Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 9
JAFNRETTI 1988 Kariamir verma valdastólana Umþriðjungurfulltrúaáþjóðþingum hinna Norðurlandanna konur. Á íslandi aðeins 21 %. Fæstar konur hér í opinberum nefndum og ráðum Karlar sitja á mun fleiri valda- stólum en konur, og gildir einu hvert litið er í þjóðfélaginu, segir í bókinni „Konur og karlar á Norð- urlöndum", en einn kafli hennar fjallar um vald. Island rekur ósj- aldan restina í þcini samanburði og er hlutfall kvenna á Alþingi gott dæmi þar um. Hér eru konur flmmtungur þingmann á sama tíma og þær eru þriðjungur full- trúa á þjóðþingum hinna Norður- landanna. Borið er saman kynjahlutfall í hiiuim ýmsu stofnunum þjóðfé- lagsins, sem taka eiga ákvarðanir um dreifingu gæða í samfélaginu. Þar eru fyrst teknir fyrir kjörnir fulltrúar á þjóðþingum, fylkis- þingum og í sveitarstjórnum og er á það minnt, að á Norðurlöndum hafa konur haft atkvæðisrétt og kjörgengi í yfir 60 ár. að þær veljist í örugg sæti á listum flokkanna. Bæði þurfa konurnar sjálfar að vilja og hafa möguleika á að hella sér út í þá vinnu sem fylgir því að vera í efstu sætunum fyrir kosningar og karlarnir sem orðnir eru rótfastir þar, að hleypa nýjum sprotum að. í bókinni segir að jákvæð þróun hafi verið í þá átt undanfarin ár, en tölurnar um kjörna fulltrúa sýna að betur þarf að gera í þeim efnum. Þegar kemur að forystu innan flokkanna er talað um að einkum séu það frjálslyndir og vinstri- sinnaðir stjórnmálaflokkar, sem tekið hafi sér tak, til að styrkja stöðu kvenna í flokksforystunni. Samkvæmt tölum frá 1987 eru konur í meirihluta í fram- kvæmdastjórnum þnggja stjórnmálaflokka í Noregi: Miðj- uflokknum 58%, frjálslynda kvótalögin ekki til röðunar á framboðslista flokksins. Alþýðu- flokkurinn fylgdi fordæmi al- þýðubandalagsins fyrir 2 árum og samþykkti samskonar kvóta til bráðabirgða. Þeir flokkar sem reka lestina í löndunum 4 varðandi hlutdeild kvenna í framkvæmdastjórnum eru: Finnskir íhaldsmenn (Þjóð- arbandalagið) 12%, norski fram- faraflokkurinn 17%, borgara- flokkurinn á íslandi 20% og sæn- ski miðjuflokkurinn með 28% kvennahlutdeild. Á landsfundum eða flokks- þingum þeirra 28 stjórnmála- flokka, sem bornir eru saman í bókinni, var algengast að konur væru um 30-40% fulltrúa árið 1987. En hjá flestum þeirra er hlutdeild kvenna lægri í flokks- forystunni en á þeim samkomum, þó sú mynd sé ekki ráðandi á ís- landi samkvæmt upplýsingum frá síðastliðnum vetri: Verkefnin eru næg í jafnréttismálum, ef jöfn staða kynjanna í raun er markmiðið. Nú eru það ráðamenn (opinbera geiranum, taka eiga upp ný viðhorf í skipun nefnda, stjórna og ráða. reglur um að tilnefna beri 2, einn af hvoru kyni, í allar nefndir, ráð og stjórnir hins opinbera, sagði Elsa. Þegar skoðað er hvernig þróunin hefur verið frá 1950, sést greinilega forskot Norðmann- anna sem voru strax árið 1979 komnir með konur í 20% nefnd- „Þið eigið nú konu fyrir forseta og sérstakan kvennalista", fylgdi gjarnan spurningu kvennaþingsgesta í Osló, um hvort við á íslandi værum ekki framarlega í jafnréttismálum. Er dýpra er skoðað sést að við rekum víða lestina í samanburði milli Norðurlandanna og hér hefur þróunin gengið hægt síðustu áratugi. Landsf. Framkvstj. Flokkur ko ka ko ka Alþýðubandalag 40 60 50 50 Alþýðuflokkur 31 69 42 58 Borgaraflokkur 40 60 20 80 Framsóknarfl. 39 61 25 75 Sjálfstæðisfl. 26 74 40 60 Kvennalisti 100 - Eins og sést á myndinni fór hlutur kvenna að vaxa á þjóð- þingum landanna upp úr 1970, en lítið virðist hafa miðað hjá ís- lenskum konum fyrr en með til- komu kvennalistans. Þó langt sé í jafnan hlut á þingi er ástandið enn lakara er kemur að sveitar- stjórnum. í öllum löndunum er hlutfall kvenna þar lægra en í stólum þingsalanna. Hœg breyting í sveitarstjórnum Á íslandi eru nú 19% sveitar- stjórnaliða konur. Hlutfall kynj- anna er nokkuð misjafnt eftir stærð sveitarfélaga og ef einungis eru teknar bæjarstjórnir ná kon- ur tæpum 30%. Karlafjöldinn í stjórnum minni sveitarfélaga vegur því þyngst í að setja ísland í næst neðsta sætið í samanburði landanna. Við rétt náum að skjóta Finnum aftur fyrir okkur. Þegar eingöngu er litið á oddvita sveitarstjórnanna er ís- land aldrei þessu vant í farar- broddi ásamt Svíum, en í þessum löndum eru hvorki meira né