Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 9
Guðrún Ágústsdóttir: á meðan eittþúsund gamalmenni eru á biðlista er ekkiforsvaranlegtað borgin selji efnafólkiþjónustuíbúðir fyrir5-6 miljónir. Við eigum næga peninga til að tryggja öllum öruggthúsnœði Guörún Ágústsdóttir: Fyrir það fé sem eytt verður í ráðhúsið og hring- húsið ofan á hitaveitutönkunum er hægt að leysa húsnæðisvanda aldraðra. gjörum forgangshóp. Það ætti því að vera okkar fyrsta verk að út- rýma þessum allt of langa bið- Iista. Af þeim sem eru á biðlistanum eru afar fáir sem geta nýtt sér það sem í boði er, það er að kaupa þjónustuíbúð fullu verði. Stór hluti þessa fólks á ekki íbúð eða er kominn á þann aldur að fjár- festing er ekki vænlegur kostur. Af þessari ástæðu er ég algjör- lega mótfallin því að borgin selji þær íbúðir sem hún er að byggja núna þar sem með því er ekki verið að leysa úr málum þeirra sem verst eru staddir og biðlistinn mun lítið styttast á meðan. Sem dæmi um hve ástandið er slæmt get ég nefnt hjón sem sóttu nýlega um vist að Skjóli. Þau eru bæði komin á tíræðisaldur, mað- urinn fékk nýlega hjartaáfall og er ófær um að sjá um sig sjálfur en konan sem er hressari lærbrotn- aði fyrr á árinu og hefur ekki náð sér eftir það. Þetta fólk, sem þó á engin börn búsett hér á landi sem geta aðstoðað þau, komust ekki í 20 manna forgangshóp og menn geta spurt sjálfa sig við hvemig neyðaraðstæður það fólk býr sem telst til forgangshópsins. Uppbygging síðustu ára Um miðjan 8. áratuginn tóks ágætt samstarf með meiri- og minnihlutanum í borgarstjórn um átak í uppbyggingu þjónustu- íbúða fyrir aldraða. Þá var ákveð- ið að 7% af tekjum borgarinnar rynni til þessara mála og á næstu árum þar á eftir risu staðir eins og Furugerði, Langahlíð, Dalbraut og Droplaugarstaðir sem leystu vanda margra og styttu biðlistana verulega. Árið 1982 þegar stjórn Davíðs tók við varð stefnubreyting í þessum málum. Þá voru íbúðirn- ar í Seljahlíð á teikniborðinu en meirihlutinn tók þá ákvörðun að fresta byggingunni og minnka og í stað áframhaldandi uppbygg- ingar var ekki ein einasta þjón- ustuíbúð tekin í notkun frá miðju sumri 1982 fram á mitt árið 1986. f dag er engin leiguíbúð í sjón- máli fyrr en í fyrsta lagi í lok árs- ins 1991 þegar íbúðirnar við Skúlagötu verða teknar í notkun og ekki styttist biðlistinn á með- an. Það er verulegt áfall fyrir fólk í Reykjavík að íbúðirnar við Vest- urgötuna skuli seldar en ekki tryggt að þær lendi hjá þeim sem mest þurfa á þeim að halda, en það er ekki hægt að leysa vanda þess fólks sem nú er á biðlista á frjálsum markaði. Það er líka vert að gefa því gaum að í Vesturbænum býr hlut- fallslega meira af gömlu fólki en í öðrum bæjarhlutum og það þykir mjög æskilegt að fólk geti haldið sig í sama bæjarhluta þegar það flytur í þjónustuíbúð. Biðlistinn Síðastliðin 6 ár hafa um eitt þúsund manns verið á biðlista borgarinnar eftir þjónustuíbúð eða plássi á hjúkrunar- eða vist- heimili. Af þessum fjölda eru á milli 300 og 400 manns í forgangshópi og þurfa um 125 manns vist á hjúkrunarheimili, 130 manns á vistheimili og 140 manns bíða eftir þjónustuíbúð. Þetta fólk býr núna ýmist inni á aðstandendum sínum í of litlu húsnæði, hjá vandalausum eða í óöruggu leiguhúsnæði úti í bæ eða í eigin húsnæði. Þótt íslend- ingar eigi flestir nú á dögum eigið húsnæði þá eru hlutfallslega fæst- ir af þeirri kynslóð sem nú er öldruð sem eiga sitt eigið húsnæði og flestum því ómögulegt að fjárfesta í fyrsta sinn á gamals aldri. Úrbætur Það fyrsta sem við viljum gera er að breyta ákvörðuninni um íbúðirar við Vesturgötu þannig að þar væri hægt að leysa vanda í 26 neyðartilvikum. Hraða þarf byggingu íbúðanna við Skúlagötu °g byggja í áföngum þannig að fyrsti hlutinn verði tekinn í notk- un á næsta ári og þar verði íbúð- irnar ýmist leigðar út eða ein- hvers konar hlutdeildarkerfi skipulagt þannig að fólk geti keypt hluta í íbúð, mismikinn eftir efnum og ástæðum í hverju tilviki. Auk þessa vil ég leggja til að þegar verði keypt nokkur einbýl- ishús í Reykjavík þar sem komið verði á fót sambýlum fyrir aldr- aða. Það hefur verið reynt í Kóp- avogi og gefist verulega vel þar sem það hefur verið bæði vinsæl og ódýr lausn. Það má vel vera að einhverjir hugsi sem svo að ekki séu til pen- ingar fyrir svona framkvæmdum. En það er ekki rétt, við eigum næga peninga. Með því að hætta við byggingu ráðhússins og hring- hússins ofan á hitaveitu- tönkunum væri hægt að fjár- magna allar þessar framkvæmdir. Ef við viljum telja okkur til siðmenntaðra þjóða verðum við að tryggja það að allir þjóðfélags- hópar lifi mannsæmandi lífi, hvemig sem ástatt er fyrir þeim. 'Þ r Isíðustu viku tók byggingar- nefnd aldraðra í Reykjavík ákvörðun um það að þjónustu- íbúðir aldraðra sem verið er að byggja á horninu á Vesturgötu og Garðastræti verði seldar. Byggingarkostnaður við hverja 50 fm íbúð er áætlaður um 5.5 miljónir í dag sem þýðir að þeir einir geta keypt sér íbúð þarna sem eiga verulegar eignir fyrir. Borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins i byggingarnefndinni, Guðrún Agústsdóttir, flutti breytingartillögu sem gerir ráð fyrir því að þessar íbúðir verði leigðar og valið inn í þær af bið- lista borgarinnar. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga og verða því eftir sem áður hundruð aldr- aðra Reykvíkinga, sem ekki eiga því láni að fagna að ganga um með þungar pyngjur, að sætta sig við að bíða á biðlistanum enn um hríð. f samtali við Þjóðviljann gagnrýnir Guðrún harðlega þessa ákvörðun byggingarnefndar og telur að með þessu sé síður en svo verið að leysa úr þeim mikla húsnæðisvanda sem aldraðir Reykvíkingar búa við. Frumskylda okkar Ég lít á það sem frumskyldu okkar að leysa vanda þeirra sam- borgara okkar sem verst eru staddir. Á biðlista Reykjavíkur- borgar eru nú um 1000 aldraðir einstaklingar og þar af eru á milli 300 og 400 manns sem eru í al- Aldraðir eiga rétt á mannsæmandi lífi Fimmtudagur 1. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.