Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 8. september 1988 199. tölublað 53. árgangur Ríkisstjórnin Aðalstrœti 8 Stöðvað með höriai Síðdegis í gær stöðvuðu emb- ættismenn Reykjavíkurborgar byggingarframkvæmdir á lóðinni Aðalstræti 8, en þar var unnið þrátt fyrir að félagsmálaráðherra hefði fellt byggingarleyfið úr gildi daginn áður. Sama dag og félagsmálaráð- herra sendi frá sér úrskurðinn, samþykkti borgarráð beiðni Byggðaverks um fjölgun íbúða í væntanlegum húsum, sem áður voru að mestu ætluð undir skrif- stofur. Rúnar Björnsson hjá Byggðaverki sagðist telja að eftir breytinguna væru byggingarnar í samræmi við samþykkt Kvosar- skipulag. Ragnheiður Þorláksdóttir, sem ásamt fleiri íbúum Grjóta- þorps kærði byggingarleyfið, var ekki á sama máli og vísaði til þess að ráðherra hefði sett út á fleiri ágalla á leyfinu. Sjá baksíðu Þorsteinn ■ ■ ograr samstarfinu Forsœtisráðherra deilirhartáformenn samstarfsflokkanna. Boða fals og hókus-pókus. Steingrímur: Undarlegar yfirlýsingar. Jón Baldvin: Megum ekki hlaupa frá vandanum. Uppgjör á ríkisstjórnarfundi í dag Ríkisstjórnin hefur aldrei staðið tæpar en nú. Ráðherrar gefa sér einn til þrjá daga til að ná samstöðu um einhverjar aðgerðir í efnahagsmálum en margir forystumenn stjórnar- flokkanna telja að úrslit stjórnarsamstarfsins geti ráð- á ríkisstjórnarfundinum sem boðaður hefur verið í dag. Þorsteinn Pálsson bætti olíu á eldana sem loga á stjórnar- heimilinu með hörðum árás- um á þá Jón Baldvin og Steingrím Hermannsson í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöld, þar sem forsætis- ráðherra sagði samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni boða verkalýðshreyfingunni fals og hókus-pókus lausnir. Þrátt fyrir þessar hörðu yf- irlýsingar telja flestir að stjórnin lifi af ríkisstjórnar- fundinn í dag, en þar ætlar for- sætisráðherra að kynna sínar eigin tillögur um áframhald- andi frystingu verðlags og launa fram á næsta ár og til- færslur úr verðjöfnunarsjóð- um til sjávarútvegsins. Með slíkum bráðabirgðalausnum vill Porsteinn vinna stjórninni tíma til að koma frá sér fjár- lögum og reyna að treysta innviðina fyrir eiginlegar efnahagsaðgerðir. Mikil ólga er í herbúðum stjórnarflokkanna, einkum Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks sem hafa styrkt tengsl sín á síðustu dögum og eru margir þingmenn þessara flokkar þegar byrjaðir að ræða möguleika á að þeir myndi minnihlutastjórn, slitni upp úr stjórnarsamstarfinu í dag. Sjá síðu 3 Hamrahlíð Hrakhólakennsla Sneyðst hefur um kennslu- húsnæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð eftir að skólayfirvöld urðu við þeim tiímælum heilbrigðisyfirvalda að loka tveimur stofum. Engu að síður er fjöldi nemenda svipaður og vant er, en að sögn rektors vonuðu menn í lengstu lög að umbeðið viðbótarhúsnæði fengist. Óskir í þá veru lentu í niður- skurði hjá fjárveitingavaldinu, og fyrir bragðið er hluti nemenda og kennara á hrakhólum. Vandinn hefur verið leystur með bráða- birgðastofum þessa önnina, en ef ekki rætist úr verða ekki teknir inn fleiri nemendur en húsnæðið þolir. Sjá síðu 2 Stjórnarsamstarfið Það getur allt gerst Guðmundur Bjarnason: Líf stjórnarinnar rœðst á nœstu2-3 dögum. Telurniðurfærsluna ekki fullreynda - Ég get sagt fyrir mína parta að líf ríkisstjórnarinnar ræðst á næstu 2-3 dögum. Það er greini- legur ágreiningur á milli stjórn- arflokkanna um leiðir þótt allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða til að tryggja afkomu út- flutningsgreinanna og raunar landbúnaðarins líka, sagði Guð- mundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra í samtali við Þjóðvilj- ann. Guðmundur sagðist líta svo á, að aðgerðir sem kæmu við launþega kæmu ekki til greina nema tekið væri á fjármagns- markaðnum og slegið á þensluna og um leið tekið á fjármálum ríkis og sveitarfélaga. „Við í Fram- sóknarflokknum viljum láta reyna meira á hugmyndina um niðurfærslu og teljum hana ekki fullreynda. Forsætisráðherra hef- ur svarað fyrir sig og sinn flokk en ríkisstjórnin hefur ekki gert neinar samþykktir í þessum efn- um,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að auðvitað yrðu þær hugmyndir sem forsæt- isráðherra leggur fram á ríkis- stjórnarfundi í dag skoðaðar. Hann vildi ekki segja til um það fyrirfram hvort þær yrðu að- gengilegar eða ekki. En líf ríkis- stjórnarinnar færi eftir atburðum næstu daga. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.