Þjóðviljinn - 08.09.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Qupperneq 4
FLÓAMARKAÐURINN Húsnæði óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn 8 og 11 ára óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11540 á daginn. ibúð óskast Ungt, reglusamt par utan af landi óskar eftir 2-3 herbergja íbúð sem fyrst. Einhver fyrirframgreiðsla möguleg. Uppl. ísíma 25661 eftirkl. 17.00. Flóamarkaður Opið mánudag, þriðjudag og mið- vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr- val af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17, kjallara. Ferðafólk - hestaleiga Kiðafelli í Kjós Góð og ódýr gisting í íbúð í nágrenni Reykjavíkur. Hestaleiga á staðn- um. Riðið út á góðum hestum í fall- egu umhverfi. Uppl. í sima 666096. Rafmagnsþjónustan og Dyrasímaþjónustan Bjóðum alla almenna raflagna- vinnu, erum sérhæfðir í endurnýjun og breytingum á eldri raflögnum. Veitum ráðgjöf við lýsingu í verslun- um, og heimahúsum. Setjum upp og þjónustum dyrasíma. Kristján Sveinbjörnsson rafvirkjameistari sími 44430. Tauþrykknámskeið Langar þig að hanna þín eigin efni? Kvöldnámskeið í tauþrykki verða haldin í textílvinnustofunni „4 græn- ar og 1 svört í sófa“ að Iðnbúð 5 í Garðabæ. Námskeiðin standa yfir 12. sept.-13. okt. Nánari upplýs- ingar í síma 40711 eða 79936. Heimasmíðað furusófasett ásamt borði til sölu. Hentar t.d. vel í sumarbústað. Verðhugmynd 10.000. Upplýsingar í síma 77194. Svalavagn óskast Ég óska eftir a fá ódýrt stóran svala- vagn. Sími 12342. Flygill i fóstur Ef þú hefur ekki pláss fyrir flygilinn þinn sem stendur viljum við gjarnan geyma hann fyrir þig í ca. eitt ár og fara um hann mjúkum höndum. Kaup hugsanleg. Hringið í síma 666623. Vlð erum námsfólk með eitt lítið barn og leitum að íbúð sem allra fyrst. Eigum bæði að byrja í skóla í haust og viljum helst ekki þurfa að sofa í bílnum. Vinsam- legast hringið í síma 681331 eða í síma 681310 á daginn. Nissan Sunny 1500 SLX árgerð 87, ekinn 19 þús. km til sölu. Bíllinn er hvítur að lit 5 dyra, með útvarpi/kassettu, sílsalistum og grjótgrind. Upplýsingar í síma 681310 kl. 9-5 og 13462 á kvöldin. Vantar þig góðan bíl? Til sölu vel með farinn og fallegur Opel Cadett árgerð 1985. Bíllinn er 5 dyra, hvítur og ekinn aðeins 35.000 km. Hugsanlegt að taka ódýran bíl uppí. Hringið í síma 36474 eftir nánari upplýsingum. Atvinna - íbúð Ég er einstæð móðir með 3 börn og mig vantar framtíðaratvinnu. Margt kemur til greina. Einnig vantar mig 3ja herbergja íbúð. Get ekki borgað fyrirfram en skilvísar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 74910 eftir kl. 19.00. Útimálning Hef til sölu 37 lítra af Hörpu þakvara á mjög góðu verði. Upplýsingar í síma 612613. Kröftugir kettlingar Hreinræktaðar Snæfellsjökulskisur vantar heimili sem fyrst. Upp- lýsingar í síma 21835. Til sölu Peugeot 205 árgerð '87, ekinn 15 þús. km. Góð- ur bíll ( toppstandi. Vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 29819. Rafmagnsritvél Lítil rafmagnsritvél óskast (skólarit- vél). Sími 18959. Til sölu Ljósakróna, veggljós o.fl. Ijós. