Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 10
MINNING FLÓAMARKAÐURINN Húsnæði óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn 8 og 11 ára óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11540 á daginn. íbúð óskast 3 Pólverjar á míðjum aldri óska eftir ca. 3ja herbergjaódýrri íbúð. Uppl. í síma 31519 eftir kl. 17. Tek að mér vélritun Vönduð og góð vinna. Hafið sam- band við Guðbjörgu í síma 32929. Flóamarkaður Opið mánudag, þriðjudag og mið- vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr- val af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17, kjallara. Ferðafólk - hestaleiga Kiðafelli í Kjós Góð og ódýr gisting í íbúð í nágrenni Reykjavíkur. Hestaleiga á staðn- um. Riðið út á góðum hestum í fall- egu umhverfi. Uppl. í síma 666096. Rafmagnsþjónustan og Dyrasímaþjónustan Bjóðum alla almenna raflagna- vinnu, erum sérhæfðir í endurnýjun og breytingum á eldri raflögnum. Veitum ráðgjöf við lýsingu í verslun- um, og heimahúsum. Setjum upp og þjónustum dyrasíma. Kristján Sveinbjörnsson rafvirkjameistari sími 44430. Dagmamma nálægt Melaskóla Tek 6 ára börn í gæslu fyrir hádegi í vetur. Hef uppeldismenntun. Upp- lýsingar í síma 28257. Við erum námsfólk með eitt lítið barn og leitum að íbúð sem allra fyrst. Eigum bæði að byrja í skóla í haust og viljum helst ekki þurfa að sofa í bílnum. Vinsam- legast hringið í síma 681331 eða í síma 681310 á daginn. Toyota Tercel ’82 Til sölu Toyota Tercel árg. '82 í mjög góðu standi, en smáskemmd- ir á vinstri framhurð. Ekinn 85.000 km. Verð kr. 180.000 (150.000 stgr.) Upplýsingar í síma 54185. Steingrímur. Ungt par menntaskólakennari og smiður óska eftir 2-3 herbergja íbúð sem fyrst. Getum tekið að okkur viðhald og / eða lagfæringar á húsnæðinu ef með þarf. Upplýsingar í síma 36560 milli kl. 17 og 19. Steinunn Guðjónsdóttir. Óska eftir vinnuaðstöðu - verkstæði með hita og rafmagni t.d. bílskúr. Upplýsingar í síma 36560. Steinunn Guðjónsdóttir. Erum á götunni Óska eftir einstaklingsíbúð eða rúmgóðu herbergi. Skilvísar mán- aðargreiðslur í boði. Meðmæli ef óskað er, frá fyrri leigusala. Upplýs- ingar í síma 45196. ísskápur og þvottavél óskast gefins. Á sama stað er til sölu Daihatsu Charade '80 skoðað- ur '88, útvarp, segulband. Verð 50.000 stgr.’ Einnig 20“ Tensai lit- sjónvarpstæki, hálfsárs gamalt. Verð 25.000. Upplýsingar í síma 45196. SJónvarp óskast Skost stúlka óskar eftir sjónvarpi, s/h eða lit, ódýrt eða gefins, til að læra islensku. Upplýsingar í síma 26128 eftir kl. 19.00. Heimasmíðað furusófasett ásamt borði til sölu. Hentar t.d. vel i sumarbústað. Verðhugmynd 10.000. Upplýsingar í síma 77194. Svalavagn óskast Ég óska eftir a fá ódýrt stóran svala- vagn. Sími 12342. Ffygill í fóstur Ef þú hefur ekki pláss fyrir flygilinn þinn sem stendur viljum við gjarnan geyma hann fyrir þig í ca. eitt ár og fara um hann mjúkum höndum. Kaup hugsanleg. Hringið í síma 666623. Dagmamma Vantar dagmömmu eða manneskju í nágrenni við Hlemm til að koma heim og passa eins árs stelpu, milli kl. 1 og 5.30. Er í síma 15442 fyrir hádegi og eftir kl. 6. Vefstóll með bekk til sölu Glymákra standard trissustóll, 8 skafta 10 skammel, vefbreidd 110 sm. Upplýsingar í síma 671042. Til leigu stúdíóíbúð í 5. hverfi (latínuhverfi) Parísar- borgar, frá 1.