Þjóðviljinn - 06.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Ef þú laukst helstu fjárfesting- um þínum fyrir 10 árum eða fyrr, þá líður þér fjárhagslega vel núna. En sjúgir þú ekki feitan spena og hafir þú fjárfest mikið síðan þá... „Startið“ í lífinu Þegar gera skal sögulegan sam- anburð á kjörum íslendinga, þá verður að taka tillit til vaxtakjara og lántöku almennings. Þegar það er gert er ekki aðeins verið að meta kjör fólks nákvæmlega á þeim tíma þegar lánin eru tekin, heldur fyrst og fremst endur- greiðslubyrði þess fólks í lífinu sem þá tók sín lán. Þannig hefur þeim sem skuldsettu sig síðustu 10 árin verið boðið upp á allt önnur framtíðarkjör en þeim sem skuldsettu sig fyrr. En þó svo við höfum boðið nýj- um skuldurum ömurlega framtíð- arsýn síðustu 10 árin, þá er það ekkert miðað við það sem ungu fólki er boðið upp á þessa stund- ina. Ætli ungt fólk að stofna heimili með börnum í dag, þá þarf það að leggja út í 5-6 milj. kr. í unglingssparnaði. Ef raun- vextir húsnæðislána fara í 6% eins og boðað er, þá verður raun- vaxtabyrði ungu fjölskyldunnar Sigurður G. Gunnarsson skrifar 350-450 þús. kr. á ári og til að greiða vexti þá þarf 500-600 þús. kr. tekjur árlega næstu áratugina. Samhliða þarf svo að borga niður skuldina sjálfa og lifa. Hvað eru íslendingar eiginlega En við erum ekki aðeins að éta börnin okkar, við erum að koll- steypa hagkerfinu undan okkur. Skuldasöfnun Islendingar eru skuldarar, vörueftirspurn innanlands. Framleiðsluöflin, launamenn og fyrirmenn framleiðslufyrirtækja, gerðu þá með sér bandalag um að nota sjóðina til iðnvæðingar. Ný- sköpunarstjórnin lifði eins stutt „Við erum lent ísjálfvirku hruni ílok okurvaxtaskeiðs og á fáum árum erstór hluti landsmanna orðinn stórskuldugur örlitlum minnihluta sem hefur rakað að sérfé. “ að gera? Börnin hafa ekki aðgang að dagvistun þó báðir foreldrar verði að vinna úti, við borgum kennurum svo léleg laun að eng- inn laðast að uppeldisstörfum, við látum unga fólkið borga raun- vexti af menntunarkostnaði sín- um, við gerum það gjaldþrota þegar það kaupir sitt heimili og látum það borga þreföld lóðar- gjöld reyni það að byggja. Er þjóðin gengin af göflunum? Það er sjúkur stofn sem étur börnin sín. skuldasöfnun hefur verið helsti drifkraftur hagkerfis okkar allt frá stríðslokum. í stríðslok höfðu stjórnvöld yfir digrum gjaldeyrissjóði að ráða og eftirspurn eftir afurðum okkar erlendis var botnlaus. Skoðanir manna skiptust nokkuð í tvö horn um hvernig honum skyldi ráðstafað. Annars vegar voru þeir sem vildu kaupa fram- leiðslutæki en hins vegar voru þeir sem vildu að gjaldeyrissjóð- irnir yrðu smám saman étnir upp í og verkefnið frekast leyfði og síð- an hefur hér óslitið ríkt skeið skuldasöfnunar. Kostur skuldasöfnunar innan- lands meðan útflutningstekjur vaxa er sá að hún örvar innlenda eftirspurn, einstaklingar og fyrir- tæki lifa um efni fram. Hafir þú til dœmis 100 þús. í laun, takir þú 20 þús. að láni og borgir þú 10 þús. upp í eldri skuldir, þá eyðir þú 10 þús. meir en þú aflar. Þú ert líka 10 þús. skuldugri. Ókosturinn er sá að þegar kemur að skuldadögum verður eftirspurn minni en tekjur, þá verður kreppa. Við höfum séð slíkar kreppur á heimsmarkaði þrisvar sinnum síðustu 2 áratugi. Fyrst þegar tenging dollarans við gull var afn- umin í kjölfar of mikillar dollara- prentunar til að fjármagna Víet- Nam stríðið, næst þegar þriðji heimurinn komst í gjaldþrot og skuldafen, og nú þegar Banda- ríkjastjórn er búin að skuldsetja sig í botn og getur ekki lengur aukið eftirspurn á heimsmarkaði með auknum lántökum. Skuldamótorinn fslenska hagkerfið lenti aldrei í slíkum kreppum vegna þess að innlendar skuldir voru jafnharð- an étnar upp í verðbólgunni, vextirnir voru miklu lægri en verðbólgan. Þetta var eins konar eilífðarvél. Ef þú hafðir 100 þús. í laun, tókst 20 þús. að láni og borgaðir 10 þús. upp í eldri skuldir, þá eyddir þú 10 þús. meir en þú afl- aðir. En verðbólgan sá um að minnka raunverulegar eftirstöðv- ar skulda þinna um minnst 10 þús. svo þú varst engu skuldugri Framhald á bls. 8 Hver í síðasta helgarblaði Þjóðvilj- ans leitaði Guðrún Helgadóttir svara við spurningunni „Hverjir eiga ísland?