Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Evrópukeppnin ÍAgegn Ung- verjum Síðasti leikur íslenskra liða í Evrópukeppninni í bili verður í kvöid þar sem Skagamenn leika gegn ungverska liðinu Újpesti Dozsa. Lið þetta er næsta óþekkt hér á landi en er orðið 103 ára gamalt. Lið þetta hefur 18 sinnum orð- ið ungverskur meistari, síðast árið 1979. Þá hefur liðið 6 sinnum orðið bikarmeistari en síðast vann það bikarinn árið 1986. Új- pesti Dozsa lék til úrslita í UEFA keppninni árið 1969 en tapaði þá fyrir enska liðinu Newcastle. Þá tapaði liðið í undanúrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa 1974 fyrir Bayern Munchen. Enda þótt liðið sé ekki sérlega þekkt hér á landi leikur það góða knattspyrnu eins og lið frá Austur-Evrópu gera gjarnan. Það er því ekki ólfklegt að leikur- inn á Skaganum verði góður og hver veít nema heimamönnum takist að velgja Ungverjum undir uggum" -þóm Handbolti Landsleikir við Dani íslenska landsliðið leikur í dag og á morgun sína síðustu Ieiki áður en liðið heldur til ólympíu- leikanna í Seoul. Danir koma í heimsókn og verða báðir leikirnir í íþróttahúsi Seljaskóla kl. 20.15. Þar sem sætapláss er ekki mikið í Seljaskóla verður miða- fjöldi á leikinn takmarkaður og hefst miðasala báða dagana kl. 16.00. Miðaverð er kr. 800 fyrir fullorðna en kr. 200 fyrir börn. Landsleikir íslendinga og Dana hafa jafnan verið mjög skemmtilegir. Liðin hafa leikið 51 landsleik og hafa Danir vinn- inginn, hafa unnið 29 leiki, ís- lendingar 17, en 5 leikjum hefur lyktað með jafntefli. íslendingar hafa verið betri aðilinn nú í seinni tíð en Danir eru að byggja upp landslið fyrir b-keppnina í vetur. -þóm ÞorsteinnÞorsteinssonerhéríharðribaráttuíleiknumígær, enharðirSpánverjarsýndubestuknattspyrnu sem sést hefur hér á landi í haust. Mynd: E. Ól. Evrópukeppnin Frábærir Spánverjar Framarar áttu við ofurefli að etja og töpuðu 0-2þráttfyrir ágœt tilþrif. Johan Cruyff greinilega á réttri leið með stórliðið frá Katalóníu varnarmenn Barcelona áttu alla skallabolta í vítateig sínum. Fram tapaði fyrri leik sínum við spænsku snillingana Barcelona þrátt fyrir hetjulega baráttu. Spánverjarnir léku geysilega vel og voru hremlega í allt öðrum gæðaflokki en nýbakaðir Islandsmeistararnir, og sást það reyndar glöggt í þessum leik hve slakir Frakklandsmeistarar Monaco voru í gær. Það var Roberto Fernandez sem skoraði bæði mörk leiksins, sitt í hvorum hálfleik, en sigur Börsunga var aldrei í verulegri hættu. Róleg byrjun Leikurinn fór mjög rólega af stað og reyndu bæði liðin eftir mætti að byggja upp spil. Spán- verjarnir gerðu Frömurum gjarnan lífið leitt með því að „dekka" vel upp í öll svæði og pressa vel á spil Framara. Hinir bláklæddu reyndu þó ávallt að spila sinn alþekkta bolta og gekk misjafnlega en varla er hægt að segja að Börsungum hafi orðið nokkuð betur ágengt til að byrja með. Þá vita þeir sem fylgst hafa með spænskri knattspyrnu að þeir brjóta oft af sér á leiðinlegan hátt og fengu Framarar stundum að finna fyrir því. Þeir brutu sérstak- lega oft af sér á miðjum vallar- helmingi sínum og stöðvuðu þannig væntanlegar sóknir Fram. Aukaspyrnur Framara sem fylgdu í kjölfarið báru hins vegar ekki árangur þar sem hinir sterku Tvö mörk Fernandez Mörkin tvö sem færði Barce- lona sigurinn voru ekki ýkja merkileg, en engu að síður vel að þeim staðið. Framarar misstu boltann úti á velli og var refsað með snörpum sóknum sem end- uðu báðar með því að Roberto Fernandez skoraði örugglega. Fyrra markið gerði hann á 33. mínútu en þá léku Spánverjarnir vinstra megin í gegnum Fram- vörnina. Sóknin var mjög snögg, aðeins ein snerting hjá hverjum leikmanni, og á endanum var Fernandez í dauðfæri á markteig og átti ekki í nokkrum vand- ræðum með að skora. Sagt eftir leik Eins og við var að bóast Asgeir Elíasson Við unnum vel í þessum leik og ég er ánægður með vinnsluna í liðinu en það var einfaldlega ekki nóg vegna þess að við áttum við ofurefli að etja. Þeir gáfu okkur ekki tíma til að spila og kannski vantaði dálítið hugrekki í strák- ana. Ég var búinn að sjá Barce- lona spila, við vissum ná- kvæmlega út í hvað við vorum að fara og þeir komu því ekki á óvart