Þjóðviljinn - 08.09.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Síða 6
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Rangri læknis- meðferð hafnað Alþýðusambandið er ekki tilbúið að ræða við ríkisstjórnina um að kaup verði lækkað um 9% eins og forstjóranefndin lagði til. Ráðherrarnir keppast við að lýsa yfir vonbrigðum sínum og í Ijós kemur að þeim hefur ekki dottið í hug nein önnur leið til að laga efnahagsástandið en sú að láta al- menning borga brúsann. Samkvæmt gögnum frá ríkisstjórninni er talið að heildar- launagreiðslur 1988 nemi um 138 miljörðum króna, þ.e. samanlagðar launagreiðslur allra atvinnufyrirtækja á landinu eru í ár 138 miljarðar króna. Einfaldur prósentu- reikningur leiðir í Ijós að lækki öll laun um 9% þá lækkar samanlagður launareikningur allra íslenskra fyrirtækja á einu ári um rúmlega 12 miljarða króna. Tillaga forstjóranna um 9% lækkun launa þýðirtilfærslu frá launafólki til atvinnu- rekenda um rúmlega 12 miljarða króna á ári. Hagfræðingar Þjóðhagsstofnunar hafa bent á að lög- bundin niðurfærsla launa mundi með vissu ekki ná til nema um 40-45% launþega, ólíklegt eða nær ómöguleqt væri að slík lög hefðu áhrif á laun 10-20% launamanna. I 30-35% tilvika réðist það að miklu leyti af markaðsaðstæðum hvort laun lækkuðu í samræmi við lögbundið valdboð. Niður- færsla launa er þar af leiðandi aðgerð sem bitnar mismun- andi þungt á launþegum. Þótt bent hafi verið á þá mismunun sem fylgir niðurfærslu launa, eru ráðherrar enn að láta sig dreyma um að þessi leið sé fær. Þeir geta tæpast reiknað með að þessi aðgerð nái til nema helmings af heildarlaunum í landinu. Engu að síður væri um svimandi háar upphæðir að ræða eða meira en 6 miljarða króna á ári. Hagfræðingar Þjóðhagsstofnunar hafa einnig lagt fram gögn sem sýna að heildarafkoma íslenska þjóðarbúsins verður síst lakari og reyndar ívið betri í ár heldur en í fyrra en það var eitt af almestu góðærum íslandssögunnar. í júlí síðastliðnum var þjóðhagsáætlun endurskoðuð. Nú vartalið að í stað 1 % samdráttar á landsframleiðslu, sem gert hafði verið ráð fyrir í fyrri spá, ykist landsframleiðsla á þessu ári um 0,2%. En vegna verðlækkunar á sjávarafurðum reiknuðu hagfræðingarnir samt með samdrætti á þjóðartekj- um upp á 0,5%. Breytingin frá góðærinu í fyrra á samkvæmt þessu að verða mjög lítil. Engu að síður er Ijóst að íslenska hagkerfið er í kreppu. En sú kreppa stafar ekki af ytri áföllum, heldur af stjórnleysi í efnahagslífinu, stjórnleysi sem til er komið vegna kreddu- fullrar oftrúar ráðherra á sjálfvirkni markaðsaflanna. Krepp- an lýsir sér einkum í erfiðleikum sem fyrirtæki í útflutnings- og samkeppnisgreinum eiga við að stríða. Einkum eru það botnfiskveiðar og -vinnsla sem rekin eru með umtalsverðum halla um þessar mundir. Talsmenn Alþýðusambandsins hafa bent á að halli fryst- ingarinnar er talinn nema 1,3 miljörðum króna á yfirstand- andi ári. Þótt hér sé um geigvænlega háa tölu að ræða, virðist hún tæpast gefa tilefni til að sett verði lög um 9% lækkun launa hjá öllum launþegum. Það virðist býsna mikið í lagt að færa 6 til 12 miljarða króna frá launafólki til atvinnu- rekanda til þess að lagfæra hallarekstur frystihúsa upp á liðlega 1 miljarð. Niðurfærsla á launum þýddi tilfæringu á stókostlegum fjármunum til miklu fleiri fyrirtækja en frystihúsanna einna. Ymis atvinnufyrirtæki eru í dag rekin með stórfelldum hagn- aði og þurfa síst á slíkum tilfæringum að halda. Afdráttarlaus neitun á niðurfærslu launa kemur í veg fyrir nýjan vaxtarkipp íslensku eignastéttarinnar. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ \ ___________ Fréttir MÍÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. Skoðanakönnun DV: Meirihlutinn styður niðurfærsluleið Meirihluti landsmanna er þvi fylgjandi afi niöurfærsluleiöin verði farin. Þetta kom í tjós í skoö- anakönnun sem DV gerði um síö- ustu 'helgi. Meirihlutinn er ekki mUdll. Úrtakiö í skoöanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli höfuöborgar- svæöisins og landsbyggöarinnar. Spurt van Ertu fylgjandi eöa and- vigur þvi aö niöurfærsluleiöin veröi farin? Af öllu úrtakinu sogöust 40,3 pró- sent vera fylgjandi þvi aö niður- færsluleiöin yröi farin. 