Þjóðviljinn - 08.09.1988, Side 13

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Side 13
ERLENDAR FRETTIR Burma Blikur á lofti Maung Maung kom ekkifram íkvöldfréttum útvarps ogþví er allra veðra von. Hermenn á hverju strái í Rangún Rangún, höfuðborg Burma, var gersamlega stjórnlaus um skeið í gær, múgurinn æddi um götur og stræti, braut og braml- aði og lét greipar sópar um hvað- eina sem hann girntist. Meðan því fór fram streymdu hermenn með alvæpni til borgarinnar en um kvöldið kvaddi Maung Maung sér ekki hljóðs í útvarpi og hefur því augljóslega ekki í hyggju að stíga niður úr valdastól. „Það er augljóst að brátt skerst í odda,“ hafði Reuter eftir er- lendum sendimanni sem óskaði nafnleyndar. Hann sagði að / Italía Fengsælar löggur Handtóku21 hryðjuverkamann ísamrœmdum aðgerðum víðsvegar um Róm Hressir i bragði efndu foringj- ar úr Rómarlögreglunni til frétta- mannafundar í gær og skýrðu frá því að þeir hefðu gómað 21 „borgarskæruliða“, allt þekkta og eftirlýsta félaga úr alræmdum hryðjuverkasamtökum. í hópi fimmtán karla og sex kvenna væru hjónin Fabio Ra- valli og María Cappello. Pau eru talin hafa verið potturinn og pannan í skipulagningu morðsins á einum helsta ráðgjafa Ciriacos de Mita forsætisráðherra en hann var ráðinn af dögum í vor. Hinir handteknu eru allir fé- lagar í Rómardeild „Kommún- istaflokksins sem berst“ (PCC) en klíka sú þykir grimmust og óvægnust af eftirkomendum Rauðu herdeildanna. Félagar þeirra létu sem kunnugt er mikið að sér kveða á áttunda áratugn- um og myrtu 17 framámenn í ít- ölsku þjóðlífi. Italo Leopizzi höfuðsmaður greindi frá því að hryðjuverka- mennirnir 21 hefðu allir verið handteknir í rauðabítið í gær- morgun í samræmdum aðgerðum víðsvegar um borgina. Fólkið hefði ekki veitt neitt viðnám. „Þessar aðgerðir hafa nánast upprætt Rómardeild samtak- anna.“ Roberto Jucci hershöfðingi sagði að lögformlega séð væri fólkið í varðhaldi fyrir smábrot en það væri fullvíst að þetta væru skipuleggjendur allra helstu hryðjuverka sem framin hafa ver- ið á Ítalíu síðustu þrjú árin. Hann nefndi helstu glæpi hóps- ins. Árið 1985 vó hann hagfræð- inginn Ezio Tarantelli og ári síðar fyrrum borgarstjóra Flórens, Lando Conti. í aprílmánuði síð- astliðnum hefði útsendari klík- unnar haldið heim til öldunga- deildarþingmannsins Roberto Ruffilli og myrt hann. Ruffilli þessi var náinn vinur og ráðgjafi forsætisráðherrans. Reuter/-ks. I - """""" fjöldi vörubifreiða og herflutn- ingabíla hefði ekið inní borgina í gær. Öll hefðu farartækin verið þéttskipuð hermönnum með vél- byssur og riffla. Sums staðar gripu dátarnir í tómt þegar þeir hugðust góma þjófa og skemmdarvarga en á stöku stað stóðu þeir menn að verki. Stjórnvöld skipuðu þeim að skjóta fólk sem ryddist inní verksmiðjur og vöruskemmur til að ræna og rupla. Þeir virðast hafa gegnt kalli því fimm voru drepnir og sex særðir í gær. 88 voru handteknir. Forystumenn stjórnarfjenda í Burma lýstu því yfir í fyrra mán- uði að þeir gæfu ráðamönnum nokkurn frest til þess að láta af völdum. Ef Maung Maung gæfi ekki út yfirlýsingu um afsögn sína í kvöldfréttum útvarps að kveldi miðvikudags 7. september færi allt í bál og brand daginn eftir. En þar eð rödd Maungs bárst ekki um öldur ljósvakans í gær- kveldi er líklegt að mótmælendur arki tugþúsundum saman um göt- ur Rangún í dag. Göngu þeirra er ætiað að marka upphaf margvís- legs andófs en veigamest á að verða allsherjarverkfall um land allt. Sovétríkin Brezhnev dó en gekk aftur Roy Medvedev fullyrðir að aðalritarinn hafi verið viljalaust og rœnulaust verkfœri undirsáta sinna eftir alvarleg veikindi árið 1976 Arið 1976 fékk Leóníd Brez- hnev slag og var lengi í dauða- dái. Fyrir snilld færustu lækna var lífsanda blásið í nasir hans að nýju en þaðan í frá var hann utan- gátta og viljalaust verkfæri ger- spilltra undirsáta sinna. Roy Medvedev er sagnfræð- ingur og var í hópi kunnustu andófsmanna á „stöðnunar- skeiðinu“. Hann er höfundur greinar um ofanverða valdadaga Brezhnevs sem birt er í síðasta tölublaði „Moskvufrétta.“ Medvedev staðhæfir að ýmsir forystumenn flokksins sem hand- gengnir voru aðalritaranum hafi misnotað aðstöðu sína með reyfaralegum hætti, matað krók- inn og hyglað sér og sínum. Þessir einstaklingar nutu friðhelgi svo lengi sem Brezhnev gegndi for- ystuhlutverki og því sat hann í æðstu embættum eftir heilsu- brestinn þótt full ástæða hefði verið fyrir hann að draga sig í hlé. „Eftir að Brezhnev fékk áfallið árið 1976 varð það stöðugt erfið- ara fyrir hann að gegna form- legum skyldum sínum og hann hætti brátt að hafa hugmynd um það sem gerðist í kringum hann.