Þjóðviljinn - 08.09.1988, Side 2

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Side 2
FRETTIR Ríkisstjömar að slíta ForsetiASÍ: Höfum kynnt okkar afstöðu. Launalœkkun tryggirekki raunvaxtalœkkun og leysir engan vanda Lögreglumenn Ráðistá heimilin Stjóm Landssambands lög- reglumanna mótmælir harðlega einhliða skerðingu stjórnvalda á samningsrétti og launum opin- berra starfsmanna. Telur stjórn- in óþolandi og óviðunandi að venjulegt launafólk skuli alltaf þurfa að bera þyngstu byrðarnar í efnahagsráðstöfunum en lítið sé leitað til þeirra staða í þjóðfé- laginu, þar sem meira er af að taka. í ályktun frá LL segir að með þessu háttalagi stjórnvalda stefni í trúnaðarbrest á milli þjóðar og stjórnvalda. Þar með sé ýtt undir vantrú á réttarríkið og réttlátt þjóðfélag. Sýnist stjórninni full þörf á að minna ríkisvaldið á það sem forðum var mælt, að með lögum skuli Iand byggja en með ólögum eyða. í ályktuninni segir ennfremur að um áramótin hafi verið lagður á matarskattur, sem harðast hafi bitnað á hinum launalægstu. Síð- an hafi samningsrétturinn verið afnuminn um tíma til undirbún- ings frekari skerðingu á samn- ingsbundnum kjörum. Nú síðast hafi verið ráðist á launin sjálf, þau rýrð og um leið væri greiðslu- geta húsbyggjenda skert. Þar með væri ráðist að fjárhags- grundveili heimila hins almenna launamanns. -hmp Skipskaði Grettir sokkinn Dýpkunarskipið Grettir sökk í gær vestur af Snæfellsnesi þegar dráttarbáturinn Goðinn var að draga hann til Sandgerðis. Eng- inn maður var um borð í Gretti og vita menn ekki skýringu þess að skipið sökk. Skipin voru stödd 2,5 sjómflur vestur af Dritvíkurtöngum. Lagt var af stað með Gretti í togi til Sandgerðis á þriðjudagsmorgun og kunna menn engar skýringar á því að hann sökk. Skipið liggur á 70 metra dýpi og á að gera til- raunir til að ná því upp. Tjónið er metið á um 60 milljónir króna. -hmp Asmyndur Stefánsson forseti ASI segir að ríkisstjórnin verði að meta það hvort við- ræðum við ASÍ er slitið. ASÍ hafi kynnt ríkisstjórninni þá skoðun sína að nauðsynlegt sé að lækka vexti og verðlag og að tryggja af- komu útflutningsgreinanna. Launalækkun leysi ekkert af þessu. Ásmundur sagöi af loknum fundi með forystumönnum hinna launþegasamtakanna í gær, að launalækkun tryggði engan veg- inn lækkun raunvaxta. Þótt launin hefðu áhrif á verðlag væri launalækkun engin allsherjarl- ækning. Þau dæmi sem ríkis- stjórnin hefði verið með, sem hefðu jafnvel gengið út á það að ganga hart fram gegn sjó- mönnum og útgerð, kæmu fryst- ingunni ekki á lygnan sjó. Ásmundur sagðist telja að fyrsta skrefið ætti að vera það að taka til á fjármagnsmarkaðnum. í þeim efnum væri frumskilyrði að ná til affallamarkaðarins, gráa markaðarins, og eins til affalla- viðskipta sem stunduð væru í bankakerfinu. „Það eru væntan- lega 25-30% af viðskiptum á lán- amarkaði sem eiga sér stað með affallaviðskiptum," sagði Ás- mundur. Ef aðgerðir næðu ein- ungis til beinna lánaviðskipta hefðu þær þau áhrif að færa fjár- magn til affallamarkaðarins. Bankar drægju þá úr almennum lánum en vildu kaupa víxla með afföllum. „Það er algert lykilatriði að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir því að launin eru ekki orsök efna- hagsvandans," sagði Ásmundur. Undir hvaða formerkjum sem efnahagsráðstafanir yrðu gerðar, yrðu menn að hafa þessa stað- reynd að leiðarljósi. -hmp Hrafnhildur Schram listfræðingur sýnir Ólafi fimmta Noregskonungi nokkra dýrgripi Listasafns íslands. í stuttu ávarpi gat Hrafnhildur þess að húsið atarna væri gamalt íshús, og var konungi skemmt við þau tíðindi. Gærdagurinn var síðasti dagur heimsóknar Ólafs fimmta, en hann hélt utan í morgun. Mynd: E.