“ Kannski gerði Guð- rún einum of mikið úr völdum og eignarhaldi gömlu yfirstéttarinn- ar, en greinin var alla vega fróðleg, vel skrifuð og vakti til umhugsunar. í framhaldi af grein Guðrúnar varð mér hugsað til þeirrar spurn- ingar, hverjir eiga íslensku menn- ingu. Guðrún rakti nefnilega á skilmerkilegan hátt þróun ís- lensku yfirstéttarinnar á þessari öld, og þá varð mér hugsað til þess að einhvers staðar á leiðinni týndi þessi yfirstétt menningu sinni. Á meðan hún var að hasla sér völl, reyndi hún að standa sig í stykkinu sem yfirstétt og skapa einhverja íslenska menningu, bæði listir og vitsmunalega um- ræðu, sem gæti réttlætt kröfu okkar til þess að vera fullvalda þjóð. Innan um hálfdönsku kaupmennina og öll snobbin voru skáld og rithöfundar á sveimi, og menn reyndu jafnvel að halda tímaritum og annarri opinberri umræðu gangandi hér í fámenn- inu. Mikið af þeirri umræðu bar keim af miðevrópskri mikil- mennahugsun og þjóðernis- hyggju af því tagi sem reyndi að gera íslendinga að merkara fólki en öðru. Stór hluti af þessari hugsun átti samleið með alþjóð- legum straumum sem runnu meira og minna saman við nasis- mann á fjórða áratugnum. Það fór fyrir ísienskum mennta- mönnum eins og mörgum kol- legum þeirra í útlöndum að þeir vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sáu hugmyndafræði sína í herleiðingu hinnar nasísku villimennsku. Sumir rönkuðu að vísu ekki við sér fyrr en nasisminn var kominn í stríð við hálfa heimsbyggðina. Einhvers staðar á þessari leið glutraði íslenska borgarastéttin niður menningarlegu frumkvæði, á íslenska menningu? Gestur Guðmundsson skrifar og það féll í hendur róttækra menntamanna. Hinir róttæku reyndu að tengja íslenska þjóð- ernisvitund við alþýðumenningu og hugsjónir um jöfnuð, og þeir bundu trúss sitt við framfarasinn- aðar hugmyndir í umheiminum. Kjarni þessara róttæku mennta- manna snerist smám saman til fylgis við kommúnismann, en þeim tókst jafnframt að sam- fylkja með frjálslyndustu borg- aralegu menntamönnunum og ávöxtur þeirrar samfylkingar varð Mál og menning og einhver mesta herferð til alþýðufræðslu sem farin hefur verið í sögu þessa lands. Á tímum kaldastríðsins misstu róttækir menntamenn sjónar á þróun menningar og samfélags, en frusu fastir í sovétdýrkun og afturhverfri þjóðernishyggju. Þeim reyndist sérstaklega um megn að átta sig á eiginleikum og möguleikum þeirrar nýju fjölda- menningar sem flæddi yfir iðn- vædd ríki. I þeirra augum var það afturför að menningin var ekki lengur sköpuð af einstökum lista- mönnum við skrifpúlt, heldur í framleiðsluferlum iðnaðar, þar sem listsköpunin rann saman við hönnun útlits og markaðsímynd- ar, undir stjórn iðnjöfra. Þá þótti þeim verst að fjöldamenningin átti ætt sín og óðul í Bandaríkjun- um, og í huga þeirra rann saman barátta gegn alþjóðlegu auðvaldi, fyrir sjálfstæði íslands og sósíalisma og gegn „banda- rískum kúltúrimperíalisma". Hinir róttæku menntamenn veittust af offorsi gegn kana- útvarpi, kanasjónvarpi og öllum þeim afurðum sem bárust í gegn- um þá miðla, s.s. Hollywood- myndum og rokktónlist. 