Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 10. september 201. tölublað 53. órgangur Ríkisstjórnin Ráðherrarflykkjast vestur íStykkishólm. Nýjumþœtti ísýningu á erjum á stjórnarheimilinu dengtyfirþjóðina. Sögusagnir um leynilegar stjórnarmyndunarviðrœður bornar til baka. ÓlafurRagnar Grímsson: Tafarlaust á að efna til kosninga f gær flugu formenn ríkis- stjórnarflokkanna vestur í Stykk- ishólm. Þar sátu forsvarsmenn fiskvinnslunnar á fundi og höfðu átt von á Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra. Rak þá í rogastans þegar þangað komu ásamt Halldóri þeir Þorsteinn Pálsson, Steingrímur Hermanns- son og Jón Baldvin Hanni- balsson. Bjuggust sumir við til- kynningu um aðgerðir ríkis- stjórnarinnar vegna rekstrar- vanda vinnslunnar en fljótt kom í ljós að ráðherrarnir áttu enn langt í land með að taka ákvörð- un í þeim efnum. Ráðherrarnir hafa ekki vílað fyrir sér að kalla forsvarsmenn fiskvinnslunnar til skrafs og ráð- gerða suður til Reykjavíkur, hvort heldur þeir búa vestur á Flateyri eða annars staðar á landinu, og því þótti einsýnt að ferðin var ekki farin í þeim til- gangi einum að spjalla við fisk- vinnslumenn. Var talið að for- menn stjórnarflokkanna hefðu kosið að flýja ágang fjölmiðla og ræða vandamál stjórnarheimilis- ins í rólegheitum. f fréttatímum Ijósvakafjölmiðlanna í gærkvöldi kom hins vegar í ljós að þeir héldu áfram að skamma hver annan opinberlega. Taldi hver annan sannan að brigslyrðum og svigurmælum og var látið í það skína að sumir hefðu setið á svik- ráðum allt frá því ríkisstjórnin var mynduð. Þegar blaðið fór í prentun var ekki vitað hvort þeir voru farnir að ræða málin á lágum nótum en ekki er loku fyrir það skotið að haustnóttin við Breiðafjörð hafi kælt í þeim blóð- ið. Reiknað er með að þegar um hægist muni ráðherrarnir hefja viðræður um áframhaldandi bann við launahækkunum, „hóf- lega“ gengisfellingu og að ekki beri að taka fram fyrir hendur markaðsaflanna með lækkun á vöruverði. Ekki er talið líklegt að þeir ræði í alvöru að ná eigi niður vöxtum með lagasetningu. Bornar hafa verið til baka sögusagnir um að hafnar séu leyniviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Talsmenn stjórnar- andstöðunnar fara fram á tafar- lausar kosningar. Sjá síðu 7 Valur Arnþórsson, tilvonandi bankastjóri Landsbankans, laxveiðifé- lagi utanríkisráðherra og fráfarandi stjórnarformaður SÍS, var kallaður til skrafs og ráðagerða inn á magnþrunginn fund sem þingmenn Framsóknar héldu eftir að Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra lagði fram „hugmyndir" sínar í fyrradag. Bankastjórastaða Vals er frágengið mál sem ekki er í hættu þótt stjórnin springi. Frá vinstri: Valur Arnþórs- son, Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir og Steingrímur Hermannsson. Mynd: Jim Smart. Stjórnin 99Alltaf eitthvert mgl“ Avöxtun sf. hættir Chile Á morgun, 11. sept., eru 15 ár liðin frá því að herforingjar steyptu lýðræðislega kjörinni stjórn Chile af stóli. Chile var eitt þeirra landa Rómönsku Amer- íku, þar sem möguleikar á veru- legum þjóðfélagsumbótum með lýðræðislegum aðferðum voru taldir hvað mestir, og m.a. vegna þess olli valdaránið mikilli reiði og vonbrigðum víða um heim. Þúsundir fylgismanna stjórnar Allendes forseta, enginn veit hve margar, voru myrtar í kjölfar valdaránsins. Sjá síðu 13 - Þetta er engin stjórn; eftir því sem góðærið er meira þeim mun meiri hallarekstur er á ríkissjóði, segirTrausti Harðarson, en hann var einn þeirra sem blaðamaður tók tali í gær til að forvitnast um hvernig fólk væri stemmt á þess- um ósamlyndisdögum stjórnar- innar, en það eitt virðist öruggt um nánustu framtíð að launafólki er ætlað að taka á sig kjaraskerð- ingu eina ferðina enn. - Það er alltaf eitthvert rugl og bráðabirgðalausnir sem koma upp á þegar tekist er á við efna- hagsmálin, sagði annar viðmæl- andi, íris Óttarsdóttir, en al- mennt talað var urgur og ótti í fólki, og greinilegt að menn horfa ekki björtum augum til næstu vikna og mánaða. Sjá bls. 8-9 Þjóðviljinn ræddi í gær við Pét- ur Björnsson, annan eiganda Ávöxtunar sf. Þar kemur m.a. fram að nú er unnið að því að leggja fyrirtækið niður og að sam- vinnu þeirra Péturs og Armanns Reynissonar er lokið. Einnig að tap var á rekstri Ávöxtunar í fyrra sem nam fjórum miljónum og að fyrirtækið hafi ekki fengið eðli- lega lánafyrirgreiðslu, eingöngu vegna þess að það hét Ávöxtun sf. Pétur telur umsagnir kollega sinna á verðbréfamarkaðnum, þess eðlis að markaðurinn hafi styrkst við fall Ávöxtunar, vera óréttmætar og segir öll fyrirtæki á þessu sviði vera í jafn fallvaltri stöðu. Þá segir hann frá viðskipt- unum vegna Ragnarsbakarís sem hafi skilað Ávöxtun tapi og lýsir þeirri skoðun sinni að það sé geggjun að standa í fyrirtækjar- ekstri í dag. Hugtakið gróði sé ekki til í dag í íslenskum mark- aðsheimi. Um hugsanlegt tap viðskiptavina verðbréfasjóða Ávöxtunar segir hann að það geti hugsanlega numið 10-15 miljón- um króna. Sjá síðu 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.