ÓI. Hamrahlíð Samtök launafólks Hafna öll kjara- skerðingu Forystumenn samtaka launafólks hittust ígœr Forystumenn samtaka launa- fólks hittust á fundi í gær, þar sem Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ gerði grein fyrir viðræðunum við ríkisstjórnina. Á fundinum voru forystumenn Farmanna- og fískimannasambandsins, Banda- lags háskólamanna, Kennaras- ambands íslands, Alþýðusamb- andsins og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. Tvö síðast töldu samtökin hafa bæði boðað til formannafundar á mánudag. Kristján Thorlacius formaður BSRB sagði Þjóðviljanum að fundi loknum að öll samtök launafólks væru sammála um að hafna launalækkunum. Það hefði komið í ljós að það sem ríkis- stjórnin meinti með niðurfærslu- leið væri að lækka launin ein- hliða, en hafnaði því að taka á öðrum þáttum. „Við hjá BSRB höfum alltaf verið tilbúin að ræða ráðstafanir í efnahagsmálum við ríkisstjómina þótt við viljum ekki ræða lækkun launa,“ sagði Krist- ján. Kristján sagði að á formanna- fundi BSRB á mánudag yrðu efnahagsmálin rædd í heild og sú kjaraskerðing sem fælist í afnámi 2,5% launahækkunar 1. sept- ember. -hmp M omenn Varavið árasum Stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur fordæmir ítrekaðar árásir ríkisstjórnarinnar á réttindi og kjör launafólks og varar sérstak- lega við hugmyndum um skerð- ingu á kjörum sjómanna í formi breytinga á hlutaskiptum, sem muni kalla á varnaraðgerðir sjómannastéttarinnar. Telur stjórn Sjómannafélags- ins miður að Vinnuveitendasam- band íslands virðist hafa afsalað sér forræði í samningum og af- hent það nefnd forstjóra og ríkis- stjórninni sjálfri. -hmp Tjaldað til einnar annar Of margir nemendur íMenntaskólanum við Hamrahlíð miðað við tiltœkt kennsluhúsnœði, en Heilbrigðiseftirlitið hefur látið loka tveimur stofum. Hrakhólakennsla sem bráðabirgðalausn Kópavogur Banaslys r M r m m r mm a fjorhjoli Maður á þrítugsaldri lét lífið í gær þegar hann ók fjórhjóli fram af háu barði við Þinghólsbraut í Kópavogi. Slysið varð um miðjan daginn. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans en var látinn er þangað var komið. -hmp Vegna tilmæla Heilbrigðiseft- irlitsins hefur tveimur kennslustofum i Menntaskólan- um við Hamrahlíð verið lokað. Svipuðum fjölda nýnema og vant er var eigi að síður veitt skólavist í haust, og segja stjórnendur skóians að það hafi verið gert í trausti þess að úrbætur fengjust á húsnæðismálunum. Þetta gekk ekki eftir, og fyrir bragðið er hluti nemenda og kennara á hrak- hólum með kennsluhúsnæði. Stofurnar tvær eru í kjallara byggmgarinnar, en í þeirra stað er nú tjaldað til einnar annar: ein- um hópi í senn er kennt í hátíð- arsal skólans, en öðrum í horni breiðs gangs sem hefur verið stúkað af í þessu skyni. Athugasemdir Heilbrigðisyfir- valda eru ekki nýjar af nálinni, en að sögn Örnólfs Thorlacius, rekt- ors Menntaskólans við Hamra- hlíð, varð að samkomulagi að þarna skyldi kennt í fyrra. „Við bundum traust við að við fengj- um meira húsnæði," sagði hann; „við báðum um fjórar lausar kennslustofur í fyrra en fengum tvær, og á okkar fjárhagsáætlun núna, staðfestri af menntamála- ráðuneytinu, er gert ráð fyrir tveimur til viðbótar en þær urðu niðurskurðinum að bráð.“ „Við viljum gjarnan hafa skólann af vissri stærð til að nýta sem best það valgreinakerfi sem við höfum byggt upp; miðað við það teljum við 850 nemendur eða svo heppilegan fjölda,“ sagði Örnólfur. Hann sagði að skólinn hefði því alltaf verið nýttur til fullnustu enda aðsóknin mikil, en við þennan húsnæðisvanda yrði ekki búið lengur en önnina. Að henni lokinni yrðu ekki teknir inn fleiri nemendur en húsnæðið þyldi. HS 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 8. september 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.