minna en 9% þeirra konur. Á ís- landi þýðir það 20 konur og 199 karlar. Danir reka lestina í þessu efni. í hópi 275 oddvita sveitar- sjórna eru aðeins 8 konur. Þáttur stjórn- málaflokkanna Þar sem kosið er um fulltrúa pólitískra flokka, er forsendan fyrir auknum áhrifum kvenna bæði á þingi og í sveitarstjórnum, þjóðarflokknum 57% og í vin- striflokknum 54%. í Svíþjóð er hæst hlutfall kverina í flokksfor- ystu vinstriflokks kommúnista 51%. Finnski kommúnistaflokk- urinn stendur einnig framar öðr- um flokkum í Finnlandi í þessu efni, en þar er hlutdeild kvenna 36 af hundraði. Tölur vantar frá Dönum. Af flokkum opnum báðum kynjum á íslandi er kynja- jafnvægið lengst komið í fram- kvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins, þar sem sitja 9 konur og 9 karlar. Alþýðubandalagið var fyrstur hérlendra flokka til að setja kynjakvóta í lög sín á lands- fundinum 1983. Samkvæmt þeim á hlutur annars kynsins í stjórn- um og ráðum flokksins ekki að vera undir 40%. Hins vegar ná Á öllum Norðurlöndunum nema í Svíþjóð hefur verið lög- fest að vinna eigi að því að jafna stöðu kynja í opinberum nefnd- um, stjórnum og ráðum, sem í flestum tilfellum gegna mikil- vægu hlutverki við að móta fram- tíðarstefnu í ákveðnum mála- flokkum. Nefndir og ráð opinbera geirans Árið 1986 er hlutfall kvenna í slíkum nefndum og ráðum hæst í Noregi og Danmörku, 31%, en íslendingar reka lestina með 11% árið 1985. Að sögn Elsu Þorkels- dóttur, framkvæmdastjóra jafn- réttisráðs, hafa hin Norðurlöndin verið með markvisst átak í lengri tíma og lagabreytingar til að rétta hlut kvenna á þessum vettvangi. - Norðmenn hafa verið með 40% kvóta í ein 8 ár og auk þess arsæta. Sama ár var hlutfall ís- lenskra kvenna 6%. Mjög greinilegt stökk verður einnig í Danmörku milli áranna 1985 og 1986, en þá fer hlutdeild kvenna úr 16% í 31%. Má þar sjá áhrif þess að tilnefningarleiðin' var lögfest og kveðið á um að sem jafnastur fjöldi kvenna og karla yrði fyrir valinu. Elsa sagði að þótt Svíar hefðu aldrei verið með lagavalds- leiðina, væru þeir samt dugleg- astir Norðurlandaþjóða að færa þessa vinnu inn í allar stofnanir og starfsmannahald hins opin- bera. - Þeir beita áróðri og hafa eytt miklum peningum í jafnrétt- ismál, en láta um leið fylgja óbeina hótun um, að lagaleiðin komi sterklega tii greina ef 40% markinu verði ekki náð innan fár- ra ára. Erfiðlega hefur gengið að setja ákvæði um kynjakvóta og tilnefn- ingu beggja kynja inn í íslensk lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. I upphaflega frumvarpinu að lögunum voru slík ákvæði, en þau þurrkuðust út í meðförum þingsins. Síð- astliðinn vetur fluttu síðan Hjör- leifur Guttormsson og Guðrún Helgadóttir, frumvarp til breytingar á jafnréttislögunum. Samkvæmt því áttu stjórnvöld að tryggja að hlutdeild hvors kyns- ins yrði ekki undir 40%, í nefnd- um, stjórnum og ráðum sem skipuð eru beint af ráðuneytum, eða á vegum opinberra stofnana og fyrirtækja. Ekkert varð að slíkum breytingum í það skiptið. Elsa Þorsteinsdóttir sagði ákvæði 12. greinar í núgildandi lögum vera innantóm, en þar segir „Leitast skal við að hafa sem jafnasta tölu kynjanna í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og fé- lagasamtaka þar sem því verður við komið." I vetur verður gerð enn ein tilraunin til að gera jafnréttislögin, að öðru en hóg- værum ábendingum og taldi Elsa það mikilvægan áfanga þó ekki fengist nema tilnefningarleiðin samþykkt, er félagsmálaráðherra leggur lögin fram eftir endur- skoðun sem nú er unnið að. Ríkisstjórnin hefur nú þegar samþykkt framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum, sem taka á gildi um næstu áramót. Þar inní eru tilmæli um að bæði konur og karl- ar verði tilnefnd í nefndir og valið með hliðsjón af sem jafnastri tölu kynjana. Verður spennandi að sjá hvort menn taka sig nú á, eða halda áfram að velja sömu karl- ana í nefnd eftir nefnd. mj Hlutur kvenna á þjóðþingum Danmörk Finnland ísland uu - M Konur 75- ... restin eru karlar 50- 25- 0- % 100 75 H 50 -\ 25 \^^m % 100 75 50 25 -\ Noregur % 100 Svíþjóð 75 50 H 25 H 190519251945 19651985 190519251945 19651985 190519251945 19651985 190519251945 19651985 190519251945 1965198? J ' Flmmtudagur 6. Mptember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.