35 prósent voru þvi andvíg. 23,2 prósent voru óákveöin iraeta Alþyöusambandsint um nlöurfærtluleiö- þjöðartnnar aö þetsl leiö veröi tarin. DV-mynd S Ummælj „Eg er fylgjandi þeirri leií. * árangur, sama hvaö hún sagöi karl á Vesturlandí. „Þaö. stæöukennt siöleysi aö klipa af um þeirra sem minnst hafa," & kona á suðvesturhominu. „Ég h». aö það sé ekki annarra kosta völ e. aö fara niöurfærsluleiöina. Gengis- J>aö hringja 50-60 manns i okk- ur á dag. Þetta eru bœöi neytend ur og fyrirtæki. kaupmenn og ÐdrL Eins er töluvert um aö spurt 6é um sköagjöld og náms- bækur. Þaö sem viö erum um- fram allt aö gera er aö koma þvi inn i höfuðiöá fólki aö um algera veröstöövun er aö ræöa. Þaö má ekkl hækka verö neinnar vöru," sagöi Guðmundur Á. Slgurösson, yllrviöakíptafræölngur Verölags- stofnunar, við DV. Töluvert er um aö kaupmenn, sem keypt hafa vöru frá heildsala á hærra veröi, hæktó smásölu- verö hennar í góöri trú aö þaö sé í lagL Segir Guömundur aö marg- ir haldi að um álagnlngarstöövun só að ræöa og þvi megi verö- hækkun frá heildsala Cara út i veröfagið. En svo er ekkl. „í tilvikum þar sem hdldsalar haía tekiö inn vöru i ágúst á nýju veröi og kaupmaöur kaupir ekki inn fyrr en eftir siöustu mánaöa- mót má kaupmaöurinn ekki Iiækka verö vöruanar. Hcikisal- er þama í fuJlura rétti en kaupmaöurinn veröur aö viröa veröstöövunina. ''andamáliö er aö kaupmenr ' góöri tni aö hægt sé ■gja eins og • - -hlh Má bjóða yður niðurfærslu? „Naumur meirihluti styður niðurfærslu" æpir DV í gær efst á forsíðunni og vitnar til nýgerðrar skoðanakönnunar þar sem blásaklaust fólk var spurt í síma hvort það væri fylgjandi eða and- vígt því „að niðurfærsluleiðin verði farin“. Samkvæmt DV hrökk útúr 40% af mannskapnum að vera fylgjandi, en 35% voru pirraðir og sögðust vera á móti, - fjórð- ungur er sagður óákveðinn í frétt- um DV. Og blaðið reiknar út að þegar aðeins eru metnir þeir sem af- stöðu tóku séu 53,5% með niður- færslunni. Hvað ætli þessi niðurstaða þýði nú hjá DV? Er þessi meirihluti að styðja blessaða ríkisstjórnina í síðustu raunum sínum? Er þetta stuðningur við niðurfærslu Þor- steins Pálssonar eða niðurfærslu Steingríms Hermannssonar eða niðurfærslu Jóns Baldvins? Sem er víst allt annað en niðurfærsla Jóns Sig. Eru menn kannski að styðja niðurtalninguna hans Ragnars Arnalds, sem reyndist ágætlega á fyrrihluta Thorodd- senstjómarinnar, eða viljum við almenna og almennilega kjara- skerðingu einsog 1983? Niður hvað? Einsog atburðir síðustu daga sýna er niðurfærslan svo óljóst hugtak að í rauninni eru allir með og á móti í senn, og niðurstaða DV-könnunarinnar er þannig hvorki marktæk né ómarktæk. Könnunin hefði sagt það sama ef níutíu prósent hefðu stutt, og það sama ef níutíu prósent hefðu ver- ið á móti. Þetta kemur ágætlega fram í litlum dálki sem oft fylgir niðurstöðum hjá DV og í em sett ýmis ummæli „fólks í könnun- inni“, - og þar kemur líka fram að „fólk“ er allsekki eins vitlaust og DV gerir ráð fyrir með spurning- unni. „Fólk“ er greinilega orðið þreytt á dellumakeríinu í efna- hagspólitíkinni: „Fylgjandi hverri þeirri leið sem ber árang- ur, sama hvað hún heitir“ segir einn og hefur sýnilega sagst styðja niðurfærsluna, og aðrir taka í sama streng, - þessi niður- færsla hljóti að vera „skömminni skárri en gengisfelling" sem sýni- lega hefur gengið sér til húðar“. Fjarstæðukennt siðleysi Og „fólk“ er til í að taka sinn skerf, - en með því skilyrði að forréttindahóparnir geri það líka: „Ég tek á mig skerðingu ef allir gera það“ sagði einn, og önnur vildi niðurfærslu „ef hún kemur ekki bara niðrá launafólki", og þessi tvö em væntanlega ekki með ólíkar skoðanir og sú sem sagði „fjarstæðukennt siðleysi að klípa af lægstu laununum" og hef- ur væntanlega verið andvíg niðurfærslunni. Enn einn svarandinn er hundó- ánægður með að „Ásmundur Stefánsson skuli vera að ræða þessa vitleysu við ríkisstjórnina" og getur nú glatt sig við að hann er hættur því. Þessi aukasvör segja miklu meira en skoðanakönnunin sjálf um andrúmsloftið, - og það vant- ar meira að segja ekki uppgjöf hins þrautpínda: „Mér er eigin- lega alveg sama hvað þeir gera. Ég fæ örugglega minn skerf af því.