“ Óháð ríki Nú er lag Forystumenn Samtaka óháðra ríkja hyggjast auka vegþeirra og hlutverk Fundur utanríkisráðhcrra óháðra ríkja hófst á Kýpur í gær. Samtökin hafa látið lítið til sín taka að undanförnu en nú hyggjast forystumcnn aðildar- ríkjanna rífa sig uppúr doðanum og gera þau að forystuafli í heiminum. Þetta var meginþemað í setn- ingarræðu Georges Vassilous, forseta Kýpur, í gær. Hann hét á félaga að rífa til sín frumkvæðið og auka hlutverk samtakanna á alþjóðavettvangi. „Sá vandi sem að okkur steðjar nú á dögum verður ekki leystur nema aðildarríki samtakanna hristi af sér slenið og skapi sín eigin örlög. Mikið er í húfi og nú er lag.“ Þeir sem tóku til máls á eftir Vassilou tóku allir í sama streng. Afvopnunarsamningur risaveld- anna hefði gefið friðflytjendum byr undir báða vængi um öll byggð ból. Þegar væri fjölmörg- um áföngum náð, í Mið- Ameríku, Afganistan, við Persa- flóann, í Kampútseu, Suðvestur- Afríku, Vestur-Sahara og á Kýp- ur. En enn væri fjölmargt ógert og því ætti nú að koma til kasta Samtakanna. Markmiðið væri: Friður á jörð. Samtök óháðra ríkja voru stofnuð fyrir 27 árum. Á Kýpur- fundinum sitja 59 utanríkisráð- herrar og 89 sendinefndir, full- trúar tveggja miljarða manna. Zimbabwe er nú forysturíki samtakanna og mun gegna því hlutverki fram að lokum Ieiðtogafundar á næsta ári. Menn eru löngu farnir að velta vöngum og spá í næsta forysturíki. Þjóð- höfðingjar í Rómönsku Ameríku hafa þegar stungið uppá Nikara- gva. Indónesía er ennfremur í framboði. Kúvæt, Perú og Kýpur þykja einnig koma til greina. Reuter/-ks. Andófsmenn funda í Rangún. Loft er lævi blandið í höfuðborginni. Þótt Maung kæmi ekki við sögu kvöldfréttanna í gær voru þær ekki alveg látnar afskipta- lausar af stjórnvöldum. Lesin var yfirlýsing frá ríkisstjórninni þar sem almenningur var hvattur til þess að halda sig fjarri þinghúsi Leóníd lljitsj Brezhnev á efri árum. Ekki svipur hjá sjón eftir veikindin 1976. Medvedev segir að aðalritar- inn fyrrverandi hafi verið veikgeðja og vilj alftill maður. „Fjölmargir í hirð Brezhnevs höfðu mikil völd en voru á kafi í spillingarfeninu. Þessir einstakl- ingar þurftu á Brezhnev að halda. Til þess að vera óhultir urðu þeir að sýna aðalritarann öðru hvoru opinberlega svo ekki færi á milli mála að hann væri enn leiðtog- inn. Þeir leiddu hann í orðsins fyllstu merkingu.“ Medvedev kveður Brezhnev hafa forðast illindi og deilur eins- og heitan eldinn. Því var hann afar seinþreyttur til vandræða og lét vini og kunningja í friði þótt engum blandaðist hugur um að þeir væru misyndismenn. Reuter/-ks. höfuðborgarinnar á mánudag- inn. Þá mun miðstjórn „Sósíal- íska framkvæmdaflokksins“ á- kveða hvort efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölflokkalýðræði eður ei. Reuter/-ks. Palestína Bær í hers höndum íbúum Kalkilju refsað fyrir óspektir á götum bcejarins Israelskir hermenn réðust inní hús i bænum Kalkilju, vestan Jórdanar, í gær og í fyrradag. 190 heimamenn voru teknir höndum og er þeim gert að sök að hafa tekið þátt í uppreisninni gegn her- námi Israelsmanna. Málsvari ísraelshers sagði að hér væri um afar mikilvæga hern- aðaraðgerð að ræða sem fjarri því væri lokið. Markmiðið væri að koma í veg fyrir ofbeldisaðgerðir bæjarbúa. Ibúar Kalkilju eru 50 þúsund og er þeim gert að sitja heima hjá sér auðum höndum uns dátar herraþjóðarinnar hafa lokið sér af. Palestínumenn fullyrða að her- menn hafi eyðilagt fjögur hús en málsvarinn kvað sér öldungis ó- kunnugt um slíkt. Hinsvegar væri í bígerð að leggja heimili nokk- urra fanga í rúst. „Það verður að koma íbúum í skilning um að þeir bera ábyrgð á öllum óspektum sem eiga sér stað í bænum og verða því að súpa seyðið af þeim.“ Reuter/-ks. I »Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Að Hússtjórnarskólanum Ósk ó ísafirði vantar vefnaðarkennara. Staða bókavarðar við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Vél- skóla íslands er laus til umsóknar. Leitað er eftir manni sem vill taka að sér að byggja upp bókasafn skólanna í nýfrágengnu hús- næði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 20. september n.k. Menntamálaráðuneytið Hafnarfjarðarbær - áhaldahús Verkamenn óskast í almenna útivinnu og á loft- pressur. Mötuneyti á staðnum. Hagstæður vinnutími. Upplýsingar í síma 652244. Yfirverkstjóri Fimmtudagur 8. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.