Þjóðviljinn - 06.09.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.09.1988, Blaðsíða 10
ÍÞRÓTTIR 1. deild Jarðarför að Hlíðarenda Valsmenn fóru létt með slaka Víkinga sem áttu aldrei möguleika íleiknum. Sigurjón skoraði tvö en hefði auðveldlega getað skorað fimm! Einhver minnsta spenna sem boðið hefur verið upp á í deildinni í sumar var á Hlíðarendaveili Valsmanna á laugardag þegar heimamenn tóku á móti grönnum sínum úr Fossvoginum. Spurn- ingin var einfaldlega hvað sigur Valsmanna yrði stór, eða hve mörg mörk skorar Sigurjón Kristjánsson, en hann óð í mark- tækifærum allan leikinn og þrátt fyrir tvö mörk má kappinn heita óheppinn að skora ekki fleiri mörk. 4-0 sigur Vals var því í það minnsta og hafa Víkingar vafa- laust verið fegnir þegar flautað var til leiksloka. Þrumuskot Ingvars Þorgrímur Þráinsson var nú aftur í byrjunarliðinu eftir að hafa verið settur út í kuldann í bikarúrslitaleiknum um daginn. Atli lék í sókninni og skapaðist ávallt hætta þegar hann fékk bolt- ann. Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark óvenju snemma, eða á 17. mínútu. Ingvar Guðmundsson átti þá allan heiður á eigin marki en þá lék hann upp vallarhelming Víkinga og á vítateig lét hann skotið ríða af. Frá vinstra fæti Ingvars þaut boltinn í hægra hornið, óverjandifyrirGuðmund fyrrum Valsara Hreiðarsson. Ingvar átti síðan nokkurn heiður af öðru markinu en þá skaut hann aftur að marki frá svipuðum stað. í þetta skipti varði Guðmundur en hélt ekki knettinum og Atli Eðvaldsson var fyrstur á vett- vang, þakkaði pent fyrir sig og skoraði auðveldlega. Víkingar náðu ekki að byrja aftur á miðju og gengu niðurlútir til leikhlés. Á meðan leikmenn sötruðu teið sitt veltu áhorfendur fyrir sér hugs- anlegum lokatölum leiksins því oft var sem Víkingar væru hrein- lega ekki með á nótunum. Sigurjón og marktækifærin Valsmenn bættu fljótlega 1. deild Leiftur gerði jafntefli við KR Leiftur frá Ólafsfirði heldur enn í vonina um áframhaldandi veru í 1. deild eftir að hafa náð jöfnu gegn KR-ingum á mölinni fyrir norðan. Brjálað veður var á meðan á leiknum stóð og því ekki sérlega auðvelt að leika góða knattspyrnu. Leiftur hafði meira að segja yfir í hálfleik, 1-0, en Steinar Ingimundarson skoraði mark þeirra á 19. mínútu leiksins. Sæ- björn Guðmundsson jafnaði síð- an fyrir KR-inga þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðari hálf- leik og máttu þeir jafnvel teljast heppnir að sleppa með þau úrslit, því Leiftur gekk ívið betur í drull- unni! Á Skipaskaga léku heimamenn við Keflvíkinga og sigruðu 2-0. Aðalsteinn Víglundsson skoraði bæði mörkin, sitt í hvorum hálf-. leik. Akurnesingar eru því í ör- uggu Evrópusæti, því Valsmenn urðu bikarmeistarar sem kunn- ugt er og verða þá væntanlega sömu þrjú félögin í Evrópukepp- nunum að ári. -þóm Sigurjón Kristjánsson er hér í harðri baráttu við Stefán Halldórsson varnarmann Víkinga í leiknum á laugardag. Sigurjón fékk fjölda marktækifæra í leiknum og skoraði tvö mörk. Mynd: E. 01. þriðja markinu við, eða eftir að- eins sex mínútna leik í síðari hálf- leik. Hilmar Sighvatsson tók þá aukaspyrnu og sendi háan bolta fyrir Víkingsmarkið, Atli Eð- valdsson stökk þar allra manna hæst og skallaði firnafast á mark- ið. Guðmundur varði en nafni hans Baldursson náði frákastinu og eftir nokkurt basl var það Sig- urjón Kristjánsson sem potaði boltanum yfir línuna. Næstu mínúturnar var Sigur- jón mikið í sviðsljósinu og fékk ótal tækifæri á að skora. Það tókst honum þó ekki fyrr en á 73. mínútu þegar hann skoraði fal- legt mark með skalla eftir glæsi- lega sendingu frá Atla. Síðasta stundarfjórðunginn var það sama uppi á teningnum en Víkingar sluppu með stærra tap. Valsmenn skiptu tveimur varamönnum inná og þá var Guðni mikið í sókninni en það hafði engin áhrif á Víkinga sem reyndu ekki einu sinni innáskipt- ingar. Þeir eru svo sannarlega ekki búnir að losna við falld- rauginn af herðum sér og vilja áreiðanlega gleyma þessum leik sem fyrst. Hlíðarendi, 3. september 1988 Valur-Víkingur...........4-0 (2-0) 1- 0lngvarGuðmundsson ......17.mín. 2- OAtli Eðvaldsson.........45.mín. 3- 0 Sigurjón Kristjánsson..52.mín. 4- OSigurjón Kristjánsson...73.mín. Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Þor- grímur Þráinsson, Sigurjón Kristjánsson, Magni Blöndal Pétursson, Atli Eðvaldsson, Saevar Jónsson (Einar Páll Tómasson 66.), Guðni Bergsson, Hilmar Sighvats- son, Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson, Guðmundur Baldursson (Steinar Adolfs- son 76.) Llð Vfkings: Guðmundur Hreiðarsson, Þórður Marelsson, Sveinbjörn Jóhannes- son, Hallsteinn Arnarson, Stefán Halldórs- son, Atli Helgason, Björn Bjartmarz, Hlyn- ur Stefánsson, Trausti Ómarsson, Atli Ein- arsson, Lárus Guðmundsson. Gult spjald: Sævar Jónsson, Val. Dómari: Ólafur Lárusson. Maður leiksins: Atli Eðvaldsson, Val. -þóm 1. deild Gleði Völsunga stóð í 10 mínútur Þórsarar afgreiddu botnliðið á aðeins einni mínútu Ekkert lát er á slæmu gengi Völsunga frá Húsavík og þarf lið- ið nú kraftaverk til að bjarga sér frá falli. Þórsarar, sem hafa verið í nokkurri lægð að undanförnu, hirtu öll stigin þrjú í viðureign liðanna á Akureyri á laugardag. Akureyri, 3. september 1988 Þór-Völsungur........2-1 (2-1) 0-1 Helgi Helgason...30. mín. 1- 1 JúlíusTryggvason 40. mín. 2- 1 Krlstján Kristjánss. 41. mín. Lið Þórs: Baldvin, Júlíus, Birgir, Nói, Valdimar, Kristján, Jónas, Guðmundur Valur (Einar 55.), Siguróli, Hlynur (Bjarní Sv.bj. S3.), Halldór. Lið Völsungs: Haraldur (Þor- finnur 46.), Helgi, Skarphéðinn, Sveinn, Eiríkur, Theodór, Unnar, Guðmundur, Ásmundur, Sigurð- ur (Skúli 47.), Jónas. Dómari: Guðmundur Haralds- son. Maður leiksins: Unnar Jónsson, Völsungi. Þórsarar léku undan smá golu í fyrri hálfleik en völlurinn var blautur og háll og leikmenn beggja liða gerðu sig seka um ýmis mistök. Þórsarar voru sterk- ari aðilinn en Völsungar vörðust vel með Unnar Jónsson og Helga Helgason sem sína bestu menn. Fyrri hálfleikur var mjög við- burðaríkur og fjörugur en sá síðari að sama skapi daufur. Bæði lið áttu hættuleg mark- tækifæri framan af fyrri hálfleik og átti Kristján Þórsari Kristjáns- son t.a.m. skot bæði í þverslá og stöng Völsungamarksins. Á 30. mínútu náðu gestirnir síðan for- ystunni í leiknum en þá skoraði Helgi Helgason úr þvögu í mark- teig Þórsara, 0-1 fyrir fallkandídatana sem eygðu von á að falla á kandídatsprófinu. Gleði Völsunga stóð stutt yfir því um 10 mínútum síðar höfðu Þórsarar skyndilega stolið foryst- unni með tveimur mörkum á sömu mínútunni, líkt og í hand- boltanum. Fyrra markið skoraði Júlíus Tryggvason úr vítaspyrnu eftir að skot Guðmundar Vals Sigurðssonar hafði verið varið með hendi. Völsungar misstu boltann strax og þeir byrjuðu, Guðmundur Valur gaf langa sendingu á Kristján Kristjánsson sem slapp framhjá Haraldi mar- kverði og skoraði í tómt markið. Síðari hálfleikur var mun lé- legri og gerðist fátt markvert en Þórsarar höfðu undirtökin allan tímann. Sigur þeirra verður að skoðast sanngjarn og kannski eru þeir komnir á skrið á ný og reyna eflaust hvað þeir geta til að ná „litla bróður“, KA. Völsungarnir eru nú allt að því fallnir enda hef- ur liðið ekki leikið vel í sumar. Þeir voru nokkuð óheppnir í sumum leikjunum framan af en að undanförnu hefur leikur þeirra verið frekar slakur. -h/þóm Staðan 1. deild Fram . 15 14 1 0 32-5 43 Valur . 15 10 2 3 29-12 32 ÍA 15 9 3 3 27-19 30 KR 15 7 2 6 22-19 23 KA .15 7 2 6 27-25 23 Þór 15 5 5 5 20-22 20 ÍBK 15 3 5 7 16-26 14 Víkingur.... 15 3 3 9 11-25 12 Leiftur 15 1 5 9 10-20 8 Völsungur 15 1 2 12 9-30 5 Markahæstir 12 Guðmundur Steinsson, Fram 10 Sigurjón Kristjánsson, Val 7 Pétur Ormslev, Fram 6 Aðaisteinn Víglundsson, ÍA 6 Júlíus Tryggvason, Þór 6 Halldór Áskelsson, Þór 6 Þorvaldur Örlygsson, KA 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 6. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.