1 gerningum kaldastríðsins myndaðist eins konar menning- arpólitískt bandalag milli íhalds- samra afla úr bændasamfélaginu og hinna róttæku menntamanna. Gagnrýni þessara aðila á fjölda- menninguna er að ýmsu leyti rétt- mæt, en hún er ónothæf sem menningarpólitískur leiðarvísir af því að hún byggir á íhalds- sömum forsendum og er aftur- hverf. Fjöldamenningin er komin til að vera, hún er hluti af þeim forsendum sem öll nútíma menningarpólitík verður að miða við, og það sem skiptir máli er að nýta lýðræðislega möguleika hennar. Þessir möguleikar eru ekki bara fólgnir í fjöldaframleiðslu og einfaldri gerð afurða úr fjölda- menningunni. Aukin menntun og frístundir alþýðu hafa líka gert vaxandi hluta hennar kleift að ná valdi á sköpun þessara afurða, og bilið milli skapenda og neytenda hefur á margan hátt minnkað. Þannig hefur dægurtónlist síð- ustu áratuga þróast í beinum víxl- áhrifum milli listamanna og stór- ra hópa af virkum neytendum, og eru fá dæmi um jafn virk og frjó víxláhrif í menningarsögunni. Um leið hefur saga dægur- tónlistar orðið saga stöðugra átaka listamanna og virkra neytenda við þau gróðaöfl sem eiga dægurlagaframleiðsluna. Róttæku menntamennirnir sáu ekkert annað en hingnun og bandarískan kúltúrimperíalisma í fjöldamenningunni, og gamla yfirstéttin var einfaldlega úr sér gengin og frumkvæðislaus. Fjöldamenning á íslandi hefur því einkum orðið vettvangur ný- ríkra aðila, sem ganga að henni með sama hugarfari og við inn- flutning nælonsokka og þvotta- véla. Þessir aðilar hafa byggt upp metnaðarlausan dægurlagaiðn- að, myndbandainnflutning, „frjálsar" útvarps- og sjónvarps- stöðvar og glysmikinn auglýs- ingaiðnað. Metnaður þeirra til sjálfstæðrar sköpunar er hlið- stæður metnaði þeirra „iðn- rekenda“ sem hræra saman er- lend hráefni eftir erlendum upps- kriftum. Það „á“ enginn íslenska menn- ingu í dag, heldur er hún ósam- stætt samsafn úr ólíkum áttum - úr menningararfinum og úr inn- fluttri fjöldamenningu. Eigi að skapa íslenska menningu úr þess- um hrærigraut, dugar ekki að horfa til yfirstéttar, róttækra menntamanna eða innflytjenda á fjöldamenningu, heldur ber að leggja áherslu á aukna virkni í neyslu fjöldamenningar og þar með skapandi víxlverkun milli framleiðslu og neyslu. Þess vegna er það mikilvægasta menningarpólitíska verkefni samtímans að rækta með uppvax- andi kynslóðum virka og gagnrýna afstöðu til fjöldamenn- ingar. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert að kynna bók- menntahefðina fyrir upvaxandi kynslóð, en það varðar jafnvel enn meiru að hún nái tökum á miðlum fjöldamenningarinnar. Fólk sem sjálft hefur reynt að halda á vídeóupptökutæki og festa hughrif og frásögn á mynd- band, hefur mun gagnrýnni af- stöðu til myndbanda og kvik- mynda en sá sem einungis hefur horft á afurðir annarra. Eins er það með dægurtónlist. I öllum félagsmiðstöðvum og (fram- haldsjskólum ættu að vera til hljóðfæri og hljóðver, sem og tæki til að taka og klippa mynd- bönd. Vænn partur af stunda- skránni ætti að vera helgaður leik og tilraunum með þessi tæki. Uppvaxandi kynslóðir eiga ekki bara kröfu á að verða læsar og skrifandi á móðurmálinu, heldur einnig á myndmáli og tónmáli. Þær ættu ekki einungis að kunna á tölvur, heldur líka á önnur þau tæki sem vaxandi hluti af menn- ingunni fer um. Þessi tækifæri eiga ekki heldur að vera forrétt- indi nýrra kynslóða heldur verki- efni fullorðinsfræðslu og síimenntunar. Ef slík menningarpólitík verð- ur ofan á, er hægt að halda því fram að íslenska þjóðin sé að eignast menningu sína. Gestur er félagsfræðingur og vinnur við ritstörf. Hann skrifar nú vikulegar greinar í Þjóðvilj- ann. „Fjöldamenning á Islandi hefur því einkum orðið vettvangur nýríkra aðila, sem ganga að henni með sama hugarfari og við innflutning nælonsokkaogþvottavéla.... Metnaður þeirra til sjálfstœðrar sköpunar er hliðstæður metnaðiþeirra „iðnrekenda“sem hræra saman erlend hráefni eftir erlendum uppskriftum“ Þriðjudagur 6. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.