“ Tortryggni Einsog reyndar kemur fram í „ummælum fólks“ hjá DV hafa stórir hópar almennings litið með tortryggni til viðræðna ASÍ- forystunnar við ríkisstjómina undanfarna daga. Öflug samtök opinberra starfsmanna og fleiri, - BSRB, kennarar, bankamenn, BHMR höfðu lýst yfir að við- ræður um launalækkun kæmi ekki til greina, og það þótti ekki stórmannlegt af ASÍ-miðstjórn- inni að fara í viðræður þegar ekk- ert nema kjaraskerðing hafði staðið uppúr ráðheminum, og nýbúið að „fresta“ með lögum umsaminni kauphækkun. Um þetta má deila, - ASÍ-forystan var vissulega í þeirri þröngu stöðu að henni hefði strax verið „kennt um“ ef hún hefðu neitað að hlusta, auk þess sem stjórnar- sinnar innan forustusveitar Al- þýðusambandsins þrýstu á. Lok þessarar lotu í fyrradag urðu hinsvegar ASÍ-forustunni heldur til sóma. Þarsem ljóst var að ráðherrarnir voru ekki til við- ræðu um annað en kjaraskerð- ingar hlutu ASÍ-menn að hætta að hlusta, að minnsta kosti þang- að til annað hljóð kæmi í strokk- inn. Gálginn og byssan Þetta var samþykkt samhljóða í miðstjórninni. Yfirlýstir Al- þýðufloícksmenn og Sjálfstæðis- flokksmenngreiddu atkvæði með tillögu ASÍ-formannsins, enda fátt annað í stöðunni eftir svör Þorsteins og Þjóðhagsstofnunar þarsem fram kom með öðru að launalækkun samkvæmt niður- færsluhugmyndunum mundi ekki vera örugg nema hjá um 40 prós- ent launamanna. Einn verkalýðsleiðtoginn sat hinsvegar hjá, Guðmundur Jó- hann Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og Verkamanna- sambands íslands, fyrrverandi þingmaður Reykvíkinga fyrir Al- þýðubandalagið, hetjan úr verk- fallinu ‘55. „Mér datt ekki í hug að greiða ályktuninni atkvæði,“ segir Guð- mundur í Mogganum í gær, enda hafi ályktunin að hans dómi verið sett fram af vissum hópi innan miðstjómarinnar til að slíta við- ræðunum við ríkisstjórnina. Þetta er allt orðið svolítið skrít- ið með verkalýðsforustu Guð- mundar Joð í seinni tíð, og núna síðustu vikurnar er einsog það vanti eitthvað. Kannski Þröst? Guðmundur var einmitt sá sem lýsti tilboði ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu eða gengisfellingu með þeim orðum að hér væru gefnir tveir kostir, að láta hengja sig eða skjóta. Og þegar aðrir for- ystumenn fyrir samtökum launa- fólks hafa nú tekið þá afstöðu að reyna að verja réttinn til að lifa áfram er Guðmundur ennþá að máta byssuna og gálgann. Kannski endar þetta með stór- sóknarfórn að það takist að semja um rafmagnsstólinn undir Dagsbrúnarmenn? -m Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgafandi: Útgáfufélag Pjóðviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Mörður Amason, Ottar Proppé. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamann: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heímir Már Pótursson, Hjörteifur Sveinbjörnsson, KristólerSvavarsson, Magnfriður Júllusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlaturGislason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðjtjótsson, Sævar Guðbjðmsson, Þor- finnurómarssonjíþr.). Handrlta- og prófarkaleatur: Elras Mar, HildurFinnsdóttir. LJóamyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlltataiknarar: Krisíán Knstjánsson, Kristberguró. Pótursson Framkvmmdaatjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrlf atofustjórl: Jóhanna Leópoktsdóttir. Skrtfatofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pótursdóttir. Auglýaingaatjórl: Olga Clausen. Auglýalngar: Guðmurtda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarala: Sigriður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílatjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðalu- og afgrelðaluat|órl: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgrelösla: Halla Pálsdðttir, Hrefna Magnúsdðttir. Innhelmtumenn: Katrin Bárðardóttir, ÓlaturBjðmsson. Útkayrala, afgreiðala, rftat|óm: Siðumúla 6, Raykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýalngar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog aatnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Pmntun: Blaðaprent hf. Verð f lauaaaðlu: 70 kr. Nýtthelgarblað: 100 kr. Áskrtftarverð á mánuðl: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 8. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.