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 611624. Tii sölu Hansahillur (27 stk.) og hansa- skápur. Seljast ódýrt. Upplýsmgar i síma 32019. Til sölu. Sófaborð og hljómtækjaskápur m/ skúffum. Upplýsingar í síma 16328. VII kaupa notaða Mackintosh tölvu með einu drifi. Mús þyrfti að fylgja, þó ekki skilyrði. Upplýsingar í síma 651209 eftir kl. 17.00. Skólataska Til sölu Scout skólataska. Upplýs- ingar í síma 12068. Húsnæði - húshjálp 27 ára konu bráðvantar ódýrt leigu- húsnæði í vetur til að Ijúka námi. Húshjálp eða þess háttar kemur til greina. Birna, sími 20695. Dagmamma nálægt Meiaskóla Tek 5-8 ára börn í gæslu fyrir há- degi í vetur. Hef uppeldismenntun. Upplýsingar í síma 28257. ísskápur óskast Óska eftir ódýrum ísskáp. Upplýs- ingar í síma 39609 eða 673213 eftir kl. 19.00. Barnabílstóll Til sölu barnabílstóll. Upplýsingar í síma 39263 eftir kl. 18.00. Til sölu Commodore 64 með kassettutæki og nokkrum leikjum. Upplýsingar í síma 76279 á kvöldin. Flóamarkaður Esperantófélagið Auroro heldur flóamarkað að Klapparstíg 28 (efri hæð) laugardaginn 10. september kl. 10-17. Eigulegir munir á gjafverði. Pianetta til sölu á kr. 15.000. Upplýsingar í síma 79936. Kettlingar 3 fallegir, fjörugir og þrifnir kett- lingar fást gefins. Sími 12176. Óska eftir að kaupa notaða skólaritvél í góðu lagi og létta, ódýra barnakerru. Upplýsing- ar í síma 685679. Tölva Til sölu APPLE II E tölva með mús og stýripinna, skjá og mörgum leikjum, forritum og kennslufor- ritum. Verð kr. 30.000 eða 25.000 stgr. Upplýsingar í síma 73340. Hornsófi Óska eftir rauðum hornsófa ódýrt. Sími 28737 eftir kl. 18.00. Bílútvarp Óska eftir ódýru bílútvarpi. Upplýs- ingar í síma 28737 etir kl. 18.00. Til sölu Gamall Indes-ísskápur, hæð 135, breidd 60 sm. Selst á kr. 2.000. Einnig 20“ Tensai litsjónvarpstæki (6 mán.). Verð kr. 25.000. Á sama stað óskast klæðaskápur og kom- móða ódýrt eða gefins. Upplýsing- ar í síma 45196. Subaru E 10 bitabox '87 Til sölu. Mælir og talstöð fylgja. Einnig stöðvarpláss. Upplýsingar í síma 91-651532 og 91-40667. Til sölu Nýr Skodi 130 árg. ’88. Ekinn 2800 km á sportfelgum og með útvarpi. Vetrardekk fylgja. Útsöluverð. Sími 44465. Regnhlífarkerra Býr einhver svo vel að eiga regnhlífarkerru sem hann er vaxinn uppúr eða notar ekki lengur? Ef svo er þætti mér vænt um að fá hana lánaða eða gefins. Síminn hjá mömmu er 32961 eftir kl. 17.00. Til sölu Góður Trabant station '87 ekinn 19.000 km. í vagninum er útvarp og segulband og vetrardekk á felgum geta fylgt með í kaupum. Verð 65- 75.000. Upplýsingar í síma 11533. Eldavél óskast - ísskápur til sölu Óska eftir að kaupa eldavél. Á sama stað er til sölu íssápur. Upp- lýsingar í síma 75184. Óska eftir að kaupa ísskáp Sími 17087. Tauþrykknámskeið Langar þig til að hanna þín eigin efni? Kvöldnámskeið í tauþrykki verða haldin í textilvinnustofunni „4 grænar og 1 svört í sófa“ að Iðnbúð 5 í Garðabæ. Námskeiðin standa yfir 12.sept. -13.okt. Nánari upplýs- ingar í síma 40711 eða 79936. FRETTIR Þjóðlög „Með léttum leik“ Nýttsafn smálaga sem flestir kannast við Ut er komin bókin „Með léttum leik“. Um er að ræða safn smálaga, flest þjóðiög, sem gera má ráð fyrir að landsins börn kunni eða a.m.k. kannast við. Jónas Ingimundarson píanó- leikari tók saman efnið, sá um uppsetningu þess og gerði allar útsetningarnar. Bók með þessu heiti kom út fyrir allmörgum árum hjá Tón- verkamiðstöðinni og reyndist mjög vel en er fyrir löngu ófáan- leg. Nú er bókin nýuppsett með góðri nótnamynd og ríkulega myndskreytt, auk þess sem tex- tarnir fylgja með hverju lagi. Það ætti því að vera ennþá auðveldara en áður að nýta hana við píanó- kennslu barna á öllum aldri. Nótnasetningu önnuðust þeir feðgar Sveinn Eyþórsson og Eyþór Þorláksson. Myndskreyt- ing er eftir Ólaf Th. Ólafsson myndlistarmann á Selfossi en kápumynd er gerð af Þorvaldi Jónassyni. Með léttum leik er ekki píanó- skóli heldur safn þekktra laga í einföldum búningi og til þess ætl- uð að auðvelda nemendum í pí- anóleik fyrstu sporin í fang tón- listargyðjunnar. Bókin, sem nú lítur dagsins, ljós er fyrsta