-30. september. íbúðinni sem er herbergi, eldhús og bað fylgir innbú, sjónvarp og sími. Gott verð. Upplýsingar í síma 42935 á kvöldin og 37920 alla daga. Kettlingar 3 vel vandir kettlingar fást gefins. Sími 12176. Silfursett Stórglæsilegt silfursett til sölu. Kaffikanna, tekanna, sykurkar, rjómakanna og bakki á fótum í bar- okkstíl. Upplýsingar í síma 35103. Viltu byrja að mála 10 vikna málaranámskeið fyrir kon- ur mánudags- og miðvikudags- kvöld í Hlaðvarðanum. Kennsla hefst 12. september. Upplýsingar í síma 27064. Óskast keypt eða gefins Eldhúsborð, stólar, ísskápur, sjón- varp og ýmislegt annað óskast ódýrt eða gefins. Vinsamlegast hringið í síma 681310 eða 681331. Til sölu vegna flutninga Við erum að flytja og því viljum við selja ýmislegt úr okkar eigu gegn mjög vægu verði. Dæmi: Gott drengjahjól (4-7 ára), barnastóll, baðborð (veggfast yfir baðkeri), Sil- ver Cross barnakerra, ýmiskonar góð barnaföt, skór o.fl. Flóamark- aður verður í hjólageymslunni Furugerði 9 laugardag kl. 10.00. Upplýsingar í síma 37920. Óska eftir gömlum hornsófa eða sófa ódýrt eða ókeypis. Sími 46289 eftir kl. 16.00. Tvö rúm fást gefins Má nota saman sem hjónarúm. Upplýsingar í síma 77787. Dagmamma óskast Dagmamma óskast fyrir 2 börn, 7 mánaða og rúmlega 2 ára frá 1. september í vesturbæ. Upplýsingar í síma 621232. Til sölu - óskast keypt Til sölu BMX hjól, 24",7 He-man kallar. Óska eftir kommóðu til kaups. Uppl. í síma 43439 eftir kl. Óskast keypt Óska eftir að kaupa reiðhjól og ís- skáp. Á sama stað fást gefins tómar sultukrukkur. Uppl. i síma 17087. Lítið sófasett tveggja sæta sófi og stóll til sölu. Einnig kringlótt borð (ca 1 m í þver- mál) stækkanlegt og 4 stólar og gólflampi. Uppl. í síma 46945. Tölvunarfræði Ertu að byrja í tölvunarfræði í há- skólanum? F>á á ég námsbækurnar fyrir þig á hálfvirði. Uppl. i síma 15305 í dag og á morgun. Barnavörur tll sölu gærukerrupoki (ónotaður) regn- hlífakerra, bleyjutaska, burðarrúm, barnastóll o.fl. allt á 5.000. Uppl. í síma 15305. Til sölu IKEA-rúm 200x160 með krómuð- um göflum á kr. 15.000. Uppl. í síma 13085 eftir kl. 19.00. Hjónarúm Fallegt hjónarúm með dýnum til sölu. Stærð 195x160 cm. Uppl. í síma 672283. Gott fólk Hjón með tvö stálpuð börn óska eftir 3-4 herbergja íbúð í Kópavogi (helst austurbæ). Tryggar mánað- argreiðslur. Uppl. í síma 43037. Halló rifsberjaeigendur! Mig langar til að fá að koma heim til einhvers og tína rifsber þar sem ég hef ekki aðgang að trjám sjálf. Vill einhver vera svo góður að leyfa mér að koma heim til sín að tína? Sími 656657, Borghildur. Kojur óskast Vel með farnar kojur óskast sem fyrst. Á sama stað er til sölu Snugli barnaburðarpoki. Uppl. í síma 672283. Ástríður Guðrún Beck frá Sómastöðum Fœdd 18. apríl 1909 - Dáin 24. ágúst 1988 Kvödd er í dag ágæt atgervis- kona, sem átti farsæla ævigöngu að baki. Sumarsins sóldýrð vafin er hin mæta minning góðrar vin- konu, gengins félaga. Sjálf átti hún ríkulega sól í sinni og megn- aði mörgum að veita, trygg, heilsteypt og sönn manneskja. Fátækleg verður kveðja mín á stopulli stund, en aftur hvarflar hugur heim á leið til þess tíma, er þau Guðrún og Hans, systkinin á Sómastöðum, sátu sátu bú sitt austur þar með ágætum þar sem alúðin og snyrtimennskan lýsti af allri iðju og úti sem inni bar allt umhirðu og eljusemi systkinanna ágætt vitni. Par var gestum og gangandi tveim höndum tekið og hið bezta ávallt í boði. Gestrisni húsfreyjunnar á Sómastöðum var ekki innantóm uppgerðarkurteisi, þar var öllum tekið af sömu einlægu hjartahlýj- unni, að allir mættu njóta þess, að