fái á ný samningsréttinn með því að bráðabirgðalögin verði afnumin. Þar með fái verkalýðshreyfingin frelsi til þess að semja um kaup og kjör. Þannig er staðið við gerða kjarasamninga sem gera má ráð fyrir launahækkunum 1. nóv. og í desember. Millifœrsla Tilþess að standa straum afkostnaði við efnahagsaðgerðirnar meðal annars tilþess að stuðla að nauðsynlegri endurskipulagn- ingu atvinnulífsins - verði gripið til skattlagningar á stóreigna- menn og gróðaaðila. Dœnri: - Skattar verði lagðir á vaxtatekjur umfram verðtryggingu. - Veltuskattur verði lagður á banka og peningastofnanir. - Lagðir verði á fjárfestingarskattar á þenslusvœðum. - Skattar verði lagðir á stóreignir. - Tekið verði upp hátekjuskattþrep í tekjuskatti. Vaxtalœkkun Vextir verði lækkaðir þannig að raunvextir verði ekki hærri en 3% Um þessar mundir er atvinnuvegum og húsbyggjendum gert að greiða 9-12% raunvexti. Ríkisstjórnin gerir ekki ráð fyrirþví að raunvextir verði lœkkaðir að marki. Alþýðubandalagið vill jafnframt stuðla að minnkandi vaxtamun þannig að bankar verði að temja sér skipulegri vinnubrögð, aðhald í rekstri og hagrœðingu. Vaxtalœkkun hefur þau áhrif - að kostnaður útflutningsatvinnuveganna lækkar - að fjármagnsútgjöld íbúðakaupenda minnka - að verðlag lækkar vegna þess að vaxtakostnaður er einn stœrsti kostnaðarliður flestra fyrirtœkja - að gróði fjármagnseigenda á gráa markaðnum minnkar. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.