Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 10
ÆSKULYÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Hafnaríirði Aðalfundur ÆFHA Aöalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Hafnarfirði verður haldinn í Skálanum, Strandgötu 41, þriðjudaginn 13. september kl. 20.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Skýrslur fluttar - umræður. 3) Lagabreytingar. 4) Staðan í bæjarmálunum: Framsaga Lúðvík Geirsson formaður bæjarmála- ráðs. 5) Hugleiðingar um starfið í vetur 6) Kosningar. 7) önnur mál. ER NÁM „HOBBY"? Ráðstefna um vinnu barna og unglinga með námi, sunnudaginn 18. september nk., að Hverfisgötu 105 (4. hæð),frákl. 13.30-18.00. Framsögumenn verða: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Guðmundur Magnússon, aðstoðarmaðurmenntamálaráðherra. Ingólf ur Sveinsson geðlæknir. R. Hulda Proppé nemandi. Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Eftir framsögur verða pal Iborðsumræður. Raðstef nustjórar: Anna Hildur Hildibrandsdottir og Sveinþór Þórarinsson. Ráðstefnugjald kr. 500, kafRveitlngar innrfaldar. Gjald fyrir námsmenn kr. 250 (Mmframvísa skóiaskírtoini). Þelr sem hafa áhuga á þátttöku vinsamlegast skrál slg í síma 17500. ÆskulýðsfylkingAlþýðubandalagsins ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Selfossí og nágrenni Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 19. september kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Venjuleg aðalfundarstörf. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður mætir á fundinn. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennum. Stjórnin Margrét Auglýsið í Þjóðviljanum Borgaraflokkur Frið fyrir ofstjóm og ofsköttun Dugnaður, ráðdeild ogþrautseigjaþjóðarinnar besta leiðarljósið, segja Borgaraflokksmenn Borgarflokkurinn er andvfgur þeim hugmyndum stjórnarsinna a'ö færa niöur laun með valdboði og segir þróun mála undanfarið benda til að rikisstjórnin ætli að hengja sig í eigin snöru. Þing- menn flokksins samþykktu eftir- farandi tillögu á fundi 1. sept- ember: í baráttu sinni fyrir betra þjóðfélagi leggur Borgaraflokk- urinn áherslu á heiðarlegan mál- flutning og bendir á raunhæfar leiðir. Þjóðfélagið hefur í tíð þessarar ríkisstjornar orðið flóknara og ómanneskjulegra en nokkru sinni fyrr, þvert ofan í fyrirheit um hið gagnstæða. Ríkisstjórnin hefur frá upphafi verið sjálfri sér sundurþykk og margklofin, ekki aðeins á milli flokka heldur einn- ig innan flokkanna, sem að henni standa. Fálmkenndar efnahags- aðgerðir á þriggja til fjögurra mánaða fresti hafa allar runnið út í sandinn, og staða einstaklinga, fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild versnar í hvert skipti þrátt fyrir góðæri að öðru leyti til lands og sjávar. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um verðstöðvun og nýsett bráða- birgðalög um frestun hækkunar á launum og búvöruverði í einn mánuð, án þess að fyrir liggi sam- komulag um nauðsynlegar frek- ari aðgerðir í efnahagsmálum, er opinber viðurkenning ríkis- stjórnarinnar á því, að hún ræður eícki við verkefni sitt. Stefnir í 2 miljarða halla rfkissjóðs 1988, þar sem 1,2 miljarða hækkun er vegna vanáætlaðra vaxtaút- gjalda. Henging í eigin snöru virðist ætla að verða hlutskipti ríkisstjórnarinnar. Borgaraflokkurinn er sammála því að leita verður allra leiða til þess að lækka verðlag í landinu og hemja verðbólguna. Það verð- ur hins vegar ekki gert með því að færa niður laun allra launþega með valdboði. Öllum má vera ljóst, að niðurfærsla launa mun aðeins snerta takmarkaðan hóp launþega. Allar líkur benda tíl þess, að þessi hópur verði mun minni, en Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir. Hinir tekjuhærri sleppa. Samfara niðurfærslu verðlags mun sá hópur auka kaupmátt sinnn verulega. Þannig mun misréttið milli launahópa í landinu aukast. Undir þetta getur Borgaraflokkurinn ekki skrifað. Hins vegar er ljóst, að nú þegar verður að grípa til markvissra ráðstafann til þess að rétta við hlut atvinnuveganna, sem ráð- leysi og stefnuleysi ríkisstjórnar- innar hefur komið á vonarvöl. Hætt er á, að heílu byggðarlögin leggist í eyði vegna yfirvofandi hruns atvinnufyrirtækja, og heimilin í landinu eru að verða gjaldþrota. Efnahagslegu sjálfs- stæði þjóðarinnar er stefnt í voða. Borgaraflokkurinn varar við þeim hugmyndum bjargræðis- nefndar ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum, þar sem hagsmunir hinna mörgu víkja fyrir hagsmunum hinna fáu. Borgaraflokkurinn leggur til að kjarni þeirra efnahagsráðstaf- ana, sem gera þarf nú þegar verði eftirfandi: 1. Matarskatturinn felldur nið- ur. 2. Lánskjaravísitala verði af- numin og vextir aðlagaðir að því, sem gerist í helstu við- skiptalöndum okkar. 