Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 16
-SPURNINGIN— Hefurðu gert ráðstafanir til að fylgjast með 01- ympíuleikunum í Sjón- varpinu seinna í mánuð- inum? Helga Ingólfsdóttir, húsmóðir: Nei, ég hef ekkert pælt í því sjálf, en elsti og yngsti sonurinn eru allir í íþróttunum svo að það verð- ur eflaust mikið horft. Kristinn Kristjánsson, afgreiðslumaður: Nei, enda á ég ekki svo gott með að koma því við, þar sem ég vinn vaktavinnu. Sigurður Hróarsson, leikhúsritari: Það fer nú ekki mikið fyrir því, en á hinn bóginn er ég svo heppinn að hafa nokkuð frjálsan vinnu- tíma og kem til með að nýta mér það. Elías Kárason, bifreiðastjóri: Það verður að minnsta kosti ekk- ert næturgláp. Ég nenni ekki að horfa mikið á sjónvarp svona yfir- leitt, hvað þá um miðjar nætur. Atli Þór Sigurjónsson, nemi: Ég reyni að ná sem mestu, en ég er í skóla á morgnana svo að ég glápi nú ekkert fram á nótt. þJÓÐVILJINN Hmmtudagur 8. september 1988 199. tölublað 53. örganour SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Sigrihrósandi sýna þær Ragnheiður Þorláksdóttir og Camilla Söder- lóðina Aðalstræti 8. Þær voru í hópi níu íbúa Grjótaþorps, er rituðu berg úrskurð félagsmálaráðherra um ógildingu byggingarleyfis fyrir undir kæruna fyrir rúmum tveim mánuðum. Mynd: Jim. Aðalstrœti 8 Framkvæmdir stöövadar Ragnheiður Þorláksdóttir: Mikill sigurfyrir íbúana. Ekki næg breytingaðfjölgabaraíbúðum. GunnarH. Gunnarsson: Ekkistaðið steinnyfirsteini í Kvosarskipulaginu efráðherra hefði staðfest byggingarleyfið Síðdegis í gær mættu Gunnar Sigurðsson, byggingarfuUtrúi Reykjavíkurborgar, og Hilmar Guðlaugsson, formaður bygging- arnefndar, á lóðina Aðalstræti 8 með tilskipun um að byggingar- framkvæmdir þar skyldu tafar- laust stöðvaðar. Vinna var í full- um gangi þrátt fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra hefði fellt byggingarleyfið úr gildi deginum á'ft'ur. Að sögn Ragnheiðar Þorláks- dóttur, sem situr í stjórn íbúa- samtaka Grjótaþorps, ræddi einn íbúanna sem kærðu byggingar- leyfið við verkstjóra á lóðinni í gærmorgun. Fékk hann þau svör að þeir tækju ekki mark á ein- hverri konu í bæ, heldur borgar- yfirvöldum sem veitt hefðu leyfið. Ragnheiður sagði að úrskurð- urinn væri mjög mikill sigur fyrir íbúana og sýndi að eitthvað þýddi fyrir borgarana að bera fram mótmæli. Mest um vert í þessu máli væri að fólk gæti treyst þvf að samþykkt skipulag væri hald- ið, svo að íbúarnir þyrftu ekki stöðugt að vera á varðbergi gagnvart nýjum framkvæmdum. Deiliskipulag að Kvosinni var samþykkt í borgarstjórn Reykja- víkur í október á síðasta ári og staðfest af félagsmálaráðherra í febrúar. f úrskurði félagsmála- ráðherra segir að nýtingarhlutfall á lóðinni sé 16% hærra en í deili- skipulaginu, eða 3,5 í stað 3,02, og er helmingur af flatarmáli bíl- ageymslna undir húsinu dreginn frá við útreikninginn. Ráðuneyt- ið getur heldur ekki fallist á að óformlegir minnispunktar frá Borgarskipulagi Reykjavíkur feli í sér fyrirvara um breytta land- notkun samkvæmt skipulagstil- lögum. í þeim áttu íbúðir að vera í stærstum hluta húsanna tveggja á lóðinni, en í byggingarleyfinu er samþykkt að 2% fari undir íbúðir og 98% undir verslun og þjón- ustu. í samþykktum teikningum að húsunum brýtur það einnig í bága við deiliskipulag, að húsin 2 sem sýnd voru stakstæð eru nú tengd með 5 hæða byggingu. Sama dag og Jóhanna Sigurð- ardóttir felldi byggingarleyfið úr gildi var samþykkt í borgarráði beiðni frá Byggðaverki, sem keypti lóðina og byggir húsin, um að í aftara húsið kæmu 9 íbúðir í stað skrifstofa. Beiðnin var einn- ig samþykkt í skipulagsnefnd og kemur til kasta byggingarnefndar í dag. Rúnar Björnsson hjá Byggða- verki sagði við Þjóðviljann að þeir hefðu viljað koma til móts við kröfu íbúanna með þessu og teldu sig nú fara alveg eftir Kvos- arskipulaginu. Ragnheiður Þor- láksdóttir var ekki sammála því að nóg væri að fjölga íbúðum. Ráðherra hefði úrskurðað um fleiri atriði sem lagfæra þyrfti. Um tengibygginguna sagði Rúnar, að hér væri um að ræða enn einn mísskilninginn hjá ráð- herra. - Þetta eru tvö hús, bara nýtt sameiginlegt stigahús komið á milli. Rúnar nefndi einnig að þeim hefði ekkert þótt óhagkvæmari kostur að hafa líka íbúðir í hús- inu. Menn sem þekkja til innan byggingariðnaðarins hafa í þessu sambandi bent á að breyting yfir í íbúðir sé ekki undarleg, þegar litið er til þess að botninn hefur verið að detta úr eftirspurn eftir skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Það sé hins vegar kátbroslegt, að íhaldið væri margbúið að brjóta eigin skipulagssamþykktir til að veita fyrirgreiðslu, sem með breyttum vindum er orðin óþörf. Fulltrúi Alþýðubandalagsins í byggingarnefnd borgarinnar, GunnarH. Gunnarsson, sagði að ef félagsmálaráðherra hefði stað- fest byggingarleyfi meirihlutans í borgarstjórn hefði ekki staðið steinn yfir steini í Kvosarskipu- laginu; deiliskipulagi sem meiri- hlutinn hefði sjálfur samþykkt rúmu hálfu ári áður. Honum þóttu undarleg um- mæli Davíðs Oddssonar borgar- stjóra, um að ráðherra væri með úrskurðinum að skerða sjálfs- ákvörðunarrétt sveitarfélaga. Samkvæmt byggingarlögum ættu borgararnir rétt á að kæra bygg- ingarleyfi og hefði Sjálfstæðis- flokkurinn tekið fullan þátt í að afgreiða þau lög. Eins og sagði í upphafi voru framkvæmdir stöðvaðar í gær og sagði Rúnar Björnsson hjá Byggðaverki, að það væri alfarið mál Reykjavíkurborgar. Borgin fengi skaðabótaskellinn, því hér væru miklir fjámunir í húfi. Menn í vinnu væru ekki sendir heim fyrir ekki neitt og nú þegar væri búið að eyða 10 miljónum í grunn og bflageymslur. mj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.