Þjóðviljinn - 06.09.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.09.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 6. september 197. tölublað 53. örgangur Á vöxtunarhrunið 100 miljónir gætu tapast VerðbréfasjóðirÁvöxtunarkomniríþrot. Ríkissaksóknari hefur ákveðiðopinbera rannsókn árekstrisjóðanna. Bankaeftirlitið með rekstur sjóðanna undir smásjánnifráþvííágústbyrjun. Léleg veðgœtu kostað hátt í 100 miljónir Á mánudegi fyrirviku efndu eigendurog forráðamenn Ávöxtunarsf. til blaðamannafundar og skýrðu frá því að innlausnarbeiðnir að upphæð 93 miljónir hefðu borist. Hins vegar sögðu þeir að málin væru komin í eðlilegan farveg og innlausnaholskeflan væri gengin yfir. Slík var þóekki raunin og nú hafa eigendur og stjórnendur Ávöxtunar sf. og sjóða yfirgefið skútuna og afhent Bankaeftirlitinu stjórnvölinn. Mynd: Ari Ekki er talið ólíklegt að ein- staklingar og aðrir eigendur verðbréfa frá verðbréfasjóðum Ávöxtunar muni tapa upphæðum á bilinu 90 til 140 miljónir vegna „gjaIdþrots“ fyrirtækisins. Ríkis- saksóknari hefur ákveðið að hefja opinbera rannsókn á rekstri Ávöxtunar og verðbréfasjóða á vegum þess og meintum brotum forráðamanna og eigenda fyrir- tækisins. Pá hefur viðskiptaráð- herra fellt úr gildi, tímabundið, verðbréfaleyfi Péturs Björns- sonar sem er eigandi Ávöxtunar ásamt Ármanni Reynissyni. Eigendur Ávöxtunar óskuðu eftir því á sunnudag að bankaeft- irlit Seðlabankans tæki yfir rekst- ur verðbréfasjóða fyrirtækisins, þar sem það væri komið í þrot vegna óvenjumikilla innlausnar- beiðna í sjóðina að undanförnu. Sjóðunum hefur verið lokað og Bankaeftirlitið fól Gesti Jónssyni hæstaréttarlögmanni að hafa um- sjón með sjóðunum og annast uppgjör þeirra. Hér er ekki um eiginlegt gjaldþrot Ávöxtunar sf. og sjóða þess að ræða, þar sem að baki hvers selds bréfs eiga að standa tryggingar. Hins vegar er talið óvíst að þær muni halda í öllum tilfellum. Mikill titringur er á „gráa markaðnum" í fjármálavið- skiptum vegna hrunsins hjá Ávöxtun. Telja kunnáttumenn sem Þjóðviljinn ræddi við í gær ekki ólíklegt að tugir ef ekki hátt í hundrað miljónir af verðbréfa- innistæðum Ávöxtunar fáist aldrei útleystar. Heildarvelta verðbréfasjóða fyrirtækisins var um 385 miljónir og á föstudag lágu fyrir beiðnir um innlausn á helmingi þeirrar fjárhæðar. Að- eins lítill hluti hefur verið borgað- ur út, sennilega nálægt 20 miljón- um, og má því reikna með að um 360 miljónir séu enn útistand- andi. Talið er víst að hægt verði að greiða um 20% af innistæðu- fénu á næstu mánuðum með því að selja þær fasteignir sem í eigu sjóðanna voru og ættu þar að fást um 45 miljónir. Önnur bréf er erfiðara að innheimta og má reikna með að bréf sjóðanna með sjálfskuldaábyrðum taki minnst 4-5 ár að innheimta. Töldu heim- ildir blaðsins að líklegast væri að um síðir næðist að innheimta um 60-75% af þeim fjármunum sem viðskiptavinir sjóða Ávöxtunar hafa treyst þeim fyrir, verðtryggt en án nokkurrar ávöxtunar. Stór hluti verði hins vegar aldrei inn- heimtur vegna lélegra og ó- tryggra veða eða upphæðir á bil- inu 90 til 140 miljónir króna. Þórður Ólafsson forstöðumað- ur Bankaeftirlitsins segir að verðbréfasjóðir Ávöxtunar hafi verið til sérstakrar athugunar hjá eftirlitinu frá því í byrjun ág- ústmánaðar, eða nokkru áður en Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins lét þau ummæli falla að einn eða fleiri verðbréfasjóðir stæðu mjög tæpt. Skýrsla Bankaeftirlitsins um stöðu sjóðanna var fullgerð á sunnudag að sögn Þórðar og var þá samstundis send viðskiptaráð- herra og ríkissaksóknara sem hefur ákveðið að höfða opinbert mál á hendur forráðamönnum Ávöxtunar. Sjá síðu 2 Samráðið Launalækkun á borðinu Svartsýni íherbúðum beggja eftir samráðsfund ígær. Ríkisstjórnin lagði ekki annað til en 9% launalœkkun Konungskoma Ólafur V kominn Mun dvelja hér á landi í boðiforseta íslands fram á fimmtudagsmorgun. Heimsœkir Mógilsá, Þingvelliog Reykholt í dag Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ segist svartsýnni á frekari viðræður ASÍ við ríkisstjórnina eftir samráðsfund í gær. Ríkis- stjórnin hefði lagt það eitt til að lækka laun um 9% sem gæti haft í för með sér 3% verðlækkun á 2-3 mánuðum. Þetta myndi skerða kaupmátt launafólks um 6%. Forsætisráðherra telur niður- færsluleiðina ólíklegri nú en áður. Miðstjórn ASÍ mun koma sam- an til fundar í dag og leggja mat á stöðuna og það sama er uppi á teningnum hjá ríkisstjórninni. Sjá bls. 3 Neskaupstaður Klara kærir Ráðningin íSparisjóðn- um fyrir dómstóla. Jafnréttisráð styðurKlöru Klara ívarsdóttir ætlar að kæra ráðningu í stöðu sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Norðfjarðar fyrir dómstólum og mun Jafnréttisráð væntanlega reka málið fyrir hennar hönd þegar þar að kemur. Henni var synjað um stöðuna þrátt fyrir að hún væri búin að vinna hjá Sparisjóðnum í tæp 15 ár og sem settur sparisjóðsstjóri í tæpt hálft ár. í staðinn hreppti Sveinn Árnason stöðuna sem og var ákvörðunin knúin í gegn á stjórnarfundi Sparisjóðsins með tilstyrk tveggja varafulltrúa. Sjá síðu 3 Opinber heimsókn Ólafs V Noregskonungs hingað til lands hófst í gærmorgun þegar einka- flugvél hans lenti á Reykjavíkur- flugvelli. Konungurinn mun dvelja hér á landi fram á fimmtu- dagsmorgun í boði forseta ís- lands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur. I dag skoðar Ólafur V Rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði. Þaðan liggur leiðin til Þingvalla og síðan í Reykholt í Borgarfirði, þar sem greint verður frá sögu staðarins og fornminjagreftri sem farið hefur fram í sumar. Sjá síðu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.