hefti af þrem, sem fyrirhugað er að komi út í náinni framtíð. Þessu fyrsta hefti lýkur með nokkrum jólalögum. Bókin er til sölu í ístóni, Hljóð- færahúsinu og hjá Erni og Örlygi. Útgefandi er Jónas Ingimundar- son. Fréttatilkynning Loðdýrarœktin Framleiðsluverðmætið um 430 miljónir Stjórn Stéttarsambands bænda telur að það væri „óbætanlegt áfall fyrir íslenskan landbúnað og öll frekari áform um búhátta- breytingar í landbúnaðinum ef loðdýraræktin, sem margir hafa bundið vonir við að gæti orðið einn helsti vaxtarbroddur land- búnaðarins á næstu árum, logn- aðist útaP‘. Svo mælti Haukur Halldórsson, formaður Stéttar- sambands bænda, á nýafstöðnum aðalfundi Stéttarsambandsins. Um s.l. áramót var refarækt stunduð á 169 búum en í júlí voru þau 156. Hafði þannig fækkað um 13 frá áramótum. Um 80 þús. refahvolpar eru nú á fóðrum. Svarar það til 6 hvolpa á paraða læðu. Minkabú eru nú 163. Áætl- aður fjöldi minkahvolpa er 220 þús. eða 4,5 á paraða læðu. Sam- tals er framleiðsluverðmæti loð- dýraræktarinnar um 430 milj. kr. Afkoma refabænda hefur verið mjög erfið undanfarin 2-3 ár. Verðfall á skinnum á auðvitað verulegan þátt í því. Hitt er þó alvarlegra hvernig heimatilbúin vandamál hafa leikið loðdýra- ræktina. Þetta verður ljóst þegar athugað er framleiðsluverðmæti refaræktarinnar frá upphafi hennar 1980 til og með fram- leiðsluársins 1987/88. Á því tíma- bili hafa verið aldir upp 290 þús. refahvolpar að framleiðsluverð- mæti um 660 milj. kr. á verðlagi í febr. s.l. Ef gengi hefði fylgt verðbólgu þennan tíma (skv. lánskjaravísitölu), hefði fram- leiðsluverðmætið verið 855 milj. kr. eða 2950 kr. á skinn. Sé verð- fall síðasta árs ekki tekið með er meðalverð um 3.290 kr. á skinn. Misgengi hefur þannig valdið um 23% tekjutapi á tímabilinu. Erf- iðleikar refabænda væru því mun minni nú hefði verðþróun verið með eðlilegum hætti og fjár- magnskostnaður svipaður og ger- ist í nálægum löndum. -mhg Leiðrétting Ort vaxandi búgrein Verður gistirýmið bráttfimm sinnum meira en á Hótel Sögu? Um 1000 bændur og aðrir aðil- ar bjóða í sumar þjónustu fyrir ferðamenn, undir merkjum Ferðaþjónustu bænda. Þessi starfsemi hefur færst mjög í auk- ana á undanförnum árum. Sýnist raunhæft að gera ráð fyrir því að á næstu árum fari framboð á gistirými yfir 2 þús. rúm. Er það þá orðið fimm sinnum meira en gistirými Hótel Sögu. Auk gistingar, ýmist í rúmum eða svefnpokaplássi, bjóða ferðamannabændur upp á hesta- leigu, bátsferðir, veiðileyfi, ak- stur, hagabeit og er þó margt ót- alið. Þessi starfsemi nýtur sívax- andi vinsælda, bæði meðal er- lendra ferðamanna og Islend- inga. Þarf ekki að efa að í ferða- þjónustunni liggja miklir mögu- leikar á að auka og efla atvinnu- starfsemi í dreifbýlinu og ekki áhorfsmál að verja til hennar um- talsverðum fjármunum. Ferðaþjónusta bænda rekur skrifstofu í Bændahöllinni. Ann- ast hún kynningu og markaðs- setningu þjónustunnar. -mhg Fimm þúsund nær sanni í blaðinu í gær var rætt við Helga Seljan, félagsmálafulltrúa Öryrkjabandalagsins, í tilefni af því að nú er loksins farið að stytt- ast í endurgreiðslur söluskatts af bílaábyrgðartryggingurri til handa öryrkjum. Er Helgi borinn fyrir því að þessi upphæð muni „í flestum tilfellum“ nema 10 til 15 þúsund krónum. Hitt rétta er að meðaltalsend- urgreiðslan verður um 5 þúsund krónur. Aðeins í þeim tilvikum þegar um er að ræða einhvern sérstaklega dýran útbúnað nær hún 10 til 15 þúsundunum. Þetta leiðréttist hér með. „„ 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. september 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.