með góðum leik sínum. Okkar besti séns var sennilega þegar Pétur var kominn inn fyrir vörn þeirra en var stöðvaður og hefði gjarnan mátt gefa spjald fyrir það brot. Aðdragandi markanna var kannski klaufalegur en við vorum þá að reyna að spila úti á velli því við fórum í þennan leik með því hugarfari að spila góða knatt- spyrnu. Við eigum varla nokkurn möguleika á að komast áfram en maður vonar bara það besta- Johan Cruyff Þetta eru mjög góð úrslit sem náðust með því að spila okkar leik. Framarar gerðu hvað þeir gátu en við gáfum þeim lítið svæði til athafna. í þeirra liði fannst mér nr. 4 (Pétur Ormslev) og nr. 5 (Viðar) bestir. Mitt lið er hins vegar á réttri leið en fjórir leikmenn eru enn ekki komnir í form vegna meiðsla, þar á meðal Lineker sem á um 3 vikur eftir í sitt gamla form. Sfðari leikurinn verður alls ekki auðunninn enda eru allir leikir teknir alvarlega. Pétur Ormslev Þetta var alveg eins og mátti búast við og ég er ekkert voða- lega svekktur. Mörkin voru kannski ekkert sérstök en við þeim mátti alveg eins búast. Þetta lið þeirra er mjög sterkt og það var gaman að takast á við þá, en það er mikill munur á þessum tveimur liðum og allur skilningur þeirra á leiknum miklu betri. Við reyndum að spila okkar samleik en þeir pressuðu vel á okkur framarlega á vellinum þannig að Birkir var farinn að sparka bolt- anum meira út en venjulega og þá áttum við erfitt með að vinna boltann. Við ætluðum okkur að halda hreinu og helst að skora mark líka. Það tókst ekki að sinni en það kemur dagur eftir þennan dag. Arnljótur Davíðsson Ég er ekki sáttur við leikinn. Það er sama hver mótherjinn er, ég sætti mig aldrei við tap. Þetta var alveg rosalega gott lið, þeir voru mjög teknískir og spiluðu vel. Vörnin var mjög góð hjá þeim og maður þurfti að hlaupa mikið, en Barcelona er besta lið sem ég hef leikið við. Liðið er samt alveg eins og við bjuggumst við og við verðum að reyna að ná góðum úrslitum í seinni leiknum enda þótt það sé hæpið að gera eitthvað stórkostlegt. Gary Lineker Ég er að sjálfsögðu ánægður með sigur liðsins því aðstæður voru ekki góðar. Fram lék oft ágætlega en hefði getað gert bet- ur í leiknum, þannig að leikmenn liðsins eru sennilega óánægðir með úrslitin. Ég sjálfur er ekki í nógu góðri æfingu og á svona tvær vikur í að komast í gott form. Það verður erfitt fyrir alla leikmenn Barcelona að halda sæti sínu í liðinu því það er mikil samkeppni meðal leikmanna. Ég mun reyna að vera í liðinu og er alls ekki á förum því ég er mjög ánægður í Barcelona. -þóm Seinna markið kom síðan á 57. mínútu en þá fékk hann boltann á vítateig og skaut síðan mjög góðu skoti efst í markhornið þannig að Birkir átti ekki möguleika á að verja. Spánverjum sleppt fyrir horn Síðari hálfleikur var mun tíð- indameiri og áttu bæði liðin ágæt- is marktækifæri. Besta tækifæri Framara var á 64. mínútu þegar Pétur Ormslev var kominn á al- gerlega auðan sjó fyrir innan vörn Barcelona en Jose Alexanco stöðvaði hann með broti. Öllum til mikillar furðu dæmdi dómar- inn aðeins aukaspyrnu en gaf Al- exanco ekki einu sinni gult spjald. Svona brot á tvímælalaust að spjalda því færin gerast ekki mikið betri og þarna sluppu Spánverjar svo sannarlega með skrekkinn. Um tíu mínútum síðar komst Arnljótur Davíðsson skemmti- lega inn í vítateig Barcelona en féll við án þess að nokkuð væri dæmt. Mér er þó til efs að brotið hafi verið á Arnljóti en hann hefði getað sent boltann á Pétur Ormslev sem var einnig inni í teig. Síðustu mínúturnar héldu Spánverjarnir fengnum hlut og fátt markvert gerðist. Engin skömm Framarar þurfa ekki að skammast sín fyrir þennan leik. Barcelona er gífurlega sterkt lið og verður gaman að fylgjast með gengi þess í vetur. Pétur Ormslev átti góðan leik með Fram og þá voru þeir Viðar Þorkelsson, Pét- ur Arnþórsson og Arnljótur Dav- íðsson ágætir en enginn Framara átti slakan leik, hversu furðulega sem það kann að hljóma. Það var ánægjulegt að sjá Framliðið reyna að spila fallega knatt-\ spyrnu en ekki tóman varnarleik eins og oft vill bregða við hjá ís- lenskum liðum gegn slíkum stór- liðum. -þóm \ \ Fimmtudagur 8. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.