þar væru þeir velkomnir. Mikið undur er gott að hugsa til þess tíma, er komið var í hlað á Sómastöðum, handtökin hlý og traust, horfið á vit góðra veitinga og ekki síðri umræðna um lands- ins gagn og nauðsynjar, bros og birta yfir öllu, því ævinlega voru hinar ljósu hliðar lífsins efst á baugi, það sem lýsti upp, það sem brá bjarma gamanseminnar grómlausu yfir gráan hversdags- leikann. Ekki var síður um vert að hlýða á heitar og ákveðnar skoðanir, sem ekki voru á neinu rósamáli reifaðar: Um ísland fyrir íslend- inga eina, utan allra herbanda- laga, laust úr viðjum vígóðra dáta, um rétt hins stritandi þegns til verðugra verkalauna, þar sem afætum öllum yrði ýtt út í yztu myrkur. Af heitu hjarta var Guð- rún hinn sanni herstöðvaand- stæðingur, hiklaust og einarðlega hélt hún á málstað sínum, mál- stað friðar, frelsis og jafnréttis og þar af leiddi, að hún var einlæg og ákveðin í afstöðu sinni til þjóðfé- lagsmála - Iítilmagninn átti hug hennar og alla samúð og hún var ótrauð í því að túlka þann mál- stað á vettvangi hins daglega lífs. Hiklaust gekk hún þar til liðs, sem henni þótti þörf og þar var engin hálfvelgja á hlutunum. Það fékk ég að reyna 1962, Tll sölu svefnbekkur og tveir stólar, hvítt með tveim skúffum undir. Uppl. í síma 84922. Tll sölu notaðar Reykjaneshraunhellur og brotasteinar. Selst ódýrt. Uppl. í síma 74288. Mótatimbur Til sölu mótatimbur 25x150 og 50x100 mm. Hefur verið notað einu sinni. Uppl. í síma 75605. Húsgögn til sölu á mjög lágu verði. Uppl. í síma 73360. íbúð óskast Ungt, reglusamt par utan af landi óskar eftir 2-3 herbergja íbúð sem fyrst. Einhver fyrirframgreiðsla möguleg. Uppl. ísíma25661 eftirkl. 17.00. Hjónarúm til sölu (5 ára) með útvarpi og náttborðum. Uppl. í síma 79737. Til sölu myndbandstæki eða í skiptum fyrir t.d. tvíbreitt rúm með góðum dýn- um, stórt skrifborð, tölvu eða tvo hægindastóla. Sími 18189 á kvöld- in. þegar ég var að baksa við að koma saman lista vinstri manna heima, sem síðar varð Alþýðu- bandalagsins og fór til Guðrúnar í liðsbón. Án mikils hiks, eftir að hafa hugsað málið gaf hún þess kost að fara í þriðja sæti listans, sem þá voru líkur til að yrði vara- mannssæti í sveitarstjórn, sem og varð. Önnur afbragðskona, sem féll sviplega frá á síðasta ári skipaði svo fjórða sætið, og ekki var nú jafnréttisþróunin komin lengra á veg en það þá, að listi okkar var oftast kallaður kvenna- listinn hans Helga. Guðrún sat svo fyrir mig nokkra fundi og var í nefndum á okkar vegum og við vissum öll, að þar var vel skipað sæti og sann- arlega hefði hún átt að halda áfram, en svo varð þó ekki af ýmsum ástæðum. En liðsemdar hennar var áfram gott að leita, enda lagði hún ótæpt lóð sitt þar á vogarskálar, sem hún taldi þess þurfa. Sómastaðir í Reyðarfirði liggja ef svo má segja um þjóð- braut þvera, þjóðvegurinn liggur fram með húsveggnum, en ys og þys umferðarinnar virtist óra- fjarri, þegar inn í stofu var gengið og glaðst með glöðum, því hús- ráðendur létu það í engu raska hugarró sinni. Hins vegar gerðist það gjarnan meðan vegir voru verri og farar- tæki ekki svo fullkomin sem nú, að Sómastaðir urðu áningar - fyr- irgreiðslu og griðastaður þeirra, sem þar fóru um garð. Og víst var um það, að öllum var opnum ör- mum tekið af þeirri rausn og reisu, sem þessum ágætu systkinum var í blóð borin og ekki talinn eftir aukinn erill og ærin fyrirhöfn. Þar voru höfðingjar heim að sækja og ekki leyndi