Þjóðviljinn - 06.09.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.09.1988, Blaðsíða 14
, w*v*w*mv»v»v»Wi UM UTVARP & SJONVARP Ýtt við körlunum Um helgina bárust ánægjuleg tíöindi noröan úr landi um „kvennabyltingu" á Fjórðungs- þingi Norðlendinga. Já, svona er að taka ekki eftir undiröldunni og bíða aðgerðalaus eftir þvf að hol- skeflan ríði yfir, varð mér hugsað í framhaldi af þessari f rétt um áh- laup þeirra norðankvenna. í 5 manna aðalstjóm Fjórð- ungssambandsins var engin kona í fyrra, þrátt fyrir að þær hafi undanfarin ár sífellt verið að láta meir til sín taka á vettvangi sveitarstjórnamála. Smá bragar- bót átti nú að reyna að gera á kynjaskiptingu stjórnarinnar að þessu sinni, með því að stilla upp einni konu og 4 körlum. Málalykt- ir í kosningum urðu hins vegar 3 konur og 2 karlar, og eflaust hafa einhverjir karlanna hrokkið upp við þá bláköldu staðreynd að konunum væri alvara með öllu þessu „hjali" um jafnrétti og þátt- töku í ákvarðanatöku um mál sem snerta þær ekki síður en aðra þjóðfélagsþegna. Eitt af slagorðunum sem um- ferðarráð beinir til allra öku- manna er eitthvað á þessa leið „Vaknaðu maður- áður en það er um seinan." Þessu mætti al- veg eins beinatil allra þeirra karla sem nú sitja í áhrifastöðum í þjóðfélaginu og skipa hverja karlanefndina á eftir annarri til að móta stefnuna í hinum ýmsu málaflokkum. Dettaq ykkurekki í hug neinar konur, sem gætu haft áhuga á að leggja orð í belg um viðkomandi málefni ? Ætlið þið kannski að þrjóskast við með lok- uð eyru og augu þangað til þið veröir neyddir til að víkja í stórum stíl, er konurnar gefast upp á því að bíða rólegar við þröskuldinn. Slagorð umferðarráðs hittir vel á vondan í hinni nýju merkingu, því þar sitja nú 19 karlar og engin kona, eins og Stefanía T rausta- dóttir vakti athygli á í nýlegum pistli um skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum hins opinbera. Þessu má öllu breyta á frið- saman hátt ef viljinn er fyrir hendi. Og með hliðsjón af því hvernig fylgi stjórnmálaflokkanna hefur verið að þróast undanfarna mánuði, hlýtur að fara að örla á þeim vilja hvað úr hverju hjá fulltrúum „gömlu" stjórnmálaflokkanna, sem enn hafa tækifæri til að sýna lit í jafnréttisbaráttunni. mj í dag er 6. september, þriðjudagur í tuttugustu viku sumars, f immtándi dagur tvímánaðar, 250. dagurársins. Sól kemurupp í Fteykjavík kl. 6.25 en sest kl. 20.25. Tungl minnkandi áfjórða kvartili. Viöburöir Ekki var friðsamlegt um að litast á Vesturbakkanum er blaðamaður Þjóðviljans var þar á ferð í sumar. Samskipti Palestínuaraba og Gyðinga eru til umfjöllunar í sænska þættinum Magasinet í kvöld, undir yfirskriftinni „Friðarglæta í Palestínu." Mynd: Ó.G. Palestína - ísrael Sænski þátturinn Magasinet er á dagskrá Sjónvarpsins kl. 22:20 í kvöld. Að þessu sinni er kastljós- inu beint að samskiptum Palest- ínuaraba og Gyðinga og kallast þátturinn „Friðarglæta í Palest- ínu“ (Gi freden en chans). í þættinum munu m.a. skiptast á skoðunum palestínski ritsjórinn Hanna Siniora, sem jafnframt er fulltrúi PLO, og Gyðingurinn Is- rael Gat, sem er háttsettur í ísra- náinn samstarfsmaður Shimonar elska verkamannaflokknum og Peresar. Þess vegna skiljum við Leikrit Guðmundar Kamban, Þess vegna skiljum við, verður endur- - flutt á rás 1 klukkan 22:30 í kvöld. í ieikntinu deilir Kamban á léttúð og tvöfeldni í hjónabandssökum og lýsir ólíkum viðhorfum þriggja ættliða til þessara mála. Leikurinn fer fram í Kaupmannahöfn á heimili efn- aðrar kaupmannsfjöldkyldu af íslenskum ættum og var verkið frum- flutt í Kaupmannahöfn árið 1921. Annað hvert þriðjudagskvöld í vetur er fyrirhugað að endurflytja eldri leikrit úr hljóðbandasafni Ríkisútvarpsins, en leikritið „Þess vegna skiljum við“ var fyrst flutt árið 1961. Leikstjórn er í höndum Helga Skúlasonar og leikendur eru: Arndís Björnsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Helga Valtýsdóttir, Gísli Halldórsson, Rúrik Haralds- son, Helga Bachmann, Sigríður Hagalín, Þóra Friðriksdóttir, Róbert Arnfínnsson, Haraldur Björnsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Guð- rún Þ. Stephensen og Guðrún Blöndal. GARPURINN Þýsku sjónvarpsmennirnir eru komnir að ósum Jangtsefljóts, þar sem iðnaðar- og hafnarborg- in Shanghæ liggur. Shanghæ - borg öfganna í kvöld sýnir sjónvarpið þriðja og síðasta þáttinn um mannlíf við Jangtsefljót í Kina. Nú er komið að stórborginni Shanghæ við ár- ósana og kalla þýsku sjónvarps- mennirnir þáttinn „Borg öfg- anna.“ íbúar Shanghæ fylla nú 12 milj- ónir og eitt af því sem tekið er fyrir í þættinum er gífurleg húsn- æðisekla og mengun frá iðnaði, en borgin og næsta nágrenni er eitt af stærstu iðnaðarsvæðum heims. BROSUM / og w allt gengur betur ^ KALLI OG KOBBI ölfusárbrú brestur 1944. Austurríkismenn taka Belgrad af Tyrkjum 1688 (Tyrkirtóku borg- ina aftir 1690, Austurríkismenn enn 1717). Þjóðhátíðardagur Swazilands. Þjóöviljinn fyrir 50 árum Stríðshættan enn að aukast. Frakkar kalla varalið til vopna. NasistaríTékkóslóvakíu hótaof- beldisverkum. Verða teknar á- kvarðanirum nýja heimsstyrjöld á nasistaþinginu, sem hefst í dag íNúrnberg? Síldarvertíðinni er að verða lokið. Bræðslusildin tæp ein og hálf miljón hektólitrar. FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.