3. Sjálfvirk tenging verðlags við vísitölur verði ekki heimil. 4. Gripið verði til tafariausra að- gerða til að treysta rekstrar- grundvöll undirstöðuatvinnu- veganna í landinu, svo komið verði í veg fyrir atvinnubrest. í því sambandi verði peninga- stofnunum gert kleift að beita víðtækum skuldbreytingum vegna þess neyðarástands, sem nú ríkir sökum óstjórnar í efnahagsmálum og stórauk- innar skattheimtu hins opin- bera. 5. Stórátak verði gert til þess að efla íslenskan samkeppnis- iðnað og útflutning á íslensku hugviti og tækniþekkingu, m.a. með því að tryggja þess- um aðilum eðlilega sam- keppnisaðstöðu. 6. Fólki verði gefinn kostur á víðtækum skuldbreyingarlán- um til þess að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fjölskyldna og einstaklinga. 7. Dregið verði úr ríkisútgjöld- um með samræmdum aðgerð- um í samstarfi við forsvars- menn og annað starfsfólk ríkisstofnana. 8. Skattlagningu á fyrirtæki og einstaklinga verði stillt í hóf, þannig að þeir hafi sem mest af sjálfsaflafé til ráðstöfunar. 9. Samskipti hins opinbera við einstaklinga og fyrirtæki verði einfölduð með það í huga að draga úr óþarfa afskiptum ríkisvaldsins. Traust undir- staða þjóðfélagsins byggist á sjálfstæði einstaklinga og fé- laga þeirra. 10. Dregið verði úr miðstýring- unni og völd og verkefni færð til landshlutanna. Borgaraflokkurinn er þess fullviss, að dugnaður, ráðdeild og þrautseigja íslensku þjóðarinnar muni enn sem fyrr reynast henni besta leiðarljósið út úr þeim ógöngum, sem stefnuleysi ríkis- stjórnarinnar hefur leitt hana í. Borgaraflokkurinn leggur því áherslu á, að þessir eiginleikar þjóðarinnar fái að njóta sín sem best í friði fyrir ofstjórn og of- sköttun. MINNING Elías Sveinsson skipstjóri, Vestmannaeyjum Fœddur8. 9. 1910 - Dáinn13'. 7. 1988 Elías Sveinsson var jarðsung- inn 19. júlí sl. frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Hann fæddist á Gamlahrauni við Eyrarbakka, sonur hjónanna Sigríðar Þor- valdsdóttur frá Vallarhjáleigu í Flóa og Sveins Þórðarsonar frá Mýrum í Villingaholtshreppi. Þau hjónin fluttu með börn sín til Vestmannaeyja árið 1925 og bjuggu í Varmadal. Systkini Elíasar voru þau Helga, fædd árið 1900, giftist ÁrnaMagnússyni. Þórður, fædd- ur 1902, kvæntist Elínu Jónsdótt- ur, og Valdimar, fæddur 1905, kvæntist Margréti Pétursdóttur. Þegar til Eyja kom fór Elías að róa á Enok hjá Þórði Jónssyni frá Bergi. Eftir að hafa verið þar í nokkrar vertíðir, hóf hann nám í vélstjóraskóla og gerðist síðan vélstjóri á mb. Óðni. For- mennsku sína hóf hann á Gulltoppi I. en lengst var hann með mb. Sjöstjörnuna. Elías Sveinsson var í hópi hinna reyndu aflaskipstjóra í Eyjum sem þekktu vel til miða. Honum hélst vel á mönnum, góð- ur andi var ævinlega um borð enda stutt í ljúft brosið og gaman- yrðin hjá formanninum. Mörg sumur fór Elías til sfld- veiða fyrir norðan land, fyrst á tvílembingunum Óðni og Ófeigi. Þeir voru saman um eina nót við veiðarnar. Síðan var hann nokk- ur sumur með Sjöstjörnuna með hringnót. Árið 1935 giftist Elías eftirlif- andi konu sinni, Evu L. Þórarins- dóttur, Bjarnasonar járnsmiðs úr Reykjavík og konu hans Unu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Sig- urður Sveinn fæddur 1936, kvæntur Sigrúnu Þorsteinsdótt- ur. Þau eiga 3 börn. Una Þórdís fædd 1938 gift Önundi Krist- jánssyni, eiga þau 4 börn. Atli fæddur 1941, kvæntur Elínbjörgu Þorbjarnardóttur, börn þeirra eru 3. Sara fædd 1943 gift Birni Baldurssyni, þeirra börn eru 3. Sævaldur fæddur 1948, kvæntur Svanborgu Oddsdóttur, þau eiga 3 börn. Hjalti fæddur 1953 kvæntur Júlíu Andersen. Þá þrjá mánuði sem jarðeldur- inn var uppi í Heimaey voru þau hjón á fastalandinu, en strax og gosinu lauk voru þau aftur komin í Varmadal. Hin síðari ár komu þau oft til landsins. Á björtum sumardögum óku þau um sveitir og fundu ættingja og vini. Á uppvaxtarárum sínum var Elías í sveit á Baugsstöðum hjá Helgu móðursystur og Jóni Magnússyni. Hjá þeim hjónum ólst upp annað systkinabarn Helgu, Ólafur Gunnarsson, er síðar bjó þar og er nú látinn fyrir fáum árum. Mikið vinfengi var með þeim frændum og kom Elías því oft að Baugsstöðum einkum hin síðari ár. Sá hann þá út yfir sjóinn og brimið við hraunströnd bernsku sinnar. Nú þegar Elías er til moldar borinn í Eyjum er hún komin þar öll fjölskyldan sem flutti í Varma- dal árið 1925. Samúðarkveðjur, Sigurður Kr. Árnason 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 8. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.