sér hversu samtaka þau systkinin voru í ein- drægni sinni og einlægum vilja að gjöra öllum gott. Börn og unglingar sóttu mjög í sveit til þeirra og það vissi ég vera þeim góðan skóla, sem þau mátu mikils á lífsleiðinni. Þeim var kennt að vinna án allrar þjökunar, þau fengu bæði blíðu og ákveðna ögun, þeim var kennt það gildis- og verðmæta- mat sem mestu skiptir í lífinu. Umsögn þeirra yljuð miklum hlýhug segir mikla sögu og sóma- prýdda. Hlutur Guðrúnar var ekki ein- ungis við heimilið bundinn, því í búskapnum öllum var hún hinn virki þátttakandi, rösk og kapp- söm sem kom sér einkar vel áður en tæknin hélt innreið sína. Búfénaður þeirra bar af, um- hverfið allt var fágað og fegrað, þar fannst ekki ryðbrunnið rusl og gamalt fúaskran eins og allt of víða blasir við. Hvoru tveggja sýnir og sannar mikið um eðlis- kosti systkinanna á Sómastöðum. Ég tala gjarnan um þau bæði í sömu andrá og ekki að ástæðu- lausu, svo ágætlega sem þau sam- tvinnuðu helstu kosti góðra hús- ráðenda. Guðrún var glaðlynd kona, naut þess að gefa öðrum og vera gefið af nægtabrunni gleðinnar, sambland kímni og kátínu og um- hugsandi alvöru varð hjá henni eðlilegt í allri viðkynningu. Hún var sérlega vel greind kona, fylgdist vel með helztu hræringum þjóðlífs, las mikið og sagðist læra af, var enda víða heima og gat í mörgu miðlað miklum fróðleik. Hún var ör í lund, en alltaf skjót til að hlýða á annarra rök og ráð, en hæst fannst mér bera heita, mannlega samkennd, sem hún sýndi í orði sem í verki. Hún var kona mikilla heilinda, traustrar skapgerðar og ríkrar rausnar, vinsæl og vin- mörg. Ég rek ekki ætt hennar né ævi- sögu öðruvísi en í örstuttu máli. Ástríður Guðrún var fædd 18. apríl 1909 og var því á áttugasta aldursári er hún lézt. Foreldrar hennar voru hjónin María Sveinbjarnardóttir frá Skáleyjum á Breiðafirði og Páll Beck bóndi á Sómastöðum. Systkinin voru fimm og eru þrjú þeirra enn á lífi, Hans og systurnar Steinunn og Sigríður. Sómastaðir voru heimili henn- ar alla tíð, en þar bjuggu þau fé- lagsbúi systkinin hún og Hans Jakob, sem bar báðum ljóst vitni. Þau brugðu búi 1983, enda heilsan þá farin að gefa sig og miklar breytingar í vændum á búskaparslóðum þeirra. Fluttu þau systkini hingað til Reykjavík- ur og undu hag sínum allvel, enda frændgarður hér mikill og stór, en oft mun hugurinn hafa verið bundinn ættarslóðum eystra. Heilsunni hrakaði svo ört og heiminn kvaddi hún 24. ágúst s.l. sátt við allt og alla. Að baki er mikil og ágæt eljusaga, þar sem mörgum var veitt af rausn, enda ríkidæmi hjartans mikið. Starf búandkonu með mikla gestanauð er engan veginn rósa- braut athafnaleysis, en starfið gefur ótvíræða lífsfyllingu og Guðrún var í mörgu gæfumann- eskja. Hún var kona einlægrar lífstrú- ar og lífsgleði, sem leiftrað gat af, þegar hún gaf sig á vald hugðar- efnum og hugarsýnum. Hún var heil og sönn í hverri gerð. Hún Ásta Gunna eins og hún var oft kölluð hefur farið sína hinztu ferð. Góð var ganga hennar um lífið og kært er hún kvödd af okkur, er áttum hana að vini. Við vottum Hans vini okkar og aðstandend- um öðrum einlæga samúð. Ég þakka farsæla fylgd og fall- ega minningu um tryggan félaga og traustan vin um áraraðir. Heiðríkja hásumars á Sóma- staðahlaði bregður ljóma á bjarta minningu. Blessuð sé sú bjarta minning. Helgi Seljan 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 1. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.